Fréttablaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 40
21. apríl 2011 FIMMTUDAGUR32 folk@frettabladid.is Fjöldi erlendra tónlistar- manna og skemmtikrafta er á leiðinni til Íslands á árinu. Mikil fjölgun hefur orðið síðan hrunið varð árið 2008. Tilkoma Hörpunnar spilar stóra rullu. Fréttir af hinum og þessum erlendu skemmtikröftum sem eru á leiðinni hingað til lands hafa verið tíðar að undanförnu. Bandaríska stórhljómsveitin Eagles spilar í Nýju Laugardals- höllinni í júní og rapparinn Busta Rhymes treður upp í Vodafone- höllinni í maí, auk þess sem Elvis Costello, Cyndi Lauper, Jamie Cull- um, Afrocubism og spjallþátta- stjórnandinn fyrrverandi Larry King stíga öll á svið í Eldborgarsal Hörpunnar á þessu ári. Þegar kreppan skall á haustið 2008 héldu tónleikahaldarar að sér höndum eftir mikla gósentíð árin á undan og þorðu ekkert að gera, sér- staklega vegna lágs gengis krón- unnar gagnvart erlendum gjald- miðlum. Síðan þá hefur gengið lagast lítillega, auk þess sem nýja tónleikahöllin Harpa mun sinna listamönnum sem erfitt hefur verið að sinna í gegnum árin. Þetta eru listamenn sem hafa talist of stór- ir fyrir Háskólabíó, sem tekur um 900 manns í sæti, en að sama skapi of litlir fyrir Laugardalshöll, sem tekur á bilinu 3.000 til 5.000 manns. Eldborgarsalur Hörpunn- ar tekur 1.500 manns í sæti og sá fjöldi hentar vel fyrir þennan nýja hóp listamanna. Guðbjartur Finnbjörnsson flyt- ur inn Cyndi Lauper og Larry King en fyrir hrun flutti hann inn listamenn á borð við Paul Simon og Cliff Richard. Hann segir að tilkoma Hörpunnar hafi breytt mestu fyrir sig. „Þarna myndað- ist möguleiki til að fá þessa „milli- artista“ og fyrir mitt leyti er það stóra málið,“ segir hann um Hörp- una. Einnig telur hann mikilvægt að þurfa ekki lengur að borga margar milljónir fyrir að koma upp hljóða- og ljósabúnaði því hann sé að mestu til staðar í Hörpunni. Hljómgæðin og þægindin sem þar séu skipti auðvitað líka miklu máli. Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu skipuleggur uppselda tónleika Eagles í Nýju Laugardalshöllinni. Aðspurður telur Ísleifur að samspil nokkurra þátta hafi orðið til þess að tónleikahald sé aftur komið í tísku. „Það er liðinn ákveðið langur tími frá hruninu og það var viðbúið að þetta færi einhvern tímann af stað aftur. Núna eru allir að fara af stað á sama tíma og ég held að þessi Eagles-velgengni æsi menn svolítið upp,“ segir Ísleifur. „Harp- an kemur svo akkúrat inn á þess- um tíma en það er alveg augljóst að það verður ekki uppselt á allt. Þegar það er gríðarlegt framboð af erlendum listamönnum aukast líkurnar á að eitthvað gangi ekki upp.“ Talað hefur verið um að erlendir flytjendur taki lægra gjald en áður fyrir að koma fram bæði hér heima og erlendis. Ísleifur viðurkennir að Eagles hafi farið fram á lægri þóknun nú en fyrir hrun, þegar einnig var reynt að fá sveitina til landsins. Þar spilar inn í almennt dvínandi aðsókn á tónleika erlend- is, eftir mikinn vöxt þar undan- farin ár. Að sögn Ísleifs hefur kostnaðurinn við að fá hljómsveit- ir til Íslands þó ekki lækkað nógu mikið til að vega upp á móti gengis- falli krónunnar og ástandinu hér á landi. freyr@frettabladid.is Sætafjöldinn í Eldborgar- salnum. 1.500 Leikkonan Evan Rachel Wood viðurkennir í viðtali við tímaritið Esquire að hún girnist karla jafnt sem konur. Wood, sem var í löngu sambandi með rokkaranum Mari- lyn Manson, segist ekki setja kyn fyrir sig þegar hún leitar sér að maka. „Stelpur eða strákar, það skiptir ekki máli og ég er frekar upptekin af kynleysi ef út í það er farið. Þegar ég er með stelpum breytist ég hins vegar í herra- mann sem opnar dyr og borgar reikninginn,“ segir leikkonan, sem síðast lék í sjónvarpsþátta- röðinni True Blood. Rachel er tví- kynhneigð BREYTIST Í HERRAMANN Leikkonan Evan Rachel Wood setur kyn ekki fyrir sig og heillast jafnt af konum sem körlum. NORDICPHOTOS/GETTY Breska fyrirsætan Elizabeth Hurley fór með gestahlutverk í sjónvarpsþáttum sem gerðir eru um ofurhetjuna Wonder Woman. Hurley lék illmenni í þessum fyrsta þætti þáttaraðarinnar og lét vel af. „Ég hef leikið nokkur illmenni í gegnum tíðina og mér finnst það æðislega gaman. Það kemur mjög áreynslulaust,“ gantaðist fyrir- sætan með í viðtali við tímaritið Hello! Hurley skildi nýverið við eig- inmann sinn, indverska milljarða- mæringinn Arun Nayar, eftir að upp komst um ástar- samband hennar og ástr- alsks íþrótta- manns. Leikur helst illmenni GAMAN AF LEIKLIST Elizabeth Hurley segist hafa gaman af því að leika illmenni. Leikarinn Jeff Bridges er að undirbúa nýja plötu með T-Bone Burnett, sem samdi tónlistina í myndinni Crazy Heart. Bridges fékk Óskarinn fyrir hlutverk sitt í henni. Bridges hefur gert samn- ing við útgáfufyrirtæki EMI, Blue Note Records, og á plötunni verða lög eftir hann og aðra laga- höfunda. Að sögn Bridges veitti tónlist Burnetts í Crazy Heart honum mikinn innblástur en Bur- nett fékk einnig Óskarinn fyrir eitt lag í myndinni. Bridges hefur samið og gefið út tónlist allt sitt líf. Hingað til hefur hann þó gefið plöturnar sínar út sjálfur. Tekur upp nýja plötu Tónleikahald aftur í tísku LÍF Í TÓNLEIKAHALDI Sprengja hefur orðið í innflutningi á erlendum tónlistarmönnum að undanförnu. Ísleifur Þórhalls- son (til vinstri) segir þó að ekki verði uppselt á alla tónleika. Á næstunni troða meðal annars upp hér Eagles (að ofan), Cyndi Lauper og Elvis Costello. þúsund dalir eru það sem skemmtistaður í New Jersey borgar P. Diddy fyrir að halda partí hjá sér. Það gerir rúmar átta og hálfa milljón íslenskra króna. 75 9.990 KR6.990 KR 7.990 KR 5.990 KR8.990 KR8.990 KR 8.990 KR 7.990 KR Smáralind // Kringlan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.