Fréttablaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 21.04.2011, Blaðsíða 54
21. apríl 2011 FIMMTUDAGUR46 PÁSKAFRÍIÐ „Fyrir utan það að liggja uppi í sófa og borða páskaegg ætla ég að matreiða kalkún í fyrsta sinn. Búin að kaupa hann inn fyrir marga þúsundkalla og skal hundur heita ef hann verður ekki góður hjá mér.“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir leikkona „Við erum stöðugt að þreifa fyrir okkur á nýjum alþjóðlegum mörkuðum. Ísland er á lista með öðrum löndum sem við erum að skoða náið en við getum ekki gefið nein ákveðin svör í augna- blikinu,“ segir Kaisa Lyckdal, fjölmiðlafulltrúi verslanakeðjunnar Lindex. Þeir sem hafa eytt einhverjum tíma í Skandi- navíu ættu að kannast við Lindex en hún orðin einn helsti keppinautur verslunarrisans Hennes & Mauritz. Lindex einbeitir sér að kvenna-og barnafatnaði ásamt því að vera með stóra nær- fata- og fylgihlutadeild og er nú með yfir 100 búðir víðs vegar um Evrópu. Hún er hluti af finnsku Stockmann-samsteypunni en á rætur að rekja til Svíþjóðar þar sem Lindex nýtur mikilla vinsælda. „Ég get staðfest það að Lindex er eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa verið í sambandi við okkur og sýnt áhuga en það þarf ekki að þýða neitt og við fáum fjöldann allan af fyrirspurnum að utan sem ná svo ekkert lengra,“ segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smára- lindar, en hann segist fagna því ef verslanakeðj- an ákveði að opna búð á Íslandi. „Við höfum fund- ið fyrir því að erlendir aðilar hafa haldið að sér höndum undanfarin ár vegna óvissunnar en núna er vonandi eitthvað að glæðast í þeim efnum.“ Lindex hefur verið að sækja í sig veðrið á síð- ustu árum, til dæmis með tískulínunni Fashion Report. Í vor frumsýnir fyrirtækið svo samstarf sitt við stjörnustílistann Rachel Zoe og er þeirrar línu beðið með eftirvæntingu. Það er því víst að Lindex yrði kærkomin viðbót í verslunarflóru landsins í framtíðinni. - áp Verslanakeðjan Lindex skoðar Ísland MEÐ ÍSLAND Í SIGTINU Verslanakeðjan Lindex staðfestir áhuga á Íslandi og hefur meðal annars sett sig í samband við Smáralind. „Mér finnst þetta aðallega fyndið og tilviljanakennt,“ segir Einar Tönsberg úr poppdúettnum Feldberg. Útvarpskonan Nemone hjá stöðinni BBC 6 ætl- aði að taka símaviðtal við Árna Hjörvar Árnason úr hljómsveitinni The Vaccines um síðustu helgi. Meðan á hringingunni stóð hljómaði lagið Dreamin‘ með Feldberg og þegar Árni Hjörvar svaraði ekki sím- anum ákvað Nemone að reyna að komast að því um hvaða lag var að ræða, enda hreifst hún mjög af silki- mjúkum tónum þess. Í gegnum hlustendur sína komst hún loks að því að þarna var Feldberg á ferðinni og spilaði lagið í heild sinni. Þessi óvænta uppákoma kemur sér vel fyrir hljóm- sveitina, sem er á ferðalagi um Bretlandseyjar til að kynna plötuna Don‘t Be a Stranger sem kemur þar út á föstudaginn. „Þetta hjálpar rosalega til og fólki finnst þetta mjög fyndið og skemmtilegt,“ segir Einar. „Ég fékk tvær hringingar frá félögum mínum í London sem voru að hlusta á þetta og létu mig vita af þessu.“ Spurður hvað honum finnist um The Vacc- ines segir hann: „Þeir eru mjög fínir og hressandi en ég fíla þá miklu betur í dag en í gær.“ Feldberg var stödd á Írlandi þegar Fréttablaðið ræddi við Einar. Að þeirri heimsókn lokinni verður förinni heitið til Norður-Írlands og London. Þar hefur dúettinn kynnt plötuna á fjölda útvarpsstöða og í plötubúðum. Tónleikar á Ja Ja Ja-kvöldi í London eru einnig fyrirhugaðir 28. apríl. - fb BBC hrífst af Feldberg-símalagi „Það kom kauptilboð sem var sam- þykkt um daginn,“ segir Björn Guðmundsson, sölustjóri Fast- eignasölunnar Byggðar á Akur- eyri. Hrafnabjörg við Eyjafjörð, eitt glæsilegasta hús landsins, hefur verið selt. Húsið var áður í eigu Jóhannesar Jónssonar í Bónus, en Mynni ehf., félag í eigu skilanefnd- ar Landsbankans, setti það á sölu í síðustu viku, eins og Fréttablaðið greindi frá. Fasteignasalan Byggð á Akureyri seldi húsið, en fast- eignasölurnar Stakfell, Eignamiðl- un og Fasteignamiðstöðin voru einnig með húsið á skrá. Björn Guðmundsson vill hvorki gefa upp hver átti