Íslendingur


Íslendingur - 27.11.1925, Blaðsíða 2

Íslendingur - 27.11.1925, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR Hveiti 4 teg. Hafragrjón Hrísgrjón Baunir Hafrar Kaffibætir Kaffi Molasykur Kakao Súkkulaði Gerduft löggæslumenn ekki einhlíta, hvað f)á? Því á ekki að verða örðugt að svara. Þar virðist mér frumvarpið skera glögg- lega úr. Þegar lögreglustjóri telur sig þurfa aðstoðar varalögregiu við, þá fer hann til forstöðumanns liðsins og segir til, hvers hann óskar. Það er lögreglu- stjóri og hann einn, sem ræður því, hvort varalögregla verður notuð eða ekki, hvar og að hve miklu leyti. Eg hefi talað einungis uni Reykjavík. þvi að auðvitað er aðstaðan hér alt önn- ur en annarsstaðar, í höfuðstað landsins, ineð yfir 20,000 íbúa. Það niá vel vera, að nauðsynin sé ekki mjög rík í öðrum kaupstöðum Iandsins. Þó hygg eg, að einhverja varalögreglu eða aðstoðarlög- reglu þurfi á Siglufirði. (Alþt. 1925 C. 3. h. bls. 658—661). Jón Baldvinsson kom með þessa makalausu kosnaðaráætlun sína í fyrstu ræðu sinni um varalögregl- una á Alþingi. Forsætisráðherra svaraði henni á þessa leið: . .. Eg skal ekki fara að mótmæla tölum hv. þm., svo sem 70 þús. kr. fyrir húfur o. s. frv. Eg geri ráð fyrir þvi, að þm. skilji, að þó forstöðumaður liðsins í Rvík. fái nokkur laun, þá verður ekki um full laun að ræða, heldur aðeins nokkra þókn- un. Annars var þessi útreikningur hv. þin. dálítið undarlegur, þ.ví að eg fann ekki betur en að hann blandaði saman árlegum kostnaði og stofnkostnaði, legði stofnkostnaðinn, sem hann s?tti svo há- an, að ekki er einu sinni svara vert, við árlegan kostnað, og teldi síðan hina sam- Iögðu tölu árlegan kostnað, Eg geri fast- lega ráð fyrir því, að hv. þm. (JBald) sé betur að sér i reikningi en svo, að hann láti sig slíkt henda við sín daglegu störf. En þetta, með 2 miljónir o. s. frv., getur ekki verið alvarlega meint. (Alþt. 1925 C. 3. h. bls 711). Hér þarf ekki lengra að halda, því til sönnunar að J. Bald. hefir skapað inn í frumvarpið alt annað en í því felst, og að kosnaðaráætl- un hans eru þær öfgar sem ná engri átt; enda varð hann að at- hlægi fyrir hana í þinginu. Jafnvel Tryggvi Pórhallsson, gat ekki hugs- að sér kosnaðinn meiri en 1 milj. kr., og gerði hann þó vissulega úlfalda úr mýflugunni, þar sem aðfinslum var komið að við frumvarpið. Hr. Jón Baldvinsson hefir leikið Ijótan leik og ódrengilegan í sam- bandi við þetta varalögreglumál; þó fleiri séu honum samsekir bætir ekki um fyrir honum. Hann dróttar því beinlínis að forsætisráð- ráðherra, að hann hafi logið að þingi og þjóð um ætlunarverk vara- lögreglunnar og tilhögun. Annað verður ekki dregið út úr orðum hans, er hann segir varalögregluna hafa átt að vera alt annað og til alt annars en forsætisráðherrann hefir lýst yfir f þinginu og frum- varpið tekur fram. Hefir þing og jjjóð reynt Jón Magnússon að ósannindum? M a n n d á ð eftir Wagner, er bezta bók ársins. Bezta jólagjöf, sem hægt er að gefa unglingum. Hreinarflöskur kaupir Áfengisútsalan, Akureyri. Upp og niður. Stefnuskrá Framsóknar. Jón Baldvinsson sagði á fundiuum á mánudagskvöldið að isteínuskrá Framsóknarflokksins væri óákveðinf, m. ö. o. flokkurinn hagaði seglum eftir vindi. Engin úr Framsókn varð til þess að mótmæla þessu, og ber því að álíta, að Jóni hafi hér ratast satt orð af munni. Hlutafélögin. J. B. samsinti. með Líndal, að það væri ekki altaf gróði, að vera hluthafi í hlutafélögum; en