Íslendingur


Íslendingur - 31.08.1928, Blaðsíða 1

Íslendingur - 31.08.1928, Blaðsíða 1
Talsími 105. XIV. árgangur. Ritsíjóri: Gunnl. Tn Jónsson. Akureyri, 31. ágúst 1928. Strandgata 29. 35. tölubl. Síjórnin ársgömul. Svikin loforð, — lögbrot,— stjórnmálaspilling, er ferillinn. I. Þann 29. þ. m. fyrir ári síðan tók núverandi ríkisstjórn við völd- um hjer á landi. Eitt ár hefir hún ríkt — með skömm. Hjer gefst nú ekki rúm til að rekja feril stjórnarinnar ítarlega. Á margt hefir lílca verið drepið hjer í blaðinu, er víta- eða hneykslisvert hefir verið hjá henni, svo að ítar- legar endurtekningar eru ónauðsyn- legar. Nægir að stikla á því helsta. Tveir ráðherranna, þeir Tryggvi og Jónas, koma hjer þó helst við sögu. Skal hjer fyrst bent á, hversu þeir hafa hringsnúist í ýmsum málum frá því að þeir voru andslöðuflokks- foringjar og Ijetu skoðaðir sínar í ljósi í dálkum Tímans eða á al- kvæðaveiðafundum út um landið. Tryggvi Þórhallsson fer sem for- sætisráðherra með utamíkismál landsins. Enginn maður hefir ham- ast meira en hann, þá er hann var óbreyttur ritstjóri og þingmaður, gegn ■osendihe/ratildrinu« og »le- gátafarganinw, — en svo kallaði hann þá sendiherraembættið í Kaupmannahöfn og erindrekann á Spáni. Spurði hann í blaði sínu, hvenær hjer mundi koma stjórn, sem hefði kjark og dug til þess, að losa landið við þessa rándýru og alóþörfu tildursherra. Svo kem- ur að því, að hann myndar stjórn og fær yfirráð þessara máia. Hefði mátt ætla, að eitt hans fyrsta verk hefði verið að losa landið við tildr- ið og óþarfann, en það fer alt á aðra leið. Hann heldur dauðahaldi í hvorttveggja. Og er annað þess- ara embætta losnaði, ljet ráðherr- ann ekki standa á sjer að skipa í það að nýju. — Vindhaninn hafði snúist við aukna þekkingu á mál- unum. Er það ekki að lasta, en aumkunarverður er ráðherrann af gaspri sínu. Hamskifti dómsmálaráðherra sýna sig aftur best, er litið er til Spánar- samningsins. Á þinginu 1923 greið- ir hann aleinn flokksmanna sinna atkvæði á móti honum. Á þinginu 1927 greiðir hann bæði atkvæði með endurskoðun hans, sem var sama og uppsögn, og fækkun vín- útsölustaða. Og ósparW Ijet hann það í Ijósi á aikvæðaveiðum sínum, að íhaldsflokkurinn vildi veita sem mestu vínflóði yfír landið, enda væru í honum mestu drykkjurútarnir. Átti með þessu að vinna fylgi templaraogbindindissinnaðramanna. — Nú hefir þessi sami maður feng- ið æðstu stjórn þessara vínmála í sínar hendur og haft hana í heilt ár. En hvernig hefir hann staðið við atkvæðagreiðslur sínar og orð? Auðvitað hlaupið frá öllu saman. Hann hefir ekki farið fram á það, að samningurinn væri endurskoð- aður eða honum sagt upp, ekki hefir hann heldur fækkað útsölu- stöðum, en í Tímann skrifaði ráð- herrann grein snemma í fyrravetur, þar sem hann segir: »Spánarsamninginn verður að halda þangað til yfirgnæfandi meiri hluti þjóðarinnar, vitandi vits, afræð- ur að breyta honum.