Íslendingur


Íslendingur - 20.11.1925, Side 1

Íslendingur - 20.11.1925, Side 1
Talsími 105. Riístjóri: Gunnl. Tr. jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Ákureyri, 20. nóvember 1925. 49. tölubl. Vegamál. Bílvegur frá Borgarnesi til Akureyrar kominn 1940. Vegamálastjóri sendi síðasta Al- þingi skýrslu til yfirlits yfir vega- bætur í landinu síðan 1907 ásamt áætlun um framkværndir á næstu árum. Var skýrslan sem vænta mátti hin fróðlegasta og fara hér á eftir kaflar úr henni: Pá er vegalögin voru samþykt á Alþingi 1907, lá fyrir ítarleg skýrsla landsverkfræðings ásamt áætlun um framkvæmdir að vega- og brúar- gerðum á næstu árum eða jafnvel áratugum. Síðan hefir þeirri áætl- un verið fylgt í öllum aðalatriðun- um og skal hér leitast við að gera nokkra grein fyrir, hve tnikið hefir áunnist og hve mikið er enn ógert. Jafnframt mun og gerð áætlun um framkvæmdir þær, er telja verður að næst liggi fram undan. Santkvæmt vegalögumim frá 1907 voru þjóðvegirnir að lengd . . . 1635 km. og flutningabrautirnar . . . 397 — Samtals 2032 kin. Hér af má telja að hafi þá verið akfærir kaflar, sem að notum koma til kerruflutninga, um 500 km. í áætluninni frá 1907 eru flutn- ingabrautir fullgerðar í árslok 1907 taldar 181 km., en ólagðir 226 km. Jafnframt eru taldir ýmsir kaflar þjóðveganna (1. flokkur), sem nauð- synlegt sé, að gerðir verði akfærir svo fljótt, sem kringumstæður leyfa, samtals 439 km. Loks eru taldir aðrir kaflar, (2. flolckur), sem æski- legt væri að gera akfæra, ef efni leyfðu, og eru þeir samtals 296 km. Síðan er lokið við að fullgera 189,4 km. af flutningabrautunum og eru nú aðeins þessir kaflar ólagðir: 1. Skagfirðingabraut ... 5.6 km. 2. Biskupslungnabrauí . . 15.0 — 3. Húnavatnssýslubraut . . 16.2 — Samtals 36.8 km. bjóðvegirnir, sem áætlað var 1907 að gera akfæra, skiftast nú þannig: 1. fl. 2. fl. km. km. Góðir akvegir eru nu orðnir 220 14 Akfærir og koma að notum til kerruflutninga............130 108 Reiðfærir ásamt nokkrum kerru- færum köflum sem pó ekki koma að notum enn...............89 174 Samtals 439 296 « Af þessum þjóðvegaköflum eru þannig nú orðnir akfærir um 472 km., en um 263 km. eru enn ónot- hæfir til kerruflutninga. Þá skal eg gera nokkra grein fyrir brúargerðum, sérstaklega síðan 1907. Þá voru hér til 7 járnhengibrýr (yfir Ölfusá, Þjórsá, Örnólfsdalsá, Hörgá í Eyjafirði, Jökulsá í Axarfirði og Sogið) og 2 aðrar járnbrýr (yfir Blöndu og Jökulsá í Jökuldal hjá Hákonarstöðum) en engar brýr úr úr járnbentri steinsteypu. Timbur- brýr voru þá yfir 30 noklcuð stór-. ar ár, auk nokkurra minni. Síðan hafa orðið hér mjög mikil umskifti. Trébrýr eru nær horfnar, aðeins 15 gamlar eftir á þjóðvegum 10 metra og lengri, að meðtaldri brú yfir Lagarfljót, en gerðar hafa verið 19 nýjar járnbiýr og 73 úr járnbentri sleypu 9 mtr. og lengri auk mesta fjölda enn minni. Eru þessar fram- farir elcki litlar, því hér eru lcomin mannvirki, sem tímans tönn fær ekki grandað, þótt sérstaklega járn- brýrnar þurfi nokkuð viðhald, í stað timburbrúnna, sem grotnuðu niður á fáum áratugum. Þessar brýr all- ar, 91 að tölu, hafa kostað kr. 