Fréttablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 16
7. apríl 2011 FIMMTUDAGUR16 16 hagur heimilanna Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir velkist ekki í vafa þegar hún er spurð út í verstu kaupin sem hún hafi gert. Hún er í þeirri aðstöðu, eins og margir aðrir, að verstu kaupin er bíllinn hennar, en hún segir að hann hafi alls ekki staðið undir væntingum. „Þetta er Renault-bifreið sem ég keypti á erlendu láni árið 2005, en hann er mjög gallaður og alltaf að bila. Því miður. Mér þykir mjög vænt um bílinn minn, en hann er ekki búinn að reynast mér nógu vel.“ Bestu kaupin segist Ellen hins vegar hafa gert í Góða hirðinum þar sem hún fjárfesti í, því sem síðar reyndist, forláta mublu á frábæru verði. „Þar fékk ég borð eftir danska hönnuðinn Börge Mogensen. Það er rosalega fallegt og ég vissi ekki að væri eftir þennan hönnuð þegar ég keypti það. Ég fékk það á slikk, en svo reyndist það vera mjög verðmætt.“ NEYTANDINN: ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR SÖNGKONA Fékk forláta borð á slikk Sól er tekin að hækka á lofti og tími kominn til að dusta rykið af garðyrkju- hönskunum. Ef sólríkur gluggi er á heimilinu er til- valið að kaupa sáðbakka og prófa sig áfram með heimaræktun á matjurtum. Það er ódýrara og svo veist þú hvaðan maturinn þinn kemur. „Það er mjög fátt sem ekki er hægt að rækta á Íslandi ef maður gerir það rétt,“ segir Heiður Agnes Björnsdóttir tómstunda- ræktandi. Heiður hefur ræktað sitt eigið grænmeti og krydd í mörg ár og heldur nú námskeið í Heilsuhúsinu um ræktun mat- og kryddjurta. Hún segir alla geta rækt- að heima, ein- ungis þurfi að fara yfir örfá undirstöðuat- riði áður en haf- ist sé handa. „Nú er tím- inn til að forsá. Svo er hægt að færa plönturnar út í apríl eða maí, allt eftir veðri,“ segir Heiður. Ekki þarf að forrækta allt, mörg- um plöntum er best að sá beint á ræktunarstað úti í garði eða á svölum. Allar helstu garðyrkjuverslan- ir selja sáðbakka, sáðmold og fræ. Þegar búið er að fjárfesta í þessu þrennu þarf bara að sá og muna að vökva. Heiður segir algeng- ustu mistök ræktenda vera þau að gleyma að vökva fræin, sem eigi alltaf að vera rök en þó ekki of blaut. Heiður segir óskaplega einfalt að forrækta grænmeti og krydd- jurtir. Það er gert annars vegar til að fá uppskeru snemma, hins vegar til þess að gera fólki kleift að rækta matjurtir sem ann- ars næðu ekki þroska á íslensku sumri, t.d. fennel og sellerí. Á undanförnum árum hefur Íslendingum vaxið þor í að prófa að rækta óhefðbundnari tegund- ir en áður. Heiður ræktar til að mynda sellerí, fennel, lauka af öllu tagi, spínat, rúkóla, kóríander, rós- marín, timjan, salvíu, spínat, hvít- lauk, chili-pipar, baunir, hindber og jarðarber, svo eitthvað sé nefnt. Heimaræktað er ódýrara og laust við öll eiturefni BASILPLÖNTUR Þessar basilplöntur eru komnar með fjögur blöð og því er búið að prikla þeim í stök hólf. Hafa skal í huga að basil er eina algenga kryddjurtin sem ekki þolir íslenska veðráttu og verður að hafa innandyra. NORDICPHOTOS/GETTY HEIÐUR AGNES BJÖRNSDÓTTIR Algengustu kryddjurtirnar sem má forsá núna Íslenskt heiti Latneskt heiti Annað Basil Ocimum basilicum Eina jurtin sem ekki þolir að vera úti. Dill Anethum graveolens Hægt að sá beint út í pott eða beð. Garðablóðberg Thymus vulgaris Einnig þekkt sem timjan. Fjölær og harðger. Graslaukur Allium schoenoprasum Ein algengasta íslenska kryddjurtin. Fjölær. Kóríander