« Og í sömu grein ennfremur: »Eins og skap- ferli íslendinga er háttað, eru þeir lítt hæfir í veislum og mannfagn- aði án einhverrar örfunar.« Og enn segir hann: »í þessu efni eiga all- ar stjettir sammerkt eins og komið er. Vínnautn bænda, sjómanna, lækna og lögfræðinga er hin sama. Engin stjett getur í þessu efni kast- að steini að nábúanum.« Vill ráð- herrann meira að segja veita meira vínflóði yfir landið en áður hefir þekst, því að hann leggur til í þessari grein sinni, að við tökurn upp þann sið að drekka Spánarvín eins og við gerum kaffi nú. Mun þetta fyrsta hvatningin til víndrykkju, sem komið hefir úr ráðlierrasessi hjer á landi. Og nú tilkynnir ráð- herra þessi þjóðinni í nýútkominni ■ áfengisreglugerð, að vínsölustöðun- um verði ekki fœlikað. — Þannig er gengið á bak allra orða og eiða. Við síðustu kosningar lofuðu leið- togar Framsóknarflokksins því há- tíðlega og lögðu drengskap sinn við, að útgjöld þjóðarbúsins skyldu stórlega lækkuð, kæmist flokkurinn til valda, einnig skyldu tollar og skaltar lækkaðir. Á þetta lögðu margir trúnað. Flokkurinn náði völdunum, en stjórnin sveik loforð- in. — Skattabyrgðinni var íjsyngt um rúmlega miljón krónur og úl- gjöldin aukin að sama skapi. Verð- tollurinn var samkvæmt kröfum stjórnarinnar framlengdur um tvö ár og hækkaður urn 50°to. Oengis- viðaukinn var einnig framlengdur. Ennfremur bar stjórnin fram frum- varp um stórfelda hækkun vörutolts á koium, salti, tunnum ogkornvör- um. Fn íhaldsmönnum tókst að afstýra því, að kornvörutollurinn kæmist á, og að kola- og salttoll- urinn var samþyktur lægri en stjórnin krafðist. Allar þessar áuknu álögur voru gerðar að nauðsynja- lausu. — íhaldsflokkurinn sýndi fram á það í þinglnu, að rekstur þjóðarbúsins, með svipuðum hætti og verið hefði tvö undanfarin ár, þyrfti ekki meira fje en gildandi skatta og tollalöggjöf veitti. Stjórn- in væri hjer að leggja auknar álög- ur á þjóðina til framkvæmda, er ekki væru aðkallandi eða nauðsyn- legar, eins og t. d. letigarðurinn.— Hjer var því engu til að dreifa, er rjettlætt gæti svikin við jDjóðina. Gengismálið var áður sett efst allra mála hjá ritstjóranum og þing- manninum Tryggva Þórhallssyni. AKUREYRAR BIO Laugardagskvöld kl. S1/25 Barátfa hinna ómyndugu. Sjónleikur í 7 þáttum, tekin eftir sögu Ernst von Wibdendruch (Das edle Blutt). Aðalhlutverk leikur VALDEMAR POTTIER. Áhrifamikil og spennandi. Sunnudaginn kl, 5 e. h,: Alþýðusýning! Niðursett verð! DEMANTAR. Kvikmynd í 6 þáttum. Aðalhlutverkið leikur MILTON SILLS. Aukamynd: FRJETTABLAÐ. Nýungar utan úr heimi í myndum. Sunnudagskvöldið kl. 872: Kynlegur kvenmaður. Gamanmynd í 7 þáttum eftir Chuck Reisner. Aðalhlutverkið leikur SID CHAPLIN, sá er frægur varð fyrir Frænku Charles. Myndin segir frá ástum og vínsmyglun og er sprenghlægileg. Aukamynd: Frjettabiað. Kallaði hann það þá *mál málanna«. Hann krafðist þess aftur og aftur, að krónan yrði sfýfð og það án dráttar. Heilindi mannsins í málinu sýna sig best í vali hans á fjármála- ráðherranum, en undir hann heyrir