Íslendingur


Íslendingur - 04.09.1925, Blaðsíða 3

Íslendingur - 04.09.1925, Blaðsíða 3
ISLENDINGUR 3 Jarðarför Halldórs Árna [óhannessonar, sem andaðist 30 f. m. fer fram miðvikudaginn 9. þ. m. og hefst með húskveðju á heiniili hins látna, Lækjargötu 9, kl. 1 e. h. Foreldrar og systkini. jarðarför Kristínar Guðmundsdóttir fer fram mánudaginn 7. þ. m. frá heimilinu, Hafnarstræti 66 og hefst með húskveðju kl. 1 eftir hádegi. A ðstandendurnir. œmmhmmmmssmitmasBmm Frystihús Sameinuðu verzlananna hér á Oddeyri hefir Samband ísl. samvinnufé- laga leigt í haust til geymslu á kjöti, er flytja á héðan út með kseliskipinu, er það ætlar að leigja samkv. tilmælum síðasta þings. Sjóvátryggingarfdlag Islatids hefir aukið höfuðstól sinn um 250 þús. krónur, úr 1 miljón kr. upp í 1,250,000 kr., en jafn- framt bætt við starfsemi sína brunatrygg- ingum. C3 E f t i r m æ I i. »Deyr fé, deyja frændur, en orð- stír deyr aldrei, hveim sér hann góð- an getur.c Pann 14. júlí s. I. andaðist að heirnili sínu, Valadal, merkisbóndinn Fiiðrik Stefánsson eftir langvinna þján- ingu af krabbameini. Hann var fæddur 15. júlí 1871 og var því aðeins 54 ára gamall. Árið 1898 giftist hann eítirlifandi ekkju sinni Guðríði Pétursdóttur, ætt- aðri úr Þverárhlíð í Mýraisýslu syðra, og eignaðist með henni 3 börn, 2 dætur og 1 son, sem öll eru upp- komin; eru heima í föðurgarði. Um s. 1. aldamót keypti hann ábýlisjörð- ina Valadal í Seiluhreppi, og flutti þangað ásamt konu sinni voiið 1900 og byrjaði þar biiskap. Jörðin var í niðuruíðslu að bæjar- og peningshúsum, og lá það orð á henni, að þar bæri sig ekki orðið bú- skapur vegna þess, hvað jörðin væri erfið og fólksfrek. En þá eifið- leika virtist Friðrik sál. ineð sínum frábæra dugnaði og hagsýni eiga létt með að yfirstiga. Hann bygði upp öll bæjar- og peningshús, reisti hey- hlöður, sléttaði túnið og girti og jók út um fleiri dagsláttur, lagði fleiri þúsund faðma hagagirðingu með fleiri umbótum. En þrátt fyrir hinn mikla kostnað, sem hann lagði í un.bælur jarðarinnar, safnaðist honum svo fé, að hann var alljafnan einn af beztu stoðum sveitar sinnar, og einn af beztu borguium hennar. Friðrik sál. ólst upp á þeim tímum, sem litið var um það hirt, að um- komulitlir unglingar, sem hann var í uppvextinumjgætu notið hinar almennu méntunar, sem gæti orðið þeim til hjálpar í baráttu lífsins. En honum voru gefnir þeir hæfileikar, sem studdu að því, að hann með dugnaði sínum og hagsýni, samfara lífsreynslu og glöggri athugun á öllum þeim málum, sem snertu lífsstarf hans, stóð mikið fram- ar mörgum þeim, sem skóla á höfðu gengið. Og það var vissulega lær- dómsríkt fyrir margan æskumanninn, að korna á heimili hans, kynnast starf- semi hins látna me kismanns, og fá hjá honum ýmislega fræðslu í búnað- armálum. Heimilið haris var sann nefnt héiaðsprýði, þar sem fer samau valmenska og sljórnsemi húsfreyjunn- ar inni við og drengskapur, dugnaður og hagsýni húsbóndans úti við, Og þó að Valadalur megi teljast fremur afskekt fjaliajörð, var tíðum gestkvæmt þar. Pað voru svo fjöldamargir, sem töldu ekki eftir sér krókinn heim til þess að heilsa liúsbóndanum. Og var það ekki einungis hinti mikli greiði sem að því sluddi og hver naut, sem að garði bar, heldur var það gestrisninnar hlýja þel, sem andaði þar svo hlýlega á móti manní, og gerði dvöl gestanna á hcimili hans svo hugnæma. Hinir fjölmörgu vinir liins látna, þeir horfa nú hryggir í huga í rúmið, sem hann skipaði með sínum alkunna dugnaði, ault, en yfir því Ijómar er.durminningin um hans dygðarríku staifsemi, það er hinn góði orð tír, sem hann gal sér í lífinu, sem aldrei deyr, sem reynist jafn