Fréttablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 56
7. apríl 2011 FIMMTUDAGUR44 hver hreppir græna jakkann? VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 Ver Phil Mickelsson titilinn? Kemur Tiger Woods sterkur til baka á vellinum sem hann hefur sigrað á fjórum sinnum? Bestu kylfingar heims berjast um græna jakkann á stórmótinu The Masters, sem hefst í kvöld og lýkur á sunnudag. Allir keppnisdagarnir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Misstu ekki af mögnuðu golfi! Mastersmótið hefst í kvöld kl 19 á Sport 3 og frá 21 á Sport HANDBOLTI Guðmundur Guð- mundsson stýrði Rhein-Neckar Löwen til 33-31 sigurs á móti Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í Kiel í þýsku úrvalsdeild- inni í handbolta í gærkvöldi en leikurinn fór fram á heimavelli Kiel. Rhein-Neckar Löwen vann þar með báða deildarleiki sína á móti THW Kiel á tímabilinu og á því sinn þátt í því að Kiel er að missa Þýskalandsmeistaratitilinn til HSV Hamburg. Með þessum sigri komst Löwen-liðið enn fremur upp að hlið Kiel í töflunni í bar- áttunni um annað sætið. Ólafur Stefánsson og Róbert Gunnarsson skoruðu báðir þrjú mörk fyrir Löwen-liðið en Guðjón Valur Sig- urðsson komst ekki á blað. Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyrir Kiel. Kiel tapaði þarna sínum öðrum heimaleik í röð en liðið var tap- laust í fyrstu þrettán deildar- leikjum sínum í Ostseehalle-höll- inni á þessari leiktíð. Kiel hafði tapað fyrir Sverre Jakobssyni og félögum í Grosswallstadt. - óój Rhein-Neckar Löwen og Kiel: Löwen-liðið vann báða leik- ina við Kiel ALFREÐ GÍSLASON Var allt annað en sáttur í gær. MYND/NORDIC PHOTOS/BONGARTS KÖRFUBOLTI Friðrik Ragnarsson, annar þjálfara Njarðvíkur, hefur yfirumsjón með æfingabúðum KKÍ fyrir hávaxna leikmenn sem fara fram í lok apríl. Búðirnar eru fyrir stráka og stelpur á aldr- inum 14-18 ára. Friðrik hefur sér til aðstoðar þau Pétur Guðmundsson, fyrrver- andi NBA-leikmann, Stefán Arn- arson, Signýju Hermannsdóttur, Friðrik Stefánsson, Jóhannes Kristbjörnsson, Egil Jónasson og Ragnar Nathanaelsson. Markmiðið er að finna hæfi- leikaríka framtíðarleikmenn um allt land og leitast KKÍ nú eftir því að fá ábendingar frá félögum og íþróttakennurum um stóra stráka og stórar stelpur sem eiga heima í búðunum. - óój Friðrik Ragnarsson: Skólar til stóru krakkanna FÓTBOLTI Wayne Rooney lét ekki neikvætt umtal og kæru enska knattspyrnusambandsins á hend- ur sér hafa áhrif á sig á Brúnni í gær og sigurmark hans í 1-0 sigri Manchester United kemur hans liði í mjög góða stöðu fyrir seinni leikinn á Old Trafford. Það var þó annað atvik sem stal senunni í lok leiksins í gær því spænski dómarinn Alberto Undiano Mallenco sleppti nefni- lega að dæma augljóst víti þegar Patrice Evra klippti niður Ram- ires í teignum. Evra hefði einnig getað fengið þarna rautt spjald og verið á leið í leikbann. „Það sáu allir hvað gerðist þarna og þetta sést enn betur í sjónvarpinu. Vandamálið var bara að mikilvægasti maður vall- arins sá þetta ekki,“ sagði Petr Cech, markvörður Chelsea, og stjórinn Carlo Ancelotti fór til dómarans eftir leik og heimtaði útskýringu. „Þetta var greinilega vítaspyrna og það var það eina sem ég sagði við dómarann eftir leikinn,“ sagði Ancelotti. „Þetta leit út eins