Íslendingur


Íslendingur - 18.09.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 18.09.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Sírandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 18. september 1925. 40. tölubl. Stjórninálafundur yrði aðstaðá seðlabankans til ríkis- veðbankans hin sama og til hinna bankanna. — Milliþinganefnd liefði nú málið til meðferðar. Sig. Eggerz bankastjóri og 1. landskj. þm. boðaði til stjórnmála- fundar í Samkomuhúsinu sl. sunnu- dagskvöld. Fundurinn var illa aug- lýstur og var ekki húsfyllir. Fund- urinn hófst kl. 8V2 og kvaddi fund- arboðandi Steingrím Jónsson bæj- arfógeta til fundarstjóra, en hann aftur Jón Sveinsson bæjarstjóra sér til aðstoðar. Fundarboðandinn hélt því næst klukkutíma ræðu og var fyrsta mál- ið, er hann vék að: fyrirkomulag seðlaútgáfutwar. Vildkhann að sér- stakur seðlabanki yrði stofnaður. Kvað það hvergi viðgangast, að bankar, sem hefðu sparisjóðsfé með höndum og veittu áhættusöm lán, hefðu seðlaútgáfuna. Seðlabankinn ætti að vera banki bankanna, ekki við- skiftabanki almennings. Aðalmótbár- an gegn seðlabanka áleit ræðumaður kostnaðinn. Auðvitað ætti sá kostn- aður engu máli að skifta, þegar hægt væri að sýna fram á, að slílc- ur banki væri nauðsynlegur fyrir viðskiftalífið í Iandinu. En úr kostn- aðinum mætti draga með því að hafa — »personaI-union« — starfs- mannasamband milli seðlabankans og ríkisveðbankans fyrirhugaða. Ríkisveðbankinn yrði að koma. Lögin um stofnun hans væru orðin 4 ára gömul, þó ekki hefðu komið til framkvæmda ennþá. En á sfð- asta þingi hefði verið stofnaður banki fyrir landbúnaðinn, »Ræktun- arsjóður íslands«, og honum væri ætlað að ganga inn í ríkisveðbank- ann er hann kæinist á. Rörfin fyrjr fasteignabanka væri ekki minni en verið hefði á Ræktunarsjóðnum, því að nú væri svo komið, að hvor- ugur bankinn lánaði lengur fé til húsabygginga. Peir, sem réðust í að koma upp húsum, yrðu að taka lán með óhæfum vöxtum hjá ein- stöku mönnum, og afleiðingin væri hin afarháa húsaleiga, sem nú væri ríkjandi í kaupstöðunum, minsta kosti í Reykjavík, og væri einn drýgsti þátturinn í dýrtíðinni. Fast- eignabankans væri því knýjandi þörf. Yrði ætlunarverk hans meðal annars, að lána fé til húsabygginga með sæmilegum kjörum, líkt og Ræktunarsjóðnum væri ætlað að veita landbúnaðinum hagkvæm lán. Ræðum. áleit, að Ræktunarsjóður- urinn mundi ekki geta kornið að verulegu gagni fyr en markaður fengist erlendis fyrir verðbréf hans, og það mundi ekki ganga ' eins greiðlega og ýmsir héldu. Aft- ur á móti yrði verðbréfasalan miklu greiðfærari, ef um verðbréf fullveðja ríkisveðbanka væri að ræða, (en fasteignabankinn yrði eins og Rækt- unarsjóðurinn deild ríkisbankans), og fasteignir í sveitum og bæjum stæðu að baki honum. Samstarf seðlabankans og ríkisveðbankans yrði mikill sparnaður, en auðvitað Gengismálið kvað ræðumaðurinn langstærsta málið, sem nú væri á dagskrá þjóðarinnar. Skoðun sína á því kvað hann þá, að hægfara gengishækkun væri heppilegust. Stýfing krónunnar væri óráðleg og þjóðinni ósamboðin, því að með þeirri ráðstöfun lýsti hún sig komna að fjárhagslegu gjaldþroti. Aðeins þær þjóðir, sem svo væri ástatt fyrir, gripu til þessa úrræðis. Væri