Íslendingur


Íslendingur - 23.10.1925, Blaðsíða 3

Íslendingur - 23.10.1925, Blaðsíða 3
SLENDINGUR 3 Pað tilkynnist vinum og vanda- mönnum, að elsku drengurinn pkkar, Jóhann, andaðist í nótt. Akureyri 22. okt. 1925 Ástríður Pórðardótt/r Bessi Einarsson. Jarðarför Svafars Sigurjónsson- ar, sem andaðist á Sjúkrahúsinu 14. þ. m., er ákveðin á morgun og hefst kl. 1 e. h. með hús- kveðju frá h'úsinu nr. 20 í Lækj- -argötu. Aðstandendurnir. 0r heimahögum. Druknun. í gær hvolfdi róðrarbát í lend- ingu á Reykjaströnd á Skagafirði. Voru 5 menn á bátnunr og druknuðu 2, unglings- piltur sonyr Ásgrínrs Einarssonar skipstjóra á Reykjum og Páll Árnason aldraður nrað- ur frá Siglufirði. „Botnla“ varð að hleypa inn á Aðalvík í gær vegna norðaustan hríðar. Skipstapi. Eimskipið »Firda«, er var á leið hingað með kolafarm til Höepfners- verzlunar, sfrandaði nýverið við Færeyjar. Kœliskipið. Ferming þess fór á annan veg en búist hafði verið við. Reyndist frystiútbúnaðurinn í ólagi og tók uppundir viku að koma honum í lag, En að því búnu fór skipið ti! Hvammstanga án þess að hafa tekið kjötið hér. Ætlar að ferma þar fyrst og koma svo aftur hingað. Fiskafli er sæmilegur hér úti fyrir þeg- ar á sjó gefur og talsvert hefir aflast af smáfiski hér á innfirðinum. Slys. Hermundur Jóhannesson trésmiður féll á miðvikudaginn ofan af palli í húsi sem hann var að vinna við og handleggs- brotnaði. Mannalát. Þann 14. þ. m. lézt hér á sjúkrahúsinu unglingspilturinn Svafar Sig- urjónsson úr berklaveiki. Efnilegur piltur og vel látinn. Þá er og nýlátinn Valdenrar Sveinbjarnarson verkamaður úr afleiðing- um af byltu, er hann íékk fyrir nokkrum vikum síðan. Datt hann ofan af háum palli á húsi, er hann var að vinna við, skaddaðist mænan fyrir neðan mjóhrygg- inn og manninum þegar talin engin lffs- von, þó það treyndist með harmkvælum í 8 vikur. Valdemar heitinn var dugnaðar- maður og drengur góður. Hann eftirskilur ekkju og 3 börn kornung. Leiðréttingar. í ræðu B. Líndals í'síðasta tbl, hafði orðið „ekki“ fallið burt neðarlega á 4. dálki l.síðu, og gerbreytt efni setn- ingarinnar. f blaðinu stóð: »líði tjón á sálu sinnis en átti að vera »líði ekki tjón á sálu sinni*. I dánarminningu Péturs Einarssonar frá- Skógum var nafn konu hans rangt, hún hét Þórgunnur, en ekki Þórunn. Konsert. Frú Jóhanna Sigurbjörnsdóttir frá Hjalteyri er nýlega komin hingað til bæjarins. Hefir hún stundað söngnám í Noregi um hríð. Á sunnudaginn kemur heldur hún konsert í Möðruvallakirkju kl. 3 e. h. og verður ungfrú Hermína Sigur- geirsdóttir henni til aðstoðar. Hér á Akur- eyri mun hún og halda konsert bráðlega. Merkileg kvikmynd. Akureyrar-Bíó sýnir í kvöld og næslu tvö kvöldin þar á eftir stórmerkilega mynd, »Struensee«, og er efnið tekið úr sögu Danmerkur. Struensee var mesti stjórnvitringur sem Danir hafa nokkru sinni eignast, en óhamingia hans var, að hann var hundrað árum á undan sinni samtíð. Ástarsaga Struensee og drotn- ingarinnar Caroline Mathilde, sem gift var hálfvitanum Kristjáni VII., er sorgarsaga, en hún verður flestum hugðnæm, og mynd- in sýnir hana meistaralega vel, Kvikmyndasýning Rauða-krossins. Næsí- komandi þriðjudag (27. okt.) kl. 9 verða sýndar nokkrar myndir, er lúta að staif- semi