Fréttablaðið - 20.04.2011, Síða 1

Fréttablaðið - 20.04.2011, Síða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011 Miðvikudagur skoðun 16 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Markaðurinn veðrið í dag 19. apríl 2011 92. tölublað 11. árgangur Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 É g þvælist mikið um á fisflugvél og hef lent á yfir 100 flugvöllum á Íslandi, sem langflestir eru óskráðir, en líka á 130 stöðum utan valla, Það er ekki síður landið sem togar í mig en flugið “ segirStyrmir Bj er hann hóf að fljúga á svifvæng. Síðan eignaðist hann franska fis-flugvél með tveimur öðrum og eftir það hefur hann flogið í um 150-180 tíma á ári. „Þetta er til-tölulega ódýrt sp t þ upp í 180 og henta mér vel því ég hef líka mjög gaman af að taka myndir.“ Styrmir neitar því ekki ðle t í Að svífa á fisflugvél um heiðloftið blátt og ljósmynda landið er áhugamál Styrmis Bjarnasonar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Tjaldútilegurnar eru á næsta leiti en á slóðinni tjalda.is er að finna upplýsingar um flest tjaldsvæði landsins. Hægt er að leita að tjaldsvæðum eftir landshlutum og er víða að finna upplýsingar um aðstöðu og afþreyingu í kring. Ég bjóst við skömmum 2 DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerískgæðavara Amerískgæðavara Sögurnar... tölurnar... fólkið... Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 6 2 4-5 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 20. apríl 2011 – 7. tölublað – 7. árgangur Marel greiðir tíu milljónir evra, jafnvirði rúmra 1,6 milljarða króna, í tengslum við samkomulag sem náðst hefur um lífeyrissjóð starfsmanna sem áður heyrðu undir hollensku iðnsamsteypuna Stork Sjóð i Marel greiðir 1,6 milljarða TÆKJABÚNAÐUR MARELS Samkomulag hefur náðst um lífeyrissjóð fyrrverandi starfsmanna Stork í Hollandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Stjórnendur VBS fjárfestingarbanka vissu af þeirri áhættu sem bankinn lagði á herðar viðskiptavina sinna sem voru með fjármagn í eignastýringu hjá bankanum með kaupum á veðskuldabréfum tengd-um fasteignaverkefnum. Kaupin voru gerð án samráðs við viðskiptavini og ekki í samræmi við samning bankans við þá. Viðskiptavinir bankans voru ekki upplýstir um verkefnin fyrr en eftir að viðskiptin gengu í gegn. Veðskuldabréfin voru gefin út af byggingaverk-tök j f f bankinn hefði skipulagt og samþykkt að fjármagna. Þá segir í kröfulýsingunni að veðskuldabréfin séu mun áhættusamari og ótryggari en hefðbundin skuldabréf. Þegar halla hafi tekið undan fæti á fasteignamarkaði síðla árs 2007 hafi verið ljóst að útgefendur skulda-bréfanna gátu ekki greitt þau á gjalddaga. Stjórnend-ur bankans hafi brugðist við með því að breyta skil-málum skuldabréfa sem eignastýringarsviðið hafði þegar keypt eða var að kaupa og samið um nýja gjald-daga. Viðskiptavinir VBS eiga í dag ýmist erfitt með að greiða skuldir sínar eð eru orðnir gjaldþrota. Óvíst er hvort lítið ef nokkuð fæst upp í kröfur. „Við munum væntanlega senda svona mál áfram,“ segir Þórey Stjórnendur VBS sakaðir um lögbrot Eignastýringarsvið VBS fjárfestingarbanka keypti veðskuldabréf í heimildarleysi. Áhætta bankans var lögð á herðar viðskiptavina. BROWN EKKI Í AGS David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, finnst ekki við hæfi að Gordon Brown, forveri hans í emb- ætti og pólitískur andstæðingur, gefi kost á sér sem arftaki Dom- inique Strauss-Khan hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. Cameron segir að tregða Browns til að fara út í harðar aðhaldsaðgerðir til bjarg- ar bresku efnahagslífi geri hann óheppilegan í embættið. MOODY‘S LÆKKAR FÆREYJAR Matsfyrirtækið Moody‘s hefur lækkað lánshæfismat Færeyja úr Aa2 í Aa3. Fyrirtækið segir horfurnar nú neikvæðar en þær Íslenska auglýsingastofan Viðurkenningar hrúgast upp Vorfundur AGS Ísland er skr utfjöður Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skrifaði bók um réttu hilluna í lífinu Málefnið er mér kært Björt Ólafsdóttir er nýkjörin formaður Geðhjálpar. tímamót 26 STJÓRNMÁL Til skoðunar er hvort hyggilegt sé að vinna að breyting- um á lögum um stjórn fiskveiða í tveimur skrefum í stað eins, eins og að var stefnt. Vinna við nýtt frumvarp hefur tekið mun lengri tíma en áætlað var. Í fyrstu var stefnt að fram- lagningu þess á haustþingi. Í janúar boðaði Jón Bjarnason, sjávar útvegs- og landbúnaðar- ráðherra, að frumvarpið yrði lagt fram í febrúar og fyrir helgi lýsti Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra því yfir að það yrði lagt fram í maí. Starfið er að sönnu flókið og viðamikið og – samkvæmt upplýs- ingum Fréttablaðsins – flóknara og viðameira en talið var. Nú er unnið að hagfræðilegri úttekt á þeim leiðum sem stjórnvöld vilja fara. