Íslendingur


Íslendingur - 23.10.1925, Blaðsíða 2

Íslendingur - 23.10.1925, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR Fyrirliggjéitidi: HVEITI, afaródýrt, svo miklu af því, — fyrsta strand- varnarskipinu íslenzka, Og það er engin ástæða til að halda, að þjóðin verði vonsvikin, <@X§> Símskeyti. (Frá Fréttastofu íslands.) Utlend: Rvík 22. okt, Frá París er símað, að ófriðar- horfur séu milli Grikkja og Búlgara. Hafi hermálaráðuneyti Grikkja fyrir- skipað, að herdeild skyldi ráðast inn yfir landamæri Búlgaríu og taka þar ákveðinn smábæ, og er tilefnið það, að Búlgarar hafa drepið landa- mæraverði Grikkja, og er ástæðan hið ævarandi þref um Macedoniu. Frá Vínarborg er símað, að Grikkja- stjórn hafi sent Búlgörum úrslita- kosti, er verði að svara innan 24 klukkustunda, krefst stjórnin afsök- unar og geysihárra skaðabóta. Frá Sofía er símað, að stjórn Búlgara hafi þverneitað kröfum Grikkja og hafi sent lið til landam æranna. — Bardaginn byrjaður. Frá Locarno er símað, að örygg- ismálafundinum sé lojtið, og upp- kast af öryggissamning undirskrifað' Hefir gerðabók fundarins verið birt og er aðalinnihaldið þetta: Alt á að sitja við sama við Rínarfljót og er fyrir því gagnkvæm viðurkenning. Reynt er til að stefna að takmörk- um vígbúnaðar með almennum sam- tökum. Þýzkaland, Frakkland og Belgía skuldbindi sig til að grípa ekki til vopna hvort gegn öðru. Gerðabókin skiftist í eftirfarandi Iiði* Rínarsamning, gerðardómssamninga milli Frakklands og Þýzkalands, gerðardómsamninga milli Pýzka- lands og Belgíu, Þýzkalands og Póllands, Þýzkalands og Tjekkoslo- vakíu og að síðustu ákvæði um inngöngu Þýzkalands í Alþjóða- bandalagið. Almenn ánægja um heim allan útaf árangri fundarins. Er sím- að frá London að, Chaimberlain utanríkisráðherra hafi verið fagnað afskaplega við heimkomuna. í ræðu, er hann hjelt, sagði hann m. a.: »GIeymið ekki að það voru Þjóð- verjar, sem hrundu öryggismálinu áleiðis.« ínnlend: Kaupsamningar milli útgerðar- manna og sjómanna hafa ekki tek- ist enn þá. Sáttasemjari, Georg Ól- afsson bankastjóri, reynir að leita samkomulags og hafa fundir verið hjá honum daglega, en árangurs- laust. Ef samkomulag næst ekki, verður togaraflotinn bundjnn við hafnargarðinn. N Nýlega er fallinn dómur í undir- rétti Reykjavíkur út af óleyfilegri bruggun öls. Einn maður fékk kr. 1000,00 sekt og 30 daga einfalt fangelsi, annar 400 kr. sekt og sá þriðji 300 kr. sekt. Hér er góðviðri og afli góður. , „Þaðan er mér úlfs von, er eg eyrun sé.‘‘ Einn kunningja minna sendi mjer nýlega 35. tbl. af Sambands-»Degi«. Þar birtir ritstjórinn langlokulega grein um stefnuför sína í sumar til Sauðár- króks. Er sigurvímublær yfir suraura köflum sögunnar, eins og titt er um grobbsögur drukkinna manna og flóna. Víða eru fúkyrði í vaðlinum, og falla þau vitanlega I hlut alkunnra sæmdar- manna, t, d. séra Hálfdáns Guðjóns- sonar og Sigurðar sýslumanns. Skal eg því geta þess, ritstjóranum til fagn- aðar og fróðleiksauka, að heiðurs- álit þeirra meðal manna hjer um slóðir stendur alveg óhaggað eftir árásir hans. En á hinn bóginn þykjast menn sjá »ónotaflekki«, hér og þar á »Dags«- höfðinu. Eru þeir flekkir mismunandi að lit, og mætti rita langt mál um einkenni þeirra og ættarmót, þótt því verði slept að sinni. En geta má því nærri, að slíkum mannorðsverndara, sem ritstjórinn virðist vera, manni, sem lætur blað sitt flytja »góðgjarnar« mannlýsingar, biað eitir blaði en Urækir kænlega hjá málefnunum sjálfum, hon- um hlyti að vera það metnaði biand að fagnaðarefni, að fá haglega dregna mynd af sér, skýra og sannorða lýs- ingu, hlutdrægnislausa að öllu leyti. Og eg tel það vafalítið, að einhver slyngur maður reisi honum þann verð- uga varða á sínum tíma, litskýran og línuhreinan, sem þvílíku mikilmenni hæfir. í áðurnefndu blaði eignar ritstjórinn mér grein, er birtist í »íslendingi« 3. júlí s. I. Höf. nefnir sig »Skagfirðing«, og leiðréttir ýms ósannindi, sem birt- ist í »Degi« 16. apríl s. 1. eftir ein- hvern »Tuma«. »Góðgirni« ritstjórans svalar sér á því, að snúa út úr einni leiðréttingu Skagfirðings, um heim- boðssögu Tuma. Hver, sem les þenna Tuma-»sannleik«, sér þegar að til- gangur hans er sá, að ófrægja þar umgetna menn, sbr. orðin: »og þótti nýlunda*. En aðaluppistaðan í þessum Tumavef er undirförul lævísi ti! kaup- manna. Á þetta ska! ekki frekar minst í bráð, en búa hlýtur sá ritstjóri við andlegt fátæki, sem fyllir dálka