Íslendingur


Íslendingur - 18.12.1925, Blaðsíða 1

Íslendingur - 18.12.1925, Blaðsíða 1
Talsími 105. XI. árgangur. Riístjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Akureyri, 18. desember 1925. Strandgata 29. 53. tolubl. Atvinnumálaráðherrann kemst að hagkvæmum samningum við Mikla Norræna. I. Sem betur fór, reyndist sú fregn ósönn, að Magnús Guðmundsson atvinnumálaráðherra hefði endur- nýjað samninginn við Mikla nor- rœna ritsímafélagið óbreyttan. Samn- ingurinn hefir að vísu verið endur- nýjaður, en með miklum breyting- um, sem allar eru okkur í hag. Verður mönnum Ijóst, að svo er, við að lesa tilkynningu þá, er atvinnu- málaráðuneytið hefir sent út gegn- um Fréttastofuna viðvíkjandi endur- nýjun samningsins og sem hér fer á eftir: » Atvinnumálaráðuneytir tilkynnir að samningum milli íslands og Danm. og Mikla Norræna ritsímafélagsins um símasambandið milli íslands, Færeyja og umheimsins er lokið með þeim úrslitum, að einkaleyfi ritsímafélagsins til skeytasendinga um sæsímann milli Hjaltlands, Fær- eyja og íslands er framlengt umS'/i ár. Hlutaðeigendur? geta ’sagt upp samningnum með árs fyrirvara; þó gildir hann í öllu falli 'til ársloka 1929. Aðalatriði samningsins eru: 1- Styrkurinn, sem fsland hefir greitt ritsímafélaginu, 35 þús. kr. á ári, fellur niður. 2. ísland tekur að sér rekstur þess hluta símastöðvarinnar á Seyðisfirði, sem ritsímafélagið hefir hingað til rekið. 3. Sem borgun fyrir rekstur stöðv- arinnar á Seyðisfirði og' skait, greiðir ritsímafélagið árlega ca. 95 þús. gullfranka. Pó hækkar þessi greiðsla aukist tekjur fé- lagsins af vaxandi símaviðskiftum, en Iækkar, ef símaviðskiftin minka. Símaviðskiftin 1924 leggjast til grundvallar fyrir greiðslunni. 4. Ritsímafélagið annast viðhald sæsímans, á sinn kostnað. 5. ísland hefir rétt til að senda og móttaka þráðlaust: i veður- skeyti, blaðaskeyti, víðboðs- skeyti og öll önnur skeyti, ei að sæsíminn bilar. 6. Skeyti frá Grænlandi verða send yfir Island með aðgengilegum kjörum, er ákveðast með sér- stökum samningi 7. Þrátt fyrir að alþjóðasímafund- urinn í París í haust hækkaði sendi- og móttökugjald ríkjanna fyrirsímskeyti.lækkar símskeyta- gjaldið töluvert milli landa, er nýju samningarnir ganga í gildi. 8. ísland kaupir fasteignir ritsíma- félagsins á Seyðisfirði ásamt símatækjum öllum og húsbún- aði fyrir 100,000 danskar krón- ur. Upphæðin greiðist á 10 ár- um með 5% vöxtum. 9. Samningarnir gerðir að áskyldu samþykki AIþingis.« II. Magnús Guðmundsson atvinnu" málaráðherra hefir rekið erindi þjóð- ar sinnar vel og samvizkusamlega. Pað er altaf hægt að segja að bet- ur hefði mátt gera, en á þeim orð- um einum er lítið mark takandi — afrekin dæma manninn. Hin nýja samningsgerð er okkur hvarvetna í Vér losnum við 35 þúsund króna ársgjaldið og fáum í þess stað ca. 70 þús. gullkrónur árlega frá félag- inu. Að sönnu er það að sumu Ieytinu borgun fyrir rekstur stöðv- arinnar á Seyðisfirði, - stöðvarinn- ar, sem nú verður landsins eign með sérlega hagfeldum kjörum, að dómi þeirra, er bezt þekkja til, — eignirnar fyrir naumast hálfvirði. — Símskeytagjöldin milli landa eiga að lækka. Hversu mikil sú lækkun verður, er þó