Fréttablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 2
20. apríl 2011 MIÐVIKUDAGUR2
SKIPULAGSMÁL „Ég horfi á krakk-
ana leika sér á svæðinu og hef
af því þungar áhyggjur að hérna
verði slys fyrr en seinna. Í grunn-
inn safnast mikið vatn og verður
því best lýst sem stöðuvatni innan
bæjarmarkanna,“ segir Þórleifur
V. Friðriksson, prentsmiðjustjóri
Hjá GuðjónÓ í Þverholti 13.
Við Þverholt 15 stendur svæði
eins og það var þegar jarðvinnu
lauk árið 2008 en Byggingafélag
námsmanna hugðist reisa 400
stúdentaíbúðir á lóðum við Þver-
holt og Einholt. Svæðið er nú í eigu
Landsbankans.
Böðvar Jónsson, framkvæmda-
stjóri Byggingafélags námsmanna,
segir félagið annast svæðið fyrir
Landsbankann en hann sér ekki
í fljótu bragði hvað er hægt að
gera til að gera svæðið öruggara
en nú er. Svæðið hafi verið girt
af og dælur settar upp til að dæla
vatni úr grunninum þegar það hafi
safnast upp.
Þórleifur segir að þrátt fyrir að
dælt sé upp úr grunninum dugi
það ekki til. Grunnurinn fyllist
hraðar en dælt sé og fyrr en varir
séu komin börn til að leika sér. Að
því hafi hann ítrekað orðið vitni.
Þórleifur segir ástandið á svæð-
inu bagalegt því vegna fram-
kvæmdanna á sínum tíma hafi
meirihluta Þverholtsins verið
breytt í einstefnugötu. Það geri
rekstur fyrirtækis eins og stórrar
prentsmiðju ekki auðveldari. Hann
spyr hvort ekki megi taka til á
svæðinu; loka grunninum og gera
Þverholtið þannig úr garði að auð-
veldara sé fyrir fólk og fyrirtæki
að sinna sínum daglegu störfum.
Magnús Sædal Svavarsson,
byggingafulltrúi Reykjavíkur-
borgar, tekur undir að óviðun-
andi sé hvernig skilið hafi verið
við svæðið. „Það er ekki hægt
að fullyrða hvað þetta mun bíða
svona lengi en það kostar líklega
tugi milljóna að koma þessu í eitt-
hvert nothæft ástand; fylla holuna
og ganga frá þessu.“ Hvað hættur
varðar á byggingarsvæðinu segir
Magnús að hann sé „sæmilega
rólegur yfir þessu, en ekki meira
en það. En það er niðurdrepandi að
þetta þurfi að vera svona og þetta
væri betur eini staðurinn. Þeir eru
því miður miklu fleiri.“
Kristján Kristjánsson, upplýs-
ingafulltrúi Landsbankans, segir
bankann hafa reynt að fá sam-
starfsaðila til að byggja svæðið
upp. Komið hafi til greina að halda
áfram með verkefnið eins og það
var hugsað en hingað til hafi sú
leit verið árangurslaus. Reginn,
dótturfélag Landsbankans sem
fer með umsýslu og ráðstöfun fast-
eigna og fasteignafélaga, tekur
sennilega við svæðinu, að sögn
Kristjáns. Reginn mun reyna að
þróa verkefnið áfram undir sínum
hatti. svavar@frettabladid.is
En þetta er niður-
drepandi að þetta
þurfi að vera svona og þetta
væri betur eini staðurinn. Þeir
eru því miður miklu fleiri.
MAGNÚS SÆDAL SVAVARSSON
BYGGINGAFULLTRÚI REYKJAVÍKURBORGAR
Fólk í Þverholti telur
húsgrunn slysagildru
Stórt byggingasvæði við Þverholt hefur staðið óhreyft frá hruni. Fólk á svæðinu
óttast slys á börnum sem sækja á svæðið til að leika sér. Dýrt er talið að laga
svæðið en Landsbankinn leitar að samstarfsaðilum til að klára uppbyggingu.
