Íslendingur


Íslendingur - 09.10.1925, Blaðsíða 3

Íslendingur - 09.10.1925, Blaðsíða 3
ISLENDINGUR 3 Ingólfur Jónsson Iðgfræðingur, Aðalstræti 15 — Akureyri — Slmi 45. Annast allskonar málafærslustörf, fasteignakaup og fasteignasölu. Cr heimahögum. Kirkjan. Hádegismessa á sunnudagimr. (Ferming og altarisganga). Ragnar Ólajsson konsúll og fjölskylda hans fóru með íslandi á miðvikudagiun til Kaupmannahafnar, til vetrardvalar. Eggcrt Aí. Laxclal iistmálari og frú hans fóru með satna skipi áleiðis til Frakklands. Er ætlun þeirra að dvelja í París uin lengri tíma. Sleingrimur Einarsson Iæknir dvelur í Berlín um þessar mundir. Er hann ný- kominn þangað frá Ameríku eftir l'/a árs dvöl á spítölum þar. Hefir hann sérstak- lega lagt stund á skurðlækningar. Frá Berlín fer hann til Kaupmannahafnar og mun dvelja þar frain eftir velrinum. Stein- grímur muu vafalaust mega teljast með efnilegustu yngri læknum vorum. „Island“ kotn hingað að sunnan á þriðjudagsmorguninn og fór héðan aftur áleiðis til útlanda kl. 4 e. h. á miðviku- daginn. Fjöldi farþega voru með skipinu. Héðan fóru auk þeirra sem áður er getið Aage Schiöth exam. pharm. og frú, Jón Helgason, Jón Björnsson og Guðrún Jóhannesdóttir. Ný Ijóðabók, eftir Guðm. Friðjónsson, er nýlega komin á markaðinn. Er í bók þessari ekkert af þeim kvæðum Guðm., sem koniu í Ijóðabók þeirri, er út kom eftir hann skömmu eftir aldamótin. Þessi nýja bók hans er um 250 bls. að stærð, flytur ágæta mynd af skáldinu, og er að öllu leytinu hin eigulegasta. Hennar verð- ur getið nánar síðar. Fimm sönglög eru nýlega komin út, eftir Sigvalda Kaldalóns. Semur hann lög að þessu sinni við: kvæði Steins Sigurðs- sonar, Stormar, Vorvísur, eflir Höllu Ey- jólfsdóttur, kvæðið Una, eftir Davíð Stef- ánsson, kvæðið Skógarilmur, eftir Eiiiar Benediktsson og Leiðsla, eftir Þorstein Gíslason. Kaldalóns er mikilvirkasta tón- skáldið, sem við nú eigum, af því er séð verður af því, sem út kemur, og fara vin- sældir hans stöðugt vaxandi. Góðœri og gengismál, hugleiðingar stýf- ingarmanns, heitir ritlingur, sem nýkominn er út, eftir Pétur Halldórsson, bæjarfull- trúa og bóksala í Reykjavik. Alþýðuskólinn á Eiðum. Skýrsla um hann fyrir skólaárið 1924—1925 er komin út. Hafa 33 nemendur verið í skólanum síðasta ár, 15 í eldri deild og 18 í hinni yngri. Auk hinna eldri kennaranna, As- tnundar skólastj. Guðmiindssonar og Guð- geirs Jóhannssonar, kendi Ólafur Kjart- ansson frá Vík í Mýrdal. Slys. Á miðvikudaginn féll Valmundur Guðmundsson vélsmiður niður af mótor- húsi á skipi hér á Tanganum og handleggs- brotnaði. Sama dag féll drengur, sonur Jóns Kristinssonar Strandgötu 35, niður úr stiga — og handleggsbrotnaði. Tombólu heldur Taflfélag Akuieyrar á sunnudaginn í Sanikomuhúsinu. Verða þar ágætir drættir, eins og auglýsingarnar munu sýna. Lútinn er í Reykjavík Björn Jakobsson gullsmiður, er hér dvaldi í bænutn um mörg ár. Nýr kauptaxti. Verkamaunafélag Akur- eyrar samþykti á fundi sínum 30. f. m. kauptaxta, er gilda á frá 1. okt., þar til öðruvísi verður ákveðið. Er lágtnarks- kaup félagsmanna ákveðið sem hér segir: Dagkaup við almenna vitinu kr. 1,00 um kl.st., dagkaup við afgreiðslu fragtskipa kr. 1,10, eftirvinna'almenn 1,20, eftirvinna við skip kr. 1,30 og helgidagavinna kr. 1,50 um klukkustund. Ragnar Ólafsson tilkynti bæjarstjórn. inni, á síðasta fundi hennar, að hann væri förum til útlauda og ætlaði að dvelja þar vetrarlangt. Mundi því heppilegra að skipa menn til bráðabirgða í nefndirþær, cr hann ætti sæti í. Samþykti bæjarstjórn- in að skipa sæti lians í fjárhags- og spít- alanefnd, og var Sig.Ein. Hlíðar kosinu í hina fyrri, en bæjaistjóri í hina síðari. Takið efíir. Undirrituð hefir nú fengið mjðg fjölbreytt