Fréttablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 6
7. apríl 2011 FIMMTUDAGUR6 SJÁVARÚTVEGUR Koma á í veg fyrir kvótaframsal með skattlagningu, samkvæmt óbirtum tillögum Sam- taka atvinnulífsins (SA). Samtök- in kynntu í fyrradag hugmyndir um að afnotatími útgerða af kvóta verði 35 ár, með möguleika á fram- lengingu í rúm 52 ár. Þá vilja sam- tökin að veiðileyfagjald miðist við hagnað fremur en framlegð útgerða. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur gengið treglega að fá full- trúa ríkisstjórnarinnar til fundar um hugmyndir SA. Samtökin halda aðalfund sinn í dag en þar halda erindi bæði Vilmundur Jósefsson, formaður SA, og Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra. Til stóð að birta í gær seinni hluta tillagna SA í sjávarútvegs- málum, en birtingunni var frest- að þar sem endanlegum frágangi þeirra var ekki lokið. Vilmundur Jósefsson, formað- ur SA, segir tillögur samtakanna sem eftir eiga að koma fram snúa sérstaklega að framsali aflaheim- ilda. „Í reynd lúta tillögurnar að því að allt nettóframsal innan árs- ins verði skattlagt hressilega. Sem þýðir þá að menn veiði sínar heim- ildir,“ segir Vilmundur og kveður tilganginn meðal annars að koma í veg fyrir „rugl“ sem viðgengist hafi síðustu ár í því að menn fái afhentar veiðiheimildir og leigi þær út, en lifi sjálfir „praktuglega“. Vilmundur segir að til að við- halda hagræðingu sé eftir sem áður nauðsynlegt að heimila framsal á veiðiheimildum innan fiskveiðiárs- ins. „En allt nettóframsal verður skattlagt upp í topp.“ Þá sé gert ráð fyrir því að hluti kvóta gangi áfram í potta sem standi undir hlutum á borð við línuívilnun, byggðakvóta, strandveiðar og jafnvel nýliðun í greininni. Vilmundur segir að nú þegar fari um 16 þúsund þorsk- ígildistonn í slíka potta. „Og það er alveg hellingur.“ Með þessum tillögum og þeim sem þegar eru fram komnar vonast Vilmundur til þess að hægt verði að leiða til lykta deilur um fram- tíðarskipan sjávarútvegsmála. „Ef einhver sanngirni er í þessu máli ætti sá grundvöllur að vera kom- inn. Búið er að taka á allmörgum málum sem leiðrétta kerfið og gjör- breyta því í reynd.“ olikr@frettabladid.is Faxafeni 14 www.heilsuborg.is Verð 5.800 kr. Skráning á mottaka@heilsuborg.is eða í síma 560 1010 Streita og svefntruflanir Hvað er til ráða? Námskeið föstudaginn 8. apríl kl. 14.00–17.00 Erla Gerður Sveinsdóttir, yfirlæknir HNLFÍ og Heilsuborgar Magna Fríður Birnir, hjúkrunarforstjóri HNLFÍ Sigrún Ása Þórðar dóttir, sálfræðingur og verkefna- stjóri HNLFÍ og Heilsuborgar Verslun Ármúla 26 522 3000 Opið: virka daga 9.30–18 laugardaga 12–17 VERÐLAUNA- HLJÓMUR FRÁ KEF Hátalararnir frá KEF hafa unnið til margra verðlauna, bæði fyrir hljóm og hönnun. KEF hátalararnir eru því ekki síður fyrir augað en eyrað. Tær og þéttur hljómurinn umlykur þig eins og í risastórri hljómleikahöll. Komdu og leyfðu okkur að leyfa þér að heyra. 239.995 Verð fyrir parið: www.hataekni.is Vi l tu v i ta me i ra um þet ta tæk i? Í reynd lúta tillögurnar að því að allt nettó- framsal innan ársins verði skattlagt hressilega.