Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 20.06.1930, Blaðsíða 3

Íslendingur - 20.06.1930, Blaðsíða 3
ÍSLENDINGUR 3 i • Ntítastykk fleiri fegundir fyrirliggjandi Þörsteinn Sigvaldasen. Fjöra dnglega sjömenn vantar mig á herpinótaveiðar. Ingvar Guðjdnsson. sjúklingum og Akureyrarsjúlcrahús með 20, annars eru ckki í neinum hluta hjeraðsins neinn sjerlegur mun- ur á tölu heimila og tölu sjúklinga, — þ. e. víðast eru hinir skráðu sjúklingar undantekningarlítið aðeins einn og einn á heimili. Hinsvegar gæti jeg trúað, að ef vandlega væri aðgætt, mætti á sumum heimilum telja íram þó nokkra berklasýkta heimilismenn, eða jafnvel heilar fjöl- skyldur. Jeg hef ekki getað kynt mjer þessi hlutföll eins ítarlega og jeg hefði viljað, enda hefði jeg þurft til þess mikinn tíma. Hin mismunandi sýking eftir hrepp- um hefir verið svipuð í mörg ár, þ. e. tiltölulega mest í Saurbæjarhreppi og Glæsibæjarhreppi, eða rúmlega 3% í hvorum þessara hreppa mið- að við hreppsíbúa. I3ar næst kemur Skriðuhreppur, þá Akurejrri, þvínæst Arnarness- hreppur og svo hinir hrepparnir, lækkandi hver af öðrum lítið eitt, en enginn með minna en 2% berkla- sjúldinga í hlutfalli við íbúatölu. Eftir kynferði skiftast hinir 247 sjúklingar í 113 karlmenn og 134 konúr. Og eftir aldri eru hlutföllin í stór- um dráttum þessi: Sjúkl. 0 — 20 ára 72 — 20—40 ára 152 — yfir 40 ára 23 Alls 247 Frá því jeg tók við Akureyrar- hjeraði 1907 (í júlímánuði) hefir tala skráðra bérldasjúklinga hjeraðsins hækkað úr 60 upp í 247. Á hvcrju ári liafa bætst við nýir sjúklingar, sem jeg undirritaður og aðrir lækn- ar hjeraðsins hafa fundið og talið fram eins og lög gera ráð fyrir. Fó árlega hafi stöðugt dáið eða fiutt burt gamlir sjúklingar og nokkrum hafi batnað, hefir tala nýrra sjúkl- inga verið hærri, svo að hópur hinna skráðu hefir flest árin vaxið, en þó hefir þetta verið'mjög mismunandi, — t. d. bættist við árið 1908 24 nýir sjúkl., en árið eftir (1909) að- eins 11; — árið 1915 bætast við 58 nýir sjúklingar, 1920 aftur aðeins 16; 1927 bætast við 60 nýir, en 1929 aðeins 13 o. s. frv. Þetta sýn- ir hve veikin gengnr bylgjótt, og er reynslan hjer sem víðar sú, að vissar sóttir eins og mislingar, kíg- hósti, mænusótt, inflúensa og kveí- sóttir eiga mikinn þátt í að auka berklana eða skara eld að þeim, eí svro má segja. ; (Framh.) Úr heimahðgum. 17. júni. Lítiö var um hátíðahöld hjer þann 17. — Þó komu allmargir bæjarbú- ar saman í Samkomuhúsinu uni kvöidið fyrir forgöngu söngfjelagsins »Oeysir«. — Mintist Sig. Guðmundsson skólaineislari Jóns Signrðssonar í stuttri ræðu og Bryn- lcifur kennari Tobiasson mælti fyrir minni fslands. Geysir söng nokkur lög — og að síðustu var dansað. Skipakomur. „Ægir“ kom hingað á iniðvikudagsmorguninn og sótti söngflokk- inn »Geysir« — -sem tekur þátt í sarn- söngnum á Þingvöllum á Alþingishátíð- inni. — Einnig fóru með skipinu nokkrir af kennurum Gagnfræðaskólans og 5. bekkjar nemendur á nátíúrufræðisnámskeið suðurí Fljótshlið. — »Nova« kom áþriðju- dagskvöldið og fór á mtðvikudaginn á- leiðis til Reykjavíkur með fjölda faiþega og »Gullfoss« kom að austan á fimtudags- kvöldið og fór eftir litla viðdvöl með enn- þá meiri fjölda farþega — flest alt Al- þingishátíðargesti. Fiskafli stöðugt ágætur þegat beita fæst — en talsverður hörgull hefir verið á henni nú utn tími. Bandalag íslenskra listamanna hafa nórrænil rithöíundafjelögin viðurkent s^m rithöfundafjelag íslands\jafnrjetthá og hin fjelögin. Bauð norska rithöfimdafjelagið bandalaginu að senda 5 fulltrúa á norræna rithöfundaþiogið, sem haldið var í byrjun júní. Fulltrúar bandalagsins þar voru þeir Gunnar Gunnarsson, Halldór K. Lax- ness, Kristmaun Guðmundsson, Sigurður Nordal og Þórbergur Þórðarson. Danskur landmœlingamaður, Johaitsen að nafni, druknaði fyiir skömtnu í Norð- urá í Skagafirði. — Datt með hann hestur. — Yfirmaður í mælingasveitinni, Valde- mar Devantier, lagði líf sitt i hættu að bjarga fjelaga sínum, en árangurslaust; sjálfur meiddist hann alltnikið við björg- unartilraunina, svo að flytja varð hann hingað til bæjarins og hefir hann legið á sjúkrahúsintt síðan, en er nú að mestu bötnuð meiðslin. Skemtijerð ætlar Ungmennafjelag Akur- cyrar að fara fram í Garðsárgil á morgun á vörubílum, og leggur af stað frá »Bif- röst« kl. 9 f. h Vel gert. í nótt kom hitigað vjelbátifr frá Frederiksund í Danmörku. — Hann er 20 snrálestir með 50 Hk. Tuxham-vjel, — Var hann aðeins 7 daga á leiðinni og hrepti þó versta veður. Báturinn er seld- ur til Ólafsfjarðar. Flugvjelarinnar var von í' gær en sú von brást, hennar er einnig von í dag, hvað sem verður. Kven-snmarkápur seljast með 10 til 25 prc. afslætti BRAUISIS VERSLirN. Páll Sigurgeirsson, nýjn sjóstígvél vörumerkið „PACIFIC“ eru búin til úr frúbærilega haldgóðu gúmmt', og eru nú þrautreynd sem heimsins sterknstn Aðalumboðstnaður á íslandi: Th. Bettjamínsson Lækartorg 1. Reykjavík. Birgðir í Kaupmannahöfn hjá BERNHARD KJÆR Gothersgade 49, Möntergaarden Köbenhavn K. Símnefni: Holmstrom. TIL SÖLU 3 tonna mótorbátur með 6 hk, Skandia-vjel. Upplýsingar hjá Stefáni Vilmundssyni, Hafnarstræti 97, Akureyri. Þýskarœenskar BÆKUR eftir þektustu höfunda. Mjög ódýrar. Fást í Békav. Kr. Guðmondssonar. iilflY* fipiP semekkihafa Hllii puii j borgað mier »FÁLKANN« írá 1. jan. til 1. júlí þ. á. fá ekki Alþingishátíðarblaðið (100 síður) fyr en þeir hafa gert full skil. Guðjón Manasesson. Máia hús og glugga að utan. Johs. Nissen, Oddeyrargötu 32. Eins og að undanförnu, verða kýr ekki haíðar í pössun á þessu sumri. bin aftur er bæjarbúum skylt að hafa þær kýr í íjelagspöss- un, sem ganga eiga í högum bæj- arins. I3eir kúaeigendur, sem brjóta á móti því, verða að greiða auka- hagatoll til bæjarins, • sem svarar pössunargjaldi. Kýr má ekki hafa annarsstaðar í bæjarlandinu ejn í kúahögum í Fjallinu og Kjarna- landi. Hestaeigendum er skylt að til- kynna um' þá hesta, sem þeir ætla að hafa í högum bæjarins og hve langan tíma. Sjáist hestar bæjar- búá í högunum, sem ekki er beðið fyrir, er litið svo á, sem þeir eigi að vera þar, og krafið um hagatoll fyrir þá. Ferðamannahestum má eigi sleppa í bæjarlandið, nema í hestahólíið viö Glerá. Sauðfje og geitum ber að halda til búfjárhaga og skorað er á garða- og túneig- endur að girða Iönd sín fjárheldum girðingum eins og gcra ber eftir bæjarreglum. Jdn Sveinsson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.