Fréttablaðið - 20.04.2011, Qupperneq 8
20. apríl 2011 MIÐVIKUDAGUR8
1. Hver sigraði í forsetakosningum
í Nígeríu?
2. Hvað heitir nýr formaður Geð-
hjálpar?
3. Hvaða lið berjast um Íslands-
meistaratitilinn í handknattleik
karla?
SVÖR:
1. Goodluck Jonathan. 2. Björt Ólafsdóttir.
3. Akureyri og FH.
EKKI LEITA HRING EFTIR HRING
AÐ FERMINGARGJÖF
WWW.JONOGOSKAR.IS LAUGAVEGUR / SMÁRALIND / KRINGLAN
Ískúluhringur
úr Icecold línunni
kr. 10.900
úr silfri – íslensk hönnun
Íshringur með sirkon
steinum úr Icecold línunni
kr. 8.900
úr silfri – íslensk hönnun
KÚBA, AP Fidel Castro bauð sig ekki
fram í leiðtogakjöri Kommúnista-
flokksins á Kúbu í gær. Þess í stað
var bróðir hans, Raúl, kosinn leið-
togi flokksins.
Raúl hefur stjórnað landinu frá
því Fidel veiktist fyrir meira en
fjórum árum. Fidel hefur nýlega
upplýst að í reynd hafi hann ekki
stjórnað flokknum heldur síðan
2006, þótt hann hafi formlega
verið skráður leiðtogi flokksins
þar til nú.
Á flokksþingi, sem nú er haldið í
fyrsta sinn í fjórtán ár, hafa komið
fram hugmyndir um margvíslegar
breytingar á skipulagi efnahags-
mála og stjórnmála á Kúbu.
Kommúnistaflokkurinn hefur
samþykkt 300 tillögur í efnahags-
málum, sem eiga að gefa efna-
hagslífið frjálst. Ekki er vitað
nákvæmlega í hverju þessar
breytingar verða fólgnar en ljóst
er að íbúum landsins verður nú í
fyrsta sinn gert heimilt að kaupa
sér húsnæði og stunda frjáls
fasteignaviðskipti.
Þá lagði Raoul til að valdatími
helstu embættismanna landsins
yrði takmarkaður við fimm ár.
Bróðir hans, sem ríkti í nærri
hálfa öld, segist vera fylgjandi
því: „Ég er hrifinn af hugmynd-
inni,“ sagði Fidel. „Þetta er mál
sem ég hef lengi velt fyrir mér.“
Öllum að óvörum kom Fidel á
þingið og uppskar dynjandi lófa-
tak frá þúsund flokksfulltrú-
um í stórum ráðstefnusal í
höfuðborginni Havana.
Hann skrifaði blaðagrein sem
birtist á mánudag, þar sem hann
sagði nýja kynslóð leiðtoga flokks-
ins þurfa að bregðast við breytt-
um aðstæðum í heiminum, stunda
sjálfsgagnrýni og taka alla hluti
til endurskoðunar.
Þrátt fyrir yfirlýsingar um
breytingar voru það háaldraðir
félagar Castros sem kosnir voru
í helstu leiðtogaembætti flokks-
ins. Raúl er sjálfur að verða sjö-
tugur og Jose Ramon Machado
Ventura, sem kosinn var varafor-
seti flokksins, er orðinn áttræður.
Þá var Ramiro Valdés, sem er 78
ára, kosinn í þriðju valdamestu
stöðuna. gudsteinn@frettabladid.is
Leiðtogarnir á Kúbu
boða breytta tíma
Raúl Castro er tekinn við af bróður sínum Fidel sem leiðtogi Kommúnista-
flokksins á Kúbu. Kommúnistaflokkurinn hefur samþykkt að auka verulega
frjálsræði í viðskiptum. Valdatími leiðtoga verði takmarkaður við fimm ár.
CASTRO GREIÐIR ATKVÆÐI Fidel Castro
skoðar atkvæðaseðil fyrir leiðtogakjör í
Kommúnistaflokknum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ALDNIR LEIÐTOGAR Raúl Castro, sem er að verða sjötugur, næstráðandinn Ramiro Valdés, sem orðinn er 78 ára, og varnarmála-
ráðherrann Julio Casas Regueiro. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
UMHVERFISMÁL Magn díoxíns í
útblæstri sorpbrennslustöðvarinn-
ar í Vestmannaeyjum er enn hátt
yfir viðmiðum, samkvæmt mæl-
ingu sem gerð var í mars. Mæling-
ar benda til að árangur hafi náðst í
að hefta útblástur þeirra mengandi
efna sem getið er um í starfsleyfi
stöðvarinnar, en ryk er þó enn yfir
mörkum.
