Íslendingur


Íslendingur - 25.05.1928, Blaðsíða 1

Íslendingur - 25.05.1928, Blaðsíða 1
Talsími 105. XIV. árgangur. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Akureyri, 25. maí 1928. Strandgata 29. 22. tölubl. akureyrar bio 2. hvítasunnudagskvöld kí. S1/?: ENDURGJALDIÐ. 7 þátta kvikmynd, tilkomumikil og afburðavel leikin. Aðalhlutverkin Ieika: Mary Prevost og Monte Blue. Samtök alpfðunnar. Verkamaðurinn síðasti er að fræða lesendur sína á því, að þegar íhaldið út um heiminn og hjer heima tali um kommúnista og bolsa, þá eigi það við »samtök og samstarf al- þýðunnar*. — Petta er afar-villandi staðhæfing. Að sva miklu leyti sem kommúnista-samtökin geta kallast samtök alþýðunnar, er þetta rjett, en alrangt, ef gengið er út frá því, að þetta sje flokkun íhaldsins á sam- tökum og samstarfi alþýðunnar yfir- leitt. Yfirgripsmestu samtök verka- lýðsins eruutan kommúnista-samtak- anna: jafnaðarmannaflokhar hinna ýmsu landa, er vilja engin mök við kommúnista eiga og hafa þurkað þá af sjer. Við þá verklýðsflokka, sem starfa á þingræðisgrundvelli á bolsa- eða kommúnista-nafnið ekki; — aðeins þá flokka, sem bylta vilja núverandi þjóðskipulagi án þess að fara þingræðisleiðina. Og þegar litið er til annara landa, þá sýnir það sig, að hvarvetna þar, sem verkalýðssamtökin eru Iengst á veg komin, á kommúnista-hreyf- ingin örðugast uppdráttar, og þótt hún í svipinn hafi náð nokkurri út- breiðslu, hefir hún gengið í sig aft- ur og má sín nú lítils í þeim lönd- um öllum. Svo er það f Svíþjóð, Danmörku, Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi. — Orð hins spaka jafn- aðarmannaforingja Svíanna, Hjalmars heitins Brantings, að »kommúnism- inn væri eiturnaðra á þjóðfjelags- Iíkamanum« hafa í Ijósi reynslunnar sýnt sig hafa sígildan sannleika að færa. Og hvergi á alþýðan við öm- urlegri kjör að búa en þar, sem kommúnisminn hefir náð völdunum og hvergi ríkir önnur eins harð- stjórn. — Jarðvegurinn fyrir kom- múnismann hefir verið bestur þar, sem fáfræðin og kúgunin hefir verið mest, — í lýðfrjálsum siðmenning- arlöndum hefir jarðvegurinn verið ófrjór. — En Alþýðuflokksleiðtog- unum íslensku finst samt sem hjer ætti að vera góður jarðvegur fyrir hann og telja hann heillavænlegustu j>samtök alþýðunnar*. Er svo að sjá, sem þeir álíti, að rússnesk stjórn- arfarsfyrirmynd henti þjóðinni best, og að henni hæfi best að skipa bekk með fáfróðustu og kúguðustu þjóð álfunnar — o'g hlíta ríkisfor- sjón í öllu. Vkm. birtir tvær frjettaklausur úr Morgunblaðinu, þar sem sagt er frá viðleitni tveggja ríkjastjórna til þess að stemma stigu fyrir útbreiðslu kommúnismans f ríkjunum. M. a. er sagt frá því, að gríska stjórnin ráðgeri að svifta þá embæltismenn ríkisins embættum, sem reki erindi kommúnista. Þetta kallar Vktn. »of- sóknaræði íhaldsins gegn umbóta- mönnum þjóðanna«. Öllu má nafn gefa, en þess verður að gæta, að flestum enibættum er þannig hátt- að, að starfsvið þeirra er að við- halda ríkjandi þjóðskipulagi. — Em- bættismennirnir eru helstu stoðirn- ar, sem löggjafarvaldið setur til að halda því uppi. Finst mönnum það nú ódæði, þótt þeim