Íslendingur


Íslendingur - 02.10.1925, Qupperneq 1

Íslendingur - 02.10.1925, Qupperneq 1
AKUREYRAR BIO i kvöld kl. 9: FJALLBÚINN. Kvikmynd í 7 þáttum. — Ágætir leikarar. Laugardags- og sunnudagskv. kl. 9: KONAN FRÁ PARÍS. Alvöruþrunginn sorgarleikur í 8 þáttum eftir Charley Chaplin. Aðalhlutverkið leikur EDNA PURVIANCE. Miðvikudags- og fimíudagskvöld kl. 9: N EYÐARMERKIÐ. Einkennilega falleg og áhrifamikil mynd í 7 þáttum. Segir frá hetjudáð gamals slökkviliðsmanns. Aðalhlutverkin leika Ralph Lewis og Johnnie Walker. Afengis- bannið. ii. Þá er að víkja að glæpa-aðdrótt- an Stórrifara í garð ríkisstjórnarinn- ar, sem liggur í þeim orðum hans, að: hún haldi verndarhendi yfir smyglurum. Átyllu fyrir þessum sakaráburði þykist Stórritarinn finna í meðferð ríkisstjórnarinnar á tveim- ur smyglunarmálum, er hann kallar svo, þó að annað þeirra, »QulIfoss- málið« svonefnda, geti alls ekki kallast því nafni, þar sem um enga smyglun var að ræða, eins og sýnt skal frain á síðar. Um hitt málið — »Marian-málið« — hagar öðru- vísi til; það er reglulegt smyglun- armá!, en í því máli sýndi ríkis- stjórnin svo mikla röggsemi, að hún ætti skyldar fylstu þakkir Stórstúk- unnar, en ekki níðróginn, sem Stór- ritarinn réttir að henni. Til þess að öllum almenningi verði auðsæar hinar svívirðilegu á- lygar Stórritarans á stjórnina, fer hér á eftir frásögn forsætisráðherra Jóns Magnússonar af afskiftum sfjórnarinnar af máli þessu, er hann gerði þinginu grein fyrir því 23. marz sfðastliðinn: »Eg skal nú lýsa afskiftum stjórn- arinnar af Marianmálinu. Skipið kom fyrst til Grindavíkur 25. sept. f. á. og þótti þegar grunsamlegt. Þar fór maður í land af því. Að tilstilli dómsmálaráðuneytisins var hann þegar settur í sóttkví, vegna þess, að skipið hafði brotið sóttvarnar- lögin, en aðrar sakir var ekki hægt að sanna á hann. Honum var hald- ið svo lengi sem hægt var vegna sóttvarna. En þegar útséð var um það, áð af honum gæti ekki stafað sótthætta, varð að sleppa honum. Þá voru engar Iagaheimildir til að halda honum lengur. Sýslumaðurinn í Oullbringu- og Kjósarsýslu fór taíarlaust fil Grinda- víkur, þá er spurðist til skipsins, en er hann kom þangað, var það horfið. Jafnframt sneri dómsmála- ráðuneytið sér þá til »Fylla« ogbað hana að reyna að ná í hið grunaða skip. Það tókst ekki, enda mun skipið þá hafa verið komið langt út fyrir Iandhelgi. Nú fréttist ekk- ert af því, en ráðuneytið sneri sér til allra þeirra lögreglustjóra, er hugs- anlegt var, að yrðu varir við það, og bað þá að hafa góðar gætur á því, hvort það kæmi að landi. Gerðu þeir það. Ráðuneytið hafði og stöðugt samband við sýslumennina í Snæfellsness., Mýrasýslu, Borgar- fjarðarsýslu og Gullbr,- og Kjósar- sýslu. Svo liðu nokkrar vikur, og lítur svo út, sem skipið hafi hvergi þorað að koma að landi. Að Iokum neyddist það til þess að leita hafn- ar hér vegna matarleysis og vatns- leysis. Hafði það þá losað sig við áfengið.' .... Svo hófst mjög ítarleg rannsókn hér, en skipstjóri hélt því fram í fyrstu, að hann hefði kastað öllu áfengi fyrir borð. Lcks