Fréttablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 62
7. apríl 2011 FIMMTUDAGUR50 LÖGIN VIÐ VINNUNA „Ég hef mikið verið að hlusta á nýju Strokes-plötuna upp á síðkastið. Svo var ég að upp- götva mann sem ég mæli með að allir tékki á; Maxence Cyrin.“ Þórhildur Þorkelsdóttir, tískubloggari og blaðamaður Nude Magazine. „Mér fannst hljóma svo skemmti- lega að geta sagt að ég sé að fara að gera þetta – þetta er flott á feril- skránni, að vera dómari,“ segir listakonan Rebekka Guðleifsdóttir. Rebekku var boðið sæti í dóm- nefnd alþjóðlegu ljósmyndakeppn- innar Digital Camera Photo- grapher í ár. Þessi keppni komst í fréttirnar á Íslandi árið 2009 þegar séra Bragi Ingibergsson, sóknar- prestur í Hafnarfirði, sigraði með glæsilegri mynd sinni af tveimur hestum. Rebekka verður yfirdóm- ari í flokknum Creative License, en þar leyfa ljósmyndarar sköpunar- gáfunni að njóta sín. „Þetta er sköpunarglaðasti flokkurinn, ef ég skil þetta rétt,“ segir hún. Ætlarðu að vera harður dómari? „Ég veit það ekki. Ég hef aldrei áður verið dómari – hef ekki einu sinni keppt mikið sjálf. En auðvitað hef ég rosalega sterkar skoðanir á því hvað er góð ljósmynd og hvað er ekki góð ljósmynd.“ Keppnin er afar viðamikil, en um 100 þúsund myndir bárust frá 126 löndum árið 2009. Rebekka þarf ekki að fara í gegnum þús- undir mynda þar sem sérstök und- irdómnefnd tilnefnir 30 myndir. „Ég fæ ekki borgað fyrir þetta, en það tekur ekki svo mikinn tíma. Þannig að þetta er bara skemmti- legt,“ segir Rebekka. En fá Íslendingar sérstakt forskot hjá þér? „Ónei.“ - afb Rebekka sest í dómarasætið VIRÐULEGUR DÓMARI Rebekka hefur tekið sæti í dómnefnd risavaxinnar alþjóðlegrar ljósmyndakeppni. MYND/REBEKKA „Það sem hefur komið mér hvað mest á óvart er hvað Þjóðverjarnir eru rólegir, þeir eru ekkert yfir sig stífir á reglum,“ segir Jónatan Garðars- son, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins. Hann er að fara í níunda sinn í Eurovision og er því ansi reynslumikill þegar kemur að því að setja saman dagskrá fyrir íslensku keppend- urna. Að þessu sinni verða sextán í Eurovision- föruneytinu og því hefur Jónatan í mörg horn að líta. Hann segir einu breytinguna frá fyrri keppnum vera þá að nú sé öllum gert að hlýða á sérstakan öryggisfyrirlestur hjá öryggisfull- trúa þýska sjónvarpsins. „Þetta hefur aldrei verið sett á dagskrá fyrr en nú. Þetta er eitt- hvert vöðvatröll sem ég kannast reyndar alveg við en hef aldrei vitað hvað gerði. Núna veit ég það.“ Íslenski hópurinn er kominn með hótel og varð Radisson-hótelið í Düsseldorf fyrir valinu. „Ég hef reyndar ekki séð hótelið. Danirnir verða þarna og þeir höfðu farið og skoðað það og mæltu með því,“ útskýr- ir Jónatan en hótelið er aðeins fyrir utan borgina. „En á móti kemur að við verðum þá aðeins nær flugvellinum og höllinni þannig að vegalengdirn- ar verða mjög viðráðanlegar.“ Það eru Vinir Sjonna sem eru fulltrúar Íslands í Eurovision þetta árið en þeir flytja lagið Coming Home. Þeir stíga á svið í fyrri undankeppninni, þriðjudag- inn 10. maí, og eru númer fjórtán í röðinni. - fgg Öryggismál sett á oddinn í Eurovision Í NÍUNDA SINN Jónatan Garðars- son er að fara í níunda sinn í Eurovision en íslenski hópurinn mun gista á Radisson-hóteli ásamt dönsku keppendunum. „Við stefnum á að opna miðstöð í Reykjavík í sumar,“ segir Her- mann Ingi Hermannsson, einn forsvarsmanna Kabbalah-sam- takanna á Íslandi. Hermann hefur stofnað fyrir- tæki í kringum Kabbalah, þessa þekktu og umdeildu dulhyggju- stefnu sem notið hefur mikilla vin- sælda