Íslendingur


Íslendingur - 20.11.1925, Blaðsíða 3

Íslendingur - 20.11.1925, Blaðsíða 3
ÍSLENDINGUR 3 Hjartanlegt þakklæti vottast hérineð öllum þeim, sem á ein- hvern hátt, sýndu ástúð og sam- hrygð við andlát og útför Önnu sálugu Bebensee. Með sérstöku þakklæti minnumst vér þeirra hlýju og fögru hluttekiiingar, sem ungmennafélag og lúðrafélag þessa bæjar sýndu. Akureyri 19. nóv. 1925 Móðir og aðrir aðstandendur. sum eru ágæt, og óvíst, hvort nokkur íslendiugur stendur honum framar sem leiktjaldamálari. Annars er ekki iítill fengur fyrir Akureyratbæ að hafa Frey- móð. Hann er listamaður, og sum máiverk hans munu halda nafni hans lengur á lofti en nöfnum flestra okkar hinna, er nú lifum í bæ þessum. Hallgrímur er þó sá maðurinn, sem tnest hefir unnið fyrir Ieiklist þessa bæjar af þeim, sem nú lifa. Hann tók við af systur sinni, þegar hún hné í valinn. Hann hefir jafnan sýnt festu og þol, að halda félaginu upp, þótt erfið hafi verið afkoma þess. Með þessu starfi sínu hefir Hallgrímur unn- ið bæ þessum ómetanlegt gagn. Hann mun og jafnan hafa ráðið mestu um leikritaval félagsins. Y. OO »Cardinal«-málið. Dómkrafan héðan trygg. Það helir ræst betur úr þessu togaramáli en flesta mun hafa grunað. Hafa eigendur togarans gengist inná að borga sektina að fullu og fyrir aíla og veiða'færi eftir mati, miðað við venjulega sölu hér. Er umboðs- maður félagsins nú að semja um þá upphæð við Stjórnarráðíð. Dómkrafan er þvt trygg. Ríkissjóður keniur því til að tapa engu við flótta togaraus héðan. Um flótta skipsins hefir mikið verið rætt og r>tað eins og eðlilegt er, mest þó deilt um það, hvor haíi ált að hafa umsjón með togaranum, eftir að dóinur var fallinn, »Rór« eða bæjár- fógeti. Hafa flestir verið þeirrar skoð- unar, að skyldan hafi verið »Rórs«. ísl. spurðist því fyrir um það hjá bæjarfógeta, hvernig á því hafi staðið, að hann setti vörð í skipið, ef það hafi ekki verið hans að hafa umsjón með því. Svar, bæjarfógeta var í þrem- ur liðum og svolátandi: I. Eftir beiðni skipstjórans á »Rór« Iánaði bæjarfógeti honum mann til að standa á verði í togaranum, og mun maður þessi hafa farið á vörð um kl. 3 um daginn. Var þelta fyrir þá sök, að 5 menn af skipshöfn »Þórs« höfðu orðið eftir á Siglufirði, og var skip- stjóri því mannfár. II. Það hefir verið sjálfsögð regla hingað til, að varðskipið hefði umsjá á hinum dæmdu togurum þar til veið- aifæri og afli væri komið í land, enda ógerlegt fyrir dómarann að ná veiðar- færunum nema með aðstoð varðskipsins. III. Dómarinn fól skipstjóranum á »Þór«, er búið var að kveða upp dóminn um kl. 6 e. h., að sjá urn að togarinn yrði kominn inn að innri hafnarbryggjunni kl. 7 morguninn eftir. Umsögn skipstjórans á »Þór« hefir Isl. ekki getað fengið. í síðasta tbl. Verkamannsins ræðst Ingólfur Jónsson heiftarlega á skip- stjórann á »Þór«, Jóhann P. Jónsson, í sambandi við togaraflóttann, og heimtar að hann verði rekinn. Það 'eyn'r sér