tókst þó að fá hann til að játa það, að hann hefði sent nokkuð af því í land méð vélbáti. (TrÞ: Hann byrjaði á því að neita öllu). Það er ekki von, að hv. þm. þekki gang slíkra mála. Það er rétt, að hann byrjaði á því að neita öllu. (TrÞ: Ogsegja ósatt). Já, segja ósatt í byrjun, en það er ekki sérlega ótítf, að menn, sem sakaðir eru um afbrot fyrir dómi, byrji með þvf að staðhæfa sakleysi sitt, og við því liggur eng- in sérstök hegning. Menn eru ó- gjarnir á það að játa á sig sök, fyr en þeir eru tilneyddir. Eflaust hefir jjað verið samkomulag milli skip- stjóra og skipverja að segja, að öllu hafi verið fleygt fyrir borð, því að það sama sögðu aðrir skipverjar. En svo játaði skipstjóri að lokum, að hann hefði sett áfengi í mótorbát, en neitaði harðlega, að annað eða meira hefði í land farið. Það, sem gerir það líklegt, að hann hafi sagt þettá satt, er það, að allir skipverjar báru hið sama, hver í sínu lagi, smátt og smátt, þótt enginn vissi um framburð hins. En allir héldu þeir því fram, að ekki hefði farið 'meira á land en það, sem þessi mótorbátur tók. Það er næstum því óhugsanlegt, að þeir hafi fyrir- fram komist lengra í samkomulagi en að tala um að neita öllu, en ekki hvað játa slcyldi. Þrátt fyrir þetta ber þeim öllum saman. Hver þessi mótorbátur var, upp- lýstist fyrir stöðuga eftirgrenslan frá dómsmálaráðuneytinu. En eg verð að segja háttv. þm. (TrÞ) það, að dómsmáiaráðuneytið gekk svo fram í þessu máli, að eigi varð frekara heimtað, jafnvel ekki að ráðuneytið hefði gert sér jafn- mikið ómak. Það er annars ekki vant að heimta, að ráðuneyti taki beint þátt í eftirgrenslun brota. Eg veit, að bæjarfógetinn í Reykjavík er alveg sannfærður um, að hann hafi komist að öllum sannleikanum í þessu máli, það er að segja, að ekkert hafi verið flutt annað í land af áfengi en þetta, sem fanst, og það er býsna inikið, sem bendir á, að þetta sé rétt, því að á þeim stöðvum, sem skipið kveðst hafa kastað áfenginu, hefir slæðst mikið upp af dunkum með áfengi og sömuleiðis rekið nokkuð. Það eru því allar líkur til, að komist hafi verið fyrir brotið til fulls að þessu leyti. Það er altaf hægt að segja, að bannmenn séu óánægðir og að almenningur sé óánægður. En eg hefi ekki orðið var við, að bann- menn, sem við mig hafa talað, hafi verið óánægðir með nema eitt atriði í þessu máli, sem eg ætla að koma að síðar. Nei, eg get sagt hv. þm. (TrÞ) það, og eg þykist geta dæmt um það dálítið, að fyrir þetta mál á dómsmálaráðuneytið ekkert annað en þakkir skilið, og eg ætla ekki að þakka mér það sérstaklega, því að skrifstofustjórinn á sérstakar þakkir skilið fyrir hvað hann lagði sig mjög fram í þessu máli. Svo kemur atriðið um mennina í landi. Það hefi eg drepið á áður, en í sambandi við annað mál. Eg benti á, að það sýndi sig af skjöl- um, sem víst áttu ekki að kcma í ljós, að mennirnir í landi áttu ekki farminn, en meiningin verið að selja þeim hann, og er líklegt, að þeir liafi verið aðalhvatamenn þess, að farmurinn kom, en úr því að þeir fluttu ekki áfengið til landsins beint eða óbeint, voru í hæsta lagi hlut- deildarmenn, var ekki unt að refsa þeim. Og það er einmitt með til- liti til þessa, að eg ber fram brtt. við banniögin, þá brtt., að refsa megi hlutdeildarmönnum .... Að mínu viti var öll meðferð þessa máls svo nákvæm og rétt, sem yfir höfuð meðferð á opinberu máli framast getur verið, og þar um get eg vitni borið, því að mér var þetta vel kunnugt.