Íslendingur


Íslendingur - 27.11.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 27.11.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgangur. Akureyri, 27. nóvember 1925. 50. tölubl. F u n d u r Jóns Baldvinssonar. Foringi Alþýðuflokksins, Jón Bald- vinsson 2. þm. Rv., hélt þingmála- fund hér í bænum á mánudags- kvöldið. Mun honum hafa fundist, að úr því að foringjar hinna flokk- anna hefðu heilsað upp á. Akur- eyrarbúa, yrði hann að gera það líka, svo að þeir fengju þá alla, "að sjá og heyra. En Akureyrarbúum fanst yfirleitt fátt um Jón þenna; enda er hann lang síztur leiðtoganna á ræðupalli. Hann talar leiðinlega; ræðurnar langar og grautarkendar; hvergi fjör eða tilþrif; — alt sléttur vaðall er legst sem mara yfir áheyrendurna. J. B. er ekki stórorður, en hann temur sér hið hógværa blygðunar- leysi: að vega að andstæðingunum með getsökumog níðrógi.hjúpuðum smjaðursmælgi, eða þá hann skap- ar inn í umgerð þeirra mála, er hann er andvígur, alt annað en í þeim felst, og telur svo efni þeirra þann- ig eitrað, vera hið sanna og rétta efni málanna, og ræðst síðan á þau og forvígsmenn þeirra af þeirri getu sem gáfnafar hans leyfir. — Slík er bardagaaðferð Jóns Baldvinssonar. Fundarboðandi hafði boðið þing- manni kaupstaðarins á fundinn, og var hann mættur. Voru þeir, þeir einu er ræður héldu á fundinum, að undanteknum Erlingi Friðjóns- syni er talaði nokkur orð. Deildu þeir þingmennirnir aðallega um tolla, skattamál, einkasölu og va/a- lögregluna. Kom ekkert nýtt fram í þeim umræðum. Var J. B. nokkurs- konar vasaútgáfa af Hriflu-Jónasi í öllum þessum málum. Skoðun Líndals á þessum málum, var bæj- arbúum fyrir löngu kunn, og þýð- ,r því ekkert að rekja þær'umræður hér. En til að sýna sannsögli J. B., þykir rétt að benda á, að hann kendi t. d. íhaldinu um bæði geng- isviðaukann og verðtollinn. Nú var það fjármálaráðherra fyrv. stjórnar, Framsóknarmaðurinn Klemens Jóns- son, er lagði gengisviðaukann fyrir þingið 1924. Var frumvarpið samþ. í Nd. með 19 atkv. gegn 4, og í Ed. með 10 atkv. gegn 3. Og á síðasta þingi, voru lögin framlengd tii ársloka 1927 með öllum greidd- um atkv. Neðri deildar (22) gegn 1 (Jóns Baldv.), og í Efri deild með 11 atkv. gegn 3. — Nú eru íhalds- menn aðeins 20 í öllu þinginu. — Verðtollurinn var borinn fram á þinginu 1924 af fjárhagsnefnd Neðri deildar óskiftri, og var framsögu- maður frumvarpsins Jakob Möller, en;ekki J. Porl. eins og J. B. fræddi fundinn um. Frumv. var samþ. í Nd. með 20. atkv. gegn 2 og í Ed. með 8 gegn 4 atkv. Á síðasta þingi voru lögin framlengd, með breytingum, með 20 gegn 2 atkv, í Nd., og 13 samhljóða atkv. í Ed. Mikill meirihluti þingsins var því samþykkur lögum þessum, og taldi þau nauðsynleg til þess, að bæta fjárhag ríkissjóðs og hækka gengi krónunnar. Og viðurkendi J. B. að hækkun krónunnar væri lögum þess- um mikið að þakka, og að hún væri verkamönnum mikið til hags- bóta. Þar voru þeir B. L. sammála. Annars hvað Líndal báða þessa tolla neyðarúræði, og myndi hann beita sér fyrir afnámi þeirra svo fljótt sem tök væru á. Og þá ráð- legast að verðtollurinn yrði afnum- inn smásaman, þannig að tollstigs- flokkarnir gengu undan tolli stig af stigi. En stigin eru 3 sem kunnugt er, og