1.439.328,— og er hér af talið greitt, samkv. lögum um brúargerðir, árin 1920—24 kr. 974.512,—. Til yfirlits hefi eg dregið saman öll gjöld ríkissjóðs til vegamála og hafa þau verið þessi: 1879 -1907 . . . . kr. 2.034.372 1908-1914 . . . . kr. 5.251.238 Samtals kr. 7.285.610 1876—1893 að meðaltali á ári kr. 23.400 1894—1903 - 1904—1913 - 1914—1919 - 1920-1924 - -------- 107.000 -------- 149,500 -------- 226.100 -------- 643.300 Yfirlit þetta sýnir glögt, að það er á síðasta hálíum öðrum áratug, sem verulega hefir miðað áfram um vegabætur i landinu, enda hljóta allir að viðurkenna framfarir þessa tímabils mjög miklar. Eftir að hafa gefið nákvæmt yfir- Iit um, hversu langtsé komið að gera helztu þjóðvegakaflana akfæra, vík- ur vegamálastjóri að fyrirætlunum næstu ára. Skiftir hann fyrirhug- uðum akvegum í flokka, eftir því, hve fljótt á að leggja þá. í 1. fl., sem á að fullgera á næstu 6 árum, eru 198,7 kílometrar vega víðsvegar í landinu, sem áætlað er að kosti kr. 1.423.000,—. Lengsti vegurinn er 26 km., frá Kollafirði að Laxá í Kjós, en dýrasti vegurinn yfir Vaðla- heiði*) að Fnjóská, sem áætlað er að kosti kr. 190.000, — . Aðal-vegavið- viðaukinn, sem Eyjafjarðarsýsla er fyrirhuguð í þessum flokki, er um Þelamörk að Bægisá, o"g er ráðgert að hann kosti 65 þús. kr. í öðrum flokki nýbygginga telur vegamálastjóri þessa kafla jjjóðveg- anna: Sveinatungu—Hrútafjaröarár 36.6 km. Dalsinynni—Fellsenda . . 24.0 — Ökrum—Silfrastöðum. . .14.0 — Fnjóská—Skjálfandafljót . 20.0 Samtals 94.6 km. Væntanlegur kostnaður við að gera akbrautir á þessum köflum mun verða um 800 þúsund krónur. Að þeim vegagerðum loknum, sem taldar eru í 1. og 2. floklci, verður fullgerður samfeldur akfær vegur frá Borgarnesi norður að Bólstaðarhlíð í Húnavatnssýslu og vestur í miðja Dalasýslu, en til þess *) Ráðgert er nú, að hann liggi yfir Steinskarð. AKUREYRAR BIO Laugardagskvöld kl. 9 — í síðasta sinn: MYRKRA-MENNIRNIR. Stórfengleg mynd og vel leilcin. Sunnudagskvöld kl. 9 — í síðasta sinn: HEIÐINGJATELPAN — mynd, sem er frábrugðin því venjulega. að akfært verði til Húsavíkur um Akureyri vantar þessa kafla, sem vegamálastj. telur í 3. flokki: Yfir Vatnsskarð frá Bólstaða- hlíð að Víðimýri...............17.0 km. Frá Silfrastöðum að Norðurá í Skagafirði.....................13.5 — Öxnadalsheiði..................12.5 — Öxnadalur að Bægisá .... 25.5 — Samtals 68.5 km. sem ællað er að muni kosta um 700 þús. kr. Hæstu og jafnframt örðugustu kaflarnir á leið þessari norður eru: Holtavörðuheiði mest 330 m. yfir sjávarmál Vatnsskarð — 420----— Öxnadalsheiði — 410----— Vaðlaheiði — 450—— — Sérstaklega á þrernur síðasttöldu þessara fjallaleiða hlýtur jafnvel vel upphleyptur vegur að liggja undir snjó 6—8 mánuði ársins og rýrist því notagildi vegarins til mikilla muna, með því að vart má vænta svo mikillar umferðar þann tíina árs, að svarað geti kostnaði að halda leiðinni opinni, svo sem þó myndi mega takast með snjóplóg- um, sem ýtt er eða dregnir af afl- miklum bifreiðum. Á þann hátt er nú haldið opnum snjóþungum vetr- arleiðum í Noregi með góðum árangri, en ekki verður til þess