Íslendingur


Íslendingur - 13.11.1925, Blaðsíða 2

Íslendingur - 13.11.1925, Blaðsíða 2
ÍSLENDINGUR 'i Hrisgrjón Raunir Kaffl Kaffibætir Kakao Sykur. koma með sprittflöskur í vasan- um í skólann, segir einn af Iækn- unum. Rrír drengir um fermingu hafa fundist dauðadruknir hjá þjóðvegi. Við ýmsar samkomur hefir meginþorri karlmannanna drukkið sig fulla og gengið um göturnar með öskri og hávaða. Ungar stúlkur hafa einnig sjest í samskonar ástandi. Fyrir 10 árum var slíkt ekki einasta óþekt, heldur óhugsanlegt. Samkvæmt skýrslum er í sum- um sveitum spritt um hönd haft á hverju heimili, ekki einasta til afnota í veikindum, heldur til neyzlu. Pað þykir heldur ekki sæta neinni furðu, þó ungbörnum sé gefið spritt. Bóndakona bauð nýlega kaupstaðarbúa, er heimsótti hana, óblandað spritt. Regar hann bað hana að blanda það a. m. k. með dálitlu af vatni, svaraði hún með rembingi: »Eruð þér sá ör- kvisi að þola ekki spritt?* En sjálf saup hún á flöskunni án þess að gretta sig nokkuð. , 3. Samkvæmt frásögn ýmsra foreldra hefir ofdrykkja útbreiðst mjög meðal æskulýðsins í bæjunum. »Hann er bindindismaður* er sagt í háðs- og kesknistón um bindindissama reglupilta. Spyrji maður verkalýðinn hér í bænum hvort drykkjuskapur hafi farið í vöxt, þá er svarið: »Mik!u meira en áður!« Pað er sérstak- lega á meðal fátæklinga, sein vér læknar rekumst á hryggilegar af- leiðingar sprittóhófsins, og það ekki aðeins við og við, heldur jafnaðarlega. 4. Heimilislífið er víða orðið óþol- andi og enginn friður lengur. Frá blautu barnsbeini venjast ung- lingarnir við sprittgildi og of- drykkju síðan samdrykkjan fluttist inn á heimilin til að komast und- an eftirliti lögregluþjónanna. Tekjum húsbóndans ér varið til sprittkaupa eða hann verður kærulaus gagnvart þörfum hcim- ilisins eða hann lendir í fangelsi til að sitja af sér skuldir. Hvernig sem fer, verður konan og börn- in að líða neyð. Fátækrastjórnin verður að sjá um heimilið. Börn frá slíkum vanræktarheimilum fara oft á húsgang eða lenda í saur- lífi. Hin árlegu auknu útgjöld til fátækrastyrks bera Ijóst vitni um ástandið. í fangelsinu í Vasa-léni eru nú helmingi fleiri fangar en til var ætlast að það gæti tekið, og þó áttu bæði fangelsið og fá- tækraheimilið að standa auð sam- kvæmt kenningu bannmanna. Nú verður að stækka báðar þessar stofnanir. 5. Ár frá ári eykst tala þeirra sem verða fyrir árásum ölvaðra manna og misþyrmingum þeirra (skýrsla fylgir). Á sjúkrahúsum hefir mjög Hreinar flöskur kaupir Áfengisútsalan, Akureyri, _ ! fjölgað sjúkdómstilfellum vegna ofdrykkju og sömuleiðis áverkum drukkinna manna (bæði hnífstung-' um og skotsárum) (skýrsla fylgii). 6. Jafnvel ekki á fátækrahælinu hafa limirnir verið eftirbátar annara í ofdrykkju. Rað hefir komið fyrir að þeir hafa komið heim að nóttu til druknir akandi í bifreið. 7. Áfengið sem nú tíðkast er því miður langtum sterkara og eitr- aðra en fyrrum, vegna óhreininda, viðarspritts (methylalkohol) og annara efna, en fyrir þetta verða áhrifin langtum skaðvænni fyrir heilann og innýflin. Það er af þessum ástæðum ' einkum, að ofdrykkjuæði og geð- veiki hefir mjög aukist á síðustu 10 árum í Vasa-Iéni (skýrsla fylgir). 8. Ennfremur er það eðlileg afleið- ing drykkjuskaparins hár eins og víðar, að samræðissjúkdómar hafa útbreiðst mjög. 9. Heimabruggun, sem mjög var al- geng fyrir nokkrum árum, má nú heita alveg hætt. Og óhófleg sprittsala samkvæmt lyfseðlum lækna er nú alveg úr sögunni. Ress vegna má fullyrða, að það er aðflutt áfengi, sem nú flóir víðsvegar um landið og elur ótal smyglara og milligöngumenn. 