« (Alþt. 1925, B, 1. h. 59-64). Að hér sé saga málsins rétt sögð, munu fáir verða til að draga í efa. En því má bæta við, að allir þeir, sem sekir fundust í málinu, voru dæmdir í þungar sektir og fangelsi, og skipið að síðustu gert upptækt og selt. En bróðurkærleikurinn er svo ómengaður hjá Stórritara, að hann hefði að sjálfsögðu kosið að sjá sökudólgana einnig kaghýdda og hengda síðan, og jafnvel fram- kvænit með ánægju böðulverkin sjálfur. Tilhæfulaus ósannindi er sú stað- hæfing Stórritara, í sambandi við þetta »Marian-mál«, að skip í þjón- ustu ríkisins hafi tekið þátt í smygl- uninni. Gæzlubáturinn úr Gerðum, sem flutti áfengið á land, var alls ekki gerður út af ríkisstjórninni, heldur af héraðsbúum sjálfum, og það eina, sem ríkisstjórnin hafði með bátinn að gera, var, að hún greiddi honum tillag fyrir umsókn sýslumannsins í Gullbringu- og Kjós- arsýslu. Báturinn var í þjónustu hreppsbúa Gerðahrepps, en ekki ríkisstjórnarinnar. Þá er »Gullfoss-málið«. Þar segir Stórritarinn, að verndarhendi ríkis- stjórnarinnar yfir bannlagabrjótum sé hæst rétt, og flytur svo lyga- sögu máli sínu til sönnunar. Sann- leikurinn í málinu er í stuttu máli þessi: Öl það, sem ekki var inn- siglað af lögreglunni við komu Gullfoss til Reykjavíkur þessa til- teknu ferð, var geymt í ölskáp skips- ins, sem lögreglan er vön að rann- saka. Að þessu sinni láðist henni ( það og þjónninn gleymdi einnig að gefa upp ölið, sem í skápnum var geymt. En daginn eftir komu skips- ins, segir þjónninn brytanum frá gleymsku sinni og brytinn aftur lög- reglunni og er þá ölið innsiglað. Var því ljóst, að hér var um yfir- sjón að ræða, en ekki ásetning að brjóta bannlögin, og var því sekt brytans fyrir vanrækslu hans ekki ákveðin hærri en 50 krónur. Stjórn- in gaf enga fyrirskipun út um, að skila brytanum ölinu aftur; hennar þurfti ekki með, þar sem ölið var aldrei tekið úr skipinu. Þessi tvö mál, sem að framan hafa verið rakin, eru átyllurnar, sem Stórritari notar fyrir staðhæfingu sinni, að ríkisstjórnin haldi verndar- hendi yfir smyglurum. Menn geta nú séð, hversu veigamiklar þær eru, og eins hitt, hvort framkoma Stór- ritara hefir verið dæmd hér of hart. Eða hvaða dóm verðskuldar sá mað- ur, sem ber saklausa menn glæpa- brígslum og falsar sögulegar frá- sagnir, til þess að gera aðdróttanir sínar trúanlegar? Á tunga vor svo ljótt mannlýsingarorð til, að hann verðskuldi það ekki? Þá er Spánarfalltrúinn. Stórrit- ari segir, að Stórstúkan hafi krafist þess, að í þá stöðu yrði skipaður bannmaður, en stjórnin hafi virt þá kröfu að vettugi og skipað í hana andbanninginn Gunnar Egilson. Þetta segir Stórritari að beri að taka

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.