Íslendingur


Íslendingur - 09.10.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 09.10.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 9. október 1925. 43. tðlubl. r Afengis- bannið, iii. ; (Niöurlag). Síðan grein þessi hófst hér í blaðinu, hefir Stórritarinn bætt tveim- ur nýjum pistlum við bannlaga-vaðal sínn í Verkamanninum, en nú segir hann þá á enda — að sinni. í þessum seinni pistlum sínum, kann i hann sér frekar hóf — en blekk- ingavaðallinn er sízt minni en áður. Nú er það aðallega reglugerðin um sölu Spánarvínanna, sem hann gerir að umtalsefni; segir að ákvæði hennar séu að engu höfð í dag- legri framkvæmd og að ríkissíjórn og yfirvöld horfi með ánægju á að hún sé brotin. Er hér ennþá ein aðdróttunin, sem Stórritara mun veita örðugt að sanna, ef hann væri álitinn þess verður, að sæia ábyrgð orða sinna. En svo mikils mun hann ekki metinn af neinum, þeim er hlut eiga að máli. Og vísvitandi hlýtur hann að fara með blekking- ar viðvíkjandi ákvæðum reglugerð- arinnar, því lítt er hugsanlegt, að hann viti t. d. ekki betur en það, að reglugerðin bannar hvergi að hafa Spánarvínin við veizluhöld í heimahúsum, — en þetta er einmitt eitt af því, sem hann þvertekur fyrir, að leyfilegt sé. Og skamturinn, sem hverjum manni er leyfilegur á mánuði, nægirfyllilega til veizluhalds, þar sem bæði maðurinn og konan geta fengið jafnmikið, og geta þá í samlögum lagt til veizlunnar. Til þess að sýna mismuninn á lög- hlýðni og ólöghlýðni, tekur Stórrit- arinn dæmi af tveimur skipstjórum útlendum, er hafi haft veizlufagnað um borð hjá sér. Annar skipstjór- inn hafi siglt skipi sínu út fyrir landhelgi rneðan veizlan stóð yfir, — það er dæmið upp á löghlýðnina, — hinn hafi haldið veizluna á skipinu meðan það lá á höfn, — það er dæm- ið uppá ólöghlýðnina. í sambandi við þetta er þess fyrst að geta, að skipið er heimili skipstjórans. Er skipstjórinn, sem getur um, hélt veizlu sína, hafði engin undanþága verið gerð frá bannlögunum, og honum því óheimilt að halda vín- veizlur um borð, er skipið var á höfn, hvort sem var í Spánarvínum eða sterkara áfengi. Pessvegna sigldi hann út fyrir Iandhelgina. Er skip- stjórinn á »Nova« aftur á móti hélt gestaboð sitt, var Spánarvínsundan- þágan gengin í gildi; honum því heimilt að nota þau til veizluhalds um borð — á heimili sínu, — og að skipstjórinn hafi veitt þar önnur vín en heimiluð voru, mun jafnvel Stórritarinn ekki dirfast að halda fram, þar sem hann sjálfur var rneðal gestanna, og sá hvað fram fór. Og hvort að vínin voru keypt í Iandi af útsölustöðum áfengisverzlunar ríkisins, eða þau voru af lögmæt- um birgðum skipsins, kemur út á eitt og hið sama. Ritstj. ísl. hefir borið þetta undir bæjarfógeta og kveður hann þetta vera réttan skiln- ing á málinu, að minsta kosti sé það sitt álit, og svo muni flestra annara lögfræðinga. ísl. ætlar ekki að fara að deila við Stórtemplar eða Stórritara um, hvort það sé kurteisi eða ókurteisi að bjóða útlendingum, sem hingað koma, löglega fengin vín í veizlum, þess þarf ekki með. Það sem er löglegt og því leyfilegt, er engum vansi að bjóða gestum