hjúkrunarkvenna, berklavörnum, meðj ferð ungbarna o. fl. Fróðlegar og skemti- legar myndir, sem aliir þurfa að sjá. Að« göngumiðar verða sendir í húsin og seldir fyrir 1 kr, Styrkið gott málefni, Hlutaveltu heldur verkamaunafélagið Andvari í Samkomuhúsinu á sunnudag- inn til arðs fyrir sjúkrasjóð sinn, Margir góðir drættir. Skemtisanikomu heldur ungmennafélag- ið Árroðinn í Öngulstaðahreppi í Þinghús- inu á Þverá, annað kvöld kl. 7. Heldur Ólafur Jónsson framkvæmdastj. þar fyrir- lestur og Jón Norðfjörð bæjarstjóraritari syngur gamanvísur. Dans á eftir, Merkjasata. Stórsfúkan hefir fengið Ieyfi stjórnarráðsins til þess að láta fara fram sölu á merkjum ti! ágóða fyrir útbreiðslu- sjóð Reglunnar. Verða merkin seld á göt- unum hér í bænum á morgun og kosta aðeins fáa aura. Oö Úr ýmsum áttum. Neðanjarðar akvegur. Stjórn Lundúnaborgar hefir ákveðið að láta leggja gríðarmikinn akveg undir þvera og endilanga borgina, og á að nota hann fyrir vöruflutninga. Áætlað er, að til þess sð framkvæma verkið þurfi 50,000 manns samfleytt í 3 ár, og að kostnaðurinn nemi um 640 milj. kr, Neðansjávar göng. Tyrkneska stjórnin ráðgerir, að grafa göng milli Evrópu og Asíu. Eiga þau að liggja milli Konstantínópel og Skútari á Litlu-Asíu. Odysseifslia Hóniers er ein af elztu evrópisku bókum, en jafnframt er hún einhver hin skemti- legasta bók að lesa. Fæst í mjög vandaðri en afaródýrri útgáfu. Pá bók má ekki vanta íbókaskáp nokk- urs bókamanns. Bókav. Þorst. M.Jónssonar. Bókay. Kr. Guðmundssonar Sú bók, sem nú er mest eftir- spurð til húslestra á sunnudögum er Frá heimi fagnaðarerindisins eftir séra Ásmund Guðmundsson. Ekkert heimili má vanta hana. Bókaverzlun Þorst. M. Jónssonar. Bókaverziun Kr. Guðmundssonar. Suðuspritt fæst hjá Eggert Einarssyni. H e r b e r g i óskast til leigu. R. v. á. w Fæði til sölu, R. v. á. Kenni byrjendum piauospil. Ásta Sveinsdóttir. Gtánufélagsgötu 9. Hvað varðar þig.... Hvað varðar þig um kvöi og kvíða og kaldan lífsins öldugang? Hvað varðar þig um storma stríða, er steypast yfir foldarvang? Hvað varðar þig þó bresti og braki, er byltist knör í hafsins-þró, þótt hjarta mitt sé kaldur klaki sem kennir enga friðarró? Hvað varðar þig um stríðs míns stundir, þá stormur nístir vanga minn, og hjartans blasi opnar undir og öldur falli í bátinn inn? Þig varðar ei um ann’ra kvalir fyrst yndi og gleði við þér skín og blikni veikra vonardalir, ef varma og dögg fá blómin þín. Fortíðin hefir farsæld skapað fagnaðu því sem vera ber, þú hefir ennþá engu tapað á þinni leið sem komið er. Kjóstu þér værð og vinahylli og vel þér lífsins sumarbraut, framtíðar bjarta brúna í milli böls svo þig nísti engin þraut. Látum svo grenja voða vinda, og veltast skip um lífsins^dröfn. Þó hlaði eg valköst svartra synda um síðir mun ég finna höfn. Við hringiðandi blóðga boða, er brattir mér kasta upp á sand, einhverjir, farm og skip mitt skoða, skyldu-þegnar, þá eg er strand. Jón J. Baldvinsson. Engin dýrtíð. Krónprins Breta var nýverið í heitn- sóknarferð til lýðveldanna í Suður- Ameríku. í. tilefni af komu hans til Argentínu keypfu dömurnar, í helztu borgunum sem hann heimsólti, sér nýja búninga fyrir 20 miljónir króna. Hægfara sendibréf. Fyrir nokkrum vikum síðan fékk frú