Íslendingur


Íslendingur - 11.12.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 11.12.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XI. árgatigur. Akureyri, 11. desember 1925. 52. tðlubl. RáQstjórnarríkin. Rússland er ekki lengur til. Stjórn- in, sem þar fer nú með völdin í landinu, hefir svo fyrirskipað, að landið skuli eigi lengur bera það nafn, — heldur heita upp frá þessu: Samband ráðstfórnarríkfa fafnaðarmanna. Mun stjórninni ekki hafa fundist byltingin alger, fyr en þessi nafn- breyting væri komin á, - gamla nafnið mint of mikið á gamla tím- ann og yrði því að fara sömu leið- ina og stjórnarfar hans. Petta hefir nú verið tilkynt heimin- um, en hann virðist tregur að taka nafnabreytinguna til greina, og kall- ar landið sem fyr Rússland. Margt og mikið hefir um Rúss- land verið skrifað hin síðari árin, bæði satt og Iogíð, en flestum mun þó berá saman um það, að nú fyrst eftir byltinguna sé að komast festa á stjórnarfarið í landinu og hagur þjóðarinnar heldur að yænkast, þegar litið er á fjárhagshliðina eina. En viðhorfið er þó alt annað en glæsilegt, ef að þjóðarheildin er at- huguð og kjör hennar. Fyrir skömmu síðan birtist í einu af helztu blöðum Bandaríkjanna, Collier's Weeldy*, all-löng grein um Rússland, og hvernig væri umhorfs þar. Er höf. hennar einn af kunn- ari og merkari blaðamönnum Banda- ríkjanna, Arthur Ruhl að nafni, er dvalið hefir 10 [undanfarin ár í Evrópu, lengst af í Mið-Evrópu- löndunum og á Rússlandi, sem fréttaritari ýmsra stærri blaða Banda- ríkjanna.'lGrein hans'um Rússland virðist þannig rituð, að fyrir höf. vaki það eitt,"að" segja sem sannast Qg réttast frá ástandinu eins og það hafi komið honum fyrir sjónir. Fer hér á eftir stuttur útdráttur úr frá- sögn hans: „ Stjornarfarið. Stjörnarskrá ráð- stjórnarríkjanna er frá 1923. Oerir hun ráðstjórnarríkin að bandaríkjum í líkingu við Sviss eða Bandaríkin í Norður-Ameríku. Eru ríkin 6, sem myrtda þetta ríkjasamband, og eru þau: /. Hið sameinaða ráðstjórnar- lýðveldi rússneskra jafnaðarmanna, 2.. Hvíta [Rússland. 3. Ukraine, 4. Hið sameinaða ráðstjórnarlýð- veldi Kákasuslandanna, er Armenía þar tilheyrandi, 5. [Buchara og 6. Turkmenistan (Chiva). Tvö hin síðasttöldu ráðstjórnarríki og meiri hluti Kákasusríkjanna eru í Asíu. En þó nú leiðtogar kommúnisfa haldi því fram, að þetta fyrirkomu- lag sé svipað og ríkja-fyrii^omulag Bandaríkjanna, þá er margt og mik- ið, sem er á annan veg. Sérmál ráð- stjórnarríkjanna eru t. d. fá og vald- svið þeirra takmarkað, þar sem sér- mál hinna ýmsu ríkja Bandaríkjanna eru mörg og veigamikil og vald þeirra mikið. Hin sarneiginlegu mál ráðstjórnarríkjanna eru utanrík- ismál, hermál, samgöngumál, verzl- unarmál, tollmál, fjármál að mestu leyti, mentamál, heilbrigðismál og dómsmál. Æðsta valdið er í hönd- um sambandsþingsins, kemur það aðeins saman einu sinni á ári Eiga þar sæti fulltrúar frá öllum borgar- ráðum og héraðsráðum ríkissam- bandsins. Pingið kýs framkvæmda- miðstjórn sambandsins og fer hún með völd milli þinga. Skiftist hún í 2 ráð, sambandsráð ogrpjóðráð- Koma þessi ráð saman þrisvar á ári' og líkjast að nokkru þingum ann- ara þjóða. En til þess að fara með völdin meðan þau' hafalekki setu, er kosið forsætisráð - skipað 27 mönnum. Það kýs svo aflur ann- að