Íslendingur


Íslendingur - 06.11.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 06.11.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 6. nóvember 1925. 47. tölubl. Kaupojaldsstreitan á tonur Tíðindin sem berast frá höfuð- stað landsins eru ískyggileg: — Togaraflotinn íslenzki er að hætta veiðum, vegna þess að samningar. hafa ekki tekist, milli útgerðar- manna og sjómanna um kaupgjald- ið. — Á þessi endalausa kaupgjalds- streita ennþá einusinni að baka þjóðinni stórtjón? Saga þessa kaupgjaldsmáls er á þessa leið. Kaupgjaldssamningar Útgerðar- manna- og Sjómannafélagsins runnu út 1. okt. síðastl. Samningstilraunir sem farið höfðu fram nokkru áður, höfðu reynst árangurslausar, en út- gerðarmenn ákváðu að halda skip- unum út októbermánuð, í von um að samkomulag næðist fyrir 1. nóv. Eftir ítrekaðar samningstilraunir sem allar urðu árangurslausar, gekk málið til sáttasemjara, og er hann, eins og áður hefir verið frá sagt, Georg Ólafsson bankastjóri. Lögðu báðir aðiljar kröfur sínar fyrir hann. Útgerðarmenn vildu ganga að samn- ingum með 20—25°/« lækkun á nú- verandi kaupi, en sjómenn með ca. 10°/o hækkun á því, svo ekki blés byrlega þegar í upphafi. Annars gerðu sjómenn eftirfarandi kröfur. 1. Lágmarkskaup sé: Háseta 260 kr. um mánuðinn, matsveina 324 kr., hjálpar- matsveina 200 kr.. aðstoðarmanna við vélar 360 kr., kyndara 336 kr, byrjun- ar kyndara 300 kr. 2. Stundi skipið saltfiskveiðar, eða veiði í ís og sigli út með aflann, skal greiða auknaþóknun er sé 35 kr. á hvert lifr- arfat. 3. Leggi skipið upp afla hér á landi, skal lifrin mæld að viðstöddum umboðs- manni Sjómannafélagsins, er útgerðar- menn launi með 25 aurum fyrir hvert fat lifrar. 4. Hásetar, matsveinar og kyndarar fá Ianddvöl til skiftis, er skipið er í utan- landsförum og halda óbreyttu mánað- arkaupi. 5. Vinni hásetar að kolaflutningi frá fisk- rúmi, fá þeir 5 kr. aukaþóknun í hveit sinn. 6. Þegar skip stundar ísfiskveiðar og fer út með aflann, skal hverjum háseta greitt '/A af brúttósölu aflans. Slíkar og þvílíkar voru samnings- kröfur Sjómannafélagsins. Sáttasemjari tók nú til óspiltra málanna og reyndi að koma sáttum á, en tilraunir hans urðu árangurs- lausar, vildu samningsnefndir fél- aganna í litlu eða engu slaka til frá áður framsettum kröfum sínum; var þó samningsnefnd útgerðar- manna fúsari til málamiðlunar. Er ekki tókst að leiða nefndirnar til samkomulags, gerði sáttasemjari samningstillögu er félögin skyldu greiða atkvæði um, og var hún á þessa leið: Qömlu samningarnir haldist óbreyttir til 1. febrúar n. k. Frá þeim degi til 1. okt. 1926 gildi samningurinn með eftirfarandi breytingum: 1. Lágmarkskaup sé: Háseta 226 kr., mat- sveina 297 kr., aðsíoðarmanna við vélar 360 kr., kyndara 336 kr., byrjunar kyndara 300 kr. 2. Aukaþóknun sú fyrir lifur, sem um- ræðir í þessari gisin samningsins, skal vera 26 kr„ fyrir hvert fult fat. 3. grein samningsins óbrcytt. 