enn ekki kunnugt, en vafalaust verður hún svo um munar. Sérstakt gleðiefni hlýtur blöðun- um að vera það, að fréttaskeyta- sendingar eru gefnar frjálsar. Því jafnvel þó skeytagjaldið lækk- aði til muna hjá félaginu, getur al- drei viðunanlegt fréttasamband náðst með því að vera bundinn einu fé- lagi með allar fréttasendingar. Hér er rétta Ieiðin farin. Út af fregn þeirri, sem barst hing- að um aaginn um þessa samninga- gerð, réðist ritstjóri Dags heiftarlega á atvinnumálaráðherrann og var ó- spar á ófrægingum um hann- Nú er honum er kunnugt innihald samn- ingsins, er þess að vænta, að hann flýíi sér að bæta fyrir frumhlaup sitt og láti ráðherrann njóta sann- mælis. Heiðarlegur blaðamaður færi þannig að ráði sínu — og ritstjóri Dags ségist vera heiðarlegur blaða- maður. Síðar mun íslendingur minnast nánar á símasamninginn, er ein- stök atriði hans upplýsast betur, en kjarni hans er birtur hér að framan. Vísir 2. des. segir svo frá því: »Orsakir strandsins eru þær, að seglin ritnuðu og vélin varð ekki not- uð af því að smurningsolíugeymirinn sprakk og olían fór til spillis. Skipið rak stjórnlaust á land að morgni laug- ardags 14. þ. m., rétt austan við Jök- ulsá á Breiðamerkursandi. Sjór gekk þegar yfir skipið og skolaði þá fyrsta vélstjóra í Iand, en hinir létu fyrirber- ast i reiðanum. Eftir nokkrar klukku- stundir tókst að koma kaðli í Iand, og lásu skipsmenn sig í land eftir honum. Porsteinn Gottskálksson ætlaði að synda í land, en lenti í útsogi og hvarf þeg- ar sjónum hinna. Lík hans rak tveim- ur dögum síðar, austan árinnar. Kl. 1 um daginn voru hinir allir komnir í land. Peir vissu ekki nákvæmlega hvar þeir voru staddir og sáu ekki til bæja. Var þá ákveðið að Ieita bæja ög lögðu allir af stað frá strandstaðn- lim, Fimm sneru aftur við Breiðárós, AKUREYRAR BIO i Laugardags- og Sunnudagskvöld kl. 8^/2: Slúlkan i eyðimörkinni. Kvikmynd í 7 þáttum, afarspennandi. Aðalhlutverkið leikur DOROTHY PHILIPS. en fjórir óðu árnar ofar og komust við illan leik til Tvískerja kl. 6 — 7 urn kvöldið. Vildi þeim til lífs, að þeir sáu Ijós þar í baðstofuglugga, en kváð- ust ella mundu hafa gefist upp, óg eflaust orðið úti um rióttina. Fengu þeir góðar viðtökur, og var þegar sent að leita hinna, er eftir höfðu orð- ið. En af þeim er það að segja, að þeir sneru aftur til strandstaðarins. Urðu þá tveir viðskila við hina í myrkrinu og urðu úti, hvor í sínu lagi, en hinir héldu saman og grófu sig í sand, undir gömlu »hva!baks«- broti úr botnvörpung. — Urðu leitar- menn þeirra ekki varir. í birting um morguninn lögðu þeir af stað öðru sinni að leita bæja, og hittu ekki löngu síðar leitarmenn, með vagn og vistir til þeirra, er fluttu þá til Tvískerja. Skipið brotnaði þegar og rak nokk- uð úr því i land, en fatnað sinn og farangur mistu skipmenn allan. Eftir fárra daga dvöl á Tviskerjum lögðu strandmennirnir af stað landveg áleiðis hingað, og komu til bæjarins kl. að ganga sjö í gærkvöldi. Peir eru: Jón Guðmundsson, skipstjóri. Kristján Vídalín Brandsson, stýrim, Ingvar Einarsson, 1. vélstjóri. Aðalsteinn Jónsson, 2. vélstjóri. Jónas Jónasson, frá Flatey. Einar Guðbjartsson, frá Patreksfirði. Eftir varð í Vík: Haraldur Kjartans- son, matsveinn skipsins. — Peir sem fórust, voru: Þorsteinn Gottskálksson, Reykjavík. Sæbjörn Hildibrandss., Hafnarfirði. Stefán Baldvinsson, Dalvík.