embættismanni sje vikið frá embætti, sem þverbrýt- ur svo embættiseið sinn, að hann gengst fyrir að bylta því þjóðskipu- lági, sem hann hefir tekið að sjer að þjóna? Þótt einkennilegt kunni að þykja, er svo að sjá, sem Vkm. með þess- um tilvitnunum sínum í ráðagerðir grísku og japönsku stjórnanna við- víkjandi kommúnistum, sje að leiða fram samanburð milli þeirra og rík- isstjórnarinnar íslensku, og vilji rjettlæta gerðir hennar með ásetn- ingi hinna. Það, sem blaðið vill með berum orðum segja, er þetta: Er það nokkuð meira, þótt Jónas frá Hriflu og meðstjórnendur hans ofsæki andstæðinga sína, boli þá úr stöðum og sýni hlutdrægni í em- bættaveitingum, heldur en að íhalds- stjórnir Grikkja og Japana ofsæki kommúnista og svifti þá stöðum. Langt er seilst eftir samanburðin- um, og það til þjóða, sem ekki hafa orð á sjer fyrir tiltakanlega frjáls- legt stjórnarfar. En þó er munur- inn mikill. íslenska stjórnin er eið- bundin að halda uppi núverandi þjóðskipulagi ogandstæðingar henn- ar, íhaldsmenn, því einhuga fylgj- andi. — Stjórnir Grikkja og Japana eru eiðbundnar að halda uppi þar- ráðandi þjóðskipulagi; kommúnistar vilja bylta því. — Af íslenskum í- haldsmönnum í embættum getur þjóðskipuiagi því, sem stjórnin á að varðveita, ekki stafað hætta, heldur traust.; af kommúnistum í embætt- um á Grikklandi eða Japan stafar þjóðskipulagi þeirra landa hætta. Hjer er því ólíku saman að jafna. Framkoma Jónasar frá Hriflu verð- ur ekki rjettlætt með dæmum nær eða fjær. Því þó að harðstjórnar- höfðingjar hafi farið líkt að ráði sínu bæði fyr og síðar, þá hefir fslenska þjóðin ekkert haft af því að segja nú um langan aldur, og úr stjórn- arfarssögu hennar á að sækja for- dæmin, en ekki til Rússa eða Portúgala. oo Síldareinkasalan. Verkamaðurinn, 40. tbl., skýrir frá því, að til >Einkasölu íslands< hafi verið tilkynt söltun og kryddun, sem nemur 360 þús. tunnum. Þetta telur blaðið sem fullgilda sönn- un þess, að útgerðarmenn beri gott traust til einkasölunnar. En slíkt er alls ekki. Meiri hluti síldarútvegsmanna er algerlega á móti einkasölunni. Þeir bera hið mesta vantraust til hennar og horfa mjög kvíðandi til sutnarsins. Vantraust útgerðarmanna byggist á því, meðal annars, að einkasalan hefir erigan umráðarjett á síldarverksmiðjum ,og eigi heldur reksiursfje. Ennfremur að meiri hluti nefndar- innar og framkvæmdastjóranna eru menn, sem eru mjög lítt vanir síldar- sölu, síldveiðum eða síldarverkun. Vali meiri hluta þessara manna hefir að mestu ráðið stjórnmálaskoðanir þeirra, en þekking og reynsla, sem nauðsynleg er þessum störfum þeirra, hefir minna verið um hirt. Hin rjetta og sjálfsagða undirstaða hefir því hjer alls ekki verið lögð til grundvallar. Og þegar slíkt á sjer stað og það um jafn þýðingarmikið mál se*m' þetta, þá er alls ekki við góðu að búast. Það virðist sem svo, að það sje næst skapi meiri hluta nefndarinnar, að virða að vettugi óskir síldarútvegs- manna. Meiri hluti nefndarinnar hefir neitað þeirri beiðni fjölda síldarútvegs- manna, að ráða hr. útgerðarm. Ás- geir Pjetursson sem framkvæmdastjóra. Fullgildar ástæður fyrir