Fréttablaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 18
21. apríl 2011 FIMMTUDAGUR18 É g man vel eftir þessum degi og hátíðleikanum sem honum fylgdi. Ég var viðstödd afhendingu handritanna á hafnarbakkanum og minn- ist þess að það var sólríkt en ekki mjög hlýtt og rosalega mikið af fólki. Þetta voru mikil tímamót og gaman að hafa upplifað þennan dag,“ segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, sem var tíu ára gömul þegar fyrstu handritin komu heim fyrir fjórum ára- tugum. Handritin voru síðan flutt í áföngum til Íslands og kom síðasta sendingin 19. júní 1997, 26 árum síðar. Fyrir tæpum tveim- ur árum bætti stjórn menningarmálastofnun- ar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hand- ritasafni Árna Magnússonar á sérstaka varðveisluskrá sína yfir minjar sem þykja hafa sérstakt varðveislugildi fyrir and- legan menningararf mannkyns. Hand- ritasafnið var tilnefnt í varðveisluskrána af hálfu ríkisstjórna Íslands og Danmerk- ur, þar sem hluti safnsins er varðveittur í Danmörku. Á ársfundi stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, sem haldinn verður hinn 11. maí næstkomandi, er ætlunin að ræða kynningu þessarar tilnefningar UNESCO betur, en henni hefur enn ekki verið fylgt nægilega eftir að sögn Guð- rúnar. „Þetta er gríðarleg viðurkenning og kominn tími til að fylgja henni eftir, sem verður gert í samvinnu við Dani. Söfnin hér á Íslandi og í Danmörku vinna náið saman og einnig með Landsbókasafni, meðal annars að því að mynda handritin stafrænt og setja þau á netið til að gera þau aðgengilegri almenningi. Sú vinna er í fullum gangi, vefurinn handrit.is hefur þegar verið opnaður og sífellt bætist við hann efni og upplýsingar,“ segir Guðrún. Handritin loksins heima Í dag eru fjórir áratugir liðnir síðan danska herskipið Vædderen lagðist að bryggju með handrit Árna Magnússonar að Flateyjar- bók og Konungsbók Eddukvæða. Kjartan Guðmundsson leit á nokkrar myndir frá þessum mikla hátíðisdegi í sögu þjóðarinnar. HÁTÍÐ Í BORG Í tilefni heimkomu handritanna var skólum lokað og einnig mörgum skrifstofum og fyrirtækjum svo almenningi gæfist kostur á að vera viðstaddur afhendinguna. Hér gengur hópur fólks fylktu liði í Skeiðarvoginum. VIÐ HÖFNINA Talið er að um fimmtán þúsund manns hafi safnast saman á hafnarbakkanum í Reykjavík. Hér sést forsætisráðherrann Jóhann Hafstein í ræðustól. VÆDDEREN Danska varðskipið Vædderen leggst að bryggju og misglaðbeittir sjóliðar bera handritin í land, Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða. MYNDIR/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR ÁVALLT VIÐBÚINN Skátar í stuttum pilsum stóðu heiðursvörð á hafnarbakkanum. GUÐRÚN NORDAL HVE GLÖÐ VAR VOR ÆSKA Börn voru sérlega áberandi í fagnaðarlát- unum vegna heimkomu handritanna og báru mörg þeirra íslenska og danska fána.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.