sínum; og' sé það nú af því taginu, sem vissa er fyrir að gestinum eða gestunum muni geðfelt, þá er það góð gest- risni og góðum drengjum sæmandi; — og úr því nú Stórritarinn fór að minnast á móttökufagnað dönsku stúdentasöngvaranna á annað borð: veizluhöldin með vínveitingum á ísafirði, Siglufirði og Seyðisfirði, og kaffidrykkjuna','»/7íí5 andlega loftslag- inu« hér á Akureyri, þá getur ísl. ekki annað en aumkvað manninn yfir þeirri grunnhygni hans að ætla, að Akureyrar-móttakan hafi verið þeim geðfeldari;— eins og þá líka »andlega loftslagið« var (!). Hafi Stórritari sannanir fyrir þeim daglegu brotum, sem hann segir að drýgð séu á ákvæðum reglugerðar- innar, þá er það bæði »templaraleg« og borgaraleg skylda hans að kæra til yfirvaldanna, annars gerir hann sig sekan um hylmingu, og sá sem hylmir er engu betri en sá sem drýgir brotið. Um tvent er að gera. Annaðhvort er Stórritarinn'hér sann- ur að opinberum ósannindum eða þá hann er sekur um hylmingu brota í stórum stíl. Hvort heldur er, læt- ur ritstj. ísl. sig engu skifta. Sú afsökun, að yfirvöldin muni ekki sinna klögununum, er engin afsök- un, heldur lævísleg undanbrögð, þar sem engin reynsla er fyrir því, að þessi svívirðilegi áburður á yfir- völdin hafi við hin minstu rök að styðjast, annað en heillaspuna blind- aðra ofstækismanna. ,— Og verður hann léttur á metaskálum réttlæt- isins. IV. Markmið Stórtemplara, en þó sérstaklega Stórritara, með þessum skrifum sínum, sem minst hefir ver- ið á hér að framan, er það að gera bannmálið að pólitísku máli, flokk- um þeim í hag, sem þeir tilheyra, þ. e. Framsóknar og Alþýðuflokkn- um. Pessvegna eru árásirnar gerðar á núverandi stjórn og reynt að koma því til að líta þannig út, sem íhaldsflokkurinn sé yfirleitt and- banningaflokkur. Bannmálið hefir aldreiverið flokksmál og mun aldr- ei verða. í öllum flokkum eru ög hljóta altaf að vera bæði bannmenn og andbanningar. Viðleitni þessara tveggja manna, og annara úr sömu herbúðum, er því ekkert annað en agn til kjörfylgis flokkum þeirra við næstu kosningar.' Þeir búast við því, að hinar lítilsigldari sálir láti ginnast af bannlaga-gaspri þeirra og AKUREYRAR BIO í kvöld kl. 9: SKAPGERÐ KVENNA. Álirifamikil mynd í 7 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Rod la Roque og Barbara Casíleton. Laugardags- og sunnudagskv. kl. 9: KONA NÁMAEIGANDANS. 6 þátta kvikmynd, sérlega tilkomumikil. Aðalhlutverkið leikur ein helzta leikkona Ameríku: Pauline Frederick. Miðvikudags- og fimtudagskvöld kl. 9: I ANATELPAN. 6 þátta kvikmynd. Lýsir hún ágætlega háttum Indíána. Aðalhlutverkið leikur Colieen Moore. níðróginum um ríkisstjórnina og flokk þann, sem hún styðst við. En þessum gamburmennum, og þeirra líkum, mun aldrei verða káp- an úr því klæðinu. Almenningur veit, að ýmsir helztu bannmenn þjóðarinnar, svo sem Einar Kvaran, Pétur Halldórsson, Sigurður Jóns- son skólastjóri, Pétur Zóphóníasson o. fl. o. fl. álíka nafnkunnir menn, teljast til fhaldsflokksins, og að bindindishugsjónin e; þeim dýrmæt- ari og helgari en það, að þeir fari að gera hana að skálkaskjóli flokks- legrar