það nokkurskonar nauðasamningur, gerð- ur til þess að fyrrast gjaldþrot. Nú mætti langt uin frekar segja, að ís- lenzka þjóðin stæði sig vel en iila, t. d. myndu fáar þjóðir geta sýnt hlutfallslega betri verzlunarjöfnuð en íslendingar hefðu gert í fyrra, er vöruútflutningurinn hefði numið 24 miljónum kr. meira en verðmagn innfluttrar vöru hefði verið. Það væri þvi að gefa umheiminum falska hugmynd um fjárhag þjóðarinnar, ef gripið yrði til stýfingar krónunn- ar, og til þess að spilla lánstrausti voru erlendis, auk þess sem það væri eignarnám á innstæðufé manna. Stýfingin því óhæfa. Aftur á hinn bóginn væri atvinnuvegunum hætta búin af of örri hækkun krónunnar, þar sem mestur hluti af afurðum landsins væri ennþá óseldur, og kæmust þeir í kreppu, mundi verka- lýðurinn fljótlega fá að kenna á því, jsar sem atvinnurekendur mundu að sjálfsögðu grípa til þess ráðs, að lækka framleiðslukostnaðinn og verkalaunin væru helzti liður hans. Hægfara gengishækkun væri okkur fyrir beztu, og að henni ættu stjórn- in, bankarnir og gengisnefndin að vinna. Pá kom ræðum. inn á ýms þingmál. Sendiherrann vildi hann að við fengjum sem fyrst aftur, kvað hann hafa unnið þjóðinni stór- mikið gagn og vera okkur ómiss- andi sem fullvalda þjóð. Hann harmaði breytingu þá, -sem þingið hefði gert á hæstarétti, og kvað þann sparnað illan, sem miðaði að þvf að veikja réttaröryggið í Iandinu. Ræðum. kvað sig andvígan 3ja ára meðaltals tekju- og eignaskatts- greiðslu, sem að fjármálaráðh. hefði viljað lögleiða á síðasta þfngi. Ekki fyrir þá sök, að ríkissjóður tapaði nokkrum þúsund krónum á því, heldur vegna þess, að hlutafélögun- um kæmi það ver, og á örðugleika þeirra væri ekki bætandi, lögin hvíldu nógu þungt á þeim áður, Skýrði ræðum. þetta á þann hátt, að nú hefði hlutafélag haft góða afkomu 1924 og greiddi aðeins '13 þess tekjuskatts, sem því bæri. Árið 1925 væri stórtap á starfsrekstrin- um, sanit greiddi íélagið V® af tekju- skatti fyrra árs, árið 1926 yrði einn- ig tap, en enn yrði félagið að greiða tekjuskatt af gróða ársins 1924. Fé- laginu kæmi það vafalaust betur, að greiða sinn fulla skatt gróða árið, AKUREYRAR BIO Laugardags-, sunnudagskv. kl. 9: JOHAN ULFSTJERNE 5 þátta kvikmynd, tekin eftir samnefndum'leik eftir Thor Hedberg, sem frægur er um öll Norðurlönd. Aðalhlutverkin leika: Mary Johnson og Ivar Hedquist. Miðvikudags- og fimtudagskvöld kl. 9: FULLHUGINN 9 þátta kvikmynd. Hún segir frá atburðum, er gerðust í borgara- styrjöldinni ensku um miðja 17. öld. Aðalhlutverkið leikur: |j Richard Barthelmess. heldur en að þurfa að borga hann að þriðjungi á tapári. Að hlutafé- lög gætu fengið eftirgjöf á skatti, ef örðugleikar steðjuðu að, var ræðumaður mótfallinn. Ræðum. deildi nokkuð á tvo að- alflokka þingsins. Kvað þá hug- sjónalitla og óheila í ýmsu. Sem dæmi upp á óheilindi þeirra nefndi hann stjórnarskrármálið. Báðir hefðu flokkarnir utan þings lýst sig ákveðna með þeirri breytingu, að þingið yrði haldið annnðhvort ár. Og á þingi hefðu þeir þózt því fylgjandi, en hvor um sig hefði reynt að fyrir- byggja að svo yrði með því að koma fram með fleyga, er þeir treystu að gæti orðið málinu að fótakefli og jafnframt gefið þeim tækifæri að þvo hendur sínar. »Eða« — hélt ræðumaður áfram — »geta menn ímyndað sjer, að 35 þing- menn hefðu ekki getað komið þess- ari breytingu í gegn um þingið, ef viljinn hefði verið einlægur?