ein í Manchester á Englandi sendi- bréf frá Ameríku, er hafði verið 16 ár á leiðinni. í bréfinu stóð m. a. »Eg bið að heilsa litla krílinuc. Litla krílið er nú orðin gjafvaxta blómarós. Tóbak gerir menn langlífa. Elsti maður á írlandi er rúmlega 116 ára gamall. Heitir hann Sweeny og á heima í-Donegal. Er hann var spurður að því nýlega, af blaðamanni, hverju hann þakkaði þetta langlífi, svar- aði karl: »Eg hefi gert mér það að reglu í lífinu, að borða lítið en reykja mikið, og tel eg það ástæðuna fyrir því að hafa náð svona háum aldri og vera ern eunþá.« Gletni lífsins. Helsti bifreiðaverksmiðjueigandi ítala, var nýlega grátt leikinn að honum þótti. Einn morgun, fyrir skömmu, er hann kom á skrifsíofu sína, fann hann hana þéttskipaða ungum og fögrum blómarósum, sem allar hrópuðu hver í kapp við aðra, um leið og hann kom inn úr dyrunum: »Getið þér notað mig! Getið þér notað mig!« Verksmiðjueigandinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og áður en hann fékk áttað sig, hringdi síminn, og þeg- ar hann bar heyrnartólið upp að eyr- anu heyrði hann mjúka og fagra rödd segja: »Eger það, sem fólk í daglegu ■iaaiuKEMMa■ ... ■11111111 ■■■iib■■nmMBBwunai Piltur eða stúlka, sem stunda nám eða vinnu á skrif- stofu eðá verkstofu, geta fergið fæði og húsnæði með góðum kjörum í miðbænum. R. v. á. Hólk-prjónavélar með snúningsplötu eru ómissandi á hverju heimili. Fást hjá Sigmundi Sigurðssyni. tali kallar falleg, svo ef staðan e- laus ennþá mun eg leyfa mér að Iíta inn til yðar eftir svolitla stund«. Svo kom ráðningin á gátunni. Nokkrir vinir verksmiðjueigandans höfðu auglýst í hans nafni í einu af morgunblöðum borgarinnar eftir 25 ungum og fall- egum stúlkum til þess að aka í sýn- ingabílum í gegnum borgina, 2 tíma á dag í 2 daga og fengi hver þeirra 40 kr. í þóknun. Stúlkurnar hurfu heim aftur vonsviknar, en verksmiðju- eigandinn auglýsti í kvöldblöðunum, að hann|greiddi þeim 500 krónur, sem gæti frætt sig um nafn og heimili þess eða þeirra, sem leikið hefðu þannig á hann. Atvinnumálalöggjöf Mexikó-ríkis. Þjóðþingið í Mexikó hefir afgreitt nýja atvinnumálalöggjöf, er miðar í mörgu til að bæta kjör verkamanna og koma betra samkomulagi milli vinnu- veitenda og vinnuþiggjenda. Er mælt, að ýmsir leiðandi menn verkamanna- samtakanna amerísku hafi aðstoðað Mexikóstjórn við undirbúning þessara nýju löggjafaratriða. Samkvæmt lög- um þessum skulu verkföll ólögmæt teljast, nema því aðeins, að ítarlegar tilraunir til samkomulags af hálfu allra aðilja, hafi farið út um þúfur. Fyrirtaks gott og fallegt Fatatau og Káputau fæst í stóru úrvali, og bezt og ódýrast hjá Baldvin Ryel. Prjónagarnið a/þekta, fæst í 30 litum hjá Baldvin Ryel. Kvennærföt og hvít léreft í mestu úrvali og ódýrast hjá Baldv. Ryel. Gardinur afmældar, »stores«, rúmteppi mjög falleg, kögurteppi, rekkjuvoðir, gardfnu- tau í mörgum tegundum, — alt bezt og ódyrast hjá Baldvin Ryel. Kaupmerm, kaupfélög og útgerðarmenn! Reynslan hefir sannað, að: LÍNUR, TAUMAR og KAÐLAR eru hvergi jafn endingargóðir eins og frá Gerdt Meyer Bruun A|s Bergen. Sýnishorn, verðlistar og allar frekari upplýsingar hjá mjer. Pálí Skúlason. (Umboðsni. f. Norðurland.)

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.