Fréttablaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 42
21. apríl 2011 FIMMTUDAGUR34 Brúðartertan er ávaxtakaka á mörgum hæðum þakin hvítu kremi og sælgætis-blómum. Kjóllinn er í endurreisnarstíl og er slörið sagt þrír metrar að lengd. Basl hefur verið með sætaskipan í kirkjunni en faðir og móðurbróðir brúðgumans talast vart við og þarf því að halda þeim í sundur. Plön móður brúðar- innar um sérsniðna dragt fyrir brúðkaupið eru í uppnámi eftir að slettist upp á vinskapinn við stílistann. Breskir fjölmiðlar keppast við að færa fréttir af minnstu smáatriðum undirbúnings konung- legs brúðkaups Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton sem fram fer í næstu viku. Og ákafinn einskorðast ekki við fjölmiðla. Til að gera hjóna- vígslunni hátt undir höfði hefur ríkisstjórn Bret- lands gert brúðkaupsdaginn að opinberum frí- degi. En er áhugi Breta á konungsfólki, kökum, kjólum og skarti jafnmikill og menn vilja vera láta? Nú þegar vika er til brúðkaupsins hafa áhyggjur tekið að vakna með sumum konungssinnum. Þeir óttast að við- burðurinn muni ekki nýtast sem skyldi til að auka krúnunni vin- sældir. Tvennt kemur til: Í fyrsta lagi sýndi skoðanakönnun sem birt var í vikunni að einn af hverj- um fimm Breta hyggst nýta frídaginn sem veittur var til að fagna brúðhjónunum til að skella sér í ferðalag. Frekar en að fylgjast með hátíðarhöldun- um heima ætla margir að nýta langa helgina til að ferðast til útlanda. Í annan stað virðast fáir ætla að viðhalda rótgróinni breskri hefð sem gjarnan er viðhöfð í tengslum við stórvið- burði og konungsfjölskylduna. Götuhátíðir eru breskur siður sem festi sig í sessi í lok fyrri heimsstyrjaldar þegar svokölluð „friðarteboð“ fóru fram um allt land við undirritun Versalasamningsins. Þegar Karl Bretaprins og Díana giftu sig árið 1981 fékk sveitarfélagið Bolton meira en 100 umsóknir um leyfi til að halda götuhátíð. Í byrjun apríl höfðu sama sveitarfélagi borist fjórar umsókn- ir um götuhátíð vegna brúðkaups Vilhjálms og Kate. Einn er þó sá hópur Breta sem ekki hyggst flýja land. Konunglegt brúð- kaupið hefur reynst lýðveldissinnum gullið tækifæri til að koma málstað sínum á framfæri. Lýðveldissinnar hafa boðað til götuhátíðar. Yfirskrift hennar er hins vegar „andkonung- lega-brúðkaups-götuhátíðin“. Þótt konungssinnar hefðu gjarnan viljað sjá fleiri götuhátíðir hefðu þeir þó vafalaust kosið að andstæðingar hefð- anna héldu sig við hlutskipti sitt og hunsuðu þær. EFTIRVÆNTING Breskar borgir skrýðast smám saman hátíðarbúningi. Rúm vika er í brúðkaup Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. NORDICPHOTOS/GETTY BEÐIÐ EFTIR BRÚÐKAUPINU Sif Sigmarsdóttir Prinsarnir, nærbuxurnar og hórmangarinn Ef marka má könnun sem breska dagblaðið Daily Mail gerði hafa karlmenn mikla skoðun á því hverju konur klæðast eða öllu heldur hverju þær eiga ekki að klæðast. Nýjasta kvenmannstískan, sem einkennist af víðum buxum, síðum pilsum og klossuðum skóm, virðist ekki leggjast vel í breska karl- menn. Þeir vilja einnig leggja blátt bann við dýramunstruðum flíkum og klossum með tréhæl, sem er uppáhald margra kvenna. Sem betur fer er smekkur manna misjafn en fyrir þá sem ætla að klæða sig upp til að ganga í augun á hinu kyninu er kannski best að reyna að komast hjá því að klæðast því sem sést á þessum myndum. - áp Karlar ekki hrifn- ir af nýjustu tísku SÍÐ PILS Breskir karlmenn eru ekki hrifnir af síðum pilsum og kjólum í anda tíunda áratugarins og vilja meina að slík föt minni þá á ömmu sína. Hin unga og upprennandi leikkona Rooney Mara hefur þurft að þola mikl- ar útlitsbreytingar til að líta út eins og Lisbeth Salander, til dæmis að lita hárið svart og klippa það stutt ásamt því að aflita á sér augabrúnir. Mara segir þó að erfiðast af öllu hafi verið að gata á sér eyrun, en hún var ekki með göt áður. „Það var alveg hrikalega vont að gata eyrun og ég þurfti að fá fjögur göt í hvorn eyrnasnepilinn,“ segir Mara í viðtali við tíma- ritið W. Einnig þurfti hún að gata augabrúnir, nef, varir og geirvörtur til komast í gervi tölvuhakk- arans Salander í Holly- wood-útgáfu myndarinn- ar Karlar sem hata konur efir Stieg Larsson. Rooney Mara hefur ásamt leikstjóranum David Fincher og tökuliði verið á flakki um Svíþjóð undafarna mánuði en síð- ast sást til þeirra á Gar- demoen-flugvelli í Osló, þar sem Mara skartaði gervi Salander og vakti athygli flugvallargesta. Vont að gata eyrun MIKLAR ÚTLITS- BREYTINGAR Hin unga Rooney Mara þurfti að bíta á jaxlinn til að komast í gervi Lisbeth Salander. NORDICPHOTOS/GETTY AXLAPÚÐAR Söngkonan Beyoncé Knowles er hrifin af ýktum öxlum en það eru breskir karlmenn ekki. NORDICPHOTOS/GETTY ENGIR KLOSSAR Unga kynslóðin hefur tekið ástfóstri á ný við gömlu góðu Dr. Martens skóna en strákarnir eru ekki eins hrifnir samkvæmt könnuninni. DÝRAMUNSTUR Strákum finnst dýra- munstur ekki fallegt á kvenmannsklæðnaði. TRÉSÓLAR Klossar og aðrir skór með tréhæl ganga ekki í augun á öðrum karlmönn- um en hönnuðinum Karl Lagerfeld, sem notar þá óspart hjá Chanel. VÍÐAR BUXUR Tvíburarnir Mary-Kate og Ashley Olsen eru þekktar fyrir að vera með puttana á púlsinum í tískunni en breskir karlmenn eru ekki hrifnir af víðum buxum eins og þær klæðast á þessari mynd. Tenórarnir 3 og einn í útrás Gamla bíó - Síðustu tónleikarnir! Jóhann Friðgeir Garðar Thór Cortes Gissur Páll Snorri Wium Diddú og Óskar Pétursson - Óperukórinn í Reykjavík Grande finale Miðasala í Íslensku Óperunni og www.opera.is Laugardaginn 30. apríl kl. 20:00 BLESS, BLESS GAMLA BÍÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.