Íslendingur


Íslendingur - 04.12.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 04.12.1925, Blaðsíða 1
XI. árgangur. Akureyri, 4. desember 1925. 51. tolubl. Ritstjóri: Ounnl. Tr. Jónsson. Talsími 105. Strandgata 29. AKUREYRAR BIO Laugardagskvöld kl. 872: „ S O N N Y“ , kvikmynd í 6 þáttum. sem enginn gleymir. Sunnudags- og miðvikudagskvöld kl. 87» s MÓÐURNAFN IÐ, kviltmynd í 7 þáttum. Tilkomumikil og hrífandi. A víð og dreif. 1. Ýmsir af andstæðingum íhalds- flokksins íslenzka vinna að því sýknt og heilagt, að koma þeirri meðvitund inn hjá þjóðinni, að íhaldið sé pólitisk ófreskja, sem beri að kveða niður hið fyrsta, svo að hún nísti ekki þjóðina með hrömm- um sínum niður í eymd og vesal- dóm, bæði andlega og Iíkamlega. íhaldinu er lýst sem hugsjónalausu, síngjörnu, siðspiltu, drotnunargjörnu og andvígu ölium framförum. t>ví sé í rauninni alls góðs varnað. — Manngöfgi og drenglyndi þekkist þar naumast, en níðingsháttur og fúlmenska vaði þar uppi. Þannig eru lýsingarnar og þessu er ætlast til að þjóðin trúi. Nú er það margsannað, að íhalds- stefnan er sú pólitiska stefnan, sem heilbrigðust hefir reynst hverju þjóð- félagi. Hún er varfærnin í jjjóðmál- unum: Hægfara framþróun, trygg- ur grundvöllur og festa eru hennar meginþættir. Og þess vegna er það, að þjóðirnar fela sig hennar forsjá venjulegast, þegar skórinn kreppir að. Paðan er helst að vænta björgunar úrkreppunni; þar er helzt trausts að leita. Tvær voldugustu þjóðir heimsins hafa nú yfir sér íhaldsstjórn — Bretar og Bandaríkjaþjóðin. Brezki íhaldsflokkurinn komst til valda með þeim mesta meiri hluta, sem þekst hefir í þingsögu Breta. Pjóðin treysti honum einum fyrir viðreisn- arstarfinu og að koma fjárhagnum aftur í lag. Republikka-flokkurinn, sem nú er við völd í Bandaríkjun- um, er íhaldsflokkur þeirra. Þjóðin áleit vellíðan sinni bezt borgið undir hans yfirráðum, — og hún hefir ekki orðið vonsvikin. Mun aldrei meiri vellíðan hafa ríkt í Bandaríkj- unum heldur en einmitt nú. Pá hafa pjóðverjar yfir sér íhaldsstjórn; áleit þjóðin viðreisnarstarfið tryggast í hennar höndum og hana færasta til að ná hagstæðum kjörum í samn- ingunum við bandamenn. Og þetta hefir henni tekist. Fjöldinn af glæsilegustu og fræg- ustu stjórnvitringum heimsins, hafa verið íhaldsmenn, og mætti hér til- færa langa runu af nöfnum því til sönnunar, en þess gerist ekki þörf. Hins og íhaldið er kjölfesta þjóð- anna, eins er það oftast kjarni þeirra og prýði. Og íhaldið íslenzka er engin und- antekning. Margir ágætustu menn jjjóðarinnar fylkja sér undir merkj- um þess og allar stéttir landsins eiga laar ítök og athvarf. Skilur þar hvað mest á með því og hinum tveimur aðalflokkunum, sem báðir mega heita stéttarflokkar, þ. e. a. s. hafi hagsmuni vissra stétta fyrir markmið, en ekki þjóðarheild- arinnar sem íhaldsflokkurinn. II. Meðal þeirra manna, sem mest hafa ráðist á íhaldið, er rithöfund- urinn Pórbergur Þórðarson. Hann er sem kunnugt er málfræðingur og hefir fengið styrk í nokkur ár úr ríkissjóði til þess að safna fágætum orðum. Hann hefir því miklu orða- vali