Fréttablaðið - 20.04.2011, Side 10
20. apríl 2011 MIÐVIKUDAGUR
Vodafone IS 3G 10:32
App, app mín sál!
Fermingartilboð í öllum verslunum
Stórsnjallir símar á frábæru verði auk úrvals
framúrskarandi fermingargjafa.
Prófaðu nýjustu tæknina og sjáðu framtíðina með
þínum eigin augum. Láttu ekki app úr hendi sleppa.
2.499 kr.
á mán. í 12 mán.
Fullt verð: 29.990 kr.
2 miðar
í Sambíóin
fylgja
á meðan birgðir endast
200 MB
á mán. fylgir
með í 6 mán.
LG Optimus Me
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
STJÓRNMÁL Þegar stjórnvöld stóðu
frammi fyrir falli viðskiptabank-
anna þriggja haustið 2008 mátu
þau fimm leiðir til að tryggja
áframhaldandi bankastarfsemi
í landinu.
Auk þeirrar leiðar sem varð
ofan á var skoðað að: (i) gefa út
heildartryggingu á allar inn-
stæður, (ii) færa allar erlend-
ar innstæður yfir í nýju bank-
ana, (iii) færa aðeins innstæður
upp að ákveðinni fjárhæð eða
að ákveðnu hlutfalli af innstæð-
um yfir í nýju bankana eða (iv)
skipta bönkunum í góða banka
og lélega.
Sem kunnugt er varð ofan á
að stofna nýja innlenda banka
og færa innlendar innstæður og
innlendar eignir til þeirra. Hinar
lausnirnar voru taldar leiða til
hruns á öllu efnahagskerfinu.
Þetta kemur fram í skýrslu
um endurreisn bankanna sem
fjármálaráðherra lagði nýverið
fyrir þingið.
Um hið fyrstnefnda segir í
skýrslunni að ríkissjóður hafi
ekki haft fjárhagslega burði til
að tryggja allar innstæður og
því hefði yfirlýsing þar um aldrei
orðið trúverðug. Úttektir inn-
stæðueigenda hefðu samstundis
skapað vandamál.
Færsla innstæðna í erlendum
útibúum yfir í nýju bankana var
talin ófær með öllu enda ekki til
gjaldeyrir til að mæta þeim gríð-
arlegu innstæðuskuldbindingum
sem Kaupþing og Landsbankinn
höfðu stofnað til erlendis.
Ekki var heldur talið fýsilegt
að millifæra allar innstæður upp
að vissri fjárhæð eða prósentu.
Er á það bent að fjölmörg fyrir-
tæki hafi geymt laust fé í bönk-
unum. Skerðing á því hefði getað
kostað greiðsluvandræði sem
hefðu getað leitt til keðjuverk-
Nýju bankarnir voru
eina raunhæfa leiðin
Aðrar lausnir en stofnun nýju bankanna haustið 2008 hefðu leitt til hruns alls
efnahagskerfisins. Nokkrum viðamiklum verkefnum bankanna er enn ólokið.
Hugsanlegt er að ríkið fari norsku leiðina og eigi í bönkum til framtíðar.
LANDSBANKINN Ríkið lagði bankanum til 122 milljarða króna. Framtíðarstefna
um eignarhald bankans hefur ekki verið mótuð. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Í skýrslunni segir að þeirri atburðarás sem hófst 2008 sé ekki lokið. Endur-
skipulagning lánasafna hafi reynst erfið og tafsöm, samningar milli nýju
og gömlu bankanna hafi tekið langan tíma og óvissa um lögmæti gengis-
tryggðra lána hafi kostað tafir. Þá sé sölu bankanna á eignarhlutum í fyrir-
tækjum engan veginn lokið.
Fram kemur að ríkissjóður hafi gefið út skuldabréf upp á um 190 millj-
arða króna til að fjármagna björgun og endurreisn bankanna. 55 milljarðar
eru víkjandi lán. Skuldabréfin eru á gjalddaga 2018.
Stærsta fjárframlagið, 122 milljarðar, var vegna stofnfjármögnunar Lands-
bankans. Vaxtagjöld vegna þess séu um 4,3 milljarðar á ári.
Meðal verkefna fram undan er að móta stefnu um meðferð eignarhluta
ríkisins í fjármálafyrirtækjum og taka afstöðu til hvort, hvenær og hvernig
losað verði um eignarhluti og í hve ríkum mæli ríkið eigi að eiga kjölfestu-
eignarhluti til lengri tíma. Megi í því samhengi hugsa sér að líta til fordæma
frá Noregi þar sem mörkuð var stefna um eignarhald ríkisins á bönkum og
stórfyrirtækjum.