bætti því við, að framkvæmastjórarnir og aðrir í stjórn hlutafélaganna bæru venjulega góðan hlut frá borði, t. d. hefðu framkvæmda- stjórarnir þetta 20 þús. kr. í árslaun og' þar yfir. Líndal kvaðst ekki efa þessi ummæli Jóns, hann (J. B.) væri sjálfur framkvæmdastjóri hlutafélags og ætti því að vera kunnugur um hvernig þar tilhagaði. Brostu þá margir, en Jón varð vondur. Tóbakið. J. B. sagði að Landsvetzlun hefði fengið orð fyrir að selja ágæíar tó- baksvörur, en nú er einkasalan legðist niður, mundi verða hörgull á g(jðu vörunum og kaupmenn selja almenn- ingi rusl og lélega vöru. — Líndal kvað J. B. ekki spá vel fyrir »Tóbaks- verzlun íslands* (verzlun þeirra Héð- ins og Magnúsar) úr því hann bygg- ist við þessu af henni. Varð Jón fár við. Samvizkusamir fréttaritarar. Ritstjóri Dags símar Fréttastofunni, að á síðarihluta fundarins hafi Björn Líndal ráðist á Jón Baldvinsson með ofsa skömmum og brígslyrðum, og í einkaskeyti til Alþýðublaðsins, frá ónafngreindum fréttaritara, er sagt að Líndal hafi ráðist á Jón með persónu- Iegum skömmum og aðdróttunum. Báðir þessir fréttaritarar segja ósatt. Framkoma Líndals á fundinum, alt í gegn, var hin prúðmarmlegasta og Iangt fyrir ofan það sem maður á að venj- ast af ræðumönnum úr Framsókn og Alþýðuflokknum, er mest hafa hér látið til Sín heyra, og Líndal á ekkert skylt við Jónasar Gróu, sem ritstjóri Dags tilbiður og dáist að. Á fundin- um á mánudagskvöldið var það J, B., sem var með dylgjur og brígslyrgði í garð Líndals en Líndal ekki í hans garð. En þó það nú »passaði ekki í kram* þessara fréttaritara, að segja satt frá, þá áttu þeir að hafa svo mikla sómatilfinningu að þegja. En sannleik- urinn og sómatilfinningin eiga sýnilega ekki heimagengt hjá hvorugum. Ófrægingar Dags. En skeytisendingin suður nægði ekki ritstj. Dags; hans heiftsjúku sál var ekki svalað nægilega með því; hún varð að fá frekari svölun í ófrægingum og níði um B. L. í dálkum blaðsins. Blaðið í gær er forarvilpan sem hún veltir sér í. En heimskur má ritstjóri Dags vera, ef hann heldur, að hann skaði B. L. með þessu athæfi sínu. Árangurinn verður sennilega svipaður Og af sama athæfi hans við kosn- ingar 1923. Einn helsti stuðnings- maður Magnúsar Kristjánssonar, sagði í margra votta viðurvist að kosning- unum lokrium. >Það var Dagur sem koni Birni Lindal að, niðið um hann fœrði honum fjölda atkvœða.* Voru þelta vafalaust sannmæli. Og nú tryggir Dagur með þessu framferði sínu B. L. í sessi. 03 Símskeyti. (Frá Fréttastofu íslands.) Uilend: Rvik 27. nóv. Frá Osló er símað, að bardaginn við vínsmyglara harðni stöðugt. Óvenjulega miklar eftirspurnir eftir jóla-brennivíni. Frá Osló er símað, að gerðar- dómssamningar miili Noregs og Svíþjóðar hafi verið undirskrifaðir; ákveða þeir að öllum misklíðarmál- um milli ríkjanna skuli skotið til gerðardóms. Frá Stokkhólmi er símað, að bú- ist sé við, að Dawes varaforseti Bandaríkjanna, — sem Dawes-sam- þyktin er kend við, fái friðarverð- laun Nobelssjóðsins. Frá Lundúnum er símað, að Alexandra ekkjudrotning sé látin. Fór jarðarför hennar fram á þriðju- daginn, og voru 8 konungar þar viðstaddir auk annars stórmennis. Frá París er símað, að Painleve- ráðuneytið sé farið frá völdum. Hafi fallið á einu atriði fjárlaganna. Briand utanríkisráðherra, reyndi að mynda stjórn en misíókst vegna andstöðu jafnaðarmanna. Búist er við að Her- riot myndi ráðuneyti. Hefir hann gert að skilyrði að jafnaðarmenn