ekki, af hvaða rótum árás þessi er runnn og rnuuu þeir því verða fáir, er mark taka á henni. Það er rétt, að skipstjórinn var ekki um boið í < Þór«, er fióttann bar að, en hvað er athugavert við það? Það er alltítt, að skipstjórar, bæði á varðskipum og öðrtim skipum, séu í landi frá skipum sínum, og að einhver yfirmannanna hafi stjórnina á meðan. Og vissulega mun skipstjórinn á »Þór« ekki hafa yfirgefið skipið svo að annarhvor stýri- mannanna væri ekki þar til eftirlits. Að sá hinn sami hafi vikið sér frá í nokkrar mínútur, getur sk'pstjórinn ekki borið ábyrgð á. Og illa situr það á okkur Norð- lendingum, sem búum við sjávarsíð- una, að kasta steinum að Jóhanni P. Jónssyni skipsljóra. Við landhelgis- gæzluna hér nyðra yfir síldarvertíðina, hefir hann sýnt af sér hina mestu röggsemi og gert Þór okkur ólíkt gagnmeiri en danska varðsk'pið. Við Imdhelgisgæz'una fyrir vestan og sunn- an hefir hann ekki reynst síður. Þór, undir stjórn hans, hefir gert sjávarút- veginum stórmikið gagn og fært drjúgar tekjur í landhelgissjóðinn. Og nú heimtar I. J., að maðurinn, sem þetta er mest að þakka, sé rek- inn með háðung af skipinu — og það að órannsökuðu máli. Látum rannsóknina fara fram fyrst og dæmum síðan. <§>@ Úr heÉmahögum. Kirkjan. Síðdegismessa kl. 5 á sunnu- daginn Um Matthias Jochumsson. Á miðviku- dagskvöldið flutti Davtð skáld Stefánsson, erindi í samkomuhúsinu um Matthias Joc- humsson, í tilefni af níræðisafmæli hans. — Fæðingardagur Matthíasar var 11. nóv.,— en þar sem afmælisins var ekki minst þá áhvað Stúdentafélagið að gera það á dán- ardag hans 18. nóv. og það með þessum hætti. Erindi Davíðs var ininningu þjóð- skáldsins samboðin. Kinnarhvolssystur sýnir Leikfélag Akur- ureyrar í samkomuhúsinu laugatdags- og sunnudagskvöldið. Aðalhlutverkin leika: frú Þóra Havsteen, frú Ingibjörg Steins- dóttir, ungfrú Rósa Jónatansdóttir, Sig. E. H.líðar, Stefán Kristjánsson og Steinþór Guðmundsson. — ísl. hefir verið beðinn að geta þess, að „Garderobe" hefir nú verið fyrirkomið í einni af stofuni Sam- komuhússins, og verður þar tekið á móti yfirhöfnum og höfuðfatnaði, til geymslu fyrir lágt gjald. Eru að þessu hin mestu þægindi. Skipsstrand. Vöruflutningaskipið „Veiði- hjallan" strandaði á sunnudaginn austar- lega á Breiðamerkursandi. Fórust 3 skip- verjar: Þorsteinn Gotlskálksson úr Reykjavík, Sæbjörn Hiidibrandsson úr Hafnarfirði og Stefán Baldvinsson frá Dalvík. — Druknaði Þorsteinn, enhinir 2urðuútiá leið til bæja. Skipstjóri og eigandi „Veiðibjöllunnar“, Jón Guðmundsson, er búsettur hér í bæn- um, Gránufélagsgötu 9. Með skipinu var in. a. Jónas Jónasson frá Flatey. Skipið kom frá útlöndum, hlaðið vörum til Rvíkur. Skemtisamkoma verður haldin annað- kvöld kl. 7 í þinghúsi Öngulstaðarhrepps að Þverá. Páll Þorleifsson cand. theol flytur þar fyrirlestur, gamauleikur verður sýndur, skemt með upplestri og ef til vill rímnakveðskap. Dans á eftir. Veitingar til sölu á