ódauðlegur og andi hans. Friðrik sál. reisti sér þá bautasteina í lífinu, sem seint munu í kaf ferma og geyma munu nafn hans í virðing og heiðri um ökomna tima. Blessuð sé minnning lians. Einn af vinum hins látna. cc Gengi peninga hjá bönkum í dag. Sterlingspund . . kr. 24,50 Dollar .... - 5,06 Svensk króna . . — 135,56 Norsk króna . . — 103,88 Dönsk^króna . . — 125,00 Irgel-hanin og Piano frá 1. fl. verksmiðjum í Pýzkalandi útvega eg eins og áður. / Piano, mjög vandað hefi eg til sölu. P. Thorlacius. Sölubúð ásamt litlu herbergi (við fjölförnustu götu bæjarins) til leigu nú þegar. Lysthafendur snúi sér til Hailgr. Einarssonar. Veslingarnir eftir Victor HugO, koma nú neð- anmáls í Lögréttu. Höf. er eitt af stór- skáldum Frakka, og saga þessi er eitt af frægustu verkum hans. Lögrétta býð- ur því lesendum sýnum með þessari sögu eitt af úrvaldsritum heimsbók- mentanna. Pýðingin er eftir^þá feðg- ana E. H. Kvaran og Ragnar Kvaran. Nýir kaupendur fá blaðið frá því er sagan byrjar og fram til áramóta fyrir kr. 3,50. Úlsölumaður er Hallgr. Valdemarsson. Frá 1. okt. n. k. óskast herbergi til leigu, helst ná- lægt Landssímastöðinni. R. v. á. Þakkarávarp. Ollum þeim, er auðsýndu mér hjálp í veikindum konunnar minnar, Guðrúnar Gunnlaugsdóttur, og síð- ar við útför hennar, votta eg mitt innilegasta þakklæti. Sömuleiðis þakka eg öllum þeim af alhug, sem styrktu mig rneð fjégjöfum til þess að geta komist suður til Reykjavík- ur á fund dóttur minnar, sem er sjúklingur á Vífilsstöðum. Ásbyrgi i Glerárþorpi 12. ág. 1925. Jónas Jóhannsson. Flugdrotningin kvikmyndin, setn allir dáðust, að verður samkvæmt áskorunum fjölda manna sýnd í Bíó í K V Ö L D K L. 9. lOt AFSLÁTTXJR er gefinn af öllum vörum frá 5.—25. sept. Verzlun Egil Jacobsen. i Steinlausar > (SVESKJUR) < 1 Og Sun-Maid-Rúsínur í lausri vigt ódýrastar í Nýja Söluturninum. > IÆÐTJRVÖRUR. Verzlun mfn hefir nú fengið úrval af ekta leðurvörum, sem seldar eru með tnjög sanngjörnu verði. Má þar til nefna: Kventöskur, seðlaveski, peningabuddur, skjalatöskur, ferðatöskur, skátabelti, burðarólar, tóbakspoka, o. m. fl. Vörurnar eru fjölbreyttar og »hæst móðins.« Guðbjörn Björnsson. Tilky nnist. Franutndir miðjan septembennánuð verður lokað fyrir raf- magnið á hverjum degi frá kl. 4 á nóttunni til kl. 2 á daginn, vegna moksturs framburðar úr þrónni. Akureyri 3. sept. 1925. Rafveitustjórinn. Útsaumskensla. Frá 1. októberkenni eg, eins og undanfarna vetur, ýniiskonar útsaum 6 tima á viku. Ingibjörg Steinsdóttir, Aðalstr. 15 Simi 45. Áteikning. Eg teikna á púða, dyraljöld, alls- konar dúka, kjóla o. s. frv. Munstur minkuð eða slækkuð. Ingibjörg Steinsdóttir, Aöalstræti 15. Rifs-dúkar á kr. 2,50. Konnnóðudúkar og Jljósadúkar úr, mjög góðu rifsi, aðeins á kr. 2,50. Einnig nokkrir púðar o. fl., sérlega ódýrt. Ennfremur allskonar silki- og garntegundir. Ingibjörg Steinsdóttir, Aðalstræli 15. Al-Linoleum fleiri teg. frá 12 kr. m. Hálf-Linoleum fleiri teg. frá kr. 8,50 m. Bonevax, ódýrt. P. H. Lárusson. Fjölbreytt úrval af sporöskjulöguðum mynda- römmum til sölu bjá undirrituðum. H. Einarsson. MuniiS eftir afslættinum á skófatnaði hjá M. H. Lyngdal. Hvergi betri kaup fáanleg í bænum. Stór stofa ásamt litlu hliðarherbergi er til leigu nú þegar. Sérstaklega hentugt fyrir 2 pilta. Ljós og miðstöðvarhitun fylgir. Fæði gæti einnig fylgt. P. Thorlacius. Gott herbergi með húsgögnum óskast til leigu frá 1. okt. n. k., helst í norðurhluta Hafnarstrætis eða Strandgötu. R. v. á. Kartöflur Fæ ágætar danskar kartöflur tneð Goðafoss 20. þ. m. Gerið pantanir í tíma. M. H. Lyngdal.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.