Fréttablaðið - 18.04.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 18.04.2011, Blaðsíða 46
18. apríl 2011 MÁNUDAGUR30 „Steindi er skemmtilegur og ég fíla þennan húmor,“ segir hjúkr- unarfræðingurinn María Guð- mundsdóttir, sem hefur farið á kostum í grínþáttunum Steind- anum okkar. Frammistaða Maríu hefur vakið verðskuldaða athygli í Steind- anum okkar, en hún verður áber- andi í nýju þáttaröðinni. María kynntist Steinda þegar hún lék með honum í fyrstu þáttaröðinni og segist skemmta sér vel við upp- tökurnar. Húmorinn í Steindanum okkar er oft grófari en gengur og ger- ist í íslensku gríni. María segir að Steinda hafi samt aldrei tek- ist að hneyksla sig þegar hann ber undir hana hugmyndirnar. „Veistu það, þegar maður er orð- inn svona gamall þá er maður til í allt,“ segir María og hlær. „Það getur ekki orðið verra!“ Samstarf hennar og Steinda er raunar svo gott að hún hefur aldrei nokkurn tíma hafnað hug- myndunum hans. Ekki ennþá. „Ég vona að það komi ekki til þess. Ég á ekki von á því frá honum,“ segir hún og bætir við að Steindi sé frá- bær strákur. Leiklistaráhugi Maríu hefur flakkað á milli kynslóða í fjöl- skyldunni hennar. Dóttir hennar er einnig virk í leikfélagi Mos- fellssveitar og barnabörnin tvö læra nú leiklist í London. Hefur leiklistin fylgt þér alla tíða? „Elskan mín, ég byrjaði að leika þegar ég varð sextug. Ég datt inn í leikfélagið í Mosfellssveit,“ segir María. „Svo hefur þetta rúllað. Ég hef verið í sjónvarpsþáttum, bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Og nú er ég komin á eftirlaun og hef því nægan tíma. Ég fór ekki að spila bridds eða golf, ég fór að leika.“ María hefur komið víða við. Frammistaða hennar í þættinum Konfekt á Skjá einum vakti tals- verða athygli á sínum tíma, en myndband þar sem hún leikur konu konu sem pantar meðal ann- ars tussuduft í gegnum síma. „Það var nú allsvakalegur þáttur,“ segir María og hlær. „Fólk hneykslað- ist nú svolítið á honum, en maður ansar ekki svoleiðis. Fólk hefur auð- vitað rétt á sínum skoðunum, en ef maður fer ekki yfir strikið þá finnst mér þetta allt í lagi. Bara gaman að þessu.“ atlifannar@frettabladid.is Elskan mín, ég byrjaði að leika þegar ég varð sextug. MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR HJÚKRUNARFRÆÐINGUR SJÓNVARPSÞÁTTURINN MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR: ÉG FÍLA ÞENNAN HÚMOR Til í allt með Steinda Jr. FER EKKI YFIR STRIKIÐ María segir suma hafa hneykslast á frammistöðu hennar í sjónvarpi. Hún segist þó halda sig réttu megin við strikið. Hún er mjög ánægð með samstarfið við grínistann Steinda Jr. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég og tökumaðurinn minn, Hrafn Jónsson, erum að spá í að fara, við erum komnir með miðann en nú er bara að redda pening,“ segir Eilífur Þrastar- son, kvikmyndagerðarnemi í Prag. Stuttmynd hans Shirley hefur verið valinn til þátttöku á kvik- myndahátíðinni í Cannes í Stuttmyndahorninu svokallaða. Cannes er ein stærsta kvikmynda hátíð heims en þangað flykkist allt helsta kvikmynda- gerðarfólk í heiminum og drekkur léttvín við hvítar strendur Miðjarðarhafsins. „Myndin fjallar um litla stelpu sem er að reyna að láta pabba sinn hætta að drekka,“ útskýrir Eilífur en aðalhlutverkin eru í höndum Ísraela og breskrar stelpu og er myndin tekin upp í Tékklandi. Leikstjórinn, sem er við nám í Prague Film School, segir myndina hafa verið kláraða um jólin. „Ég sendi hana síðan bara inn og fékk jákvætt svar um daginn og þá var þetta bara komið.“ Eilífur hefur daðrað við tónlist og hljóðblöndun hér á landi og gerði meðal annars músík fyrir rapp- hljómsveitina O.N.E. Hann segist á hinn bóginn kunna vel við sig í Prag. „Þetta er bara alveg æðis- leg borg sem veitir manni mikinn innblástur.“ - fgg Íslensk stuttmynd á Cannes-hátíðinni Rapparinn Busta Rhymes er væntan legur til landsins og kemur fram á tónleikum í Vodafone-höll- inni þriðjudaginn 17. maí. Rhymes er vinsæll rappari á heimsvísu en gerir þó nokkuð hógværar kröfur um varning sem á að bíða hans í búningsherberginu. Samkvæmt kröfulista rappar- ans sem er aðgengilegur á vef- síðunni The Smoking Gun legg- ur hann mikla áherslu á steiktan kjúkling frá KFC, Moët-kampa- vín og rifflaða smokka, enda mik- ill kvennamaður. Hann vill ekki hvaða smokka sem er, en þeir verða að vera frá framleiðandanum Lifestyles eða undirtegundinni Rough Riders. Eins og allir alvörutónlistarmenn biður Busta Rhymes einnig um hvít handklæði. Tólf stykki nánar tiltek- ið og þau mega ekki vera merkt. Þá vill hann hóstasaft, Guinness-bjór og óheftan aðgang að heitu te. Fréttablaðið hafði samband við Arnvið Snorrason, Adda Exos, sem stendur fyrir komu Busta Rhymes til landsins. Honum hafði ekki borist kröfulisti frá rapparanum, þannig að óvíst er hvort þetta er varningurinn sem hann vill að bíði sín í búningsherberginu í Vodafone- höllinni. - afb Kampavín og rifflaðir smokkar hjá Busta ÖRUGGT KYNLÍF Rapparinn Busta Rhymes setur öryggið á oddinn og hefur sett smokka á kröfulista sína. Þá vill hann kampavín og steiktan kjúkling. „Það er þátturinn Treme, sem er úr smiðju þeirra sömu og gerðu Wired. Svo hef ég líka gaman af Breaking Bad og The Apprentice.“ Ingvar Geirsson, eigandi Lucky Records plötuverslunarinnar. Útivistarleikur Homeblest Vinnur þú? www.itr.is ı sími 411 5000 Við erum flutt að Borgartúni 12-14 Afgreiðslutími skrifstofunnar er virka daga frá kl. 8:20 - 16:15 TIL CANNES Eilífur Þrastarson tekur þátt í Stutt- myndahorn- inu á Cannes með stutt- myndina sína Shirley.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.