Íslendingur


Íslendingur - 31.08.1928, Side 3

Íslendingur - 31.08.1928, Side 3
ISLENDJNOUR 3 Vinnuíöt, haldbest og ódýrust * Brauns íerslun. r------------------— 0. Nilssen & Sön * |s. tm er besta veiðafæraverksmiðjan á Norðurlöndum. Býr til m. a. hinar viðurkendu »Geysis*-fiskilínur, af öllum stærðum, bikaðar og óbikaðar. Einnig tauma, kaðla, netagarn, net, herpinætur, nætur smáar og stórar. Enn- fremur dufl, lóðarbelgi, kork, flár, neta- og nótasteina, og yfir höfuð alt, er að veiðarfærum lýtur. Umboðsmaður verksmiðjunnar á Norðurlandi er: Þórsteinn Sigvaldason. \ I K O L. í dag fæ jeg farm af D. C. B. kolum, sem seljast á kr 35.— smálestin á bryggju meðan á uppskipun stendur. — Einnig Hnetukoks kr. 50.— smálestin. Oerið svo vel að panta kolin í síma 146. Axel Krístjánsson. Vetrarfrakkar, nýjasta tíska, lægsta verð, nýkomnir í BRAUNS VERSLUN. Páll Sigurgeirsson. Ný innkeyptar vörur e™:ú komnar hjá Ryel, í stærra og fjölbreyttara úrvali en sjest hefir hjer á Akureyri, og vegna mjög hagstæðra innkaupa, beint frá verk- smiðjunum, er verðið afariágt. — Gríðarstórt úrval fýrirfinst af alls- konar herra, ungl. og drg. fatnaði, með okkar ágæta sniði. Athugið fötin hjá Ryel, og þið sjáið hinn feikna mun á okkar fatnaði og hin- um algenga verksmiðjufatnaði. Afar-fjöibreytt úrval er ennfremur á boðstólum af fallegum gardínutauum frá 0,60 m, afmældar gardínur hv. og misl, frá 4,90 fagið með kappa. Allskonar fallegar og mjög ódýrar álnavörur, dömu- herra- og barnasokkar ótal teg. Allskonar nærfatnaður, golftreyjur, peysur, borð- og dívanteppi, matardúkar og mjög ódýrir kaffidúkar, manchettskyrtur, flibbar, bindi, axlabönd, röndóttar herrabuxur, vinnubuxur frá 5,25, sportbuxur frá 8,75 og ótal margt fl. Sannir sparnaðarmenn athuga bæði verð og vörugæði, og bestu og smekklegustu vörurnar fyrir lægst verð eru ætíð hjá Baldvin Ryel. Frú Lula Mysz-Gmeiner, próf. við hljómlistaskólann i Beilín, hefir haldið 2 hljómleika, síðastl. laug- ardag og þriðjudag. Bæði sinn hefir aðsókn verið mikil, og er það sjald- gæft á þessum tíma árs, að fólk fjöl- menni á 2 hljómleika með stuttu bili á milli, þar sem mestmegnis er um sömu áheyrendur að ræða. Petta kemur af því, að þessi söngkona hug- tekur áheyrendurna með söng slnum. Pað er ekki listin tóm eða góður skóli, sem gerir söngmanninn, heldur góður barki, sál og list, og frú próf. Gmeiner hefir þetta alt í ríkum mæli. Jeg hefi sjaldan heyrt sungið af jafn- mikilli tilfinningu. Hljóðin eru fögur, mjúk og hljómmikil; jafnvel veikasta pianissimo fyllir salinn, og meðferðin yndisleg. Um skilninginn ætla jeg ekki að tala. Pað er alkunna, að Germanir rista dýpra í músik en aðrar þjóðir heimsins, og þessi kona hefir öll einkenni Germana: hún syngur með lílrama og sál. Alt söng frúin ágætlega, og tæp- lega hægt að gera þar upp á milli, þótt viðfangsefnin væru næsta ólík. Aðdáanlega