Íslendingur


Íslendingur - 11.04.1936, Blaðsíða 1

Íslendingur - 11.04.1936, Blaðsíða 1
LENDING Ritstjóri: Einar Asmundsson. — Sími 359. Afgreiðslumaður: Hallgr. Valdimarsson. XXII. árgangur. Akureyri, 11. apríl 1936 14. tölubl. a samvinnu um spar ma rt g> flflfc* lii Fyrirvari Sjálfstæðismanna í fjárveitinganefnd Sjálfstæðismenn í fjárveitinganefnd sameinaðs þings undirrituðu nefndarálit um fjárlögin, sem fór í þessa átt: Með því að nauðsynlegt er að draga úr álögum á atvinnuvegum landsmanna, svo atvinna og framleiðsla megi aukast, leggjum við til að felt verði niður við- skiftagjald af nauðsynjum, sem samþykkt var á síðasta Alþingi, og ennfremur útflutningsgjald af sjávarafurð- um. Erum reiðubúnir til samvinnu við stjórnarflokk- ana um niðurfærslu gjalda á fjárlögum. Þetta samvinnutilboð hefir ekki verið virt þess að taka því — en í eldhúsumræðunum báru stjórn- armenn það á borð fyrir kjós endur, að SjálístæÖismenn gætu ekki bent á neina liði, sem færa mætti niður nema þá helst atvinnubótafé. Það liggur í augum uppi, að minni- hlutaflokkur, sem byður samvinnu um niðurfærslu útgjalda, hann mun aldrei að fyrrabragði koma fram með sundurUðaöa skýrslo um þær upphæðir; sem falla skuli. Ef flokk- urinn gerði það, væri hann um leið buinn að taka á sig þær miklu óvin- sældir, sem oft og ævinlega leiða af slíkum niðurskurði, en meirihlutinn væri síðan ekki skuldbundinn til að ganga inn á þær tillögur og gætu á eftir notað þæ'r í »agitations«- skyni. Það mesta sem minnihlutafl. eins og Sjálfstæðismenn geta gert — er aö bjóða samvinnu og með- ábyrgð á væntanl, niðurskuröi íjárlaga. Frá eldhúsdeginum: KrafaSjálfstæðismanna umþingrof Úr trum-ræðu Ólats Thors, íormanns Sjálfstœðisflokksins- Herra forseti! Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins, sem er stærsti stjórnmálaflokkur í landinu og hlaut við síðustu kosningar framt að helming allra atkvæða og sem nú hefir áreiðanlega að baki sér mikinn meirihluta allra kjós- enda, vil ég skora á ríkisstjórnina að hún rjúfi þegar þing og láti fara fram nýjar kosningar. Þetta rökstyðjum við ekki aðeins með því, að vilji Sjálfstæð- ismanna hafi yfirleitt verið vettugi virtur, heldur hefir stjórn- in einnig brugðist loForðunum til sinna eigin kjósenda, en fyrst pg fremst ber á það að líta, að þjóðin er nú svo aðþrengd að hrun og frelsisskerðing liggur við borð, ef ekki er breytt um stefnu. — Við treystum því að núv. áítand og útlit sé orðið nægilega mörgum kjósendum Ijóst til þess, að takast mætti að snúa stjórn- málunum inn á réttar brautir og forða frá yfirvofandi hruni. Enn eg mun flytja fram ýtarlegri rök í þessu máli helt Ó. Th áfram. í málasamningi Framsóknarmanna og sosialista, sem byggður er á 4 ára á- æltun sosialistanna var höfuð áhersla lögð á fjármál, skatta og afurðasölu, Það skal nú athugað hvernig þeir hafa staðið við loforðin til sinna eig- in kjósenda um þessi mál. Síðan tók Ó. Th. a/uröasöluna fyrir og syndi fram á hvernig bæði fram- kvæmd kjöt- og mjólkursölulaganna hefði veriö spilt fyrir handvömm Hann benti á hin eindrengu tnót- mæli allra framleiðenda vestan heið- ar gegn framkvæmd mjólkurlaganna þar sem ílokkshagsmunir sosialista hefðu verið iátnir sitja í fyrirrúmi og 