ráð, sem fer með framkvæmdar- valdið, er það hið raunverulega stjórnarráð og eiga sæti í því 12 menn; eru embætti þeirra lík, og ráðherra annara þjóða. Þar fyrir neðan koma svo undir-ráð eða nefnd- ir í tugatali, svo að ekki er hægt að segja það um Rússana, að þeir séu í ráða-leysi með stjórnina. Kpsningarétturinn er bundinn við 18 ára aldur og er eins fyrir konur sem karla. En þó er hann ónota- lega takmarkaður. Peir sem vinna í þjónustu hins opinbera hafa kosn- ingarrétt, sömuleiðis allir verkamenn og vinnukonur'og svo allir, er skapa öðrummöguleikatilframleiðslustarfa. Allir, sem hafa kosningarétt hafa einnigkjörgengi. Hvorki kosningarétt eða kjörgengi hafa atvinnurekendur, kaupmenn, umboðssalar, klerkar eða nunnur, heldur ekki þeir, sem Iifa á vöxtum'af ^eignum sínum, og>kyld- fólk keisaraæftarinnar'eða háaðallinn. Glæpamenn og geðveikir eru og í sama flokki. Embættismenn stjórn- arinnar dæma um hyerjir hafi kosn- ingarétt og kjörgengi og hverjir ekki. Kosningar eru opinberar, og greiða menn atkvæði hver í sínu atvinnufélagi eða herdeild undir um- sjón valdsmanna stjórnarinnar og með þeim hœtti, að rétta upp hend- urnar! Frelsi. Prentfrelsi er mjög tak- markað, og stranglega bannað að birta nokkuð á prenti, er ríði í bága við þjóðskipulag kommúnista. Mál- frelsi er heldur ekki leyft öðrum en þeim, sem vissa er fyrir, að séu komm- únistar. Ennfremiir erj efnamönn- um og öðrum þeim, sem ekki hafa ofan af fyrir sér með fþjóðnýtri vinnu«, bannað að stofna félög eða að halda fundi. — Spæjaralið stjórn- arinnar er afar fjölment og er á hverju strái. Trúarbrögð.* Ráðstjórnin hefir reynt að uppræta grísk-kaþólsku kirkj- una, er verið hefir þjóðkirkja Rússa frá því þeir tóku kristni, og viljað snúa þjóðinni til skynsemistrúar. Er ráðstjórnin einvörðungu skipuð guðleysingjum. Hefir hún gert klerk- um harðar búsifjar, gert eignir kirkna og klaustra upptækar og sent ýmsa af leiðandi mönnum kirkjunnar í fangelsi. En langmestur hluti al- þýðunnar hefir haldið fast við trúna og kirkjuna og er nú að sjá, sem stjórnin sé að láta undan síga á AKUREYRAR BIO Laugardags- og Sunnudagskvöld kl. 872: MÓÐURNAFNIÐ, 7 þátta kvikmynd, tilkomumikil og hrífandi. amerískum leikurum.. Leikin af frægum Miðvikudagskvöld kl. 872: Stúlkan í eyðimörkinni. Kvikmynd í'7 þáttum, afarspennandi. Aðalhlutverkið leikur DOROTHY PHILIPS. lesamnsinBnHH þessum vettvang og Iofa alþýðunni óáreittri að halda áfram hinum fornu guðræknisiðkunum sínum. Skólamál. Ráðstjórnin gerir sér mikið far um, að bæta mentunar- ástandið í landinu, en skólarnir eru mjög einhliða. Er mikil áherzla lögð á, að halda samfélagskenningum Marx að nemendunum, og ala þann- ig ungu kynslóðina upp sem »Bolsa« í hug og hjarta. Börnum æðri sétt- anna, er fyr voru, er gert mjög erf- itt með skólasókn, en börnum verka- manna gerð skólgangan sem greið- ust; mun það mikiðkoma til af því, að þar er jarðvégurinn álitin frjórri fyrir kenningar þeirra Marx og Lenins. Iðnaður og verzlun. Ráðstjórnin hefir með höndum stjórn allrar verzl- unar út á við og setur einnig regl- ur um verzlunarfyrirkomulagið inn- an sambandsríkjanna. Ríkið rekur nú orðið aðallega heildverzlun og iðnaðarfyrirtæki. Samvinnufélög eru mörg á Rússlandi og Iýtur stjórnin þau velvildaraugum og er