Coriandrum sativum Hraðvaxta. Hægt að sá beint út. Mynta Mentha spp. Ein harðgerasta kryddjurtin. Fjölær. Oreganó Origanum vulgare Nokkuð harðger hérlendis. Rósmarín Rosmarinus officinalis Hægvaxta runni. Notað mikið í snyrtivörur. Verðdæmi á garðyrkjuvörum til sáningar: ■ Fræ: Á bilinu 170 krónur til 399 krónur ■ Sáðmold: 599 krónur (10 lítrar) og 399 krónur (5 lítrar) ■ Sáðbakkar: 1.699 krónur til 1.990 krónur Geymslutími fræja er um þrjú til fimm ár og best er að geyma þau í bréfinu eða poka á köldum og dimmum stað. Sáning Setjið sáðmoldina í sáðbakka. Þjappið létt, vökvið rétt yfir moldina og stráið fræjunum yfir moldina, ekki of þétt. Stærri fræjum er hægt að sá beint í hólfin á bökkunum og sáldra fínlegri mold létt yfir þau. Hitastig, raki og birta við spírun Góður spírunarhiti á að vera 18 til 23 gráður. Flest fræ þurfa ekki birtu á meðan spírun stendur. Mátu- lega mikill og jafn raki er nauðsynlegur meðan á spírun stendur. Þó má moldin ekki verða of blaut. Loftskipti verða þegar plastinu er lyft af öðru hvoru. Strax eftir spírun þurfa plönturnar að fá góða birtu. Hitastig, raki og birta í ræktun Hiti á bilinu 10 til 18 gráður. Gott er að hafa góða birtu en varast skal mikla beina sól. Vökvið oft en lítið í einu, eða úðið moldina reglulega. Dreifsetning - priklun Þegar smáplönturnar hafa fengið þrjú til fjögur laufblöð er rétt að dreifsetja þær í hólfaða bakka eða potta. Gott er að hafa priklpinna eða bara blýant. Stungið er niður með litlu plöntunni og ýtt varlega undir rótina og hún losuð frá hinum smáplöntunum. Ný gróðurmold er sett í hólfaða bakka eða potta, vökvað létt yfir, pinnanum stungið niður í hann og gerð hola með pinnanum, plantan sett í holuna, moldinni ýtt varlega að og vökvað örlítið yfir. Herðing Áður en plönturnar eru settar út að vori er gott að venja þær við. Til að mynda er hægt að flytja þær á svalari stað, inn í bílskúr, gróðurhús eða vermireit, í fimm til tíu daga. Plöntunum má svo planta út um miðjan maí. Heimild: Blómaval Verkefnalisti fyrir heimaræktendur Allar kryddjurtir þola íslenska veðráttu, að undanskildu basil, sem er nauðsynlegt að halda inn- andyra í góðri birtu. „Mín hugmyndafræði gengur út á að kenna þessi grundvallaratr- iði til þess að fólk þori að leggja af stað. Þetta er nefnilega ekkert flókið,“ segir Heiður. „Það er fernt sem plönturnar þarfnast: Birta, vatn, næring og pláss. Það er hægt að fá ótrúlega uppskeru með því að hafa þetta í huga.“ sunna@frettabladid.is Flestir kannast við það þegar saltið í saltstauknum situr sem fastast og ekkert gerist, sama hvað þú hristir mikið. Til að koma í veg fyrir slík leiðindi er gott að setja nokkur ósoðin hrísgrjón með í staukinn næst þegar þú fyllir á. Hrísgrjónin draga í sig mesta rakann og halda saltinu þurru. Einnig hjálpa hrísgrjónin til við að losa saltið ef það er byrjað að festast saman. GÓÐ HÚSRÁÐ Saltstaukurinn Hrísgrjón gera gæfumuninn *Verð á mann miðað við flug fram og til baka til Reykjavíkur, Egilsstaða, Akureyrar eða Ísafjarðar. SKEMMTUM OKKUR INNANLANDS FLUG OG GISTING Í EINA NÓTT FRÁ AÐEINS 21.030 KR.* FLUGFELAG.IS ÍS LE N SK A/ SI A. IS /F LU 5 38 64 0 3/ 11 Hringdu í 570 3030 og skelltu þér á skíði. 6,2% LÆKKUN hefur orðið á kílóverði eggja milli febrúarmánaða í ár og árið 2001. Vísitöluleiðrétt kílóverð var þá 641,8 krónur, en var samkvæmt tölum Hagstofunnar 602 krónur í febrúar síðastliðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.