smalamensku, sjálfri henni til ófarnaðar og vansæmdar. ; Til þess að sýna, að ísl. fari rétt með afstöðu stjórnmálaflokkanna til bannmálsins og bindindishugsjón- arinnar, skulu hér tilfærð ummæli eins helzta bannmanns íslands, Sig- urðar Jónssonar barnaskólastjóra í Reykjavík, er hann lét falla í grein í Morgunblaðinu nýlega: »Áfengisbannið hefir jafnan síð- an (1908) verið á dagskrá þings og þjóðar, og ekki aðeins einstakra stjórnmálaflokka, því að það hefir aldrei verið pólitiskt flokksmál. Er ekki vitanlegt, að nokkur stjórn- málaflokkur hafi ákveðið að taka það út af »dagskránni«, þ. e. a. s. afnema það.« Og á öðrum stað í sömu grein: »Ennfremur má í þessu sambandi benda á ummæli ýmsra þingmanna íhaldsflokks og Sjálfstæðisflokks á þingunum 1922 og 1923, sem sanna fastheldni þeirra við bannlögin, enda þótt utanaðkomandi nauðsyn gerði það að þeirra áliti óumflýjanlegt, að lögleiða undanþágu frá lögum þess- um. Og síðan hefir ekkert það komið fram, er gefi ástæðu til að ætla, að þingmenn þessara flokka sérstaklega séu fallnir frá fylgi sínu við bannið. Virðist mér næsta ó- maklegt að gefa það í skyn að svo sé, og óþarft að komast svo að orði.« íslendingur gerir ráð fyrir, að al- menningur taki meira mark á um- mælum þessa mæta manns en gaspri pólitiskra spekúlanta, eins og Stór- ritara & Co. Pað einasta eina af öllum þeim miklu sakargiftum, sem Stórritari í greinum sínum hefir borið á ríkis- stjórnina, í sambandi við bannlög- in og framkvæmdir þeirra, sem ekki er fjarri sanni, er viðvíkjandi fulltrú- anum á alþjóðafund bannmanna í Genf. Pað er satt, að ríkisstjórn- inni var boðið að senda þangað fulltrúa, og að hún gerði það ekki. Stórstúkunni mun einnig hafaverið boðið það og hún gerði það held- ur ekki. Og hvers vegna? Vegna þess að álitið var, að árangurinn af sendiferðinni mundi ekki svara kostnaðinum, — og ríkisstjórnin hafði þess utan enga heimild í fjár- lögunum til að veita fé til slíkrar sendifarar. Annars er það mjög títt, að ríkisstjórninni sé boðið að senda fulltrúa á þennan eða hinn »alþjóða-fund«, en hún afþakkar boðið venjulega. ÚV því að Alþingi þykir fjárhag ríkisins ofvaxið að halda einn sendiherra utanlands, sem að nauðsyn ber þó til, þá er hon- um það ekki síður ofvaxið, að veita fé til fulltrúasendinga hingað og þangað út um heimirin, sem litla eða enga þýðingu getur haft fyrir þjóðina. Og hvað þessum bann- mannafundi í Genf viðvíkur, þá var hann næsta ómerkilegur, og mun hafa lítinn sem engan árangur fyrir framþróun bannmálsins í heiminum. En sem sagt, þetta' er eina sanna átyllan, sem Stórstúkan hefir til að áfella ríkisstjórnina fyrir, — og hún getur naumast kallast veigamikil. V. Hér skal þá numið staðar. ísl. þykist hafa sýnt og sannað, að það, sem hann sagði í upphafi greinar þessarar um þá menn, er væðu nú uppi í framkvæmdanefnd Stórstúk- unnar, hafi ekki verið ofmælt; en þeir menn, eins og greinin sýnir, eru Stórtemplari og Stórritari, — og þó einkum sá síðarnefndi; um aðra úr framkvæmdanefndinni ræðir hér ekki; þeirra sök liggur aðeins

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.