veiti ákveðið stuðningslpforð. Frá London: Dómstóllinn í Haag hefir úrskurðað, að Alþjóðabanda- lagið hafi úrskurðarvald um Mosul- þrætuna. Tyrkir eru stórreiðir. Frá I_ondon er símað, að 12 kommúnistaforingjar hafi verið dæmdir, sumir í 'd árs, aðrir í 1 árs fangelsi, fyrir uppreistartilraunir. Innlend: Ágúst Flygenring 1. þm. Gull- bringu- og Kjósarsýslu hefir lagt niður þingmensku sökurn vanheilsu. Fékk slag fyrir skömmu. Aukakosn- ing fyrir dyrum. — Bjarni frá Vogi liggur alvarlega veikur. Frá ísafirði er símað, að vélbát- ar séu byrjaðir á veiðum, en fisk- afli sé tregur. Tíðin hagstæð. ■*<$<- Leikfélag Akureyrar. Kinnarlvolssvstur sjónleikur í 3 þáttum eftir J. C. Hauch. Leikfélagið hefir nú sýnt leik þenn- an tvívegis og bæði skiftin fyrir fullu húsi. Efni leíksfns: Jón bóndi á Kinn- arhvoli á tvær dætur, Úlriku og Jó- hönnu. Pær eru báðar lofaðar mönn- um þar í sveitinni, Úlrika Jóhanni, en Jóhanna Axel. Úlrika er frámunaiega ágjörn og neitar að giftast Jóhanni, fyr en þau séu orðin vel efnuð. Pað var trú manna, að andi nokkur, sem nefnist Bergkonungur, réði yfir auð- æfum niðri í jörðinni. Á för til brúð- Jarðarför Guðbjargar Jósefs- dóttur er ákveðin laugardaginn 5. desember frá heimili hinnar látnu, (en ekki föstudáginn 4. desember eins og auglýst var áður.) Lundi Oddeyri og hefst kl. I. e. h. S:gríður Arnadóttir. Olafur Þórðarson. Biðjið ekki ura }5átsúkkulaði“ (það á ekki saman nema að nafninu). Biðjið um JOBLER. Pekkist frá öllu öðru súkkulaði n — af bragðinu. | | Fæst alstaðar. | PírSir Sveiissai & Co, Reykjavík, I kaupsveizlu hitta hjónaefni þessi málm- nema, sem er Bergkonungurinn sjálfur í dulgerfi. Hann lýsir fyrir þeim auð- æfunum í jörðinni og vex fégirnd Úl- riku við það um allan helming. Hún fer að ákalla Bergkonunginn í þeim vændum, að lianri lijá’pi sér um fé. Við það ýfst Jóhann og þau skilja í styítingi. Síðar kémur gamall íöru- rnaður (Bergkonurgurinn í dulgerfi) að Kinnarhvoli og biðst beininga. Úlrika tekur honum hið versta, en Jóhanna gefur honum að borða. Hann sendir síðan Jóhönnu bikar fullan af silfri, sem kemur henni, föður hentiar og unnusta í góðar þarfir. Úlrika fyllist öfund, ákallar enn Bergkonunginn og særir hann fram. Hann lofar henni gulli, ef hún vilji ganga að þeim skil- yrðum, að fara með sér niður í jörð- ina og spinni það sjálf. Hún geng- ur að því ‘og þau fara bæði niður. Par gleymir Úlrika tímanum, situr þar í 25 ár og spinnur gull, en heldur að hún hafi dvalið þar nokkrar vikur. Axel og Jóhanna eru þá búin að vera 25 ár í hjónabandi og eiga uppkomna dóttur. Er þau halda silfurbrúðkaup sitt er sunginn sálmur, sem Úlrika heyrir og kannast við. Við það vakn- ar hún af gulldvala sínum, verður eirð- arlaus og fer upp í dagsljósið með hjálp Bergkonungsins. Par hittir hún silfurbrúðhjónin og Jóhann, gamla unnusta sinn. Pá er hún orðin far- lama aumingi, en veit ekki af því, fyr en hún sér mynd sína í vatni. Hún finnur, að dauðinn er nálægur og breytist í iðrandi syndara. Hún ráðstafar gulli sínu svo, að þess njóti fátæk og íöðurfaus börn. Leikendur. Aðalhlutverkið, Úlriku, leikur frú Póra Havsteen, og er leik- ur hennar aðdáunarverður. Henni tekst jafnvel að sýna blómlegu dóttur- MBannnnaaaHHBBimHBnoBMnaMMaHMn Lítið í gluggann i Oeysir, og þér munið sannfærast um, að engin önnur verzlun í bænum hefir annað eins úrval af suðusúkkulaði

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.