Íslendingur


Íslendingur - 06.11.1925, Blaðsíða 2

Íslendingur - 06.11.1925, Blaðsíða 2
i ÍSLENDINGUR Hveiti Fyrirliggjandi; Hrísgrjón Bannir Kaffi Kaffibætir Kakao Sykur. (samsálinni ?) nafna sínum J. J. Ekki er ólíklegt, að lesandi, er situr hugs- andi, en ófróður um þetta, með »raun- vísindi* J. F*. í hðndum, segi við sjálfan sig eitthvað á þessa leið: Sjálf- sagt hefir Sigurjón leitað fast á J. R. um hjálp til að komast á þing, fyrst hann talar svona gilt úr flokki. En hvernig veit hann nema S. hafi þó »sníkt« meira annarstaðar? Ekki er maðurinn alvitur þó vitur sé. Og ef nú þessi lesandi með efaneistann fengi að vita, að hið helsta — og ef eg man rétt, hið eina — sem milli okk- ar J. Þ. hefir farið um þ. m. fram- boð af minni hálfu, er það, að hann fór í kring um það við mig einu sinni (1923) hvert eg vildi ekki bjóða mig fram í Eyjafj.sýslu á móti St. St. og eg tók því fjarri — mundi þá ekki lesandanum enn verða það á að brosa, eða jafnvel verða hissa og hugsa sem svo: Geysi fijótt ímynd- unarafl hefir J. P. og furðulega hall- fleytt gróandi. Og skyldi nú ekki eitt- hvað af sviksemi Sigurjóns, lausmælgi, söguburði, flugumensku, sníkjum, sín- girni, megnum sora, óstjórnlegum metnaði og öðrum mannlöstum hans, vera hugarfóstur Jónasar? Eg held það sé miklu vissara fyrir J. P., ef hann vill öðlast fullan átriniað, að tilfæra dálítið af sönnunum og dæmum, því sönnun er þó ekki sá »tiigangur« minn, sem upphugsaður er af sjá|fum honum. Eg var heldur að ýta á hann sfðast, minnir mig, að koma nú einu sinni með »flugumenskuna« frá 1922, fram í dagsljósið. En hvað skeður? Um hana þegir hann nú eins og steinn. En hann hefir fundið annað: einkabréf frá mér, sem hann getur sannað með, að eg hafi viljað láta sýna B. Kr. sanngirni og tillátssemi í deilunum um »verzlunarólagið« — er þó svo varasamur að hafa tillátssem- ina, sem þó á að vera aðal »púðrið,» ekki í »gæsalöppunum.« En nú segi eg: Gerðu svo vel J. minn og láttu bréfið koma. Eg er ekki vanur að skrifa bréf, sem ekki méga sjást og svo mun ekki hafa verið í þetta sinn. Og »tillátssemin« ætla eg að sé þinn en ekki minn tilbúningur. Hitt mun vera rétt, að í bréfi þessu sé haldið fram þeirri skoðun, að í deilum, um almenn mál, sé hollast að kannast við það, sem rétt er, eða kann að særa, í málsendum mótstöðumannsins. Eg lít svo á, að einhliða déilur, feluleikur með sannindi mótstöéumanns og gyllingar á eigin málstað, fleygi sam- herja til andlegrar blindu og andvara- leysis, um það hvar þeim kann að yfirsjást og fái mótherjunum hinsvegar óþarfa höggstaði. Og þar eigi það við, sem máltækið segir: guð gæti mín fyrin vinum mínum; fyrir óvinum mínum skal eg gæta mín sjálfur. — B. Kr. hafði bent á ráð við skulda- verzluninni, sem að vísu var ónýtt, en benti þó í rétta átt, og sömu átt og eg hafði sjálfur viljað halda fyrir allmðrgum árum í K. I3. og verið þá Hreinar flöskur kaupir Áfengisútsalan, Akureyri, ofurliði borin. Eg hygg að það sé rétt hjá B. Kr., að til þess að losna við vöruskuldavétzlun, sé til aðeins það ráð, að hönd selji hendi. En eins og til háttar hér á landi með framleiðslu og afurðasölu, getur þetta því aðeins átt sér stað, út í æsar, að við hlið hverrar vöruverzlunar, eða í námd við hana, sé nægilega stór gjald- miðilsverzlun, sem einstaklingunum verði vísað til. Við Ringeyjingar höf- um enga slíka gjaldmiðilsverzlun og það er ein af megin ástæðunum til þess, að eg hefi ekki getað aðhylst breytingar