þótti mjer frúin syngja Wohin og Von ewiger Liebe eftir þá Schubert og Brahms og Herr Oluf eftir Loewe var glæsilega sungið. Síðara kvöldið söng frúin Erlkönig svo dásamlega vel, að jeg hefi aldrei heyrt hann líkt eins vel sunginn og hefi jeg þó heyrt hann oft prýðilega sunginn. Pá söng hún og Der Tod und das Mádchen innilega fagurt. Parf eigi um það að fjölyrða: alt sem frúin söng var þrungið af tilfinningu og listasmekk. Meðferðin á íslensku lögunum var afbragð, og eigi tiltöku- mál, þótt framburði væri dálítið ábóta- vant. Aldrei hefi jeg haft jafnmikið yndi af, að heyra Kirkfuhvol og Draumalandið var aðdáanlegt. Undirleikur hr. Haesers var afburða- góður, og má segja, að hjer væri hvað eftir öðru, langt fram úr þvf, sem við eigum að venjast. Sólóspil hans var frábært, og mun hann sjald- an hafa leikið betur. Mörgum munu þessi hljómleika- kvöld þeirra frú Mysz Gmeiner og br. Haesers minnisstæð, sem ein hin unaðsríkustu á æfinni. V. St. ■■ Úr heimahögum. Kirkjan. Messað á sunnudaginn kl. 12 í Lögmannshlíð og kl. 5 s. d. á Akureyri. Börn, sem á að ferma í haust, tali við prestinn eftir messu. Kirkjuvigsla. Ásunnudaginn var hinnýja kirkja í Hrísey vígð með mikilli viðhöfn. Vígsluathöfnina framkvæmdi prófasturinn í Eyjafjarðarsýslu, sjera Stefán Kristinsson Völlum, sem jafnframt er prestur hins nýja safnaðar. Honum til aðstoðar voru 6 prest- ar aðrir. Mikill mannfjöldi var gestkom- andi í Hrísey vígsludaginn. Varðskipið Óðiun flutti fólk hjeðan úr bænum og af Hjalteyri út eftir, og voru yfir 200 manns r þeirri för, m. a. söngflckkur (karlakór) hjeðan innan að, undir stjórn lngimundar Árnasonar, er annaðist kirkjusönginn, Hríseyjarkirkja er hið prýðilegasta hús, ■bygt úr steini. Er aðalkirkjan 10,7X7,25 m, kórinn 4X3,75 m og forkirkjan 3X3,25 m að stærð. Blá hvelfing er í kirkjunni, skorin sundur með gullnum listum í reiti, jafnt aðalkirkja og kór. Ekkert loft er í kirkjunni. Er söngflokknum ætlaður stað- ur niðrf að norðanverðu næst kór. Turn mikill er á kirkjunni, svo hún sjest lang- an veg og sker sig úr öðrum húsum. Hafa Hríseyingar hinn mesta sóma af kirkju sinni. Stórhjsi er O. C. Thorarensen lyfsali í þann veginn að byggja á lóðinni sunnan við Brauns verslun i Hafnarstræti, og ætl- ar að flytja þangað lyfjabúð sína, er það er fullgert. Húsið á að vera þrílyft stein- steypuhús, 30 álnir á lengd og 16 á breidd og austur úr því norðanverðu á að liggja einlyft álma 30 álna löng. Verður húsið hið veglegasta. Yfirsmiðir þess verða þeir byggingameistararnir Jón Guðmundsson og Einar Jóhannsson. Þormóður Sigurðsson cand. theol. frá Ystafelli hefir verið settur prestur að Þór- oddsstað. Var hann vígður þangað 19. þ. m. Samtímis var Knútur Arngrímsson vígður til Húsavíkur. Súlan er nú hætt síldarathugunum sín- um, en ráðgert er að hún hefji póstflug kringum landið upp úr helginni, og haldi því uppi