Fréttablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 5

Fréttablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 5
ADVICE hópurinn telur hagsmunum Íslands best borgið með því að fella Icesave-lögin þann 9. apríl. Auglýsingar og annað starf hópsins er greitt með frjálsum framlögum og vinnuframlagi sjálfboðaliða. Tölvupóstur: advice@advice.is www.advice.is Nei - því Icesave samningur festir gjaldeyrishöft í sessi Samþykkt Icesave samningsins mun framlengja gjaldeyrishöft til margra ára, eins og ríkisstjórnin og Seðlabanki hafa einmitt boðað nýverið. Gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir að atvinnulífi ð vaxi af nauðsynlegum krafti. Nei - því aðgangur að lánsfé ræðst af fl estu öðru en Icesave Fullyrt er að samþykkt samninganna opni dyr að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum. Vandséð er hvernig aukin skuldsetning með samþykkt Icesave-samninga á að laða að erlent lánsfé. Fjármagn leitar í arðsöm verkefni, við hagstætt og stöðugt rekstrarumhverfi . Það sem torveldar aðgang að erlendu lánsfé nú er miklu frekar ástand á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, gjaldeyrishöft, ómarkviss og afturvirk lagasetning og óhag- stæð skattastefna. Nei - því Icesave hækkar skuldir ríkisins og eykur ríkisábyrgðir um 50% Skuldir ríkissjóðs nema nú þegar eins árs landsframleiðslu og ekki er ráðlegt að bæta við þær óvissri viðbótarskuld í erlendum gjaldeyri. Burtséð frá óvissri hækkun skulda er ljóst að Icesave hækkar ríkisábyrgðir sem í gildi eru um 50%. Nei - því Icesave samningurinn kallar á hærri skatta á fyrirtækin Icesave samningurinn hækkar skuldir ríkisins og fjárþörf um 26 milljarða strax á þessu ári. Þessi fjárhæð verður ekki greidd nema með hærri sköttum á fyrirtæki og almenning. Nei - því skuldatryggingarálag hefur batnað síðan Icesave II var hafnað Skuldatryggingarálag í skuldabréfaviðskiptum hefur reynst betri mælikvarði á raunverulegt lánshæfi en einkunnir matsfyrirtækja. Á meðan matsfyrirtækin voru enn að gefa íslenskum bönkum hæstu einkunn var skuldatryggingarálag löngu búið að rjúka upp. Eftir að þjóðin felldi Icesave II hefur skuldatryggingarálag á skuldabréf ríkisins lækkað um meira en helming á sama tíma og það hefur hækkað hjá mörgum ríkjum Evrópu. Nei - því samþykkt Icesave samningsins skapar ekki traust Helstu viðskiptablöð heims, Financial Times og Wall Street Journal, birta í leiðurum sínum stuðningsgreinar við málstað Íslands í Icesave-deilunni. Það er aðeins í íslenskri umræðu sem sem menn trúa því að við þurfum að samþykkja Icesave- ánauðina til að „endurheimta traust erlendis”. Nei - því fjárfestar hafa áhuga á góðum viðskiptatækifærum Icesave-deila fjármálaráðuneyta Bretlands og Hollands hindrar ekki viðskipti íslenskra fyrirtækja við útlönd. Þrátt fyrir erfi ðar aðstæður á erlendum fjármálamörkuðum hafa íslensk fyrirtæki fjármagnað sig með góðum árangri erlendis á undanförnum mánuðum. Það eru mörg hundruð ágreiningsmál í gangi milli ríkja í Evrópu. Icesave er bara eitt af þeim og fjárfestar munu ekki láta það koma upp á milli sín og góðra viðskiptatækifæra hér á landi. Væri Já gottfyrir atvinnulífið?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.