Íslendingur


Íslendingur - 23.10.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 23.10.1925, Blaðsíða 1
ÍSL ND Talsími J05, Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29, XI. árgangur. Akureyri, 23. október 1925. 45. tolubl. 60D0RÐ EIRÍKS. AKUREYRAR BIO Þú hneptist í bönd fytir blinduðum heimi. Enn bælir þig helþögn, s vo jörðin þér gleymi, skautfold, með glitljósa gull yfir hvarmi, sem grófst vorar hetjur í nafnlausar moldir. En réttlætið vakir, með reiddum armi. í refsandi guðsdóm er skrað hvað þú þoldir, Og þjóðirnar blikna af blöskrun og iðrun, við blóðlausa, oksins jnyrðandi niðrun, — Kúgun og prangundirkonunganöfnum; kristnandi hræsni með Pór yfir stöfnum; par vísindin leppuðu landpjófsins dáðir, á lágmörkum glæpa og jarðneskrar eymdar; þarguðsmyndvartröðkuðogþrælarþjáðir, en þrumur af dómsorðum himnanna geymdar! •— Nú stiga þeir fram hinir mannskemdu, myrtu, sem mangarinn færði dauða úr skyrtu. — Yzt undir stjörnu reis okrarans veldi. Aurarnir guldu þar hundraða feldi. En fólkið varð bleikt undir blóðdrukknum yglum. Á búðherrans vörum var frelsarans 1 kenning. Krossfáninn skein þar á krambust og siglum — þvi kynglöp hans frönidu jafnt trúboð og menning. Við „lokuðu hurðina" landnemans iðja stóð letruð i þýsvipi hórfæddra niðja. Hans herfangvarauðsveipt hjá stútum og staupum; stærðist þar svíðingsins hirð yfir kaupum. Blending, í skjóli skrælingasvipsins, hann skriða lét jarðholur daga og nætur. Og seilst var til húðf atsins, siðasta gripsins, er sveltandi, skjálfandi auminginn Iætur. En blóðsuguflikin, sú flekkaða rýja, flökti á valkóstum hordauðra þýja. í Skrælingjans helvíti lifi var Iifað, sem lýsir ei tunga, né hönd getur skrifað. Konan var réttlaus í kauparans ríki. Ef kven þótti fritt, var hún hremd undir 1 skálum. Ein sagan flaug utan — af svolitlu liki, i svefnrúmi dómvalds i hjálandsins málum. j glæpsamri hönd eyddist Grænlands auður. í goðorði Eiríks var rétturinn dauður. Siðmönnuð veröld! Er timinn ei talinn, er troða skal þjófsporum islenzka salinn? Hin göfgasta norræna dáð skal ei dulin, né deyr hennar frægð í Vinlandi góða — þótt leiði og beín væru í Ijúgþögn hulin, að lýðmorðið kallaði ei dómstefnu þjóða. Nær heyrðist slílc smán undir himnanna þaki? —• Hungurböðuliinn slepti ei taki. En hvi skyldu þjóðir oss friða og frelsa, ef Frón lætur ættlerans þýlund sig helsa. Skal minning vors forna frama ei hefja og fylkja oss saman um rétt vorrar móður, Mun ísland nú krjúpa og ölmusu krefja af arfinum dýra, Á leiði vors bróður? Sá betlar um ápján, sem r<Jtt sinn ei rækir, en rangheimtur fyrir andstæðing sækir. Kotungar einir, i konungaliki, kúguðu af ótta sín hrynjandi riki. Svo nam hann sér þegnlónd, Norðursins Júði, niðráður, smásýnn og falur við gjaldi, En nýbyggja dáðirnar dvergsálin flúöi. Á dysjum og rústum hélt pappirinn valdi, Og kúfurinn fyltist á sölsara sjóði, Svivirðing hnattarins þvóst ekki í blóði, ~ Volduga Bretland, vor vörn og vor granni, vak yfir Norðursins óðali og manni. Spekin, sem hafinu og himninum stjórnar, hlóð okkar sævígi, friðhelg, við veginn. Og stofnríki mannrétts og frelsandi fórnar, Fylkjaland, dáð vor varð heiður þinn eiginn. — Þá alþjóð skal dæma hve öll er vor saga, af Austri og Vestri styðst mál vort til laga. — Hve Ijómar af Jöklajórð, undir vestur. Jötuninn Hvítserkur gnæfir þar mestur. En steinaldar takið starandi bendir: „Svo stefndi á Sundinu keipurinn forni". Náttstaður Sunnu og Útheima endir var undrun alls mannkyns, frá tímanna morgni, Og máttug skal frægð hinna sönnu sagnar um Sóleyjar menn — þar er Landnáma þagnar. Norræni andinn er nútímans veldi — en nafnhvinnsins öld sekkur bölvuð að kveldi. Hann lagði á stórvirkin máttstola mundir; hann minkaði og svelti löndin í fjötrum. En loks var þó kothyggja kúgarans undir. Hann kraup fyrir sögunnar dómi, í tótrum — og hitti sig sjálfan, þar sunnar dregur. Já, suður, ei út, liggur kramarans vegur. Finst ósnortin taug í íslenzku hjarta um örlög þin, harmaland, mikla og bjarta? Af nornanna þráðum er eining vor ofin; með oss skaltu, frændhauður, dvelja í lögum. Að skertum þeim hlut er vor heiinsfriðun rofin og hafbryggjan norræna, mikla, úr