Alþýðublaðið - 11.09.1923, Side 1

Alþýðublaðið - 11.09.1923, Side 1
1923 Þriðjudagitsn 11. september. ^07. tölublað. föearf ELEPHANT * CÍGARETTES | SMAS0LUVERÐ 50 AURAR PAKKINN ♦ ♦ THOMAS BEAR & SONS, LTD., i LONDON. Fnlltrúaráðsinndnr verður haldinn í Alþýðuhúsinu f kvöld, þriðjudaginn 11. sept., kl. 8. Áríðandi að sækja fund og koma stundvíslega. Ttltæki Eggerts Claessens. Illa mælist að makiegieikutn iyrir tiltæki Eggerts Claesseus binkastjóra að be'ta fjárvaldi íslandsbanka tii þess að reyna að koma í veg fyrir, að sam- komuiag komist á milli sjómanna og útgerðarmanna, endá verður ekki annað sagt, en að með því sé unnið þreialt óhæfuverk. Fyrst og fremst er beint ráð- ist á hagsmuni einnar nytsöm- ustu vinnustéttarinnar í landinu, sjómannanna, með því að lána fé til að standast kostnaðinn við bindingu togaranna í því skyni að hjálpa tii að kúga þá til kaupiækkunar. í öðru lagi er reynt að þröngva útgerðarmönn- um sjálfum til þess að halda verkbanninu og notkunarleysi skipanna áfram, þegar þeir fara sjáifir að sjá, hve fráleitt hátta- lag þeirra er, raeð hótunum um afarkosti í viðskiftum, ef þeir hugsi til að starfrækjr útgerðina. Þriðja hliðin á tiltækinu er sú, sem að ríkinu snýr. Þar er beint gengið á samninga milli þess og bankans um stuðning við atvinnu- vegina af bankans hálfu gegn forréttindum þeím og hlunnind- um, sem bankinn rýtur af rík- islns hálfu, en auk þess eru hafðar af ríkirsjóði tekjur þær, er hann mundi hafa, ef útgerðin væri stirfrækt. Þettá framferði bankastjórans er þannig þjóö- slcaðlegt, því að það er jöfnum höndum árás á atvinnurekendur og verkamenn yfirleitt og auk þess á heild beggjt þesgará stétta og allra annara, alla þjóðina. En úr því að framferði baoka- Stjórans er þjóðskaðlegt, þá er llka í augum uppi, að hann er skáðræðismaður í stöðu þeirri, er hann nú gegnir, og þess vegna bráðnauðsynlegt að búa svo um, að endi verði bundinn á sllk til- tæki háns sem þettá síðasta framvegis. Hér er með vilja talað um Eggert Claessen einn saman, þótt f bankastjórninni séu tveir menn aðrir, því að þeir eru af ríkisstjórninni settir yfir bankann til þesS að gæta hagsmuna rfk- isins, og verður þvf ekki ætlað, þar til annað sannast, að þeir séu meðsekir í þessu tiltæki Eggerts Claessens. Hitt mun heldur, að hann neiti þess, að þeir oru að eins >settir«, en þeir þykist hins vegar ekki hafa tök á að beita sér gagnvart honum, þar sem laust er fyrir að baki þeim. En ef ástæðan að mót- spyrnuleysi þeirra gegn tiltæki Eggerts Claessens er ekki af þessu runnin, þá stafar hún frá honum, og þá er þeim nauð- synlegt að losna undan áhrifum hans. Almenningur liggur þannig á báðar hliðar undir skaðlegum áhrifum frá Eggert Claessen, og það er ekki iíklegt, að undan Sú þriðja kemur út í okt, — þangað til verður tekið á móti áskriftum í sfma 1269. þeim verði auðvelt að losna, ef hann fær að ganga upp f þeirri dul, að hann geti Crið með bæði átvinnuvegi þjóðarinnar og stjórn ríkisins eftir geðþótta sín- um. í veg fyrir það verður að koma, og til þess er ekki nema eitt óbrigðult ráð. Hann vérður að fara frá bank- anum. Þess verður almenningur að krefjast, því að á meðan þeirri kröfu er ekki fullnægt, getur enginn, hvorki atvinnurekandi né verkamaður, verið óhultur um at- vinnu sína. Menn eiga á hættu, að þeim séu allar bjargir bannaðar, ef þeir vilja ekki í öilu fara að vilja Ólafs Thors, og þeir hafi engar nytjar ríkisstjórnarinnar sér til verndar, nema ráðstafanir hennar séu í samræmi við fyrir- ætlanir Hjaltá Jónssotsar. Það verður að gera hluthöfunum tvo (Framhald á 4. síðu)

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.