staðnum. Nova kom hingað á mánudagskvöldið, sunnan og vestan um land, á leið til út- landa. Hingað komu með skipinu frá Rvík: Ingvar Guðjónssou útgerðarmaður, frú Sigríður lngimundardóttir og Ingólfur sonur hennar, Árni Einarsson kaupm. og Steinn Etnilsson efnafræðingur. Islenzkt skdkbtað nr. 2, er nýlega kom- ið út. Flytur margar ritgerðir og skákir. Leiðrétting. „Bautasteinar" kosta kr. 12,50 í skrautbandi, en ekki kr. 12,00, eins og stóð í síðasta blaði. Nýkomið. Skotfæri og fuglabyssur (Hagetis), byssur, sem allir, er þær hafa riotað, vilja eignast. Ennfremur kartöflur, hvítkál, vínber o.fl. Flestar nauðsynjavörur ávalt fyrirliggjandi. Alt vandaðar vörur með sanngjörnu verði. Af vefnaðarvörum, tilbúnum fatnaði, ýmsum járnvörum, steindum ílátum og blikkílátum, skófatnaði o. fl. er gefinn mikill afsláttur gegn peningaborgun um leið. Athugið! Kartöflurnar kosta aðeins 25 kr. tn., ágæt teg. H. f. Hinar sameinuðu ísl. verzlanir. Einar Gunnarsson. Skuldakrafa. Allir þeir, sem skulda verzlun minni, bæði skuldir frá fyrri árum og þessa árs skuldir, verða að hafa gert skil fyrir 1. des. n. k., að öðrum kosti verða skuldirnar fengnar innheimtumanni til innköllunar á kostnað skuldunauta. Eirfkur Kristjánsson. .......................Iltlli,.","llllli..f í VERÐLÆKKUN I ? á karlm., ungl. og drengja % ÍFATNAÐlj í f Brauns Verzlun. f j| Páll Sigurgeirsson. = <§>•"111111............. Er Grettir Algarsson brjálaður? Frá New York berast þær fregnir, að vestur ísienzki pólarfarinn Grettir Algarsson muni vitskertur. Skýra þátt- takendurnir í för hans frá því, að hann hafi hegðað sér eins og brjálaður mað- ur. Kvað hann sig vera ríkiserfingja íslands og eiga höll, sem héti Akur- eyri. Hefði hann þar 3000 vopnaða berserki, og þar hafði hann oftlega tékið á móti Danakonungi. Málaði Grettir einnig íslenzka fánann á skips- hlið og hneykslaði með því stórlega hina bresku áhöfn. Hefir hún nú sett hann af sem foringja fararinnar og kosið annan í hans stað. Víravirkis stokkabelti úr silfri, er til söiu með tækifæris- verði. Upplýsingar hjá ritstj. þ. bl. Hvergi eru TVISTTAUIN eins ódýr og í Brauns Verzlun. Páll Sigurgeirsson. TæUíæriskayp. 700 kg. at söltuðum steinbít er til sölu nú þegar. Aðeins 10 aura kg. Sömuleiðis hefi eg ætíð fyrirliggj andi ýmsar fisktegundir, svo sem þorsk í tunnum og þursaltaða ýsu, keilu, ufsa (stóran). Lágt verð og aðgengilegir borgunarskilmálar. E. Einarsson. r v b r u r: Hv. léreft frá kr. 0,90 mt. Flónel — — 1.10 — Tvistau — — 1.10 — Rekkjuvoðir á — 4.00 st. Alkæði sv. — Dömukam- garn. Borð & Dívanteppi Golftreyjur. — Silkitreflar — Göngustafir o. m. fl. nýkomið í Brauns Verzlun. Páll Sigurgeirsson. wmmm Ódýrustu nótnabækurnar eru: ídenzkt söngvasafn I —II. Harmonia eftir B. Þorláksson og Sveinbjömsson: íslenzk þjóðlög. Þar sem hljóðfæri eru til á heimili, þurfa þessar bækur að vera. Fást hjá bóksölum.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.