BYGGINGAREITUR VIÐ ÞVERHOLT 15 Eins og sjá má safnast mikið vatn í grunninn.
Börn sækja inn fyrir girðinguna og er óttast að slys geti orðið, þar sem vatnið verður
mjög djúpt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
NÁTTÚRA Alls mældust 1.090 jarð-
skjálftar undir landinu og á
hafsvæðinu í kringum Ísland í
marsmánuði. Þetta kemur fram
í tilkynningu frá Veðurstofu
Íslands.
Stærstu skjálftarnir urðu
norður á Kolbeinseyjarhrygg; sá
stærsti náði stærð 4 á Richter-
kvarða. Stærsti skjálftinn á land-
inu varð við Kleifarvatn og mæld-
ist 3,5 að stærð.
Í febrúarmánuði urðu hátt í
2.000 skjálftar undir landinu og
á hafsvæðinu í kringum Ísland.
Mest var virknin við Krýsuvík. - sv
Mikill fjöldi jarðskjálfta:
Rúmlega 1.000
skjálftar í mars
SVÍÞJÓÐ 24 ára karlmaður var í
gær fundinn sekur um þrettán
árásir á konur í Örebro, þar af
þrjár nauðganir.
Maðurinn var handtekinn í októ-
ber síðastliðnum, en þá hafði lög-
regla um fimm ára skeið rannsak-
að röð kynferðisglæpa í borginni.
Alls var maðurinn, Niklas Elias-
son, ákærður fyrir þrjár nauðg-
anir, níu tilraunir til nauðgunar
og tvö tilfelli af kynferðislegri
áreitni.
Eliasson mun nú gangast undir
geðrannsókn, en dóms er fyrst að
vænta í málinu í júní. - þj
Sænskt dómsmál:
Raðnauðgari
fundinn sekur
LÖGREGLUMÁL Maður á þrítugs-
aldri hefur verið ákærður fyrir
manndráp af gáleysi. Maðurinn
var undir áhrifum fíkniefna
þegar hann ók á skokkara á Eyja-
fjarðarbraut í janúar síðastliðn-
um með þeim afleiðingum að
hann lést.
Í þvagi ökumannsins, sem er
fæddur árið 1986, fundust leifar
af kannabisefni. Því er hann
ákærður fyrir umferðarlagabrot
og fyrir manndráp með gáleysis-
legum akstri.
Maðurinn sem lést hét Gísli
Ólafur Ólafsson. Hann var 49 ára
gamall og til heimilis á Akureyri.
- sv
Manndráp af gáleysi:
Undir áhrifum
við stýrið og ók
á skokkara
AKUREYRI Maðurinn sem hefur verið
ákærður er búsettur á Akureyri, en slysið
átti sér stað rétt sunnan við bæinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavíkur komst
í gær að þeirri niðurstöðu að gengistrygg-
ðir fjármögnunarleigusamningar væru
ólöglegir.
Milljarðar króna og hundruð starfa eru í
húfi, sagði Árni Jóhannsson, forstöðumað-
ur mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins, í
fréttum Stöðvar 2 í gær.
Samningar sem þessir voru gerðir á
sínum tíma til að fjármagna kaup fyrir-
tækja á atvinnutækjum, svo sem flutninga-
bílum, gröfum og öðrum tækjum.
Fyrirtækið Kraftvélaleigan gerði slíkan
samning við Íslandsbanka en í úrskurði
héraðsdóms segir að samningurinn hafi
verið gengistryggður lánssamningur í
íslenskum krónum og því ólöglegur.
Árni sagði í samtali við Stöð 2 að mörg
fyrirtæki væru í vandræðum sökum nei-
kvæðrar eiginfjárstöðu. „Þetta getur
örugglega hjálpað mjög mörgum þeirra til
að snúa þeirri þróun við í jákvæða eigin-
fjárstöðu og vonandi er að þau nái áttum
sínum og geti byggt sig upp að nýju,“ sagði
Árni.