og Ramires væri að gera meira úr þessu en það var. Við höfðum samt líklega heppn- ina með okkur og það er í fyrsta sinn í sjö ár sem það gerist á þess- um velli,“ sagði Sir Alex Fergu- son, stjóri United. „Við spiluðum vel í þessum leik en þetta varð erfitt eftir að þeir komust yfir í leiknum því þeir notuðu skyndisóknir sínar mjög vel. Við fáum nú bara tækifæri til að mæta þeim aftur á Old Traf- ford. Það verður vissulega erf- iður leikur en við unnum þá þar í fyrra þegar við þurftum þess,“ sagði Ancelotti. Ferguson var mjög ánægður með framlag sinna manna. „Leik- mennirnir mínir voru frábærir og það var mjög mikilvægt fyrir okkur að halda hreinu í þessum leik,“ sagði Ferguson sem hrósaði mikið framherjanum Rooney sem hefur mátt þolað mikla neikvæða umfjöllun eftir að hann var kærð- ur af enska sambandinu fyrir ljót- an munnsöfnuð. „Wayne var frá- bær. Hann lenti í mörgum seinum tæklingum í þessum leik en stóð alltaf upp og sýndi með því hug- rekki sitt,“ sagði Ferguson. Sigurmark Rooneys kom á 24. mínútu leiksins. Ryan Giggs tók þá meistaralega við löngum bolta frá Michael Carrick, lék upp að endamörkum og gaf boltann út á Rooney sem skoraði. Chelsea fékk tvö frábær færi til að jafna leikinn. Á lokamín- útu fyrri hálfleiksins átti Didier Drogba skot sem fór í stöngina og Frank Lampard virtist eiga auðvelt verk fyrir höndum að koma boltanum yfir marklínuna þegar hann fékk frákastið til sín. Patrice Evra tókst hins vegar að verja skotið hans á ótrúlegan hátt á marklínunni. Fernando Torres átti síðan frábæran skalla á 74. mínútu en hollenski markvörður- inn Edwin van der Sar bjargaði með snilldarmarkvörslu og sá til þess að Torres er enn markalaus í Chelsea-búningnum. Barcelona vann 5-1 sigur á úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk á Camp Nou. Það virðist því fátt ætla að koma í veg fyrir að Barcelona og Real Madrid mætist í undanúrslitum Meist- aradeildarinnar því Real Madrid vann 4-0 heimasigur á Tottenham í fyrrakvöld. Andrés Iniesta skoraði fyrsta markið á 2. mínútu og lagði síðan upp annað markið fyrir Dani Alves á 33. mínútu. Gerard Pique skoraði þriðja mark Barcelona á 53. mínútu, Yaroslav Rakitskiy minnkaði muninn í 3-1 á 59. mín- útu en Barcelona svaraði mínútu síðar þegar Seydou Keita skoraði eftir sendingu frá Lionel Messi. Barcelona slapp reyndar með skrekkinn á 82. mínútu þegar Luiz Adriano skaut í innanverða stöngina en Adriano hafði ekki heppnina með sér í nokkrum færum í leiknum. Xavi innsiglaði síðan sigurinn á 86. mínútu eftir sendingu frá Dani Alves. ooj@frettabladid.is SIGURMARKIÐ HANS ROONEYS Wayne Rooney sést hér vera búinn að koma boltanum fram hjá Petr Cech í marki Chelsea en þetta reyndist vera eina markið á Brúnni í gær- kvöldi. Á innfelldu myndinni sést Rooney síðan fagna markinu á furðulegan hátt en sleppti því allavega að blóta í myndavélina í þetta skiptið. MYND/AP OG GETTY IMAGES Rooney og lukkan í liði United Wayne Rooney tryggði Manchester United 1-0 sigur á Chelsea í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær en Chelsea átti að fá augljóst víti í lokin. Það kemur fátt í veg fyrir að Barcelona og Real Madrid mætist í undanúrslitunum eftir 5-1 sigur Barca á Shakhtar Donetsk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.