“ VILMUNDUR JÓSEFSSON FORMAÐUR SAMTAKA ATVINNULÍFSINS Skattar komi í veg fyrir framsal kvóta Samtök atvinnulífsins vilja heimila kvótaframsal innan fiskveiðiárs en skatt- leggja „nettóframsal“ hressilega. Sjávarútvegsfyrirtækin eiga að nýta fiskveiði- heimildir sínar til veiða. Samtökin hafa stungið upp á 35 ára afnotatíma kvóta. LANDFESTAR Samtök atvinnulífsins hafa lýst því yfir að ekki standi til að gefa eftir kröfur um að sátt náist um framtíð fiskveiða áður en skrifað verði undir kjarasamninga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM TOLLGÆSLA Tollgæslan lagði nýverið hald á töluvert magn af fölsuðum Gillette Fusion Power rakvélarblöðum. Um var að ræða hraðsendingu frá Hong Kong. Þetta er í fyrsta skipti sem toll- gæslan hér á landi leggur hald á fölsuð rakvélarblöð. Talið er lík- legt að rakvélarblöðin hafi verið ætluð til sölu hér á landi. Almenningi getur reynst erfitt að þekkja muninn og ekki fyrr en við rakstur að spurningar vakna um lögmæti vörunnar. Tollgæsl- an bendir almenningi á að óeðli- lega lágt verð geti verið ávísun á fölsun. Einnig örlítill blæbrig- ðamunur á umbúðum, svo sem óskýrir stafir, litir og myndir. Jafnframt er áberandi gæða- munur á blöðunum, auk þess sem greinilegur munur er oftast á útliti þeirra. Ef eitt eða fleiri atriði vekja athygli kaupandans er full ástæða til að íhuga hvort um sé að ræða falsaða vöru. Tollgæslan bendir enn fremur á að umboðsaðili fyrir Gillette á Íslandi taki mjög hart á svona málum og leitað sé allra leiða til að hafa uppi á eftirlíkingum sem eru til sölu hér á landi. Fyrir hönd framleiðanda verði farið í lögbannsmál gagnvart þeim aðil- um sem flytja inn eða selja fölsuð eintök sem merkt eru Gillette. - jss RAKVÉLARBLÖÐ Fölsuð til vinstri, ekta til hægri. Hraðsending frá Hong Kong innihélt eftirlíkingar: Tollgæslan tók fölsuð rakvélarblöð Ertu með lán í vanskilum? Já 25,1% Nei 74,9% SPURNING DAGSINS Í DAG Horfir þú á íslenska sakamála- þætti í sjónvarpinu? Segðu þína skoðun á visir.is EFNAHAGSMÁL Hagvöxtur sem bygg- ir á auknum útflutningi er lykillinn að efnahagsbata á Íslandi, að mati greiningar sem bankinn JPMorgan Chase í Lundúnum birti 1. apríl. Um leið bendir bankinn á að vexti útflutnings séu nokkrar skorður settar, bæði vegna þeirr- ar tregðu sem gjaldeyrishöft valda og hversu langan tíma taki að koma í gang verkefnum tengd- um jarðvarma. Bankinn gerir í spá sinni ráð fyrir að bygging álvers í Helguvík hefjist á næsta ári. Í greiningu bankans er einnig áréttað að „já“ í kosningum um Icesave muni hjálpa til við fjár- mögnun á Íslandi og auka traust markaðarins á landinu. Sérstak- lega eru nefndir þrír þættir þar sem óvissu yrði eytt. Í fyrsta lagi verði með því tryggð lán frá Norðurlöndunum, sem séu í heild sinni um helming- ur lánafyrirgreiðslu í tengslum við efnhagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá myndi „já“ leiða til hærra lánshæf- ismats Íslands og bæta aðgang að erlendum lánamörkuðum og flýta fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Í þriðja lagi komi „já“ svo til með að liðka fyrir inngöngu í Evr- ópusambandið og upptöku evru. „Verði bæði Icesave og ESB-aðild samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, teljum við að Ísland gæti gengið í sambandið árið 2013 og tekið upp evru nokkrum árum síðar,“ segir í greiningu bankans. - óká JP MORGAN CHASE Í LONDON Í spá sinni gerir bankinn ráð fyrir að bygging álvers í Helguvík hefjist á næsta ári. NORDICPHOTOS/AFP JP Morgan Chase segir „já“ við Icesave eyða óvissu og flýta efnahagsbata: Aukinn útflutningur er lykill batans RANNSÓKN Rannsókn á hvort öryggissveit bandaríska sendi- ráðsins í Reykjavík hafi brotið lög með eftirliti sínu með manna- ferðum í og við sendiráðið stend- ur enn. Hjá embætti ríkissaksóknara er unnið að öflun gagna. Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra fól embættinu um miðjan desember að rannsaka málið eftir að hafa metið svör sendiráðsins við fyrirspurn um það ófullnægjandi. - bþs Rannsókn á öryggissveit BNA: Enn er unnið að öflun gagna KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.