4. Aftan við 4. gr. samningsins bætist. Enfremur fái hver háseti, matsveinn og kyndari viku sumarfrí með^fullu kaupi hafi hann unnið samfleytt 10 mánuði hjá sama útgerðarfélagi. Aðrar greinar gamla samningsins óbreyttar. Atkvæðagreiðslan um þessa miðl- unartillögu sáttasemjara fór á þá Ieið sem frá var sagt í síðasta blaði, að útgerðarmenn samþyktu að ganga að henni, en sjómenn höfn- uðu henni með yfirgnæfandi at- kvæðamagni. Sögðu 620 nei en 149 ja'. — Frekari sátiatilraunir hafi ekki verið gerðar. F»að hlýtur að vekja almenna undrun að sjómerin skyldu hafna miðlunartillögunni. Hún virðist eins hagfeld þeim eins og sanngirni frekast leyfir, þegar tekið er tillit til hinnar breyttu aðstöðu sem nú er, og var þá er gamli samningurinn var gerður. Eftir því sem Hagstof- an upplýsir, þá hefir dýrtíðin lækk- að um ll°/o í Reykjavík síðasta ársfjórðungjnn, og fyrirsjáanlegt er að hún fer stöðugt þverrandi úr þessu. Samt leggur sáttasemjarinn það til, að kaupgjaldið haldist ó- breytt um 3 mánuði en lækki úr því um ca. 13% og sá kauptaxti haldist til 1. okt. 1920. t><5 nú, að kaupið lækkaði eftir þessu um nokkrar krónur á mánuði hefði kaup- geta þess orðið sízt minni, en hún var með gamla kaupinu fyrir ári síðan. Kaupgjaldssamningur bygður á tillögu sáttasemjara var því engu óhagstæðari sjómönnum nú en gamli samningurinn var þeim er hann gekk í gildi, — frekar hið gagnstæða. Nú horfir málum þannig við, að togararnir verði bundnir við hafnargarðinn í Rvík, og sjómenn- irnir verði afskráðir. Atvinnuleysi blasir ekki einasta við þeim, heldur og fjölda annara er atvinnu hafa af togaraútveginum. Og víðtæk og alvarleg verða áhrifin fyrir þjóar- heildina ef togaraflotanum yrði hald- ið frá veiðum um lengri tíma. Er vonandi að sú ógæfa steðji ekki að þjóðinni. En þó nú, að samkomulag náist að þessu sinni og vandræðum verði afstýrt, hversu lengi varir sá friður? Ætli að sama verði ekki upp á ten- ingnum næsta haust? Við megum gangá út frá því sem gefnu, að að svona verður það haust eftir haust, meðan við erum aftur að komast inn á »normal« ástand, — nema að einhver lausn sé fundin, er greiði fram úr vandræðunum. Gæti nv> ekki Iausn þessa máls fengist með því, að taka upp svip- að fyrirkomulag um kaupgjald sjó- manna og nú er viðhaft við launa- AKUREYRAR BIO Laugardags- og sunnudagskv. kl. 9: Ókunni maðurinnfráNewYork 7 þátta kvikmynd afarspennandi. Aðalhlutverkið leikur MILTON SILLS. Sunnudaginn fcl. 5 síðd. Samkvæmt áskorun: 3 3 3 3 3 Mynd, sem allir hafa gaman að sjá. Miðvikudags- og fimtudagskvöld kl. 9: Ci RCUS-DAGAR. 6 þátta kvikmynd. Mynd, sem skemtir jafnt ungum sem gömlum. Aðalhlutverkið leikur: JACKIE COOGAN. greiðslur. embættismanna. Embættis- menn ríkisins hafa sem kunnugt er sín föstu grundvallarlaun, sem mið- uð eru við »normal« tíma, og svo dýrtíðaruppbót, sem fer hækkandi eða lækkandi; eftir því hvað vísi- tala Hagstofunnar sínir dýrtíðina vera. Væri nú ekki hægt að fast- setja sjómönnum grundvallarkaup, t. d. kaup það er þeir höfðu í stríðsbyrjun, og gjalda þeim svo dýrtíðaruppbót eftir svipuðúm regl- um og embættisrnönnum er goldin hún.? Kæmist þetta í kiing, er ólík- legt að maður þyrfti að óttast, að togararnir yrðu bundnir við hafnar- garðinn vegna kaupgjaldstreitu, og landinu með