Fréttablaðið - 20.04.2011, Síða 17

Fréttablaðið - 20.04.2011, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 20. apríl 2011 www.itr.is ı sími 411 5000 Afgreiðslutími um páska Heilsulindir í Reykjavík ER EKKI TILVALIÐ AÐ SKELLA SÉR Í SUND UM PÁSKANA? Lykill að góðri heilsu Annar í Páskum 25. apríl Páskadagur 24. apríl 1. maí 1. maí Laugardagur 23. apríl Föstud. langi 22. apríl Skírdagur 21. apríl ÁRBÆJARLAUG BREIÐHOLTSLAUG GRAFARVOGSLAUG KLÉBERGSLAUG LAUGARDALSLAUG SUNDHÖLLIN VESTURBÆJARLAUG kl. 11-19 kl. 10-18 kl. 9-17 kl. 10-18 kl. 11-19 kl. 10-18 kl. 10-18 Lokað kl. 9-17 Lokað kl. 10-18 Lokað kl. 10-18 Lokað kl. 10-18 Lokað kl. 10-18 Lokað kl. 11-17 Lokað kl. 11-17 Lokað kl. 11-17 Lokað kl. 8-22 kl. 10-18 kl. 8-22 kl. 10-18 kl. 8-22 kl. 8-22 kl. 10-18 Lokað kl. 8-16 Lokað kl. 10-18 Lokað kl. 11-19 Lokað kl. 9-17 Lokað kl. 11-19 Lokað AF NETINU Undarlegt Molaskrifari sá og heyrði brot úr síendurteknu Hrafnaþingi (17.04.2011) þar sem í forsæti var Hallur Hallsson. Hann djöflaðist á Steingrími J. fyrir að hafa ekki farið til Strassborgar að halda ræðu fyrir Íslands hönd í miðju kraðakinu, sem Sjálfstæðisflokkurinn skapaði hér. Samfylkingarþingmaður við borðið kunni ekki að svara, sagðist ekki þekkja málið. Undarlegt. Hvað hefðu þeir ÍNN menn sagt ef Steingrímur hefði farið til Strassborgar. Til dæmis þetta: Steingrímur hleypur úr landi til að tala við Evrópuráðið! Ekki ólíklegt. eidur.is Eiður Svanberg Guðnason Stóru bankarnir eru skrímsli Bankar í dag eru innheimtufyrirtæki, fasteignasölur og þræla- haldarar með ofbeldi sem sérgrein. Bankar í dag eru skrímsli sem í skjóli ráðherra og stjórnvalda fara sínu fram og komast upp með það. Þeir hirða fyrirtæki og þeir safna sálum fólks. Leggja hjörtu barna þeirra inn í bankahvelfingar þar sem djöfullinn sjálfur telur þau. Bankar í dag eru svikul fyrirbæri sem hafa enga siðferðisvitund en ljúga að þér að svo sé. Bankar í dag fitna eins og vegglýs af blóði fórnarlamba sinna með leyfi fyrstu vinstristjórna landsins í sögunni. pressan.is/pressupennar/Lesa_Bubba Bubbi Morthens Regluverk orkunýtingar er óhemju flókið, sem og starfs- umhverfi orku- og veitufyrir- tækja almennt. Nefna má dæmi um að ein og sama framkvæmd- in hafi þurft að fara yfir tuttugu sinnum til umsagnar hjá sömu opinberu aðilunum. Samorka, Samtök atvinnulífsins, Jarðhita- félag Íslands og stýrihópur rík- isstjórnarinnar um mótun heild- stæðrar orkustefnu eru dæmi um aðila sem mælt hafa með einföld- un þessa regluverks, með aukna skilvirkni að leiðarljósi. Ekkert lát er hins vegar á lagafrum- vörpum – stjórnarfrumvörp- um – sem enn flækja þetta ferli og/eða starfsumhverfi orku- og veitufyrirtækjanna almennt. Ef einungis er horft til núverandi þings má nefna eftirtalin dæmi: ■ Frumvarp forsætisráðherra til breytinga á upplýsinga- lögum, þar sem fyrirtæki í opinberri eigu að 75% hluta eða meira eru sett undir upp- lýsingalög, nema að fenginni undanþágu ráðherra. Vand- séð er hvernig fyrirtæki í raf- orkuframleiðslu og -sölu, sam- keppnisstarfsemi að lögum, geta lotið ákvæðum upplýs- ingalaga, nema með gríðarleg- um tilkostnaði og óhagræði. ■ Frumvarp iðnaðarráðherra