Bæjaryfirvöld í Eyjum sendu
frá sér tilkynningu í gær í tilefni
fundar sem fulltrúar áttu með
Umhverfisstofnun vegna meng-
unarmælinga. Þar var rætt um
mælingar á díoxíni í sauðfé sem
unnar voru af Matvælastofnun.
Þær mælingar sýndu enga meng-
un miðað við þau gildi sem fengust
í mælingum á kjöti sem fóru fram
víðs vegar um landið 2003 og 2004.
Í viðbót við þau viðmið sem
gefin eru í starfsleyfi Sorporku-
stöðvarinnar var mælt brenni-
steinsdíoxíð, vetnisflúoríð, nit-
uroxíð og díoxín. Í öllum tilvikum
eru mælingar innan viðmiða ef frá
er skilin mæling á díoxíni, sem
enn er hátt yfir viðmiðum.
Elliði Vignisson bæjarstjóri
segir að áfram verði unnið að
úrbótum með sérstaka áherslu á
að ná niður rykmengun. Til þess
að flýta þeirri vinnu og gera hana
markvissari hefur Vestmanna-
eyjabær samið við Þór Tómasson,
sérfræðing hjá verkfræðistofunni
Mannviti.
Á yfirstandandi ári mun Vest-
mannaeyjabær draga úr heild-
arlosun allra mengandi efna um
að minnsta kosti sextíu prósent.
Meðal þess sem unnið er að er
frekari flokkun sorps, kaup á
auknum mengunarvörnum við
útblástur, umbætur á brennsluferli
og fleira, segir í tilkynningu.
- shá
Töluverður árangur hefur náðst í að hefta útblástur mengandi efna í Vestmannaeyjum:
Díoxín mælist enn allt of mikið í Eyjum
SORPBRENNSLA Í EYJUM Díoxín
mælist enn tugfalt yfir þeim mörkum
sem nýjum sorpbrennslum er gert að
uppfylla. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
SÝRLAND, AP Ríkisstjórn Sýrlands
samþykkti í gær að aflétta neyð-
arlögum, sem hafa verið í gildi í
landinu í nærri hálfa öld. Um leið
varaði stjórnin mótmælendur við
því að halda áfram mótmælum
gegn Bashar Assad forseta.
Assad sagði að nú hafi mótmæl-
endur ekki lengur neina ástæðu til
mótmæla. Haldi þeir engu að síður
áfram að mótmæla gæti hann litið
á það sem tilefni til frekari hörku
gegn þeim. Hann hefur sagt mót-
mælin jafnast á við uppreisn. Átök
lögreglu við mótmælendur hafa, að
sögn mannréttindasamtaka, kost-
að á þriðja hundrað manns lífið.
Neyðarlögin setja fjölmiðlum
strangar skorður, veita víðtæk-
ar heimildir til hlerana og heim-
ila handtökur án undangengins
dómsúrskurðar.
Stjórnin samþykkti einnig að
ríkisöryggisdómstóll landsins,
sem hefur dæmt í málum póli-
tískra fanga, verði lagður niður.
Einnig voru samþykkt lög sem
heimila friðsamleg mótmæli.
Þing landsins á formlega eftir
að samþykkja breytingarnar, en
ekki er við öðru að búast en það
verði gert þegar þingið kemur
næst saman í byrjun maí.
- gb
Hálfrar aldar neyðarlög numin úr gildi vegna þrýstings frá mótmælendum:
Stjórnin hótar mótmælendum
TVEIR HINNA LÁTNU BORNIR TIL
GRAFAR Átökin í Sýrlandi undanfarnar
vikur hafa kostað meira en 200 manns
lífið. NORDICPHOTOS/AFP
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
ÍÞRÓTTIR Á ÞÍNUM
HEIMAVELLI m.visir.isFáðu Vísi í símann!
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir,
meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf,
meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval.
Þú færð meira af öllu á Vísi.
VEISTU SVARIÐ?