sögum. Nei. Eyjalög skína i rísandi roða — þar ríkja skal námhugi islenzkra goða. Einar Benediktsson. - Hkr. í kvöld, Iaugardags- og sunnudagskv. kl. 9: STRUENSEE. Stórfengleg kvikmynd í 6 þáttum, tekin úr Danmerkursögu. Aðalhlutverkin Ieika: Caroline Mathilde drotningu: Henny Porten. Kristján konung VII.: Walter Jansen. STRUENSEE Harry Liedtke. Myndin ber af öllum þeim, sem Bio hefir sýnt umlengri tíma. Midvikudags- og fimtudagskvöld kl. 9: ÁSTARAUGUN 6 þátta kvikmynd, sérlega hrífandi. Leikin af sænskum leikendum. t^ii'ww Éwnin—ii' MnmwBamammmmmmamsa ¦ Strandvarnir. Sá draumur þjóðarinnar, að land- ið eignist sitt eigið strandvarnarskip, er í þann veginn að rætast. — Skip- ið er í smíðum. Pað var á síðasta þingi, að þessu nauðsynjamáli sjávarútvegsins var hrundið áleiðis til framkvæmdanna, er þingið samþykti heimild til stjórn- arinnar: að mega verja alt að 700 þús. krónum úr landhelgissjóði, í því skyni að kaupa eða Iáta smíða strandvarnarskip. Landhelgissjóður- inn var orðinn svo öfiugur, rúm 1 milj. króna, að þetta þótti gerlegt. — Þingmenn beggja deilda voru hér allir sammála og mun sjaldan eða aldrei meiri eindrægni hafa sýnt sig þar, sem í þessu máli. Nauðsyn- in var öllum Ijós. Stjórnin tók þegar þá ákvör-ðun, að láta smíða skipið, áleit það heppi- legra en að kaupa gamalt skip. Á það að vera af sömu gerð og tog- ari, en hraðskreiðara. Einnig mun ætlunin, að hafa það svo útbúið, að það geti unnið að björgunar- starfsemi, þannig, að það hafi þau nauðsynlegustu tæki sem með þarf til þess að veita nauðstöddum skip- um og bátum hjálp. Á þetta tvent, landhelgisgæzlan og björgunarstarf- semin, að geta samrýmst svo að vel fari. Það eru 12 ár síðan, að landhelg- issjóður íslands var stofnaður, og sá sem fyrir því gekst, var Sigurð- ur Stefánsson frá Vigur. Pað er honum fyrst og fremst að þakka, að við getum nú keypt skip til land- helgisgæzlunnar. Þó er það vitan- legt, að stofnkostnaður þessa fyrir- tækis verður smáræði í samanburði við reksturskostnað skipsins; en fyrir honum er að nokkru séð, með þeim hluta útflutningsgjaldsins, sem þingið samþykti, að renna skyldi í landhelgissjóðinn frá næstu áramót- um, og eins hljóta altaf að verða tekjur af skipinu, því sektir munu ekki minka að ráði við aukna land- helgisgæzlu; það verða altaf ein- hvérjir til að laumast í Iandhelgina, þó að þrjú skip verji hana, aðeins verður erfiða fyrir þá seku að sleppa, eftir því sem gæzlan eykst. En þó nú jafnvel að reksturskostnaðurinn yrði meiri en útflutningsgjaldið og sektirnar, sem engin líkindi eru til, mun enga iðra þess, þó að meiru fé yrði varið í þessu augnarmiði, því að sú vernd, sem aukin land- helgisgæzla veitir smábátaveiðum og ungviði fiskjarins, er svo þýð- ingarmikil í nútíð og framtíð, að það verður aldrei tölum talið, — og mannslífin, sem skipið getur bjargað, — vinni það einnig að björgunarstarfsemi, — verða ekki metin til peninga. Á næsta ári má því gera ráð fyrir, að landhelginnar gæti: strandvarn- arskipið nýja, gæzluskipið »Þór« og danska varðskipið; sem vafalítið mun halda áfram landhelgisgæzlu rr.eðan Danir hafa sömu veiðirétt- indi og íslendingar, — þeir hafa sinna hagsmuna að gæta — Dan- irnir. Verður landhelgisgæslan því að öllu sjálfráðu mun fullkomnari en verið hefir, hvort sem hún reyn- ist nógu fullkomin. Danir hafa aðallega haft Iand- helgisgæzluna með höndum undan- farið svo sem kunnugt er. Hafa menn verið misjafnlega ánægðir með hvernig hún hefir farið þeim úr hendi, þó er því sízt að neita, að sumir af varðskipsforingjunum hafa verið áhuga- og dugnaðarmenn, sem lagt sig hafa mjög í framkróka að því er strandgæzluna snerti, — en þeir voru útlendingar, ókunnugir staðháttum, útveginum og öðru því, sem má að haldi koma, svo að eft- irlitið með landhelginni komi að sem beztum notum. En einmitt þetta hefir venjulega gleymst að taka með í reikninginn, er við dæmdum Iandhelgisgæzlu Dana. En nú kemur íslenzka strandvarn- arskipið ti) sögunnar og tekur að sér mestan hluta eftirlitsins; þaðer ekki háð þeim erfiðleikum sem gerðu Dönum landhelgisgæzluna örðuga, — og þessvegna vonast þjóðin eftir

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.