tilboðið í húsið né hversu hátt það var, en samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins hljóðaði til- boðið upp á tæpar 200 milljónir. Páll Benediktsson, upplýsinga- fulltrúi skilanefndar Landsbank- ans, staðfesti að tilboð í húsið hefði verið samþykkt en gat að öðru leyti ekki tjáð sig um söluna. Fréttablaðið hafði einnig samband við Jóhannes Jónsson, en hann bjó í húsinu þegar það var í eigu Gaums, eignarhaldsfélags Baugs- feðga. Hann segir að hvorki hann né aðilar honum tengdir hafi fest kaup á húsinu. Arkitektinn Fanney Hauksdóttir teiknaði húsið. Hún sagði í sam- tali við Fréttablaðið í síðustu viku húsið vera einstakt að mörgu leyti. „Það var mikið lagt í húsið. Mikill metnaður,“ sagði hún. Ekkert var til sparað við bygg- ingu hússins og samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins var kostnað- urinn hátt í 400 milljónir. Húsið er á tveimur hæðum og á efri hæð- inni mynda stofan, borðstofan og eldhúsið eitt stórt og opið rými. Gólfsíðir útsýnisgluggar eru í stofunni ásamt arni. Á neðri hæð- inni má meðal annars finna tækni- rými, líkamsræktaraðstöðu og tvö baðherbergi. Fyrir utan er 40 fermetra sundlaug og stór heitur pottur. atlifannar@frettabladid.is BJÖRN GUÐMUNDSSON: ÞAÐ KOM KAUPTILBOÐ SEM VAR SAMÞYKKT Huldumaður keypti höll Jóhannesar á 200 milljónir FELDBERG Einar Tönsberg og Rósa Ísfeld eru meðlimir poppdúettsins Feldberg. SVARAÐI EKKI Árni Hjörvar svaraði ekki útvarpskonu frá BBC. SELT! Hrafnabjörg við Eyjafjörð er eitt glæsi- legasta hús landsins. Það fór á sölu í síð- ustu viku, en Jóhannes Jónsson í Bónus bjó í húsinu þegar það var í eigu eignarhaldsfélagsins Gaums. Húsið seldist á tæpar 200 milljónir sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Spoex samtök psoriasis og exem- sjúklinga, boðar til aðalfundar þann 28. apríl næstkomandi kl. 19.00. Fundurinn verður haldinn í veitingastofu Þjóðmenn- ingarhússins að Hverfisgötu 15. Rvk. Dagskrá aðalfundar. • Skýrsla formanns • Venjuleg aðalfundarstörf • Önnur mál. Boðið verður upp á súpu með nýbökuðu brauði og kaffi. AXARVEGUR OG HRINGVEGUR UM SKRIÐDAL OG BERUFJARÐARBOTN Mat á umhverfisáhrifum - Álit Skipulagsstofnunar Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á um- hverfisáhrifum Axarvegar og Hringvegar um Skriðdal og Berufjarðarbotn samkvæmt lögum nr. 106/2000 m.s.b. Helstu niðurstöður Skipulagsstofnunar eru að fyrirhu- gaðar framkvæmdir muni hafa verulega neikvæð áhrif á stórbrotið og tilkomumikið landslag á 6-7 km kafla í Berufjarðardal. Skipulagsstofnun telur ótvírætt að vegna landslagsaðstæðna á svæðinu sé ekki mögulegt að koma fyrir vegamannvirki, af því umfangi sem fyrirhug- að er, sem gæti á nokkurn hátt fallið að landslaginu og sem hefði ekki í för með sér varanlegar breytingar á landslagi og ásýnd svæðisins. Þá telur Skipulagsstofn- un að veglagning um Berufjarðarbotn sem mun raska leirum muni hafa verulega neikvæð og óafturkræf áhrif á fugla og leirur sem njóta sérstakrar verndar skv. lögum um náttúruvernd. Álitið í heild liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Álit Skipulagsstofnunar og matsskýrslu Vegagerðarinnar er einnig að finna á heimasíðu stofnunarinnar: www.skipulagsstofnun.is. Skipulagsstofnun Sun 1.5. Kl. 15:00 Sindri silfurfiskur (Kúlan) Lau 30.4. Kl. 20:00 Sun 1.5. Kl. 20:00 Hedda Gabler (Kassinn) Ö Allir synir mínir (Stóra sviðið) Mið 27.4. Kl. 20:00 Lau 30.4. Kl. 20:00 Mið 4.5. Kl. 20:00 Fim 5.5. Kl. 20:00 Mið 11.5. Kl. 20:00 Fim 12.5. Kl. 20:00 Mið 18.5. Kl. 20:00Ö Sun 1.5. Kl. 14:00 Sun 1.5. Kl. 17:00 Sun 8.5. Kl. 14:00 Sun 8.5. Kl. 17:00 Sun 15.5. Kl. 14:00 Sun 22.5. Kl. 14:00 Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Bjart með köflum (Stóra sviðið) Fim 28.4. Kl. 20:00 5. sýn Fös 29.4. Kl. 20:00 6. sýn Fös 6.5. Kl. 20:00 7. sýn Lau 7.5. Kl. 20:00 8. sýn Fös 13.5. Kl. 20:00 Lau 14.5. Kl. 16:00 br.sýn Fim 19.5. Kl. 20:00 Fös 3.6. Kl. 20:00 Lau 4.6. Kl. 20:00 Fim 9.6. Kl. 20:00 Fös 10.6. Kl. 20:00 U Ö U Ö Ö Ö Ö Ö U U Ö Ö U Ö Ö Ö U Brák (Kúlan) Fös 13.5. Kl. 20:00 Aukasýn. Sun 15.5. Kl. 20:00 Aukasýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.