Iækka þau þegar á næsta ári. J. B. vildi rýmkva kosningarrétt- inn; láta 21 árs aldur vera aldurs- takmark kosningarréttarins. Eins vildi hann að sveitastyrkur varðaði ekki kosningaréttarmissi. B. L.kvaðst sammála J. B. um, að það væri hrópandi ranglæti, að fjölskylduhjón, sem þrátt fyrir strit og góðan vilja gætu ekki staðið straum af stórum barnahóp og yrðu að þiggja af sveit, til þess að gefa framfært honum, mistu af þeim ástæðum kosningarréttinn; eins væri það, ef sjúkdómur væri þess valdandi, að leita þyrfti til sveitarinnar. En iðjuleysingjunum sém sökum ó- mensku og leti færu á sveitina, væri missir kosningaréttarins mak- Iegur. Ef J. B. legði fyrir þingið frumvarp, er gerði upp á milli hinna verðugu og óverðugu, kvaðst B. L. ljá því óskift fylgi sitt. Hvað því á hinn bóginn viðviki, að færa ald- urstakmark kosningaréttarins niður í 21 árs aldur, þá væri þar farið fram á breytingu sem h'tið heíði verið á dagskrá ennþá. Engar radd- ir hefðu borist þinginu í þá átt, eða sýnilegt að þetta væri almenn' ósk æskulýðsins. Kæmi það í ljós, að svo væri, kvað hann vel líklegt, að hann mundi breytingunni fylgjandi. En hann kynni illa við, að fara að veita þeim kosningarétt sem enga ósk hefðu borið fram um að þeir kærðu sig um hann. Þannig hafi það t. d. verið er kvenfólkinu var veittur kosningarétturinn. Um al- menna ósk kvenþjóðarinnar hafi þar ekki verið að ræða, þinginu aðeins borist fáar áskoranir með tiltölulega fáum nöfnum undir. Kosningaréttinum hafi því verið fleygt í kvenfólkið, án þess að þing- menn hefðu vitað hvort það kærði sig nokkuð um hann eða ekki. — J. B. kvað þessi orð Líndals lýsa því, að hann væri á móti því, að konur hefðu kosningarrétt, og að hann mundí ætla að vinna að af- námi hans. B. L. kvað ekkert fjær huga sínum en það. Og íhaldið væri nú einu sinni þannig, að það sem fengið væri, og hefði reynst vel, vildi það ekki afnema, og kosn- ingaréttur kvenna væri eitt af því. En þetta voru nú smærri málin. Tollarnir, skattarnir og varalögregl- AKUREYRAR BIO Laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: LÝÐVELDÍSHETJAN. Kvikmynd í 8 þáttum, afartilkomumikil og vel leikin. Aðalhlutverkin leika: OLAF FÖNSS og EBBA THOMSEN Miðvikudags- og fimtudagskvöld kl. 9: SONNY. 6 þátta kvikmynd frá stríðstímum, efnisrík og áhrifamikil. Aðalhlutverkið leikur: RICHARD BARTHELMESS. m I an báru aftur og aftur á góma. Flutti J. B. sömu þvæluna upp aft- ur og aftur, án þess, að koma með nokkur ný rök fyrir málstað sínum. Líndal hélt málstað íhaldsflokks- ins fram með rökfestu og skörung- skap. En eftir næstum 5 tíma þref, hvað hann lengri umræður tilgangs- Iausar. Málin skýrðust ekkert úr því sem komið væri, og í persónu- legar illdeilur kvaðst hann ekki fara. Þakkaði" hann síðan J. B fyrir að hafa boðið sér á fundinn, og kvaddi hann. — Gekk svo af fundi og með hönum meginið af þingheim, en J. B. talaði að síðustu nokkur orð, yfir þvínær tómum stólum. Sýndi það bezt hversu fylgis- margur hann var á fundinum. Verkamaðurinn er mjög gleiður yfir sigri (!) flokksforingja síns, og Dagur símaði morguninn eftir fund- inn til Reykjavíkur, að íhaldið hafi beðið stóran ósigur á fundinum. Fallast þeir nú í faðma ritstjórarn- ir og fer vel á. — En