« Einn af strandmönnunum, Aðalst. Jónsson vélstjóri, er nýkominn hingað til bæjarins. Hefir ísl. borið þessa frásögn Vísis undir hann, og kveður hann hana rétta vera, að undanteknu því, að skipið hafi rekið upp vestan- mégin Jökulsár, ekki austan megin. „Eiðurinn“. Sá er siður erlendra þjóða, þeirra, er rækt vilja sýna skáldum sínum, að gefa rit þeirra út í sem vönduðustum og beztum útgáfum. Einkum hafa menn þó reynt að vanda til kvæðasafna og kappkostað að hafa þau sem bezt úr garði gerð. Við íslendingar höfum í þessu efni verið eftirbátar útlendinga. Kvæðasöfn okkar eru venjulega stór í broti og mikil fyrirferðar; fíngerðar, mynd- skreytlar smáútgáfur tíðkast eigi. Enn nú hefir kotnið bók á markaðinn, sem spáir smekkbreytingu á þessu sviði. Það er 2. útgáfa af Iistaverki Þorsteins Erlingssonar >Eiðurinn«. Eftir að »Eiðurinn« kom út 1913, seldist hann upp á 2 árum og hefir hann verið ófáanlegur síðan, svo hér er vel bætt úr brýnni þörf. Frágangur bókarinnar er í alla staði hinn ákjós- anlegasti. Fylgja henni 4 myndir; 2 af skáldinu og mun önnur óprentuð fyrr, er hún af honum 22 ára. Auk þess eru 2 myndir frá Skálholti og loks sýnishorn af rithönd skáldsins á fyrstu vísu hins gullfagra kvæðis »Nóí/«. Vonbrigði mun það vera mörgum, að síðari hluti »Eiðsins« skuli eigi birtast alþjóð manna. Eru ástæðurnar, er þvi valda, greindar í formála, sem ekkja skáldsins, frú Guðrún Jónsdötiir, sem gefur- bókina út, hefir ritað. Segir hún svo frá, að Þorsteinn hafi lokið við síðari hlutann og að mestu búið hann undir preptun haustið 1914. Pá hafi svo einkennilega við borið, að hann hafi dreymt draum, er hún segir rá, urn Ragnheiði biskupsdóttur. Var þá sem rynni upp nýtt ljós fyrir hon- um, hann ákvað að yrkja síðari hlut- ann upp aftur gerbreyttan, brendi það, sem hann hafði lokið við, en entist eigi aldur til að skapa nýtt í staðinn. En mansöng einn fékk hann ortan, sem átti að vera tileinkunin til konu hans, og fylgir hann þessari útgáfu. Bætast þar nokkrar fagrar ferskeytlur í hópinn, sem fyrir var, Tryggvi Magnússon listmálari hefir prýtt kápuna ágætlega. Framaná gefur að líta altari í kirkju, sem stafar Ijóma frá sjer, en á kilinum er hönd upp- rétt til eiðs. Bætist íslenzkum bókmentum hér fögur útgáfa af hinum fegursta kvæða- flokki og er góður fengur að og þakka- verðúr. Listasmekkur sá og ræktarsemi, sem þessi 2. útgáfa »Eiðsins« ber vott um, er í hvívetna minningu skáldsins samboðin. E. O. co Kvikmyndahús. í Bandaríkjunum eru 18.000 kvik- myndahús, Pýzkalandi 4.000, Rúss- landi 4.000, Englandi 3.500 og Frakk- landi 3.000. Gizkað er á, að um 50.000 kvikmyndahús séu í heiminum. Jafnaðarniannaflokkurinn brezki og Kommúnistar. Símað er frá London, að fyrverandi fjármálaráðherra Snowden hafi sagt í viðtali við fréttaritara danska ,Social- demoIcraten‘, að brezki verkamanna- flokkurinn sé gerólíkur ráðstjórnarsinna- flokknum og samvinna við hann alger- lega útilokuð,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.