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til Samtaka atvinnulífsins sem samtökin hafa birt segir að þau ætli að „brjóta upp forgang núver- andi kvótahafa að lokuðu kerfi og reisa skorður við að þeir geti fénýtt þá sameign landsmanna sem fiskimiðin eru með því að leigja eða selja öðrum veiðiheimildir á himinháu verði“. Um leið stefna þau að því að „skapa sjávarútveg- inum traust rekstrarskilyrði til lengri tíma, auka þjóðhagkvæmni greinarinnar og treysta atvinnu- frelsi og jafnræði innan hennar“. Meðal þess sem er til skoðunar er hvort unnt sé að leggja fram frumvarp á næstunni sem miðar að því að uppboðsmarkaður með til- teknar aflaheimildir verði settur á laggirnar þegar nýtt fiskveiðiár hefst 1. september. Beðið yrði með stór álitamál á borð við afnotatíma á aflaheimildum, hlutdeild heildar- afla í sérstökum pottum og breyt- ingar á framsali aflamarks þar til í haust. Í sumar gæti hins vegar farið fram umræða um málin á breiðum vettvangi, meðal ann- ars með tilliti til niðurstöðu áður- nefndrar hagfræðilegrar úttektar. Ekki ríkir eining meðal þing- manna stjórnarflokkanna um hve langt eigi að ganga í breytingum á kerfinu. Einstaka þingmenn Sam- fylkingarinnar vilja ganga langt en innan VG eru sterk öfl sem vilja fara varlega í breytingar. - bþs Kvótakerfinu breytt í tveimur skrefum Til greina kemur að skipta áformuðum breytingum á fiskveiðistjórnunar- kerfinu upp, leggja hluta fram á þingi í vor og láta stór álitamál gerjast í umræðu í sumar. Uppboð á tilteknum aflaheimildum kunna að hefjast í haust. www.listahatid.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA! Betra brauð með súpunni! Landið heillar Styrmir Bjarnason tekur fallegar myndir úr fisvél. allt 1 Helga í háloftin Leikkonan Helga Braga útskrifast sem flugfreyja. fólk 50 FÓLK Heimildarmyndin Gnarr, sam fjallar um leið Besta flokks- ins í borgarstjórn, verður sýnd þrívegis á kvikmyndahátíðinni Tribeca í New York um páskana. Leikstjórinn Gaukur Úlfars- son, Jón Gnarr borgarstjóri, Heiða Kristín Helgadóttir, fram- kvæmdastjóri Besta flokksins, og framleiðendur myndarinnar verða viðstödd hátíðina. „Það er mjög gleðilegt að kom- ast inn á svona stóra og flotta hátíð,“ segir Gaukur en Tribeca er ein stærsta kvikmyndahátíð heims. „Ef þú ert ekki að gera Hollywood-stórmynd er þetta leiðin til að fanga athyglina.“ Að Tribeca-hátíðinni lokinni verður Gnarr sýnd á stærstu heimildarmyndahátíð Norður- Ameríku, Short Docs, í Toronto í Kanada. - fb / sjá síðu 50 Gnarr á Tribeca: Sýnd á virtri há- tíð í New York HLÝJAST ALLRA AUSTAST Í dag má búast við SV-áttum, víða 5-10 m/s en suðlægari og 10-15 m/s við suðausturströndina. Rigning eða slydda í fyrstu en síðar skúrir eða él. NA-til verður bjart með köflum. VEÐUR 4 4 0 6 10 5 SLYS Alvarlegt umferðarslys varð á Norðurlandsvegi um Víðidal við bæinn Jörfa á áttunda tímanum í gærkvöldi. Flutningabíll og fólksbíll rák- ust saman og slasaðist ökumaður fólksbílsins alvarlega og var hann fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri. Ökumaður flutningabílsins slapp ómeiddur. Lögregla, sjúkrabílar og tækjabíll komu á vettvang og var vegurinn lokaður fyrir umferð í rúman klukkutíma. Ekki fengust nánari upplýsingar hjá lögreglu um tildrög slyssins. - sv Í árekstri við flutningabíl: Alvarlegt slys á Norðurlandi GAUKUR OG JÓN GNARR Félagarnir eru á leið til New York þar sem þeir munu sýna Gnarr á Tribeca-hátíðinni. DÓMSMÁL Tvítugur maður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fang- elsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að aka undir áhrifum áfeng- is, langt yfir leyfilegum hámarks- hraða, og verða tveimur stúlkum, sem voru farþegar í bílnum, að bana. Atvikið átti sér stað í Reykjanes- bæ í apríl á síðasta ári. Stúlkurn- ar tvær voru ekki í bílbelti þegar bifreiðin valt. Þrjár stúlkur voru í bílnum og slasaðist sú þriðja alvarlega. Í framburði mannsins kom fram að hann myndi lítið eftir ökuferðinni sökum ölvunar. Við- urkenndi hann að hafa fundið til áfengisáhrifa og þreytu við akst- urinn. Að mati sérfræðinga var bílnum ekið á um 114 kílómetra hraða. Níu mánuðir af tólf mánaða dómnum eru skilorðsbundnir til tveggja ára. Maðurinn var að auki sviptur ökuréttindum í þrjú ár. - sv Keyrði undir áhrifum áfengis og varð tveimur stúlkum að bana á síðasta ári: Dæmdur í tólf mánaða fangelsi Dýrt jafntefli Man. Utd. missteig sig í gær gegn Newcastle og hleypti Arsenal og Chelsea í baráttuna á nýjan leik. sport 46 MEISTARAR Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, fær hér flugferð frá lærisveinum sínum í gær. KR varð Íslandsmeistari í körfuknattleik í gær eftir öruggan sigur á Stjörnunni. KR vann einvígi liðanna 3-1. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.