blaðs sfns með tilbúnar veizlusögur og ann- an ósannan fréttaburð. Dagsritstjórinn hefir bendlað nafn mitt við »gróusögu« þessa, og þar með fálmað til mín að fyrra bragði. En áður en eg Iýsi yfir því, hvort eg hefi skrifað Skagfirð- ingsgreinina eða ekki, ætla eg að skora á Jónas Porbergsson að tilgreina heim- ildarmann sinn í þessu efni, eða inn- byrða getgátuna sjálfur, en þá er eg illa svikinn ef hann liggur ekki ómerk- ur orða sinna, einu sinni enn. Stofni Jónas Þorbergssoon til frek- ari árása á mig í blaði sínu, skal eg taka betur til athugunar skrif hans um Skagfirðinga síðastliðið vor og sumar. Og væri það í rauninni nauð- Hreinar flöskur kaupir Áfengisútsalan, Akureyri. synlegt, að Ijósi væri brugðið yfir þessa »stóru og gáfuðu sál« blaðamannsins — svo jajóðin fengi að sjá og skoða sem flestar hliðar þessa pólitíska leiðtoga. 1 Margeir Jónsson. eo Löggæzlan. ísl. beindi nýlega þeirri spurningu til ritstj. Verkamannsins, hvernig að hann hefði hugsað sér, að þeirri auknu löggæzlu yrði háttað, sem hann sífelt hefir verið að tönglast á, sem bráð- nauðsynlegri; — hver ætti að borga henni og hverjir að stjórna henni. Gætu menn þá af svarinu gert upp á milli »lögreglu« þeirrar, sem fyrir hon- um og samherjum hans vakir og varalög- reglunnar, sem ríkissfjórnin vildi koma á, — en sem blað hans hefir hamast á móti. — Hefði mátt ætla, að rit- stjóranum yrði greitt um svar. En þétta hefir orðið á annan veg. Hann endurtekur (í 38. tbl.) bjánabullið sitt gamlaum ríkisherinn, en sleppiralvegað koma fram með lögregluhugmynd sína. Liggur þvi næst að halda, að hjal hans um nauðsynina á aukinni lög- gæzlu hafi annaðhvort verið marklaust gaspur út í loftið eða þá að honum hafi við nánari íhugun fundist lög- regluhugmynd sín eiga of mikinn skyld- leik með varalögregluhugmynd stjórn- arinnar til * þess að hann gæti Iátið hana koma opinberlega fram, og rífa niður lygavefinn, sem hann og sam- herjar hans hafa ofið um varalögreglu- frumvarpið. Síðari tilgátan er ekki ósennileg. Varalögreglan átti að veia til þess, að auka og tryggja lögreglueftirlitið í kanpstöðunum, og þá ekki síður eftir- litið með bannlögunum en öðrum lög- um, þó ritstj. Vm. af sinni alkunnu sannleiksást telji það fjarstæðu. Og hafi »lögreglu«-hugmynd ritstj. Vm. verið annað eu blaðrið tómt, er bágt að sjá hvað markmiðið hefir átt að vera, ef ekki var stefnt í höfuðatriðunum að sama marki og varalögreglan gerði. En ritstj. Vm. hefir ekki þorað að koma með hugmynd sína fram í dags- Ijósið. Það sýnir bezt hver maður hann er. i ■K 8 SHER8Y Vino de Pasto MOLIMO ^ Amontillado if WALNUT BROWN & l (( Biðjið ekki um „átsúkkulaði' (það á ekki saman nema að nafninu). Biðjið um TOBLER. Í Þekkist frá öllu öðru súkkulaði — af bragðinu. Fæst alstaðar. rbven Reykjavlk. Notið aðeins HREINS sápur til þvotta, þær eru búnar til úr beztu efnum og fullkomn- oo Stuðlamál heitir bók, sem er nýkomin út hjer á Akureyri. Eru það ferskeytlusafn eftir nokkra góða rímsnillinga, sem flestir eru sjálfmentaðir, en sem grópað hafa hugsanir sínar í íslensk stuðlaföll, klætt þær hinum listfenga búningi íslenzkra braghátta. En íslenzkir braghættir og rím, það sem allra mest sérkennir tungu vora heldur henni í föstum skorðum, er varðveitir hana fyrir út- lendum áhrifum, líkt eins og stuðla- föllin, bergkastalarnir við ströndina, verja landið fyrir ágangi sævarins. Fer- skeytiurnar, stuðiamálin, hafa borist til eyrna okkar allra, þegar við vorum börn í vöggu. Á umliðnum öldum var það ein aðal skemtun fólksins að kveða þær á kvöldin. Kraftur og kyngi hefir fylgt þeim frá einnri kynslóð til annarar. Jafnframt því sem þær hafa varðveitt málið, hafa þær verið þraut- ir til að efla skilning og vitsmuni. Ferskeytlurnar eru ein af okkar þjóð- legustu bókmentategundum, og því velgert að þeim beztu þeirra sé safnað i eina heild. Ef þessari bók verður vei tekið, sem vænta má að verði, hafa útg. hugsað sjer að gefa út Stuðlamál II. X. lega sambærilegar við erlendar. Hafa þann kost fram yfir, að vera íslenzkar. Engin sápa er alveg eins góð. Gengismálið er nú efsta dagskrármál þjóðarinnar. Bezt er um það skrifað í bók eftir Pétur Halldórsson, sem heitir: Góð- œri og gengismál og kostar að- eins kr. 1,50. Bókaverzlun Þorst. M. Jónssonar. Bókaverzlun Kr. Guðmundssonar. Með Botriíu kemur: Epli Appelsínur Vínber og ýmsar tóbaksvörur. Verzl Oeysir.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.