meðal stórstjarna í Banda- ríkjunum og víðar. „Ég byrjaði að stúdera þetta 2007,“ segir Hermann sem byrj- aði strax það ár að vera með nám- skeið fyrir áhugasama. Hann flutti hins vegar skömmu seinna suður með sjó og segir að þá hafi eiginlegt starf dottið niður, fáir sýndu því áhuga að keyra alla leið út í Garð til að sækja nám- skeið um Kabb alah. „Nú er ég hins vegar að flytja aftur í bæinn og við erum bara að leita að hús- næði undir miðstöðina okkar. Þau mál ættu að skýrast á næst- unni og þá kemst starfið aftur af stað,“ útskýrir Hermann og bætir því við að fjöldi Íslendinga hafi mikinn áhuga á þessum fræðum. Hann sé til að mynda með fleiri hundruð á póstlista hjá sér sem fylgist grannt með gangi mála. Hermann segir megintilgang- inn með Kabbalah á Íslandi vera að gera þessi fræði aðgengileg. Hann tekur skýrt fram að Kabb- alah sé ekki trúarbrögð í orðsins fyllstu merkingu. „Kabbalah er heimspekileg vísindi og tækni- fræði sálarinnar. Kabbalah legg- ur mikla áherslu á dýpri skilning í hinum andlega heimi, hvaða lög- mál eru í umhverfinu í kringum okkur og hvernig við getum forð- ast þau.“ Hermann hefur sjálfur sótt námskeið í Kabbalah og fór meðal annars til Miami og sótti þar Pesach-hátíðina sem er ein stærsta Kabbalah-sam- koma heims. „Það var auðvitað mikil upplifun út af fyrir sig, því meðal fylgismanna Kabbalah eru auðvitað margar stjörnur eins og Madonna,“ útskýrir Hermann sem segist þó ekki njóta fjárstyrks frá alþjóðasamtökum Kabbalah. „Ég hef verið í góðu sambandi við þá síðan 2007 og hef fullan aðgang að kennurum þar. Við erum samt ekkert undir þá komnir en þeir eru góðir vinir okkar.“ freyrgigja@frettabladid.is HERMANN INGI HERMANNSSON: OPNAR MIÐSTÖÐ Í REYKJAVÍK FLJÓTLEGA Kabbalah kemur til Íslands FÆRIR ÍSLENDINGUM KABBALAH Hermann Ingi Hermannsson hyggst opna Kabbalah-miðstöð í sumar. Hann segist ekki njóta neins fjárstyrks frá alþjóðasamtökunum en hafa gott aðgengi að kennurum og kennsluefni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI *Verð á mann miðað við flug fram og til baka til Reykjavíkur, Egilsstaða, Akureyrar eða Ísafjarðar. SKEMMTUM OKKUR INNANLANDS FLUG OG GISTING Í EINA NÓTT FRÁ AÐEINS 21.030 KR.* FLUGFELAG.IS ÍS LE N SK A/ SI A. IS /F LU 5 38 64 0 3/ 11 Hringdu í 570 3030 og skelltu þér á skíði. Sun 10.4. Kl. 15:00 Sun 17.4. Kl. 15:00 Sindri silfurfiskur (Kúlan) Brák (Kúlan) Fös 8.4. Kl. 20:00 Þri 12.4. Kl. 20:00 Fös 15.4. Kl. 20:00 síð.sýnU Ö Lau 9.4. Kl. 20:00 Sun 10.4. Kl. 20:00 Lau 16.4. Kl. 20:00 Sun 17.4. Kl. 20:00 Lau 30.4. Kl. 20:00 Sun 1.5. Kl. 20:00 Hedda Gabler (Kassinn) Ö Ö Allir synir mínir (Stóra sviðið) Mið 13.4. Kl. 20:00 Fim 14.4. Kl. 20:00 Mið 27.4. Kl. 20:00 Lau 30.4. Kl. 20:00 Mið 4.5. Kl. 20:00 Fim 5.5. Kl. 20:00 Mið 11.5. Kl. 20:00 Fim 12.5. Kl. 20:00 Mið 18.5. Kl. 20:00 Ö U Sun 10.4. Kl. 14:00 Sun 10.4. Kl. 17:00 Sun 17.4. Kl. 14:00 Sun 17.4. Kl. 17:00 Sun 1.5. Kl. 14:00 Sun 1.5. Kl. 17:00 Sun 8.5. Kl. 14:00 Sun 8.5. Kl. 17:00 Sun 15.5. Kl. 14:00 Sun 22.5. Kl. 14:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Ö Ö Bjart með köflum (Stóra sviðið) Fim 7.4. Kl. 20:00 Fors. Fös 8.4. Kl. 20:00 Frums. Lau 9.4. Kl. 20:00 2. sýn Fös 15.4. Kl. 20:00 3. sýn Lau 16.4. Kl. 20:00 4. sýn Fim 28.4. Kl. 20:00 5. sýn Fös 29.4. Kl. 20:00 6. sýn Fös 6.5. Kl. 20:00 7. sýn Lau 7.5. Kl. 20:00 8. sýn Fös 13.5. Kl. 20:00 Lau 14.5. Kl. 16:00 br.sýn Fim 19.5. Kl. 20:00 Ö Ö Ö Ö U Ö U U U U Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö Ö U Ö U U Ö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.