um verndar- og nýtingaráætl- un vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða, þar sem í raun er gerð sú eftirábreyting á vinnu við gerð rammaáætl- unar að öll svæði sem hlotið hafa einhvers konar friðlýs- ingu eru undanskilin, nema heimildar til orkuvinnslu sé sérstaklega getið í frið- lýsingarskilmálum. Enginn veit hvað þetta ákvæði þýðir í raun, enda friðlýsingarskil- málar gríðarlega misjafnir, utan að þetta mun fyrirfram útiloka fjölda álitlegra virkj- anakosta, þar með talið að minnsta kosti þriðjung alls virkjanlegs háhita sem enn er ónýttur í landinu. ■ Frumvarp iðnaðarráðherra um vatnalög og rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, þar sem lögð er til veruleg stytting leyfilegs leigutíma orkuauðlinda í eigu opinberra aðila. Slík stytting myndi leiða til hærri ávöxtunarkröfu sam- fara styttri afskriftatíma og með tímanum til hærra orku- verðs á Íslandi, til heimila, fyrirtækja og stofnana. ■ Frumvarp iðnaðarráðherra til breytinga á vatnalögum, þar sem lagt er til nýtt ákvæði um tilkynningaskyldu allra fram- kvæmda sem tengjast vatni og vatnafari, að því er virðist einnig minniháttar viðhalds- framkvæmda sem vel rúmast innan þegar útgefinna fram- kvæmdaleyfa. ■ Frumvarp umhverfisráðherra um úrskurðarnefnd umhverf- is- og auðlindamála, þar sem kæruaðild er opnuð öllum hvað varðar ákvarðanir um matsskyldu framkvæmda, sameiginlegt mat á umhverf- isáhrifum og leyfisveitingar matsskyldra framkvæmda. Þarna skal lögð til hliðar krafan um málsaðild kær- enda líkt og finna má í stjórn- sýslulögum og víðar, þvert gegn áliti réttarfarsnefndar. Ekkert hinna Norðurlandanna hefur enda kosið að fara þessa leið sem leitt getur til algerr- ar holskeflu kærumála sem gætu nær lamað umrædda úrskurðarnefnd, ef marka má afgreiðslutíma forvera hennar, og sett þannig fram- kvæmdir í algert uppnám. Tekið skal fram að almenn- ingi gefast ítrekuð færi á gerð athugasemda við umrædd mál fyrr í ferlinu. ■ Þá hefur umhverfisráðuneyt- ið kynnt drög að frumvarpi til breytinga á náttúruvernd- arlögum þar sem lögð er til veruleg fjölgun þeirra teg- unda náttúrufyrirbæra sem njóta skuli sérstakrar vernd- ar. Ennfremur er þar lagt til að orðalagið um að forð- ast skuli röskun víki fyrir orðalagi um að óheimilt sé að raska slíkum fyrirbær- um nema brýna nauðsyn beri til. Brýn nauðsyn er afar stíf krafa þegar heimila á fram- kvæmdir, eða hafna þeim. Verulegt áhyggjuefni Vissulega má ýmislegt gott segja um sum þessara mála og eðli málsins samkvæmt eru þau öll vanreifuð hér í svo stuttri sam- antekt. Eftir stendur þó að nær stöðugur straumur stjórnarfrum- varpa sem flækja starfsumhverfi orku- og veitufyrirtækja er veru- legt áhyggjuefni. Orkunýting og rekstur orku- og veitufyrirtækja verða sífellt flóknari, þyngri í vöfum og kostnaðarsamari. Afleiðingarnar eru meðal ann- ars sífellt lengri framkvæmda- tími, sífellt aukin óvissa um afhendingartíma og sífellt auk- inn kostnaður – sem aftur leiðir óhjákvæmilega til hærra verðs til neytenda. Sífellt flóknara starfsumhverfi Orkumál Gústaf Adolf Skúlason aðstoðarfram- kvæmda stjóri Samorku

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.