þeim hjálpsöm. Einstaklingum er hún og farin að veita verzlunarleyfi, en þeir verða að greiða þunga skatta af verzlun sinni, þar sem að sam- vinnutélögin eru þeim að mestu undanþegin. Sum atvinnufyrirtæki eru nú og rekin með þeim hætti, að ráðstjórnin gefur einstaklingum kost á að eignast 49°/<> af hlutum þeirra, en á sjálf 51°/o og hefir því yfirhöndina. Annars eiga iðnaðar- stofnanir flestar ennþá örðugt upp- dráttar á Riísslandi og í sumum borgum, þar sem iðnaður var blóm- legur fyrir byltinguna, er nú alt í kalda koli; mun það mikið að kenna örðugum fjárhag og hrávöruskorti. Almenn llðan. Verkamenn virðast hafa nóg til að bíta og brenna, segir Ruhl, en þó fari það talsvert eftir dugnaði sjálfra þeirra. Fá þeir auka- þóknun, ef þeir leysa af hendi meira en ákvæðisverk, en aftur er dregið af þeim, ef þeir inna það ekki af hendi. Peir eru í »þjóðnýtri« skyldu- vinnu og mega ekki yfirgefa hana og Ieita sér annarar atvinnu, nema með samþykki atvinnuráðsins eða umboðsmanna þess. Peir eru að því leyti ófrjálsir athafna sinna, og verkfall er hegningarvert athæfi. Yf- irmennirnir í þjónustu hins opin- - bera lifa flestir við allsnægtir. Og ef þeir sýna lofsverðan dugnað, fá þeir oft stórgjafir sem aukaþóknun, svo sem bíl, hús eða aðra eign, sem hefir verið gerð upptæk af stjórnaryfirvöldunum hjá einhverjum »efnamanninum« eða landflótta að- alsmanni. — Peir, sem eiga við verst kjör að búa, eru aðalsmennirnir, og embættismennirnir frá keisaratírhun- um; hafa eignir þeirra flestra verið gerðar upptækar og flestir atvinnu- möguleikar lokaðir fyrir þeim, nema því aðeins að þeir gerist auðsveipnir ráðstjórnarsinnar. Framttðarhorfur. Ráðstjórriarfyr- irkomulagið, segir Ruhl að síðustu, má skoðast fast ísessi úr þessu, mótbylting óhugsanleg. Ur annari átí. Emma Gold- mann heitir kona rússnesk. Hún varð að flýja land sitt á unga aldri fyrir byltingatilraunir. Fór hún þá til Bandaríkjanna og dvaldi þar ald- arfjórðung. Vildi hún einnig bylta þjóðskipulaginu þar, eins og hún hafði viljað á Rússlandi og varð hún nú heimskunn fyrir þá baráttu sína því að ekkert megnaði að draga úr áhuga hennar; varð hún þó oft að fara í fangelsi vegna skoðana sinna og baráttu. — Er kommúnistar komust til valda á Rússlandi, hvarf hún heim til Rússlands aftur og hélt að biði sín þar jarðnesk para- dís. Fagnaði Lenín útlaganum og bauð hana velkomna í ríki frelsis- ins. Emma Goldmann er horfin aftur úr ættlandi sínu og komin til Eng- lands. Hefir hún fyrir nokkru gef- ið út bók, þar sem hún lýsir ástand- inu á Rússlandi og vonsvikum sín- um. Hún kvaðst hafa búist við að hitta fyrir éftir byltinguna frjálsa þjóð í frjálsu landi, en hafi í þess stað fundið ánauðuga þjóð, kúgaða af gerræðisstjórn, og þar sem ör- eigalýðurinn væri enn þá ver farinn en undir kúgun keisaraveldisins. Og Emma þráir nú ekkert frekar en að komast undir »kúgunar-ok« Bandaríkjanna, sem hún taldi ólíft undir áður. Heiðursmerki.Th. H. Johnson,fyrv. ráðherra, I Manitoba hefir verið sæmdur stórriddarakrossi Fálkaorðunnar íslenzku, og Árni Eggertsson fasteignasali ridd- arakrossi sömu orðu. Nokkru áður var fyrv. konsúll íslendinga og Dana í Manitoba, Ólafur S. Thorgeirsson, gerður að ritldara af Dauuebrog.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.