Endurskipulagning lánasafna tafsöm
ATVINNUMÁL Um helmingur starfs-
fólks bankanna óttast atvinnu-
leysi. Rúm 40 prósent hafa upplif-
að breytingar á starfi sínu síðan í
bankahruninu. Þetta kemur fram í
nýrri könnun Vinnueftirlits ríkisins,
Samtaka starfsfólks í fjármálafyrir-
tækjum, Háskóla Íslands og Rann-
sóknastofu í vinnuvernd á líðan,
heilsu og vinnuumhverfi starfsfólks
í bönkum og sparisjóðum.
Einnig kemur fram í könnuninni
að yfir 90 prósent starfsmanna telja
að þau geti haldið vinnunni næstu
tólf mánuði, óski þau eftir því.
Mjög fáir hafa orðið fyrir aðkasti
vegna vinnu sinnar í banka eða
sparisjóði eftir hrun, eða rúm tvö
prósent. Þá er yfir helmingur starfs-
manna stoltur yfir því að vinna í
banka eða sparisjóði.
Þrekleysi, þungar áhyggjur, tíðir
höfuðverkir, kvíði og depurð hefur
hrjáð fleiri í hópi þeirra sem urðu
fyrir breytingum í starfi heldur en
aðra. Segir í skýrslunni það benda
til að hlúa þurfi sérstaklega að því
starfsfólki.
Niðurstöður sýna einnig að fleiri
karlmenn en konur svara því til
að hafa upplifað breytingu á starfi
sínu. Helstu starfshópar sem hafa
upplifað breytingu á starfi sínu eru
sérfræðingar og framkvæmda- eða
útibússtjórar. - sv
Hrunið hafði mikil áhrif á líðan bankastarfsmanna samkvæmt nýrri könnun:
Helmingur óttast atvinnuleysi
UPPGJÖRSFUNDUR Hlufallslega fleiri
karlmenn en konur hafa upplifað
breytingar í starfi sínu innan bankanna
frá hruni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SKÓLAMÁL Ólafur Johnson, skólastjóri og eigandi
Menntaskólans Hraðbrautar, hefur gert mennta-
og menningarmálaráðuneytinu tilboð um að taka
inn nýnema næsta haust. Ráðuneytið hyggst ekki
þekkjast boðið.
Ólafur segir í tilkynningu sem hann sendi fjöl-
miðlum að tveggja ára stúdentsnám í Hraðbraut sé
„einstakt“ og „án hliðstæðu“ auk þess sem það „er
hagkvæmasti framhaldsskóli Íslands“.
Starfsemi Hraðbrautar komst í hámæli í vetur
þar sem margt þótti þar orka tvímælis og bárust
ráðuneytinu tilmæli frá menntamálanefnd Alþingis
og Ríkisendurskoðun um að nýr þjónustusamningur
yrði ekki gerður við Hraðbraut.
Meðal annars voru gerðar athugasemdir við arð-
greiðslur og húsaleigugreiðslur Hraðbrautar.
Þó var gerður tímabundinn samningur við skól-
ann um að þeir nemendur sem þegar höfðu hafið
nám í skólanum fengju að ljúka því á næsta ári.
Í samtali við Fréttablaðið sagði talsmaður ráðu-
neytisins ekkert hafa breyst í málum tengdum
Hraðbraut og að ekki stæði til að endurnýja
samstarf við skólann. - þj
Eigendur Menntaskólans Hraðbrautar gera stjórnvöldum tilboð:
Ráðuneytið segir ekkert breytt
EKKERT BREYTT Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst
ekki þekkjast tilboð Ólafs Johnson, eiganda Hraðbrautar.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
andi vandræða sem hefði getað
kostað mun meira tjón en þó varð
vegna bankahrunsins.
Skipting bankanna í góða og
lélega var að sama skapi ómögu-
leg leið þar sem fjármögnun var
vandamál íslensku bankanna og
því ólíklegt að góðu bankarnir
hefðu getað aflað nægilegs fjár
til að fjármagna rekstur sinn.
Rekstur lélegu bankanna hefði
að auki útheimt meiri háttar
eiginfjárframlag frá ríkinu.
bjorn@frettabladid.is