nokkra daga. Er þetta reynslu- flug til þess að vita, hvernig það gefst að koma pósti á sem flesta staði sama dag- inn. Undir reynsluflugi þessu ^er það mikið komið, hvort leknar verða upp reglu- bunduar póstflugferðir næsta sumar. Akureyrarbió. Alþýðusýningar byrja þar á sunnudaginn kemur kl. 5 síðd., og verða framvegis á hverjum sunnudegi á sama tíma. Verðið er nrikið lægra en á kvöldsýningunum: barnasæti 25 au. en önnur sæti 75. aura, nema hin fáu stoppuðu sæti á 1 krónu. Sjerstaklega eru þessar sýnii gar hentugar fyrir "börn Á þessari fyrstu alþýðusýningu verður myndin »Demantar« sýnd í síðasta skiftið og auk hennar »Frjettablaðið«. Eru það niyndir af viðburðum senr gerst liafa út um heiminn. Sýnir það í þetta sinn m. a. myndir af flugsiysinu mikla í Kaup- mannahöfn, þar sem fslendingurinn Leifur Guðmundsson misti lífið. Silfurbrúðkaup átti í fyrradag Baldvin Jónsson verslunarstjóri og frú hans, leik- konan Svava Jónsdóttlr. Mannbjörg. Nova bjargaði á leið sinni hingað milli Færeyja og islands bátkænu nreð 8 mönnum á. Var það skipshöfn af norskri mótorskútu, er skyndilega hafði sokkið nokkrunr mínútum áður. — Hefði Novu ekki borið þarna að, var mönnun- um dauðiun vís. Barnaskólabyggingin. Á síðasta bæjar- stjórnarfundi var samþykt tilboð um lán til barnaskólabyggingarinnar fyrirhuguðu, að upphæð 100,000 kr. danskar. Á lánið að veitast til 25 ára og útborgast með 95°/o. Ársvextir eiga að vera 5°/o og umboðs- laun 2°/\ Bæjarstjóri útvegaði láristilboðið Sildveiðin. Rúmlega 93‘ /a þúsund tunnur eru nú komnar í salt og tæp 27 [þúsund krydduð á öllu landinu, og 230 þús. mál í bræðslu. Á sama tínra í fyrra höfðu um 160 þús. tn. verið saltaðar og um 60 þús, kryddaðar, og unr 400 þús. mál farið i bræðslu, og samtímis árið þar á undan höfðu aflast 74 þús. tunnur af saltsíld, 24 þús. tn. kryddsíld og S0 þús bræðslumál, Álitið er að Norðmenn hafi veitt utan landhelgi ánróta mikið og nú hefir verið saltað og kryddað í landi. Kolaskip eru nýkomin til Ragnars Ól- afssonar og Axels Kristjánssonar. Hafa kolin verið seld á bryggju fyrir 35 kr. snrá- lestin. Fisksalan. Verð á fiski, einkum stór- --------------------S Barnaprjónaföt Bláar karlmannapeysur, KarLmannaföt, mikið úrval, Yfirfrakkar koma með s,s. Island, Hamborg. x.____________________r1 Coxton Shoe Co. býr eingöngu til karlmannaskófatn* að, sem útilokar alla samkepni, bæði hvað verð og gæði snertir. Biðjið um sýnishorn og verð* tilboð frá /. S. Kvaran Akureyri, einkasala verksmiðjunnar hjer á landi. fiski og mitlifiski, hefir farið hækkandi hjer innanlands síðustu vikurnar. Mun það verð, sem síðast liefir verið selt fyrir, vera frá 126 kr. til 130 kr. pr. skpd. Sem stendur er mikil eftirspurn eftir stórfiski. Útflutningur á fiski er mjög ör. Hafa 9 eða 10 skipsfarmar farið frá landinu í þessum mánuði.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.