Íslendingur


Íslendingur - 13.11.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 13.11.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105, Ritsíjóri: GunnS. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 13. nóvember 1925. 48. tolubl. AKUREYRAR BIO Laugardags- og sunnudagskv. kl. 9: MYRKRA-MENNIRNIR. 7 þátta kvikmynd, tekin eftir hinni frægu skáldsögu Rex Beach’s LA MAFIA. Aðalhlutverkið leikur Betty Blythe (sú er lék drotninguna af Saba). Sunnudaginn kl. 5 síðd. C 1 RCUS-DAGAR með dienginn Jack Coogan í aðalhlutverkinu. Skemtir jafnt börnum sem fullorðnum. Miðvikudags- og fimtudagskvöld kl. 9: Drengurinn úr fiskiverinu. 7 þátta kvikmynd. Tilkomumikil mynd og vel leikin. verkið leikur: RÍCHARD Aðalhlut- BAR THELMESS. Á næsta ári er samningur sá út- runninn, sem gerður var milli Stóra Norræna ritsímafélagsins, og stað- festur var 24. maí 1905 — en sem gekk í gildi tæpu hálfu öðru ári síðar, er sæsíminn og landssíminn tóku til starfa. — Samningurinn skyldi gilda í 20 ár. — Nú er sam- göngumálaráðherrann og Forberg landssímastjóri í Danmörku að semja við félagið að nýju. Veltur á miklu fyrir þjóðina að vel takist. Gamli samningurinn ákvað svo, að ríkissjóður Danmerkur greiddi félaginu 54.000 kr. og Iandssjóður íslands 35.000 kr. árlegax meðan samningurinn stæði. Féiagið hefði allar tekjur af sæsímanum og bæri allan kostnað af viðhaldi og starf- rækslu hans; enda þess eign. Eng- um öðrum en félaginu mátti veita rétt til símalagningar eða »annara til almenningsnota ætlaðra rafmagns- sambanda milli fslands og Færeyja, eða milli íslands eða Færeyja og annara hlula Norðurálfu.« — Heim- ilt var þó stjórn íslands, áður leyf- istími félagsins væri á enda, að koma upp loftskeytasambandi milli Fær- eyja og einhvers staðar í nánd við Reykjavík, með því skilyrði að f é I a g i ð fengi sömu borgun fyrir loftskeyti eins og sæsímaskeyti frá eða gegnum ísland. Meðan slíkt þráðlaust samband væri reglulega notað, færðist tillag landssjóðs til félagsins (Stóra Norræna) niður um 13.000 kr. á ári. I 2. gr. samningsins er tekið fram, að þegar leyfistíminn sé á enda, geti leyfið fengist endurnýjað. Ef félagið vilji ekki fá leyfið endurnýjað án tillags, skulu Danmörk og ís- land eiga rétt á, að sæsíminn sé afhentur þeim endurgjaldslaust til sameignar eftir hlutföllum 5/b og rlz. Ef ísland vill ekki taka þátt í að taka sæsímann að sér, á Danmörk rétt á að gera þetta ein. Síðan að samningurinn var gerð- ur, hefir margt og mikið breyst og aðstaðan orðin alt önnur en þá var. Loftskeytatækin hafa fullkomnast svo, að nú þykir algerlega hættu- laust, að eiga undir þeim einum. Er símamálið var á dagskránni fyrir rúmum 20 árum síðan voru þau til- tölulega ófullkomin og óábyggileg. Framfarirnar því miklar á því sviði. Fæstir voru þá þeirrar skoðunar, að sæsíminn gæti borið sig. Nú er það komið á daginn, að hann hefir ekki einasta gert það, heldur mun og hafa gefið Stóra Norræna hrein- an ágóða og hann ekki alllítinn hin síðari árin. Það getur því ekki komið til mála, að semja á svipuðum grund- velli og gert var fyrir 20 árum síð- an. Einokun félagsins verður að afnemast, hvað sem öðru líður. Af samningstilraunum þeim, sem nú eru á ferðinni, hefir ekkert ann- að frést en það, sem liaft er eftir Magnúsi Guðmundssyni samgöngu- málaráðherra í viðtali við Berl. Tid- ende í Khöfn. Segir hanii þar, að helst sé að því hallast, að nota bæði loftskeyti og sæsíma framvegis til fréttasendinga milli íslands og útlanda. Þó geti komið til mála, að nota sæsímann eingöngu, ef símagjöldin lækki að miklum mun. Hvaða tilboð Stóra Notræna hefir gert, hefir ekki frést ennþá. En hvað svo sem umsemst þar niður í Danmörku, þá er það ekki endanlegt. — Alþingi á eftir að fjalla um málið. Kemur því til kasta næsta þings að reka enda- hnútinn á þetta velferðarmál þjóð- arinnar. <§>® Enskur togaraskipstjóri leikur á löggæzluna. Þau tíðindi gerðust hér í Akur- eyrarbæ á miðvikudaginn, sem lengi munu í minnum höfð. Árla um morguninn kom varð- skipið Þór hingað inn með togara, er það hafði tekið við veiðar í land- helgi við Flatey á Skjálfanda. Heitir togarinn » C a r d i n a I « og er frá Hull á Englandi. Skipstjórinn heitir Christian Agerskov og er danskur að uppruna. Fyrir rétti meðgekk skipstjórinn umsvifalaust brot sitt og var togarinn sektaður urn 10 þúsund gullkrónur (12,248 seðla- krónur) og afli og veiðarfæri upp- tæk. Hafði skipstjórinn ekkert við dóminn að athug^. Var þetta um garð gengið kl. 6 um kvöldið. Tog- arinn hafði legið um daginn bundinn við ytri hafnarbryggjuna