því stefnt í voða. <§x§> Jónas Þorbergsson og .bréfritarinn í Þingeyjarsýslu.' Jónas Þorbergsson heldur fast við »erfðir« sínar frá kerlingunum í dýinu, sem stöguðustá, að klipt væri það.skorið væri það. Eg býst við, að hann vilji hafa síðasta orðið í okkar orðaleik, og eg býst við, að hann fái það, þó hitt hefði verið meiri jöfnuður, fyrst hann byrjaði. En áður en eg lýk máli mínu til hans, ætla eg að yfirfara reikninga okkar, dálítið ýtarlegar en eg hefi gert, að þessu, J. P. finst orðbragð mitt »lægra og fautalegra* en áður hafi hent nokkurn mann í Þingeyjarsýslu, og á þann háit, að ekki sitji á mér, að finna að orðbragði annara manna. En skyldi hann vera óskeikull dómari um þetta? Pað er nú svona, að við Huttentotta verður að tala Hottentotta mál, svo þeir skilji, og við Jónas Jónasarmál, þó ómerkilegt sé. Hann hef r hafið okkar viðskifti með stóryrðaglamri og ódrengskapsrásökunum, og hlaðið þar rógburðardylgjum á dylgjur ofan. Og þó honum sé ekki farið að skiljast það enn, til fulls, að það er sitt hvað, að gera þessháttar sendingar úr garði, og taka á móti þeim, sýnist mér, að hann hafi »kent sín« dálítið annað slagið, og að ekki sé óhugsandi að . hann kunni nokkuð af mér að læra. Eg býst við, að hann kalli sneiðyrði mín, um drykkfeldni, dylgjur og með nokkrum sanni. En hefir hann gætt þess, að þær eru þó bundnar við stað og stund og honum þannig fengið tækifæri í hendur til að koma fyrir sig vörnum, ef hann hsfir þær til. Og gelur hann sagt það sama, með sanni, um sýnar dylgjur? Ekki er þarna heldur um neina ódrenslcapar- ásökun að ræða, á borð við hans eigin ásakanir, og í rauninni ekki annað en bendingu, nokkuð hvassydda, um það, að vel mætti J. lita oftar í eigin barm en hann geiir. Af sama tagi er spunnið orðið »g!eiðgosaskapur,« sem J. þykir líklega nóg um. Hann gerir mikið orð á »hóílausu« sjálfsáliti mínu og ætla eg hvergi að. afneita þyí né afsaka, þó öðruvísi sé það í reynd- inni, en ímyndun J. í2. En vel má benda J. á hans eigin sjálfsdýrkun og mikillæti, sem oft eru lítil efni til. Lík- lega telur hann það skammir, að eg segi hann lifa á sníkjum — og er það þó ekki annað en hans eigin upp- vakningur, sendur, dálítið niagnaður, til baka. Og á hverju lifir hann svo, öðru en því, að skrifa eins og for- sprakkar Fratnsóknarflokksins helst vilja heyra? Hver hefir skrifað annað eins smjaður — sem er meginþáttur í allri sníkjulist — um foringja fiokksins, eins og J. t\? Og hvar getur hann bent á tilsvarandi sníkjusmjaður af minni hálfu? Eg held honnm gangi miklu betur að finna dæmi til hins gagnstæða — og meðal annars í þeim skrifum mínum, sem hann hefir gert að umtalsefni. Skamrnir kallar J. Þ. það liklega líka, að eg segi hann skrifa venjulega (þ. e. oft) svo að hver skoðun hans sé af »flokksdrætti hðlN. En er þetta annað en það, sem allri vita? — Eg man nú ekki eftir fleiri skeytum frá mér til hans, og sný mér að hans »innleggi« í málinu. Hann talar hvað eftir annað um »sníkjur« mínar eftir þingmensku og segir »eng- um kunnugra« um þær en sér og

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.