gengismálið. Tr. P. gerir ákveðn- asta andstæðing stýfingarinnar í flokknum að fjármálaráðherra. Eng- inn þarf að ímynda sjer, að Tr. P. hafi getað búist við, að geta kúgað þann mann til stefnubreyíingar í málinu. — Eftir síðasta þing var forsætisráðherra samt eitthvað að fimbulfamba með það niður í Dan- mörku, að stjórn sín ætlaði að stýfa krónuna. En á það er litið eins og annað marklaust gaspur. Valið á fjármálaráðherranum og aðgerða- leysi stjórnarinnar í þessu »máli málanna« á síðasta þingi tala á móti forsætisráðherra, og' sýna annað tveggja, að ekki hafi hugur fylgt máli, ellegar hann hafi verið kúgað- ur af bandamönðum sínum — jafn- aðarmönnum — er halda lífi stjórn- arinnar í hendi sjer, til þess að breyta þannig, og er hvorttveggja aurnlegt og ósæmandi fortsæfisráðherra rík- isins. Annars bendir flest ti) þess, að leiðtogar Framsóknar hafi í málum þeim, seni drepið hefir verið á hjer að framan, verið að ieika pólitiskan skollaleik frammi fyrir þjóðinni, með það fyrir augurn, að ná atkvæðum handa flokknum og völdunum handa sjer. II. ' Lögbrot dómsmálaráðherra eru þó svartasti bletturinn á núv. stjórn. Munu þau þjóðinni í fersku minni. — Pingið 1927 hafði samþykt tvö lagafrumvörp viðvíkjandi varðskip um ríkisins, og það með yfirgnæf- andi meiri hluta atkvæða. En Jón- as Jónsson frá Hriflu hafði verið þeim andvígur. Lögin eru staðfest af konungi og eru að koma til framkvæmda, er stjórnarskiftin verða. Eitt fyrsta verk Jónasar sem dóms- málaráðherra er ekki einasta að hætta að framkvæma lögin, heldur bein- línis að ganga í berhögg við þau og þverbrjóta ákvæði þeirra. Enginn dómsmálaráðherra hefir leyft sjer slíkt áður. Jónas dómsmálaráðherra — maðurinn, sem á að gæta Iag- anna í landinu, — gerist fyrsti lög- brjóturinn í ráðherrasessi. Pað er engin afsökun fyrir dómsmálaráð- herra, að hann hafi verið andvígur lögum þessum. Hann héfir jafnvel sjálfur játað, að hann hafi ekki þurft að fara lögbrotaleiðina til þess að koma vilja sínum fram. Hann hefði getað sett sýslunarmenn varðskip- anna í stöðurnar, í stað þess að slápa þá, þangað til honutn hefði hepnast á þinglegan og lagalegan hátt, að koma öðru skipulagi á þessi mál, með því að láta þingið samþykkja ný iög. En af því að honum, af óskiljanlegum ástæðum, er í nöp við skipstjóra varðskipanna, menn, sem prýðisvel hafa staðið í stöðu sinni og. hafa með árvekni og dugnaði fært hundruð þúsunda í Landhelgissjóðinn, getur hann ekki stilt ofsóknaræði sitt deginum leng- -ur, og vílar ekki fyrir sjer að gerast Nýfa Bió Laugardagskvöldið kl. 8'/2: Sigurvegarar eyðimerkurinnar. Wild West kvikmynd í 7 þáttum Aðalhiutverk: Tim McCoy, Joan Craw- ford o. //. frægir leikarar. Mjög tilkomumikil og fögur mynd. Sýnd í síðasta sinn. Sunnudagskvöldið kl. 8'/«: „En ástln sigrar.“ Sjónleikur í 7 þáttum eftir ELINOR GLYN. Aðalhlutverkin leika: JOHN GILBERT og AILEEN PRINGLE. Áhrifamikil og spennandi mynd.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.