10 hver kýrnyt mjólkuð til þeirra. Ó Th. skýrði frá að nýverið heföi yer ið aðalfundur Kaupfétags Borg- Hrbinga þar sem samþykt var með 16 samhijóða atkvæðum að skora á ráðherra og Alþingi að mjólkurbúin á verðjöfnunarsvæði Reykjavlkur og Hafnarfjaiðar hafi alla stjórn á sinni hendi í þessum málum. Ó. Th. syndi fram á að það væri kaldhæðni ör- laganna að lögð væri áhersla í 4 ára áætluninni á að »draga úr milliliðum og dreifingarkostnaöi* enn svo hefði útkoman orðið sú að þessi kostnað- ur hefði hækkað fyrir sleifarlag á framkvæmd laganna. J?á vitnaöi Ó. Th. enn í 4 ára áætl- unina um skattarnálin og las upp úr því skjali ákvæöi þar sem segir að tollum og sköttum skuli létt af almúganum en aflað tekna f ríkis- sjóð með álagningu á hátekjur fyrst og fremst. Þegar á fyrsla þingi núv. stjórnar voru þessar álögur hækkaðar um 2 — 3 miljónir og 1935 var enn bætt við, svo þær eru nú komnar nær 5 miljónum. Mestur hluti allrar þessarar álagningar lendir á nauðsynjar og neysluvörur almennings og atvinnuveganna. — Stjófnin hefir veifað því, að tekju- skatturinn nýji lenti aðeins á háum tekjum en kæmi ahnenningi ekkert við. Sjálfstæðismenn sýndu fram á að hækkunin yrði til þess að bæjar- og sveitarsjóðir kæmust í þrot og þá væri ekkert annað að gera en finna nýjar tekjulindir handa þeim, og það yrði þá helzt með því að leggja vörugjöld á nauðsynjar almennings, og yfirfærðist þannig þessi »hátekju- skattur* yfir á neysluvörur almenn- ings. Aðili, sem rikisstjórnin hiytur að telja dómbærann hefir nú skbrið úr þessu og er það nefnd sú sem samið hefir nýtt frv. um tekjustofna sveita og- bæja. (Frh. á 2. síöu) Frakkar hafa svarað tillögum Þjóðverja, en svarinu tekið stirðlega í Þýzkaiandi. kröfugöngur átt sér stað í simbavidi við fundi stjórnmábmanna, þar sem látnar hafa verið í Ijósi akveðnar óskir um að stjórnin stefndi að meira friðaröryggi. EDEN utan- ríkismálar:ið- herra hefir sagt á þing- fundi að 18- mannanefnd- in mundi koma samah og akveða nAnar refsi- aðgerðir. — Hann við- hafði þau orð || á þingi, að þrennt væri það, er hann vildi sji kom- ið í fram- kvæmd, og það væri að öll Evrópa gengiíÞjóða- bandalagið — að nýr sátt- máli kæmi í stað Locarno og að ágreiningsmál- um utan Evrópu yrði rlðið til frið- samlegra ljrkta. BADOGLIO MARSKÁLKUR hefir sagt í opinberri tiliiynningu að und- anfarnir ósigrar Abessinumanna geri Itölum mtígúlegt að framkvæma stór- Frarnhald á fjórðu slðu, FLANDIM. FRANSKA STJÓRNIN hefir mí svarað tillögum Hillers frá því f síðustu viku, með all ýtarlegu skjali. Er þar fyrst rakið hvernig sambúð- in hafi verið við Þýzkaland og kvartað undan því að þeir hafi gengið á geröa samninga. Síöan eru ndkvæm ákvæði um meðferð Rínarsvæðanna og skal Þjóðverjum óheimilt að víggirða svæðin, en al- þjóðalögregla eigi að gæta þeirra. Þýzk blöð taka tillögunum frem- ur stirðlega. Segja þm að þarna sé andinn frá Versailles kominn aftur og virðist Frakkar hafa ekkert lært og enau gleymt á árunum, sem síðan eru liðin. AlmenningSíilitið í Frakklandi er talið hallast mjög á þi sveif, að reynt verði að búa sein be2t um aö friöur geti haldist. — Sama er að segja frá Englandi og hafa allmiklar

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.