tillögur þeirra Bj. á Brún, J. R. (sem vildi innleiða hér skipulag úr Eyjafirði) o. fl. manna. Aðal atrið- ið í þeim var, að taka fyrir alla skulda- verzlun, og það væri gott, ef það væri hægt. Eg er ekki skuldavinur, hefi barist á móti skuldaverzlun alla mína kaupfélagsdaga og hlotið af því töluverðar og óþægilegar óvinsældir. En það er seint að birgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan í. Par, sem svo standa sakir, að allmargir fá- tækir bændur þurfa um ’/s framleiðslu sinnar og jafnvel meira, í vaxtagreiðsl- ur, þar þatf að hugsa sig- tvisvar — og oftar — um,.áður en heimtað er: borga skaltu hvað sem tautar. liér er orðið um hnútaflækju að ræða, sem ekki dugar að herða á endalausf; það er satt. Björn á Brún, sem er ungur vel gerður dugnaðarmaður, en lítið reyndur í baráttunni við skuldirnar, vill höggva hnútinn með þróttugri nnheimtu starfsemi, eftr nýjum regl- um, sem jafnframt fyrirbyggi tilorðn- ingu nýrra skulda. Eg álít hinsvegar, að þær nýju reglur megi brjóta, eins og gamlar reglur, að þau föstu stjórn- ar'nandtök, sem Björn á Brún. byggir vonir sínar á séu ekki vissari, eða verði, þó breytt sé lítilsháttar um skipulag, og þau séu heldur ekki full- nægjandi, eins og sakir standa. Hnút- inn muni verðá að ieysa á löngum tíma og meðal annars með beinni hjálparstarfsemi, einkun í vaxtagreiðsl- unni, sem er tilfinnanlegasta átumeinið. Að þessi afstaða mín til málsins stafi af skapferlisveilu eins og J. P. heldur fram, skoða eg auðvitað sem heimsk- yrði. Eg vil ekki láta alt »dankast« eins og margir virðast vilja. En eg vil heldur ekki »kasta barni út með skírnarvatni,* sem J. Þ. vill auðvitað ekki heldur, en nú sýnist að orðið gæti. Nú hverf eg aftur beint að einka- deilu okkar J. Þ. Eg veit rayndar ekki með vissu enn, hvað hann telur til níðingslegrar sviksami af minni hálfu, því það að eg hafi fengið mótstöðu- mönnunum vopn í hendur og opnað dyr fyrir þeim í næturniyrkri, er nokk- uð óákveðið. Isafold gerði sér að vísu mat úr bréfi mínu til Lögréttu (5. jan.). En hún gerði sér líka mat, og ekki síður, úr málaferlum S. í. S. f. á„ og eg man ekki til að J. P. teldi það stjórninni til glæpa. Og þó eg hefi eitthvað að athuga við K. P., þá hefi eg aldrei hugsað mér það sofandi í næturmyrkri og finst það málverk J. P meira skemmandi en m|ín orð, hingað til. Mér hefir helst skilist, að glæpur- inn, sviksemin, ætti að vera fólginn í því þrennu, að eg »opinberaði« efnahagshnignun K. P. á árunum 1920 — 22, efaðist um leiðréftingu síð- an, og lét í ljósi grun um, að sam- ábyrgðin kynni að vera óholi sjáifs- ábyrgðarkvöt á vanþroskastigi — og svo því, að þetta hafi ekki verið vaf- ið í tilhlýðilegar afsakanir og gylling- ar, ekki verið blaðamál o. s. frv. En nú sýnist mér hinsvegar, að okk- ur sé nauðsynlegt að athuga vel hvar við erum staddir Pingeyjingar, og að samskonar athugunar sé líklega þörf víðar og sé þetta því, í eðli sínu, landsmál og blaðamál. Pá held eg því fram, og með fullum sanni, að frásögu mína um efnahagshnignunina hafi eg eingöngu bygt á prentuðu, opinberu riti, ársriti K. P„ slíkt sé engin »söguburður« eða »lausmælgi,« heldur léttmæt upplýsingarviðleitni, enda eigi skýrslur til þess að vera, að auglýsa sannindi, en ekki til að fela þau, og að K. P. sé ekki svo statt, að það þurfi að heimta af með- limum sínum ræningjabælis launungar- siðferði. Enfremur held eg því fram að sérstakar afsökunar á ástandinu hafi ekki verið