Fréttablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 44
7. apríl 2011 FIMMTUDAGUR32 Leikhús ★★★ Gýpugarnagaul Möguleikhúsið sýnir í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi Handrit: Pétur Eggerz og Sigrún Valbergsdóttir. Ráðgjöf: Rósa Þorsteinsdóttir. Leikstjóri: Sig- rún Valbergsdóttir. Flytjendur: Alda Arnardóttir, Þórunn Elín Pétursdóttir og Birgir Bragason. Tónlist: Bára Grímsdóttir. Leik- mynd og búningar: Messíana Tómasdóttir. Möguleikhúsið er meðal afkasta- mestu leikhúsa landsins, hefur starfað í ríflega tuttugu ár, og því hefur heil kynslóð Íslendinga kynnst leikhúsinu í fyrsta sinn á leik- og grunnskólasýningum þess. Það er mikilvægt að styðja og styrkja stofnun sem er svo miðlæg í barnamenningarstarfi á Íslandi og leitt að lesa nýlegar fréttir af fjárframlögum til leik- hússins, sem gufað hafa upp á undanförnum árum. Nýjasta sýning Möguleikhúss- ins heitir Gýpugarnagaul og er unnin upp úr gullakistu Árna- stofnunar. Sagan af hinni gráð- ugu Gýpu er þungamiðja sýn- ingarinnar en í kringum hana er farið með ýmsa útúrdúra. Persónur á sviðinu eru þrjár: tröllskessan Gýpa, álfkona sem kölluð er Hulda og tónlistar- maðurinn Eggert Urðarbassi. Við upphaf verksins eru hin tvö síðarnefndu að spjalla saman og fara með vísur og kvæði, en svo kemur Gýpa askvaðandi á svið. Alda Arnardóttir, sem leikur Gýpu, er sú eina þremenning- anna sem er leiklistarmenntuð – hin tvö eru tónlistarmenn. Sýn- ingin tekur enda kipp þegar Gýpa ryðst í gegnum salinn og upp á svið. Alda hefur sterka nærveru og nær vel til barna og fullorð- inna. Fram að komu hennar eru áhorfendur í nokkurri óvissu um það hvers kyns sýning sé í vænd- um, því persónurnar á sviðinu virðast vera í lausu lofti – þær hittast á förnum vegi, taka tal saman og skiptast á sögum, en gefa ekki mikið uppi um sjálfar sig né virðast þær hafa nein sér- stök erindi. Sýningin virðist því í upphafi ætla að verða nokkurs konar laustengd tónlistardag- skrá. En svo mætir sem sagt Gýpa og fer mikinn. Hún er ekki eingöngu gráðug á mat, heldur einnig á allt annað. Hún hefur, öfugt við hin tvö, ýmis markmið og lang- anir sem krydda heldur betur atburðarásina á sviðinu. Gallaðar persónur eru alltaf svo skemmti- legar! Samspil Gýpu og hinna tveggja nær þó aldrei almennilegu flugi, sumpart vegna þess hve óljós hlutverk þeirra eru og sumpart vegna þess að tónlistarmenn- irnir halda skiljanlega ekki í við leikkonuna Öldu. En söngvar og sögur tónlistarmannanna eru þó mun eðlilegri í samhengi við Gýpu en ein og sér. Niðurlag sýn- ingarinnar er dálítið endasleppt – þar útskýra hinar persónurnar það fyrir Gýpu hvernig hún hefur breytt rangt, frekar en að hún átti sig á því af gjörðum sínum. Búningar Messíönu Tómasdótt- ur eru litríkir og fallegir – vísa í allar áttir án þess að njörva sig niður við neitt. Sérstaklega var tónlistarmaðurinn – sem kannski var af tröllakyni – glæsilega búinn. Leikmyndin var látlaus, enda þeim skorðum sett að þurfa að komast um allt land með lítilli fyrirhöfn. Tónlistin er í öndvegi á þess- ari sýningu og hún er ljómandi skemmtileg. Það er gaman að heyra misjafnlega kunnugleg kvæði sungin og Þórunn Elín Pét- ursdóttir syngur fjarskalega vel. Bassinn hans Birgis Bragasonar gefur frá sér svo fjölbreytt hljóð að hann hlýtur að kveikja tónlist- arnámslöngun í mörgum barns- hjörtum. Arndís Þórarinsdóttir. Niðurstaða: Dálítið köflótt sýning en flott tónlist og skemmtileg skessa. Að moða úr menningararfinum GÝPUGARNAGAUL Alda Arnardóttir fer á kostum í hlutverki hinnar gráðugu Gýpu, sem étur allt sem á vegi hennar verður án þess að skeyta um afleiðingarnar. MISSTU EKKI AF ÞVÍ ÞEGAR UMTALAÐASTI GAMANÞÁTTUR SÍÐARI TÍMA SNÝR AFTUR Á STÖÐ 2. HEFST Í KVÖLD KL. 21:30 VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 Fyrir 229 krónur í Stöð 2 Vild færð þú: 6 mínútur í keilu vhs spólu í kolaportinu einn barnaís brot af páskaeggi eða eða eða eða Stöð 2, Stöð 2 Bíó og Stöð 2 Extra kosta aðeins frá 229 krónum á dag í Stöð 2 Vild.Tryggðu þér áskrift í dag! frábæra skemmtun í heilan sólarhring fyrir alla fjölskylduna Allt að 30% prósent afsláttur af áskrift Safnaðu punktum í Stöð 2 Vild sem má nýta í viðbótaráskrift eða hjá samstarfsfyrirtækjum. Fylgstu með á stod2.is í apríl. Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Blaðberinn bíður þín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.