á að skipa og notar það óspart í lýsingum sínum. Árásir hans hafa raunar verið víðtækar og komið víðar niður en á íhaldinu. Nú hefir ritstjóri Dags lýst aðdá- un sinni yfir skrifum Pórbergs; tel- ur hann Pórberg vera hinn djarf- asta þjón sannleikans, sem nú sé uppi með þjóðinni og þótt víðar væri leitað. Nú vill svo vel til, að þessi djarfi þjónn sannleikans hefir ráðist á margt það, sem ritstjóri Dags hefir þráfaldlega vegsamað í blaði sínu og lamið það hirtingar- vendi sínum hlífðarlaust og ræki- Iega, — og nú gefur ritstjóri Dags honum sannleiksvottorð. Eitt er það, sem ritstj. Dags hefir aldrei nógsamlega getað vegsamað, og það er bændwnenningin íslenzka; hennar vegna á bóndinn í sveitinni að hafa tvö eða þrjú atkvæði á móti einu atkvæði »malarbúans«. En hvernig lítur nú hr. Þórbergur á bændamenninguna? I bók sinni »Bréf til Láru« kemst hann m. a. svo að orði: ». . . í sumum kaupstöðum lands- ins eru menn, sem liggja á því lúa- Iagi, að Ijúga því að veslings bænd- unum, að þeir séu svo ósköp »heil- •brigðir«, mentaðir, gáfaðir, víðsýnir, höfðinglyndir og andlega vakandi. Þeir séu kjarni þjóðarinnar. Þeir eigi að ráða lögum og Iofum í landinu o. s. frv. Sumir flónskast út í þetta af blindum þjóðarremb- ingi. Aðrir sníkja sér pólitiskt fylgi bænda með því. Og eftiræturnar tyggja þetta svo upp eftir hinum í einskærri einfeldni eða fáfræði. Af- leiðingarnar eru auðsæjar. Bænd- urnir trúa því í einfeldni sinni, að þeir séu meiri og fullkomnari en þeir eru. Petta hindrar þá í and- legum framförum.« »Eg vil segja bændunum sann- leikann . . . Pið standið yfirleitt á heldur lágu menningarstigi . . .« ». . . En broslegust verður þó göfgi »bændamenningarinnar«, þeg- ar frumherjar hennar haldast ekki við meðal bændanna, þegar heimsk- an og nirfilsskapurinn neyðir þá til að flýja til sjóþorpanna til þess að geta lifað, þegar jafnvel »óvinir bændamenningarinnar«, kaupmenn danskra selstöðuverzlana, eru einu mennirnir, sem kunna að meta hæfi- leika þeirra og liafa mannúð tii að halda í þeim lífinu.« Pannig talar hinn »djarfastiþjónn sannleikans^. Pað er sízt að undra, þó að ritstjóri Dags vegsami hann fyrir ummælin. En hvað um bændurna, sem Dag- ur þykist þjóna? III. Aukakosning stendur fyrír dyrum í Gullbringu- og Kjósarsýslu til þess að kjósa þingmann í stað íhaldsmannsins Ágústar Flygenrings, er vegna vanheilsu hefir orðið að leggja niður þingmensku. Enn joá er óvíst, hverjir verða í kjöri, nema hvað Verkamaðurinn álítur, að fram- bjóðendurnir verði jafnmargir og flokkarnir. Blaðið segir ennfremur, að á kosningaúrslitunum velti, hvort núverandi stjórn verði áfram við völd »og að íhaldsflokkurinn geti misþyrmt þjóðinni fleiri árin«. ís- Iendingur er nú þeirrar skoðunar, að það sé síður en svo, að íhalds- flokkurinn eða stjórn hans hafi mis- þyrmt þjóðinni, heldur hafi stjórnin þvert á móti læknað ýms mein, er voru á búskap hennar, og að auðn- ist íhaldsstjórninni að vera við völd- in nokkur árin enn, þá verði þjóðin algróin þeim sárum, sem hún hlaut af völdum stríðsins. En um þetta skal ekki þráttað