þessari synjun meiri hlutans munu verða vandfundnar. Síldarútvegsmenn' fá hjer alls engu ráðið. Þeir verða að standa og sitja eins og nefndinni þóknast," nefndinni, sem þeir verða þó að mestu að greiða og standa sem ábyrgingar fyrir. Á kostnað síldarútvegsmanna er nefndinni mjög Ijúft, að ráða framkvæindastjóra fyrir 12 og 15 þús. kr. árslaun. En i að taka tillit til vilja þeirra er henni óljúft. Þeir, er að mestu bera alla ábyrgð- ina, fá engu ráðið. Hinir, sem alls enga ábyrgð bera, fá öllu ráðið. Hjer gefur á að líta lítilsháttar spegilmynd af hinu ríkjandi rjettlæti jafnaðarmanna. Þegar jafn mikið órjettlæfi og ósann- girni á sjer stað sem hjer, þá getur engan undrað, þótt síldarútvegsmenn beri lítið traust til einkasölunnar. Svo ramt hefir að vantraustinukveðið, að sá útgerðarinaður, er hefir staðið við hlið jafnaðarmanna og barist með þeim til að koma einkasölunni á, felur sig ekki geta greitt sama verð fyrir síld t'l söltunar sem alment samnings- verð í fyrra. Tilboð hans í söltunarhæfa síld er 20°/o lægra en alment samningsverð síðastl. ár. Eiigum mun þó vera kunnugra um sölumöguleika einkasölunnar en ein- mitt þessum manni. Þetta bendir ekki til þess, að byrlega blási. En það eru fleiri en útgerðarmenn, er vantreysta einkasölunni. Og sem dæmi skal þess getið, að Siglufjarðar- kaupstaður hefir nú þegar leigt út sölt- unarstöðvar sínar fyrir alt að helmingi lægri leigu en undanfarin ár. Sú á- stæða, er liggur til grundvallar fyrir hinni mjög svo niðurfærðu leigu, er óttinn við litla söltun og kryddun. Og enn bíða söltunarstöðvar á Siglu- firði óleigðar. Það, sem orsakar hið mikla fram- boð til einkasölunnar, sem Vkm. gum- ar svo mjög af, stafar ekki af tiltrú út- gerðarmanna til hennar, heldur af á- stæðum þeim, sem hjer greinir: Útgerðarntenn, er stunda ætluðu síld- veiðar í sumar, höfðu aðallega um tvent að velja, fram að þeim tíma, er framboðsfrestinum til einkasölunnar lauk: Það var að salta sjálfir og til- kynna einkasölunni söltun sína eða þá að láta fyrirberast úti á hafinu og selja þar veiði sína eða salta. — Um sölp á nýrri síld var ekki að ræða, svo að teijandi gæti talist. Engin síldarbræðslu- verksmiðja var farin að birta kauptil- boð í síld og óafráðið, hve margar þeirra yrðu starfræktar. Í þrefi miklu stóð með Krossanesverksmiðju og að- eins vissa fyrir um eina verksmiðju á Siglufirði, sem yrði starfrækt. Um verksmiðjurnar á Dagverðareyri og Rauf- arhöfn benti alt til, að þær yrðu ekki starfræktar. Þegar því aðallega var um þetta tvent að velja, tóku flestir útgerðar- menn þann kostinn, að salta sjálfir og fela sig forsjá einkasölunnar, — en nauðugur mun margur þeirra hafa gert það. 5. J. Hjaltalín. oo IBIBII Nýja Bíó ■■■■■! 2. hvítasunnudagskv. kl. 8'/s: Svika-miðlarnir. 7 þátta mynd. Aðalhlutv. leika: Aileen PringleosConway Tearle Mynd þessi hefir vakið fram- úrskarandi eftirtekt.þar sem hún hefir verið sýnd. Er afarspenn- andi og tilkomumikil. Margskonar dularfull fyrirbrigði úr andaheimi. Aukamynd í 2 þáttum, Litli og Stóri, sprenghlægileg að vanda.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.