þörf; aðalsakirnar til þess séu almennar og alkunnugar. í fjórða lagi segi eg, að okkur sé sjálfum fyrir beziu að gera okkur ekki rniklar gill- ingarvonir, þó skuldir minlti, í svip, fyrir sérstakar ástæður, gott verzlunar- árferði og mikla skepnu fækkun. Við að breyta bústofni í peninga, verð- ur rýmra um hendur, í bili, og hætt- ara við eyðzlu, jafnframt því, að hlut- föll bústofnsins við þarfir framtíðarinn- ar, breytist í öfuga átt. Og góða verzlunarárferðið eigum við ekki víst til lengdar. Og þó að samábyrðin sé góð og okkur nauðsynleg, þá nemur hún þó ekki úr gildi þau gömlu sann- indi, að »guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur* — og þeim einum, þeg- ar til lengdar lætur. Ekki sé eg að dæmisaga J.P. um bónd- ann, sem vísaði gestinum til ekkjunnar, eigi mikið erindi inn í okkar deilu. Hafi bóndann vantað hús og önnur skilyrði til að hýsa gestinn, hafi hann átt konu, sem margra ungra barna þurfti að gæta og fáum hafði á að skipa o. s. frv„ en ekkjan hinsvegar verið vön að selja ferðamönnum greiða og haft það, sem til þess þurfti', þá ætla eg að bóndinn hafi gert það sem réttast var. Hinsvegar gátu ástæður líka verið þannig að frammistaða bónd- ans væri ámælisverð. En þar, sem öll skýringaratriði vanta í söguna, sannar hún ekki annað en tilhneigingu J. P. til að kasta skugga á náungann' En hún var fullsönnuð áður og þurfti engra nýrra sannana við. Eg býzt held- ur ekki við að hafa þessa sögu fyrir mælikvarða, á mína breytni, þó J. P. óski þess. Eg hefi enga trölla trú á góðgirni hans, ráðvísi né ráðleggingum. Ofvöxtur er það í ímyndunum J. P. eins o. fl„ og innantóm »orðablómst- ur,« að eg hafi verið með »fum« á síðasta aðalfundi K. Þ„ »hröklast« af fundinum í bræði o. s. frv. Tölur mínar og gerðir á fundinnm voru ró- legar, Eg gekk þegjandi af honurn þegar kosningum var lokið og kom þangað aftur til að ræða það fundar- málið, sem mestar umræður urðu um, en þóttist ekki hafa annað á fundinum að gera. Petta er sannleikurinn ein- faldur og blátt áfram. Samskonar of- vöxtur er í ímyndunum hans um það, að eg hafi smíðað skeyti mín til hans í »bræði« eða hita. Hitt er sannara, að þar hafi staöið nokkur kuldi að verki, enda væri eg til lítils íslending- ur, ef eg ætti ekki til í vitum mínum dálítið af fyrirlitningar frosti, handa einum rógburðarspjátrungi. En róg- burðardylgjur hans í siðasta skrifinu, til mín, eru svo »yfir sig vaxnar,« að eg kenni hálft um hálft í brjósti um hann. — Sannleikurinn hefir þann innri kraft í sér fólginn, að hann festir rætur, fyr eða síðar, jafnvel í kviksandi illhvitninnar. »Aftur rennur lýgi þeg- ar sönnu mætir« og sumt illyrðaglam- ur dæmir sig sjálft, fyrirhafnarlaust. Undir þessi sannindi verðum við J. P að beygja okkur báðir, hvert sem okk- ur líkar ver eða beiur — og mun litlu skifta héðan af hver síðasta orð- ið fær. 25. október 1925 Slgurjón Friðjónsson. Biðjið ekki um„átsúkkolaði“ (það á ekki sanran nema að ■ nafninu). Biðjið um TOBLER. Pekk'st frá öllu öðru súkkulaði — af bragðinu. Fæst alstaðar. !l Reykjavík. —■- í fjölbreyttu úrvali nýkomnir. Geta menn fengið þá í heilum og hálf- um stöngum. Tek myndir til innrömmunar. Verkið_fljótt og vel af hendi leyst. Hjalti Sigurðsson. FTXDl’R í Verkamannafél. Andvari verður haldinn Sunnudaginn 8. nóv. kl. 3. í bæjarstjórnarsalnum. Stjórnin. Baldwins-epli eiga ekki sinn líka — konia með Lagarfoss í Verzl. Geysir.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.