kost- að nema þar sem umferð er noklc- uð mikil. Þó telur vegamálastj. lík- legt, að fært þætti tilkostnaðar vegna að halda opinni leið fyrir bifreiðar alla venjulega vetur yfir Holtavörðu- heiði, með því að þar má vænta all-mikillar umferðar. Jafnvel einnig yfir Vaðlaheiði að miklu leyti. Það telur hann vafalaust, að við- haldskostnaður þessara fjallabrauta verði æði mikill með því og að víða verði eríitt um haldgóða möl til slitlags. Hann segir ennfremur: »Vegurinn frá Borgarnesi að Ból- staðarhlíð er um 206 km. og myndi verða faribn í bifreið á 8—10 klukku- stundum og farið kosta með líku verði og var síðastliðið suniar 40 kr. fyrir eitt sæti hvora leið. Með flutningabifreið myndi kosta undir 100 kg. þessa sömu leið um 12 kr. og er þá að vísu niiðað við bif- reiðar, sem talca heldur meiri flutn- ing en hér tíðkast nú, og eru því tiltölulega ódýrari í rekstri. Væri vegurinn svo haldgóður, að liann þyldi bifreiðar, sem bæri 2 smálestir, mætti áætla flutniiigskostnaðinn jafn- vel helniingi minni, miðað við rekst- urskostnað bifreiða á síðastliðnu ári. Til Húsavíkur er öll vegalengd- in úr Borgarnesi um 408 km.« í skýrslu sinni áætlar vegamála- stjóri, að vegirnir í 2. fl. verði full- gerðir 1936 og í 3. fl. 1940, verði líku varið til vegagerða og verið hefir að meðaltali undanfarin ár. Rætist þetta, verður að 15 árum liðnum akfært í bslum alla leið frá Borgarnesi til Akureyrar og þaðan til Húsavíkur. Og gangi alt með feldu í þjóð- arbúskapnum, er engin ástæða til að efa, að svona verði það. O'i Önr Sauirlrisför. Með jresssri yfirskrift er greinarkorn í 43. tölubiaði Dags. Grein þessi er sýnilega eftir ritstjóra blaðsin og á að vera tétt lýsing af málaferlaleið- angri hans, á hendur Sauðárkróksbú- um þann 14. síðastliðins mánaðar.i Eins og búast mátti við, er greinar- korn þetta uppmálað með einum lit, lit, sem í fæstum tilfellum getur vilt á sér heimildir, og sem í daglegu tali er nefndur sjáifsálits- og mikilmensku- ástríða. Þessi miður heppilega tilhneig- ing, lýsir sér meðal annars í því, að ritstjórinn sér ofsjónir og heyrir of- heyrnir undir málarekstri hans við andstæðinga sína á Sauðárkróki, sam- anber iýsingu hans á framkomu Sig- urðar sýslumanns í réttinum. Það mun þó rétt með farið hjá rit- sljóranum, að það hafi verið saman- lcomið nær 300 rnanns í réltarsalnum, þegar málið var þar til meðferðar, og og hefi ég ekki heyrt einn einasta af áhorfendum eða tilheyrendum sam- komu þeirrar láta undrun sýna í ljósi yfir hinum mjög svo mikið áberandi valdsmannslegu hreifingum sýslumanns- ins, nema ritstjóra Dags. Enda engar líkur til, að áhorfendurnir sæju slíkar ofsjónir í sambandi við sýslumanninn, því þeir hafa enga ástæðu til að vera hræddir við hatm, hvorki sem mann né yfirvald, eins og útlit er fyr'r að ritstjóri Dags muni vera. Nei, ritstjóri góður, óhætt má full- yrða, að S:gurður sýslumaður hefir á þeim stutta tíma, sem hann er búinn að dvelja hér sem yfirvald Skagfirð- inga, áunnið sér tiltrú og virðingu héraðsbúa, að undanskildum afbrota- mönnum sýslunnar, sem hann vegna

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.