að þessu sinni. Aðeins svolítil spurning lögð fyrir ritstj. Verkamannsins og mælst til, að hann svari henni. Og hún er á þessa leið: Færi svo, að frambjóðandi Alþýðuflokks- ins næði kosningu og að stjórnin yrði í minni hluta í þinginu, álítur ritstjórinn, að Alþýðuflokkurinn mundi styðja Framsókn til stjórn- armyndunar? Þótt nú ritstj. ísl. viti nokkurn veginn, hvernig að svarið rnuni verða, þá er gaman að fá að sjá það svart á hvítu. IV. Fregn frá Khöfn hermir, að at- vinnumálaráðherrann, Magnús Guð- mundsson, hafi endurnýjað samn- inginn við Stóra Norræna ritsíma- félagið óbreyttan, en þó með því ákvæði, að segja megi honum upp með stuttum fyrirvara. Ef þessi fregn er sönn, er þetta engan veg- inn viðunanleg lausn málsins, jafn- vel þó aðeins til bráðabirgða sé. Flestir rnunu hafá búist við því, að einokun símafélagsins yrði upphafin og eins að árstillag ríkissjóðs félli niður. En eftir þessari fregn að dæma, hefir hvorugt orðið. Kemur nú til þingsins kasta, að taka ákvörð- un í málinu. . V. Kaupgjaldsdeilunum syðra er Iok- ið. — »Sjómannafélag Reykjavíkur« gaf á fundi sínum á sunnudaginn samninganefnd sinrii fullveldi til samninga við útgerðarmenn, og að þau kjör, sem samninganefndirnar kæmu sér saman um, yrðu bind- andi fyrir sjómenn. Á miðvikudag- inn komust svo samningar á og eiga þeir að gilda til þriggja ára. Kaup háseta er ákveðið 235 krónur um mánuðinn og fer hækkandi eða lækkandi, eftir því sem vísitala Hag- stofunnar sýnir dýrtíðina vera. Fyrri lifrarfat er lofað 28 krónum, én fer hækkandi eða lækkandi, eftir mark- aðsverði lifrarinnar. — Hefir hér ræzt fram úr málurn betur en á- horfðist og er það vissulega vel farið. Togararnir eru sem óðast að fara á veiðar. co Frá Vestur-íslendiif m. Islenzkur þingmaður. Landi vor H. M. Hannesson náði kosningu á Sam- bandsþingið í Kanada í nýafstöðnum kosningum. Er hann fyrsti íslending- urinn, sem þann heiður hefir hlotið, að eignast sæti á alsherjarþingi fylkja- sambandssins. Mr. Hannesson er Ey- firðingur að uppruna, fæddur í Öxna- dal 27. nóv. 1884. Voru foreldar hans, Hannes Hannesson og PáHna Jóhannesdóttir, búandi hjón þar í dalnum. Fjögra vetra fiuttist sveinninn með foreldum sínnm vestur um haf, og þar hefir heimili hans verið síðan. Alla mentun sína hlaut hann í Winni- Peg> °g árið 1905 útskrifaðist hann af Manitobaháskólanura með lofi. Hefir hann síðan stundað lögmanns- störf, bæði í Winnipeg og Selkirk. Hann gengdi ábyrðarmiklum stöðum í kanadiska hernum meðan á heims- styrjöldinni stóð, og smáhækkaði í tign, unz hann var gerður að herdeild- arforingja. Mr. Hannesson er maður bráðgáfaður og áhugasamur um kana- disk stjórnmál. Hann er kvæntur Kristínu Arngrímsdóttir Johnson frá Héðinshöfða, bróðurdóttur Thomasar H. Johnson fyrv. dómsmálaráðherra Manitobafylkis. Islenzk tunga hefir verðið viður- kend námsgrein í gagnfræðaskólum Manitobafylkis. Heimskringla þakkar þetta Þjóðræknisfélaginu, og þá fyrsí og fremst fyrv.’ forseta þess, Albert Kristjánssyni, unitarapresti að Lundiar,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.