« — Sjálfstæðisflokkurinn hefði altaf ver- ið á mót því að breyta stjórnar- skránni. Síðar á fundinum gaf S. E. þá yfir- lýsingu, að hann væri einlægur fylg- ismaður frjálsrar verzlunar og hefði altaf verið. Kvaðst vera á móti rík- isrekstri á verzlun og atvinnufyrir- tækjum. Kvað um þesskonar ríkis- rekstur hljóta að skapast spilling, er gæti haft víðtæk áhrif, nema því aðeins, að honum"væri stjórnað af manni, er væri frábær að réttsýni, stjórnsemi og ósérplægni, en ekki myndi auðvelt að finna mann, er öllum þessum kostum væri gæddur, og óréttlátt væri það, að ríkið tæki atvinnu af þegnum sínum. Er S. hafði lokið inngangs- ræðu sinni hófust umræður. Var Þorsteinn M. Jónsson fyrstur að stíga í pontuna. Lauk hann lofsorði á flest, er S. E. hafði sagt og taldi hann bezta ráðherrann, er farið hefði með völd. Vildi þó ekki við- urkenna óheilindi Framsóknarflokks- ins í stjórnarskrármálinu og ekki heldur að flokkurinn væri tiltakan- Iega hugsjónalítill, — en það væri íhaldsflokkurinn. — Steingr. Jóns- son bæjarfógeti þakkaði S. E. fyrir nýjan vísdóm í stjórnmálum, er hann hefði fært sér. Var hann honum algerlega sammála um sendiherrann og hæstarétt. Steinþór Guðmunds- son barnaskólast jóri vildi fá upp lýsingar um, hvers vegna að vín- sölustöðum hefði verið þröngvað upp á þjóðina. Hvort það væri til að geðjast Spánverjum? Kom í því sambandi með líkingu úr »FjalIræð- unni«: »Vilji nokkur hafa lagadeilur við þig um kyrtil þinn, þá lát hon- um og yfirhöfn þína lausa.« Virtist skólastjóra að fyrv. stjórnhefði breytt eftir þessu og látið Spánverja fá eigi aðeins kyrtilinn, heldur og yfir- höfnina líka. Pórhallur Bjarnarson prentari var og óánægður með Spán- arsamninginn. S. E. var þungorður í svari sínu til skólastjórans og Þórhallar. Pað væri vandalítið fyrir ábyrgðalausa menn að finna að gerðum þings og stjórnar í Spánarmálinu; en þess kvaðst hann viss, að ef þeir Stein- þór skólastjóri og Pórhallur prent- ari hefðu átt sæti á þingi, er Spán- armálið lá fyrir því, myndu þeir ekki hafa þorað annað en vera með að stíga það spor, sem þingið þá steig, til að bjarga aðalatvinnuvegi landsmanna frá fyrirsjáanlegri eyði- leggingu. Og hvað útsölustöðum viðviki, þá hefði hann ákveðið þá í samráði við hina beztu menn, er verið hefðu sér sammála um, að skemra væri ekki hægt að ganga svo að trygt væri, að Spánverjar ryftu ekki samningnum við fyrsta tækifæri. Ræðumaður kvaðst altaf síðan hann kom á þing hafa verið bannlagameginn. Hann hafi greitt atkvæði á móti öllum þeim breyt- ingum, er fram hafi komið til þess að veikja þau, og í embættisfærslu sinni hafi hann unnið ósleitilega að því, að bannlögunum væri fram- fylgt. En hann hafi verið níddur og rægður af bannmönnum í stað- inn. Það hafi verið þakkirnar. En hann ætlaði að segja þeim nú, að ef þeir héldu áfram sömu iðju gagnvart sér og öðrum þeim, sem bezt hefðu reynst bannmálinu á þingi, að þá gæti svo farið, að hún kæmi þeim sjálfuin íkoll. Bar- dagaaðferð þeirra væri ódrengileg,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.