Fréttablaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 38
21. apríl 2011 FIMMTUDAGUR30 30 menning@frettabladid.is Í kirkju Hallgríms á Skóla- vörðuholti er fjöldi list- viðburða um bænadaga og páska, auk hefðbundins messuhalds. Hörður Áskels- son kórstjóri kann vel frá þeim að segja. „Passíusálmarnir eru í brenni- depli hjá okkur um bænadagana enda var það í Hallgrímskirkju sem þeir voru fyrst fluttir í heild sinni hér á höfuðborgarsvæð- inu á föstudaginn langa. Það var Eyvindur Erlendsson leikari sem á heiður og þökk fyrir þá hefð.“ Þannig byrjar Hörður lýsingu sína á menningardagskrá bæna- daganna í Hallgrímskirkju. En hugum fyrst að deginum í dag, skírdegi og Söngvahátíð barnanna sem hefst klukkan 17. Þá koma um 100 börn úr nokkr- um kórum á höfuðborgarsvæð- inu saman ásamt hljómsveit sem er skipuð virtum djasstónlistar- mönnum. Egill Ólafsson syngur og nokkrir karlakórsmenn einn- ig. „Þarna verða fluttir léttir sálmar víða að úr heiminum og Tómas Guðni Eggertsson org- anisti stjórnar,“ segir Hörður. Hann getur næst um svonefnda Getsemane-stund klukkan 20 í kvöld þar sem síðustu kvöldmál- tíðarinnar er minnst. „Altarið verður afskrýtt í sérstakri athöfn undir lestri valinna Biblíu- texta og síðan borið inn einstakt altarisklæði eftir Unni Ólafs- dóttur hannyrðakonu. Öll ljós eru slökkt og þetta verður allt í mikilli kyrrð,“ lýsir Hörður og heldur áfram. „Klukkan 11 verða svo yndislegir tónleikar þar sem sálmar Hallgríms verða túlkað- ir af söngkonunni Kirstínu Ernu Blöndal, Gunnari Gunnarssyni djasspíanista og Matthíasi Hem- stock slagverksleikara.“ Helgihald á morgun, föstudag- inn langa, hefst með guðsþjón- ustu klukkan 11 en klukkan 13 er komið að lestri Passíusálmanna. „Lesarar þetta árið eru á ýmsum aldri og tengjast íslensku- kennslu,“ upplýsir Hörður. „Í þetta sinn verður fyrsta vers hvers sálms sungið af þeim Kristínu Sigurðardóttur og Magneu Tómasdóttur við íslensk þjóðlög úr safni Smára Ólasonar.“ Klukkan 20 hefjast enn tón- leikar. Þá verður píslarsagan flutt með tónum hins ítalska Carlos Gesualdos de Venosa, sem gerði á endurreisnartíman- um ódauðleg verk um pínu, kvöl, dauða og greftran Jesú. „Verk- in eru skrifuð fyrir sex radda kór, eru gríðarlega djúp í nálgun sinni, áhrifamikil og kröfuhörð,“ segir Hörður sem stjórnar söng sex félaga úr Schola Cantorum. „Allir textar eru á latínu og við leggjum mikla áherslu á að skilja hvert orð til að túlkunin sé ekta. Halldór Hauksson, mikill grúsk- ari og tónlistaráhugamaður, ætlar svo að brjóta upp efnis- skrána með upplestri um sama viðfangsefni.“ Á páskadagsmorgun eru hefð- bundnar guðsþjónustur klukk- an 8 og klukkan 11. „Það er eitt- hvert mesta kikk sem hægt er að fá í kirkju að fá að vakna snemma á páskadagsmorgni og sækja kirkju,“ segir Hörður sannfærandi. gun@frettabladid.is LEGGJUM ÁHERSLU Á AÐ ÖLL TÚLKUNIN SÉ EKTA ORGANISTINN „Þessi músík gengur beint undir skinnið,“ segir Hörður um tónlist frá endurreisnartímanum sem flutt verður að kvöldi föstudagsins langa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Út er komin geisladiskurinn Anna Pálína – BEZT í nýrri hljóðritaröð útgáfunnar Dimmu. Á disknum er 21 lag vísnasöngkonunnar Önnu Pálínu Árnadóttur. Sum lögin hafa verið ófáanleg um skeið, til dæmis Haustvísa, Lífinu ég þakka og Maístjarnan. Anna Pálína lést árið 2004, aðeins 41 árs að aldri. Hún hasl- aði sér snemma völl í tónlistinni og starfaði lengst af með eiginmanni sínum Aðalsteini Ásberg Sigurðs- syni, sem stendur að útgáfunni Dimmu. Alls hljóðritaði hún átta diska með vísnatónlist, sálmum, barnatónlist, djass og íslenskum þjóðlögum. Í lok apríl verður frumsýnd í Iðnó tónlistarskotin leikgerð af bókinni Ótuktinni, þar sem Anna Pála greindi frá hugsunum sínum og tilfinningum þegar hún glímdi við krabbamein. Bestu lög Önnu Pálínu ANNA PÁLÍNA – BEZT Anna Pálína starfaði lengst af með eiginmanni sínum Aðal- steini Ásberg Sigurðssyni. 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Milli trjánna - kilja Gyrðir Elíasson Konan í búrinu - kilja Jussi Adler Olsen Djöflastjarnan - kilja Jo Nesbø Myrkraslóð - kilja Åsa Larsson Morð og möndlulykt Camilla Läckberg Furðustrandir - kilja Arnaldur Indriðason METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 13.04.11 - 19.04.11 Ég man þig - kilja Yrsa Sigurðardóttir Betri næring - betra líf Kolbrún Björnsdóttir Ljósa - kilja Kristín Steinsdóttir Mundu mig, ég man þig kilja - Dorothy Koomson Stabat Mater eftir Pergolesi, eitt af höfuðverkum kirkjulegra tón- smíða, verður flutt í Bústaðakirkju föstudaginn langa kl. 14. Flytjendur eru Gréta Hergils sópran og Svava K. Ingólfsdóttir messósópran við undirleik Anton- íu Hevesi, píanóleikara Íslensku óperunnar, og Gretu Salóme fiðlu- leikara. Milli þátta verður lesið úr Píslarsögunni. Tónverkið fjallar um raunir Maríu meyjar þar sem hún stend- ur við kross Jesú Krists og syrgir son sinn. Þetta er þriðja árið í röð sem verkið er flutt í Bústaðakirkju, en það er víða flutt á hverju ári á föstudeginum langa. Pergolesi samdi Stabat Mater þegar unnusta hans féll frá ung að aldri. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Stabat Mater í þriðja sinn JÓN FRÁ BÆGISÁ KOMIÐ ÚT Fjórtánda tölublað Jóns frá Bægisá – tímarits um þýðingar er komið út. Í heftinu birtast klassískar rit- smíðar, meðal annars eftir Lúther og Schleiermacher, auk frumsaminna greina. Þá birtir Sigurður A. Magnússon þýðingar sínar á átta ljóðum frá Suður-Afríku, en Sigurður ritstýrir ritinu ásamt Gauta Kristmannssyni og Ingibjörgu Haraldsdóttur. Verkin eru skrifuð fyrir sex radda kór, eru gríðarlega djúp í nálgun sinni, áhrifamikil og kröfuhörð HÖRÐUR ÁSKELSSON KÓRSTJÓRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.