10. Sem verðir heilbrigðisins hljótum vér að lýsa óánægju vorri yfir því, að svo mikil er sú upphæð, sem gengur til fangelsanna í því skyni að ala þar upp við hóglífi og góðan kost drykkjumenn lands'' ins, spruttsala og letingja, að hún er helmingi hærri en kostnaður- inn við berklavarnir. Frá því árið 1897 hafa útgjöldin til fangelsanna stigið frá 1,475,000 mörkum upp í 70 miljónir marka. Frá félagslegu, siðferðislegu, hagfræðislegu og heilsufræðislegu sjónarmiði séð, virðist oss ástand- ið í landinu með tilliti til of- drykkju vera orðið alveg sárgræti- legt, meðfram vegna álits landsins út á við og finst oss því í hæsta máta æskilegt, að öllum almenn- ingi mætti verða þétta augljóst sem allra fyrst. Að menn ekki alment geta komið auga á ástandið eins og það er, liggur í því, að skugga- hliðar lífsins eru í aðaldráttum aðeins kunnar læknum, dómurum og laganna þjónum. Meðfram er það fyrir það, að menn kynoka sér við að grenslast eftir því sem þeir hafa óbeit á að sjá. Þessi yfirlýsing vor kann sumum að virðast bölsýn, þó raunveru- leikinn sé enn svartari, en vér höfum viljað reyna að draga upp sem skýrasta myndina af ástandinu án þess að skreyta það nokkuð. K. Boucht. G. M. von Essen. K. Hedemann. K. I. Lindström. O. Lund. E. Lundquist. B. B. Sourunder. S. M. þýddi. Bókafregn. 1. Guðm. Friðjónsson. KVÆÐI. Rvík 1925. Það eru nú liðin rúm 20 ár síðan Guðm. Friðjónsson gaf út ljóðmæli síti: »Úr heimahögum.« — Sannfærð- ist þjóðin þá um að einkennilegt og frumlegt skáld væri risið upp meðal hennar, — skáld er eignast myndi áberandi og sérkennilegan reit í Ijóða- akrinum íslenzka. — Nú er komin út ný ljóðabók eftir sama skáld. Þar er ekkert af kvæðurti þeim, sem voru í fyrri bókinni, og ekki nærri því alt, sem hann hefir kveðið síðan hún kom út, — en það bezta, sem hann hef- ir kveðið, er þar; og alt sem í henni er, — er fyrir ofan skáldgildi meðal- menskunnar, og margt nær tindi list- arinnar í íslenzkri Ijóðagerð. Jón-Björnsson rithöfundur segir um kveðskap Guðmundar: »Rað er óþarfi að fara nokktum sérstökum lýsingarorðum um þann svip, sem er yfir kvæðum G. Fr. Alþjóð veit, að þau eru engin til- finningaleiftur, engir eldslogar augna- blikshughrifa. Rau eru eins og mikil, breið, djúp og tíguleg vatnsföll, sem velta fram með sterkum straumi, og stundum miklum og þungum gný, svo landið og loftið umhverfis skelfur við, Það er máttur málsins, þróttur hugsananna og sterkar og litauðgar myndir, sem gefa þeim þennan svip.« Þetta eru sannmæli! Fullur helmingur þessarar nýju bókar G. Fr. eru eifiljóð, — en þau eru ekki af því taginu, sem maður á að venjast: harmagrátur méð guð- ræknisslepju; — Þau eru mannlýsing- ar, meistaralegar meitlaðar og stórbrotn- ar. Má svo að orði komast, að hvert kvæðið sé þar öðru snjallara og veg- legra. í fremstu röð má telja kvæðin um Jóharin Sigurjónsson, Friðjón Jóns- son, Þórarinn Jönsson á Halldórsstöð- um, Björn Jónsson ritstjóra og Krist- ján Jóhannesson ferjumann. Mun margur verða til þess, að dáðst að þessum vísum úr kvæðinu um hinn síðaslnefnda: Veigadrotni vann hann eiða, var hans þegn til efsta dags. Hlána lét í hugskotinu hlátraguð til sólarlags, — eldaði margan