víst er það, að engri sál mun J. B. hafa snúið með ræðum sínum, til fylgdar við sig eða flokk sinn, og íhaldsflokk- urinn, hér á Akureyri, mun fyllilega eins sterkur eftir þennan fund sem áður. En svo mæla börn sen vilja, sannast á þeim bandamönnum. araiogregian. Öfgar og ósannindi Jóns Baldvinssonar. Lýsing sú, sem þingmaður AI- þýðuflokksins, Jón Baldvinsson, gaf á varalögreglu-hugmynd stjórarinn- ar á fundinum á mánudagskvöldið, var eins fjarri sannleikanum og jörðin er sólinni, og það er ekki allJítið bil. Lýsing hans var full af vopnum og herliði, en hvorugt er nefnt í frumvarpi stjórnarinnar. Hann fræddi menn um, að 7000 manns hefði orðið herskyldaður, ef frumvarpið hefði orðið að lögum, og kostnaðurinn af varalögreglunni mundi hafa numið 2 miljónum kr. um árið, er ríkissjóður hefði orð- ið að greiða. Og tilganginn með þessum mikla her, gat hann ekki séð annan en þann, að hafa hann til þess að berja á alþýðunni. Þannig var myndin sem hr. ]ón Baldvinsson dróg upp af varalög- reglunni. En rétta myndin speglar sig í 1. gr frumvarpsins, sem er á þessa Ieið: „Landstjórninni er heimilt, að koma á fót sveit varalögreglumanna í hverjum kaupstað landsins, eftir því sem við verð- ur lcomið. Á hún að vera ttl aðstoðar lögreglustjóra, þá nauðsyn krefur og fastir lögreglumenn reynast óeinhlítir, eða fyrirsjáanlegt er, að þeir eru það." En til frekari skýringar frumvarp- inu, eru teknir hér kaflar úr ræðu forsætisráðherrans, Jóns Magnús- sonar, er hann lagði frumvarpið fyrir Neðri deild: „Til skýringar pví, hvernig ráðuneytið hefir hugsað sér framkvæmdina eftir þessu frv., ef að lögum yrði, skal eg taka fram það, sem hér segir, og hffi eg þá Reykjavík fyrir augum. Eg geri ráð fyrir því, aö kvaddir yrðu 100 eða innan við 100 manns til þess að ganga í liðið, og þeir æfðir í því, sem lögregluþjónar þurfa einkum að temja sér, og kent það, sem þeim er ómissandi að vita! Það er auðvitað, að hér getur ekki verið að tala um mikinii lærdóm, ekki um skólagang, eins og lögregluþjón- ar ei'lendis fá, í sérstökum skólum fyrir.þá. Forstöðumaðurinn þyrfti að kynna sér þetta erlendis og kenna siðan frá sér. Auðvitað tæki þetta nokkurn tima frá þeim, sem til væru kvaddir í fyrstu, en síðan varla sem teljandi sé. Það er auð- vitað, að ekki má búast við, að allir þeir, sem kvaddir verði, yrðu til taks í einu, er á þyrfti að halda. Það má búast við vanhöldum. Kostnaður yrði nokkur við þetta fyrir rikissjóö.' Varalögreglumenn þyrftu helst að vera, að minni hyggju, að öllu svo út búnir sem hinir föstu lög- gæslumenn bæjarins; þó má vera, að einkennisbúningur eþyrfti ekki að vera alveg eins. Hvað sá útbúningur myndi kosta, get eg ekki sagt, en til þess að segja ekki of litið, mætti nefna 20—25 þús. krónur. Húsrúni þyrfti, til þess, að varalögregluliðið kæmi saman i til æfinga. Árlegan kostnað vil eg áætla 8 til 10 þús. kr., og tel vel í lagt. Þegar litið er á, að bæjarsjóður Reykjavíkur leggur fram undir 100 þús. kr. til lög- gæslunnar í bænum, þá ætti það ekki að vera of mikið til mælst, að ríkissjóður Iegði til svo sem eg nú hefi sagt. En þegar til þessa liðs þarf að taka, af því að lögreglustjóri telur hina föstu

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.