og einnig með kaðli í Þór, er lá fram af honum við bryggjuna. Er dómurinn hafði verið upp kveðinn, fór vörður sá, er t>ór hafði haft í togaranum úr honum, og bæjarfógeti setti mann á vörð í hans stað,—en vopnlausan, þar sem annað er ekki heimilað. Tog- arinn hafði haft gufu uppi allan daginn, og þótti ekkert við það að athuga, þar sem búist var við, að hann yrði að færa sig að annari bryggju til þess að skipa upp afl- anum og veiðarfærunum. — Um kl. 8 verður vörðurinn varvið það, að skipstjóri er kominn upp á stjórn- pallinn og vélin komin í gang. Hleypur hann þá yfir í Þor til þess að segja að alt sé ekki með feldu og fá hjálp. En yfirmennirnir eru þá í landi, — munu hafa skoðað sig lausa við alla ábyrgð á togar- anum og það með réttu. En á tog- aranum hafa menn ekki verið iðju- lausir á rneðan. Höfðu skipverjar höggvið sundurlandfestar skipsins og kaðalinn, er batt jsað við Þór, og innan fárra mínútna er togarinn kominn frá bryggjunni og horfinn á fullri ferð út í myrkrið. Hefir ekkert til hans spursts síðan og mun hann nú kominn vel á veg heimleiðis. Skjöl skipsins liggja á skrifstofu bæjaifógeta og sekt togarans er vafalaust trygð. Ábatavon skip- stjórans nieð flóttanum liggur í því, að geta komið veiðarfærunum og aflanum, sem var mikill — um 600 kítt —undan en það mun næsta hæpið, þar semkæra verður kominn á hann, þegar hann kemur til Engíands — og Englendingar eru réttlát þjóð. En flótti skipsins ætti að færa okkur heim sanninn um það, að einn vopnlaus varðmaður er ónóg- ur vörður til þess að gæta togara; er það í rauninni sama og enginn vörður. Er vörður varðskipsins hefir Iokið skyldu sinni, verður vopnuð lögregla að taka við. Ann- að er ekki trygt. Ríkislögreglan kæmi hér að gagni. co í danska læknatíinaritinu Ugeskrijt for Lœger, birtist nýlega bréf frá stjórn lækna- félagsins í Vasa-léni (sem er eitt af þeitn 8 lénum, sem Finnland skiftist í). í bréfi þessu skýrir stjórnin frá umræðum, er fóru fram 17. maí síðastliðið vor á fundi lækn- anna. Jf.n tilefni umræðanna var fyrirspurn til félagsins frá blaði einu um það, hvern- ig læknunum virtist áfengisbannið reynast, eftir því sem þeir þektu til. Auk læknanna í bænum Vasa voru á fundinum einnig ínættir nokkrir sveitalæknar. Aðalatriði bréfsins voru á þessa leið: Við umræðurnar um áfengisbannið kom öllum ræðumönnum saman rnn, að drykkjuskapur hefði án nokkurs vafa ágerst frá því fyrir 10 árum síð- an. Þessu til stuðnings leyfir félagið sér að tilfæra þessar staðreyndir: 1. Nautn og ofnautn áfengra drykkja, en einkum sprittblöndu, hefir rtáð almennri útbreiðslu bæði meðal íbúa í kauptúnum og í sveitum og virðist stöðugt aukast, þrátt fyrir allar tilraunir til að koma í veg fyrir það. Það er fnllkunnugt, að fyrir 10 árum síðan var því nær qkkqrt drukkið af brennivíni upp til sveita Það votu stöku eldri menn sem af gömlum vana fengu sér á flösku þegar þeir fóru í kaupstað, og venjulega drukku þeir það þá þegar. Smámsaman dóu svo þessir Uarlar og brennivínið varð ár frá ári sjaldséðara. Með öflugri starf- semi ungmennafélaganna og bind- indisútbreiðslu hafði æskulýðurinn vaxandi áhrif á gömlu mennina. Þá sáust aldrei drukknar konur. Nú eru hinsvegar víðasthvar, ef ekki í öllum hreppum margir leynisölustaðir auk farandsala, sem geta ætíð veitt sprittþyrstum kaup- endum úrlausn. Sem dæmi skal það nefnt, að fyrrum fékst í kauptúnunum að- eins veikt brennivín (40°/o), en nú geta aliir í næsta nágrenni fengið í ótakmörkuðum mæli 90°/o sprilt. Drykkjukrárnar hafa m. ö. o. fluzt úr bæjunum út til sveit- anna. Þar sem nú áfengir drykkir eru orðnir svo auðfengnir, hefir fjöidi manna tekið upp á þvf, að drekka daglega, í stað þess sem áður var með höppum og glöpp- um. Útsalan í kauptúnunum var aðeins opin á ákveðnum tímum dags og ákveðna daga, en leyni- knæpurnar eru nú opnar dag og nótt, sýknt og heilagt. Afleiðing- arnar eru augljósar. í þessu sam- bandi verður að taka til greina þvingun þá, sem bannlögin hafa í för með sér fyrir einstaklingana. Margur maðurinn, sem áður var hófsemdarmaður, hefir nú tekið til að drekka út úr gremju vegna þeirra hafta, sem sett eru persónu- legu frelsi hans. Því má ekki gleyma, að utan við landamæri Finnlands tíðkast nautii áfengra drykkja sem lögleg venja og skoðast ekki sem hegningárvert athæfi. 2. Afarískyggilegt má það kallast, að nú, þegar sjö ár eru liðin síðan áfengisbannið komst á, þá hafa bæði konur og börn tekið upp á því að neyta sprilts eða spritt- blöndu. Drengir út um sveifir

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.