Fréttablaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 48
21. apríl 2011 FIMMTUDAGUR40 sport@frettabladid.is KIEL vann í gær sætan sigur, 38-35, á toppliði Hamburg í þýska handboltanum. Aron Pálmarsson skoraði 4 mörk fyrir Kiel sem er í öðru sæti deildarinnar. Þórir Ólafsson skoraði síðan 6 mörk fyrir Lubbecke sem tapaði á heimavelli, 25-27, fyrir Göppingen. Lið Dags Sigurðssonar, Fuchse Berlin, vann síðan öruggan ellefu marka sigur á Lemgo, 35-24, þar sem Alexander Petersson komst ekki á blað. KÖRFUBOLTI Marcus Walker verður örugglega á milli tannanna hjá íslensku körfuboltafólki um ókomna tíð eftir magnaða frammi- stöðu sína í úrslitakeppninni. Þegar menn fóru að skoða sögu- bækurnar betur kom líka í ljós að spilamennska þessa eldfljóta og stórskemmtilega bakvarðar væri einstök í 28 ára sögu úrslitakeppn- innar. Marcus sló nefnilega tólf ára stigamet Damons Johnson með því að skora 332 stig í 11 leikjum KR í úrslitakeppninni en það gera 30,2 stig að meðaltali í leik. Wal- ker bætti metið þegar hann gerði nánast út um leikinn með frábær- um þriðja leikhluta þar sem hann skoraði 18 af 40 stigum sínum í leiknum á þriðjudagskvöldið. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, ætlar að semja við Marcus og alla aðra leikmenn liðsins fyrir lokahóf KKÍ. „Ég sest niður með honum áður en hann fer aftur til Banda- ríkjanna og vænti þess að við skrifum undir samning. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort það verða einhver ákvæði í þeim samningi um tilboð frá liðum utan Íslands. Þá væri honum eins og gefur að skilja heimilt að stökkva á það enda eru eru meiri peningar í boði,“ segir Böðvar. „Þessi strákur er bara topp ein- tak og mér myndi ekki bregða við það ef hann kæmi aftur til Íslands og tæki annað ár með okkur. Honum líður mjög vel hérna og nýtur sín virkilega. Þetta er líka kornungur strákur og það væri ekkert vitlaust fyrir hann að taka eitt ár til viðbótar hér,“ segir Böðvar. Damon og Walker eru nú tveir af aðeins fjórum meðlimum í 300 stiga klúbbnum því Damon bætti á sínum tíma met Rondey Robinson sem skoraði 313 stig með Njarð- vík í úrslitakeppninni 1995. Der- rick Allen var síðastur á undan Walker til að bætast í hópinn. Marcus Walker skoraði 33 stig eða meira í þremur síðustu leikjum KR-liðsins í úrslitakeppninni, rauf 30 stiga múrinn í sex leikjum og var með 20 stig eða meira í öllum ellefu leikjunum. Walker var með 32,5 stig að meðaltali í úrslitaein- víginu þar sem hann hitti úr 67 prósentum þriggja stiga skota sinna (14 af 21) og tapaði aðeins 2 boltum á 143 mínútum. - óój KR-ingar eru bjartsýnir á að halda Marcus Walker í Vesturbænum á næsta tímabili: Marcus tók stigametið af Damon MARCUS WALKER Átti einstaka úrslita- keppni með KR. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Flest stig í úrslitakeppni Marcus Walker KR 2011 332 stig í 11 leikjum 30,2 í leik Damon Johnson Keflavík 1999 317 stig í 11 leikjum 28,8 í leik Rondey Robinson Njarðvík 1995 313 stig í 12 leikjum 26,1 í leik Derrick Allen Keflavík 2004 301 stig í 12 leikjum 25,1 í leik Damon Johnson Keflavík 2002 300 stig í 10 leikjum 30,0 í leik - Saurbæjarás - Frístundabyggð í Siglufirði, Fjallabyggð Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Saurbæjarás í Siglufirði auglýsist hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er skilgreint 21,5 ha að flatarmáli og afmarkast við Skútudalsá í norðri og austri, strandlengju í vestri og Saurbæjarás í suðri. Þar er gert ráð fyrir 27 frístundahúsum ásamt útivistarsvæði. Breytingin felur í sér breytta aðkomu að 8 frístundahúsum auk þess sem hámarsksstærð frístundahúsa var aukin og mænisstefnu einstakra húsa snúið. Skipulagið var einnig staðfært að nýju Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028. Tillagan verður til sýnis á skrifstofum Fjallabyggðar að Gránugötu 24 á Siglufirði og Ólafsvegi 4 í Ólafsfirði frá og með fimmtudeginum 21. apríl til fimmtudagsins 2. júní 2011. Tillagan verður einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins - www.fjallabyggd.is - Skriflegar athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skipulags- og umhverfisnefnd eigi síðar en kl. 16.00 fimmtudaginn 2. júní 2011. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Bæjarstjóri Fjallabyggðar Auglýsing um tillögu að deiliskipulagsbreytingu Enska úrvalsdeildin: Tottenham-Arsenal 3-3 0-1 Theo Walcott (5.), 1-1 Rafael van der Vaart (7.), 1-2 Samir Nasri (11.), 1-3 Robin Van Persie (39.), 2-3 Tom Huddlestone (44.), 3-3 Rafael van der Vaart, víti (70.) Chelsea-Birmingham 3-1 1-0 Florent Malouda (2.), 2-0 Salomon Kalou (25.), 3-0 Florent Malouda (61.), 3-1 Sebastian Larsson, víti (76.) STAÐA EFSTU LIÐA: STAÐAN: Man United 33 20 10 3 70-32 70 Chelsea 33 19 7 7 61-27 64 Arsenal 33 18 10 5 66-34 64 Man City 32 16 8 8 50-30 56 Tottenham 32 14 12 6 47-39 54 Liverpool 33 14 7 12 46-39 49 ÚRSLIT FÓTBOLTI Fylkir vann góðan sigur á KR, 1-0, í undanúrslitum Lengjubikarsins í gær og er komið í úrslitaleikinn. Fyrri hálfleikur var með dauf- ara móti og var markalaust í leik- hléi. Á 48. mínútu náði Ingimund- ur Níels Óskarsson aftur á móti að skora fyrir Fylki. KR fékk nokkur fín færi í kjöl- farið, meðal annars sláarskot, en inn vildi boltinn ekki. Fylkismenn réðu síðan ferðinni undir lokin og unnu nokkuð sann- gjarnan sigur. - hbg Undanúrslit Lengjubikarsins: Fylkir komið í úrslitaleikinn BARÁTTA Gylfi Einarsson Fylkismaður og Baldur Sigurðsson berjast hér um boltann í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Það má ekki afskrifa Chelsea en liðið er komið á fullt í toppbaráttu ensku úrvalsdeildar- innar eftir sigur á Birmingham en Arsenal gerði á sama tíma jafnt- efli gegn Tottenham. Leikurinn á White Hart Lane byrjaði með hreint ótrúlegum látum. Strax á 5. mínútu kom Theo Walcott Arsenal yfir með góðu marki og leikmenn Arsenal voru nánast enn að fagna markinu þegar Rafael van der Vaart jafn- aði metin fyrir Spurs. Mögnuð byrjun. Það var þó langur vegur frá því að leikmenn liðanna ætluðu að slaka á klónni því á 12. mín- útu kom Samir Nasri liði Arsenal aftur yfir með þrumuskoti fyrir utan teig. Fimm mínútum fyrir hlé skor- aði Robin Van Persie þriðja mark gestanna. William Gallas lenti í vandræðum með að hreinsa. Bolt- inn fór til Walcotts sem gaf í teig- inn á Persie. Hann náði skoti að marki sem Gomes varði glæsilega. Persie náði aftur á móti frákastinu og kláraði færið með stæl. Spurs gafst ekki upp frekar en fyrri dag- inn og Tom Huddlestone minnk- aði muninn fyrir hlé. 2-3 í hálf- leik í hreint út sagt stórkostlegum knattspyrnuleik. Sama fjörið hélt áfram í síðari hálfleik þar sem bæði lið sóttu af krafti. Á 70. mínútu braut Szczesny, markvörður Arsenal, á Aaron Lennon og vítaspyrna réttilega dæmd. Van der Vaart tók spyrnuna og skoraði af miklu öryggi. Aðeins mínútu síðar átti Modric að skora en Szczesny varði glæsilega. Bæði lið áttu ágæt færi það sem eftir lifði leiks en fleiri urðu mörkin ekki. „Það var brjálæðislegur hraði í þessum leik. Auðvitað erum við svekktir eftir að hafa komist 3-1 yfir. Við sýndum frábært við- horf í fyrri hálfleik en duttum of mikið til baka í þeim síðari. Það er stutt síðan við spiluðum og erfitt að vera á þessum hraða í 90 mínútur,“ sagði Wenger. „Við erum ekki búnir að gefast upp. Við munum berjast eins og brjálæðingar í þeim leikjum sem eru eftir. Það má ekki gleyma því að við erum búnir að spila 15 leiki í röð án þess að tapa. Það er ekkert annað lið í deildinni sem státar af slíkum árangri. Það er frábært viðhorf og barátta í þessu liði.“ Fimmtíu milljón punda maður- inn Fernando Torres mátti sætta sig við að byrja á bekknum þegar Chelsea vann auðveldan heima- sigur á Birmingham og er því enn í baráttunni. Hann fékk þó að spila en tókst ekki að skora frekar en áður. henry@frettabladid.is Chelsea stimplar sig inn Chelsea komst upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Bæði Chelsea og Arsenal eru sex stigum á eftir Man. Utd. Spurs náði jafntefli gegn Arsenal. FLUGFERÐ Gareth Bale lenti í harkalegu samstuði við markvörð Arsenal og fékk í kjölfarið vænta flugferð. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Real Madrid varð í gær bikarmeistari á Spáni þegar liðið lagði Barcelona, 1-0, í framlengd- um úrslitaleik. Það var Cristiano Ronaldo sem skoraði eina mark leiksins. Sigurinn er gríðarlega mikil- vægur fyrir Madrídarliðið og gefur liðinu trú fyrir baráttuna sem fram undan er hjá liðunum í undanúrslitum Meistaradeildar- innar. Mörkin létu á sér standa í venjulegum leiktíma en Börsung- ar voru óheppnir að skora ekki enda talsvert sterkari aðilinn í leiknum. Börsungar tóku öll völd á vellinum og hreinlega yfir- spiluðu Madrídinga sem vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Markið lá í loftinu en það kom ekki og því varð að framlengja leikinn. Þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik framlengingar kom Cristiano Ronaldo liði Real Madrid yfir. Angel di Maria átti þá frábæra sendingu í teiginn og þar skallaði Ronaldo boltann listavel í fjær- hornið. 1-0. Ronaldo var búinn að vera ógnandi í leiknum og nokkr- um sinnum komist nálægt því að skora. Börsungar reyndu allt hvað þeir gátu til þess að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki. - hbg Úrslit spænska bikarsins: Ronaldo sá um Barcelona SIGURMARKIÐ Ronaldo fagnar hér glæsimarki sínu sem skilaði Real bikar- meistaratitlinum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.