efni í vetrarhatta. Sömuleiðis sauma eg hatta á unglinga og börn. Koinið og skoðið og þið munuð sannfærast um, að vörur mínar þola allan samanburð, hvað gæði og fegurð snertir. Virðingarfylst. Sigríður Kristjánsdóttir. _____ Grammofona selur undirritaður og mikið úrval af GRAMMOFONPLÖTUM Söngplötur: Tenor: Skagfeld ísl. lög, Caruso, McCormark, Marti- nelli o. fl. Sopran: Amelita Gallicurci, Frieda Hempel. Fiðluplötur: Jascha Heifetz, Mischa Elman, Kreisler Zimbalist o. fl. Allsk. Orkester. Trio, Cellosólo-plötur. Dansplötur. Grammofonnálar. Nótur: Fyrir orgel og piano. Myndir af tónskáldunt. Virðingarfylst. V. Sigurgeirsson, Strandgötu 1 (uppi). Leirljós hestur, 7 vetra, mark: tvíbitað aftan bæði eyru, tapaðist frá Bændagerði í Glæsibæjarhreppi miðvikudaginn 30. sept. s. 1. Sá er kynni að verða var við hest þennan, er beðinn að gera mér undirrituðum aðvart, eða á prentsmiðju Björns Jónssonar á Akureyri. Bakka 7. okt. 1925 Þór Porsteinsson. Ve r ð f a í dag og næstu daga seljum við: með 10—30% afslætti. Ivær góðar stofur Tefgu í Brekkugötu 1. til Ca. 300 st. Telpusvuntur — 100 — telpu-ullarboli — 50 — Sjalklúta, ullar — 50 — Sæður, ísgarn Karlm. og ungl. fatnaði 40°/o 507° 30°/o 5—207® Skólatöskur Og Saumakassa er bezt að kaupa í Bókaverzlun í^orst, M. Jónssonar. Brauns Verzlun. Páll Sigurgeirsson. Athugiðí Svartir vetrarfrakkar, séilega vandaðir, aðeins lcr. 95,00 Karlmannaföt vönduð kr. 60,00, 85,00, 95,00 pr. sett. Hitiar margeftirspurðu Saumavélar væntanlegar með Goðafoss næstu viku- Walter« prjónavélarnar alþektu aðeins þrjár eftir. Okkar sérlega fallega Dömuklæði komið aftur. Bezt kaup á allri metravöru gera menn í Verzlun Eiríks Kristjánssonar. Skotfæri. Högl kr. 2.40 kg. Hlaðin skot 0.22 stk. Púður og pátrónur kemur á næst- unni, verðið rnjög lágt. Verzl. Eiríks Kristjánssonar. Bókavinir! Margar góðar bækur nýkomnar í bókaverzlun mína. Gerið svo vel að líta inn! Porst. M. Jónsson. Múlaferli. Mál það, er Ragnar Ólafs- son höfðaði fyn'r nokkru á nióti ritstj. Vm. fyrir atvinnuróg, koni fyrir rétt f. laugardag. Hafði ritstjórinn á sáttafundi ncitað að vera höfundur greiiiar þeirrar, er stefut var fyrir, og tilnefndi annan mann seni höf. hennar. En^fyrir réttinum á laugardaginn var lögð fratn yfirlýsing frá manni þessuni, þar sem hann lýsir rit- stjórann ósannindamann að þessu. Rit- stjórinn bað um frest í málinu og fékk hann. Ný múlaferli. Fjórir Sauðárkróks-búar hafa nýlega stefnt Jónasi Þorbergssyni ritstjóra fyrir meiðyrði og á liann að inæta fyrir gestarétti á Sauðárkrók 14. þ. m. — sarrra daginn og mál hans á hendur Sauðkrældinguni kemur fyrir. Þeir, sem stefna Jónasi, eru: sýslumaðurinn, héraðs- Iæknirinn, prófasturinn og Kristján Gísla- son kaupmaður.— Ritstjórinn fór landveg vestur í dag. Gengi peninga hjá bönkum í dag. Hreins v 0 r u r 400 bollapör úr hálfpostulíni, hvít, verða seld næstu daga á 30 aura parið. Verzl. Eiriks Kristjánssonar. Sterlingspund Dollar- . . Svensk króna Norsk króna Dönsk króna kr. 22,45 4,65 125,46 92,42 112,03 Stuika óskast í vetrarvist. R. v. a. sem ekki er hægt að launa eins og vert er — og Hreins vörur, sem eru ómissandi á hverju heimili, eru meira virði en þær kosta. — Fást alstaðar, þar sem verzlað er með góðar vörur Rúmstæði — endadregið — óskast til kaups, eða leigu í vetur. Sæm. Pálsson klæðskeri. Píanókensla. Undirrituð kennir börnum pg unglingum píanóspil. Guðrún Jónsdóttir. Brekkugötu 27. Herbergi með miðstöðvarhitun, hentugt fyrir tvo, er til leigu nú þegar, í enum. R. v. á. til húsi í miðbænum. Herbergi til leigu í Gránufjelagsgötu. R. v. á. Ágætar GULRÓFUR O g kartöflur fást í Gróðravstöð Ræktuiiarfél. Horðurl.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.