Íslandsbanki, sem hefur gert um fjögur
þúsund slíka samninga, hyggst áfrýja mál-
inu til Hæstaréttar, en Árni vonast til að
niðurstaða verði komin í byrjun sumars.
- þj
Tímamótadómur Héraðsdóms Reykjavíkur gæti komið mörgum fyrirtækjum til bjargar:
Milljarðar í húfi eftir gengislánadóm
TÍMAMÓTADÓMUR Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í
gær að gengistryggðir fjármögnunarleigusamningar vegna
vinnuvéla væru ólögmætir. Dómurinn gæti haft mikil áhrif
á framkvæmdir og iðnað í landinu. NORDICPHOTOS/GETTY
LÖGREGLUMÁL Rúmlega tvítugur
karlmaður var dæmdur fyrir lík-
amsárás gegn tveimur stúlkum
með ársmillibili í gær. Maðurinn
nefbraut aðra stúlkuna í septem-
ber árið 2009 þegar hann réðst á
hana að tilefnislausu. Seinni árás-
in var í júlí á síðasta ári, þegar
maðurinn hrinti stúlku í götuna
með þeim afleiðingum að hún
hlaut yfirborðsáverka á handlegg,
tognun í olnboga og mjóbaki.
Maðurinn sagðist muna lítið
eftir atvikunum þar sem hann
væri með athyglisbrest og
gleymdi auðveldlega því sem
kæmi fyrir hann. Hann var
dæmdur í níu mánaða fangelsi, en
fresta skal fullnustu sjö mánaða
refsingarinnar. - sv
Ber fyrir sig minnisleysi:
Dæmdur fyrir
árásir á stúlkur
ALÞINGI Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, segir nýtt frumvarp um upp-
lýsingalög sem nú liggur fyrir Alþingi, meingallað.
Sigurður Kári krefst þess að frumvarpið verði dreg-
ið til baka og samið verði nýtt frá grunni.
„Ef lögin væru í gildi núna eins og lagt er til, þá
mætti búast við því að mikilvægum upplýsingum í
tengslum við Icesave-málið kynni að vera lokað og
ekki upplýst um þær fyrr en 2120,“ sagði Sigurð-
ur Kári við fréttastofu Stöðvar 2 í gærkvöld. Hann
sagði frumvarpið afturför frá þeim upplýsingalög-
um sem nú eru í gildi og hafi reynst mjög vel.
Breyting laganna hefði í för með sér að þjóð-
skjalavörður gæti ákveðið að loka fyrir aðgang
almennings að gögnum í allt að 110 ár. Markmið
breytinganna er þó að tryggja upplýsingarétt og
tjáningarfrelsi. Þessi ákvæði þess hafa verið harð-
lega gagnrýnd, meðal annars af Sagnfræðingafélag-
inu og borgarskjalaverði.
Í umsögn Blaðamannafélags Íslands um frum-
varp forsætisráðherra kemur fram að ef lögin hefðu
verið í gildi undanfarin misseri, hefði Árbótarmálið
til að mynda ekki komið upp á yfirborðið. - sv
Þingmaður Sjálfstæðisflokks krefst þess að frumvarp verði dregið til baka:
Afturför frá núverandi lögum
SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON Þingmaðurinn krefst þess að
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra taki frumvarp um
breytingar á upplýsingalögum til baka. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Atli, heldurðu að þú gætir
haldið pókerfeisinu ef þú hittir
Lady Gaga?
„Ég myndi allavegana reyna að
halda því, en er ekki viss um að það
tækist.“
Atli Freyr Arnarson rær öllum árum að
því að því að verða aðstoðarmaður stór-
stjörnunnar Lady Gaga.
Kristín kjörin í stjórn
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla
Íslands, var í vikunni kjörin í stjórn
samtaka evrópskra háskóla. Þetta
þykir eitt mesta virðingarembætti
sem íslenskum háskóla hefur
hlotnast, en í samtökunum eru 850
háskólar frá nær 50 löndum.
SKÓLAMÁL
SPURNING DAGSINS
Skemmtilegar hugmyndir fyrir fermingar-
veisluborðið á www.gottimatinn.is