aftanroða öldungi með snjóhvítt fax. Konungurinn heiðum-hári horfði milt á þennan gest, slitinn af að ferja og fóðra fyrir ekkert mann og lest. Setti hann í sínu ríki sólskinsmegin á hvítan hest. En það eru mörg fleiri kvæði, sem hrífa mann, heldur en erfiljóðin og mannlýsingarnar. Má þar til nefna: »Haustmerki«, »Dettifoss«, »Logndrífu« og »TungIskinsnótt« — sem öll eru gullfalleg. Úr hinu síðasttalda er þetta erindi: Og jörðin virðist öll með svip og sál, frá sjávardjúpi að hæsta jökultind. í fossi lít ég tungu, auga í ál og andardrátt í kaldaverinslulind. — Fleiri tilvilnanir eru óþaifar. Ytri frágangur bókarinnar er hinn vandaðasti, og útgefandanum, F*or- steini Gíslasyni, til sóma. ( H. , Jón Magnússon. BLÁ- SKÓGAR. (— Kvæði. , I Rvík 1925. [|| Höf. ljóðmæla þessara er mörgum orðinn kunnur af kvæðum þeim, er staðið hafa eftir hann öðru hvoru í sunnanblöðunum og öll hafa þótt lag- leg. í þessari Ijóðabók hans eru mörg prýðisfalleg kvæði og lausavísur og ætti henni því að verða vel til vina. Hér er ekki rúm fyrir mörg sýnis- horn af kveðskap J. M., — því mið- ur, — margt væri garnan að lilfæra og maklegt, en hér verfiur að nægja þessar stökur úr kvæðinu, »Steðja- hreimur« — sem óhætt má telja með þeim bprustu kvæðum, er kveðin hafa veiið á íslenzka tungu, hin síðari árin: % Á mig kallar heiðin heið heim að fjallabænum. Veginn alla á eg leið eftir hjalla grænum. Stend eg hjá og horfi á hjónin knáleik þreyta; aldurhá og hærugrá hrífu og Ijá þau beita, Örmum lúnum hann og hún hart að túni ganga. Svitanúning römrn er rún rist á brún og vanga. Engin bíður æfistund, óðum líður dagur. Röðull blíðan rjóðri mund reifar víðir fagur. Kvæðin »ÞræIar Ingólfs«, »Föru- konan«, »SkaIlagrímur« og »Vorverk« eru alt ágæt kvæði, og eins eru minningarljóðin um Símon Dalaskáld listavel oit. Höf. »Bláskóga« er ungur beykir í Rvík. borgfirzkur að uppruna, sem ekki hefir annarar mentunar notið en þeirrar, sem hann sjálfur hefir aflað sér, en vissulega mega sum »lærðu< skáldin skipa hér eftir lægri skör á skáldabekknum en hann. »Bláskógar« fást hér á Akureyri hjá Stefáui Jónssyni klæðskera. III. BAUTASTEINAR. Höf.niur Rorsf. Björns- son úr Bæ. Rvík 1925. Hér er á ferðinni sú allra einkenni- legasta bók er út hefir komið hér á landi. í henni er hrúgað saman hóli um liðuga 1250 inenn, konur og börn, flest er þetta fólk dáið, en nokkrir hafa þar flotið með af lifandi mönn- um. Aftau við bókina er nafnaskrá yfir alla þá, sem nefndir eru í bókinni, með fæðingar- og dánardögum og ár- um, er það mikils virði. í fljótu bragði minnir bókin á afarmikla grjóthrúgu, þar sem flestir steinar sýnast lítt eða ekki nýtir, en fari maður fyrir alvöru að róta í hrúgunni, kemur það í Ijós, að fiesta steinana má nota. Rar að auki finnur maður það, sem heldur er óvænt hér á landi, sem sé gull og skínandi perlur,máþar tilnefnaábls. 239: Dauðinn er svalmildur sálar-draumur öldungi þjáðum eða óskablíð hvíld. o. s. fr. Rá er á bls. 325 Jón Sigurðssan aldarafinæli listaverk, nokkurskonar eftirmæla »met.« Allur frágangur á bókinni er í besta lagi, hún er 25 arkir eða 397 bls., kostar íUjómandi kápu kr. 10.00, í skrautbandi kr. 12.00. Fæst hjá Jónasi Sveinssyni frá Uppsölum. Margur getur meyjarlund mýkt í alla staði, ef fyrir kvöldið pantar pnnd af PETTE súkkulaði. Fœst í Verzl. Geysir.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.