Fréttablaðið - 30.04.2011, Side 71

Fréttablaðið - 30.04.2011, Side 71
LAUGARDAGUR 30. apríl 2011 47 Þó að myndasögublöðin frá Siglufjarðarprenti hafi gengið vel í íslensk ungmenni voru ekki allir jafn hrifnir á sínum tíma. Þeirra á meðal er Gísli Einarsson, eigandi verslunarinnar Nexus, sem hefur séð íslensku áhugafólki fyrir mynda- sögum frá árinu 1990. „Þegar þessi útgáfa var að byrja var ég orð- inn áskrifandi að blöðum frá Bandaríkjunum og fannst þýðingarnar á ofurhetjublöðunum alveg einstaklega slæmar og leit ekki við þeim. Ég keypti þó önnur blöð frá Siglufjarðarprenti, eins og Tarzan og fleira.“ Gísli segir þýddu blöðin alls ekki hafa fallið í kramið hjá hörðustu myndasöguáhugamönnum og þýðingarnar hafi farið illa í menn, sérstaklega þegar verið var að snúa nöfnum á persónum. „En seinna, þegar ég komst til vits og ára, áttaði ég mig á því að þetta var gríðarlega mikilvægt innlegg í myndasögumenninguna á Íslandi, því að fjölmargir sem voru yngri en ég lásu þessi blöð og þetta voru þeirra fyrstu kynni af ofurhetjumenn- ingunni. Svo þegar við fórum að selja blöðin á ensku í einhverju magni, upp úr 1992, voru margir búnir að lesa blöðin lengi á íslensku og voru því tilbúnir að taka næsta skref og lesa sögurnar á frummálinu.“ Gísli segist ekki fá fyrirspurnir um Siglufjarðar blöðin í búðinni, en þau komi oft til tals þegar rætt er um myndasögur og það sýni hversu margir hafi lesið þau á sínum tíma. „Eftir á að hyggja var þetta stórmerkilegt fram- tak þó að það hafi ekki fallið í kramið hjá mér persónulega, og á allan heiður skilinn.“ En telur Gísli að markaður sé fyrir þýddar myndasögur á Íslandi í dag? „Það er erfitt að segja. Í gamla daga var hægt að gefa út Lukku-Láka bók og vera viss um að helmingur allra stráka myndi kaupa hana, en ekki í dag. Það er miklu meiri afþreying í boði, til dæmis tölvur, sjónvarp, tónlist og þess háttar, en það er alltaf einhver möguleiki. Við í Nexus höfum ekki treyst okkur til þess, síst af öllu nú í krepp- unni, en kannski getur einhver tekið þetta að sér í framtíðinni.“ FYRSTU KYNNI MARGRA AF OFURHETJUM VAR EKKI HRIFINN Gísli Einarsson, myndasöguáhugamaður og eigandi verslunarinnar Nexus, segist ekki hafa þótt mikið til þýddu ofurhetjublaðanna koma á sínum tíma. Síðar sá hann að margir Íslendingar kynntust ofurhetjum fyrst í gegnum þau blöð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONá Siglufirði hét Jóhann, kallaður Jonni, þannig að tannlæknirinn í sögunni var umsvifalaust skírður Jonni tannlæknir!“ Þrekið þvarr Útgáfan gekk mjög vel og blöðin nutu lengi mikilla vinsælda, en upp úr 1990 fór að draga úr, og segir Jón Sæmundur að vinnuþrek föður hans hafi farið þverrandi. „Það sem skipti sköpum var að útgáfurétturinn að blöðunum um Tomma og Jenna færðist frá Bandaríkjunum til Svíþjóðar, þann- ig að okkar beina samband vestur um haf var rofið og við ákváðum þá að móðgast og hættum. Þeir sendu mann hingað til að ræða við okkur en þetta fór saman við það að pabbi var orðinn þreyttur og búinn að fá nóg, og þá var mamma, sem hafði séð um alla fasta áskrifendur, orðin lasin líka.“ Gömlu blöðin seljast enn Þrátt fyrir að nær tuttugu ár séu liðin frá því að blöðin hættu að koma út er enn til þó nokkuð af blöðum í geymslum og segir Jón Sæmundur að hann fái oft fyrir- spurnir frá áhugafólki. „Upplagið var fyrst um fjögur þúsund eintök en þó að faðir minn hafi fengið það niður í þrjú þúsund eigum við mikið til og ég er að fara með þetta á bókamarkaði víða. Það er helst að eintök vanti in í suma árganga af Tomma og Jenna, en það er af því að þau blöð seldust alltaf vel.“ Jón Sæmundur segir að blöðin seljist enn nokkuð vel. „Kaupend- urnir eru sumir harðir safnarar að leita að blöðum til að fylla eða endurnýja söfn sín, en það er líka nostalgía hjá fólki sem las blöð- in í gamla daga og er kannski að kynna þau fyrir sínum börnum.“ Skráðu þig inn drífðu þig út Ferðafélag Íslands Við fyrsta hanagal - morgungöngur Ferðafélags Íslands 2011 Komdu með í frískandi fjallgöngu í morgunsárið og vaknaðu með fugl- unum í eina viku. Einstök náttúruupplifun, gleði og göngustemmning. Ókeypis þátttaka. Brottför á eigin bílum úr Mörkinni 6 kl. 06.00 eða mæting á upphafsstað göngu. Nánari upplýsingar á www.fi.is Fararstjórar: Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir Fjöll vorsins: Mánudagur 2. maí. Helgafell við Hafnarfjörð. Þriðjudagur 3. maí. Mosfell í Mosfellsdal. Miðvikudagur 4. maí. Helgafell í Mosfellssveit. Fimmtudagur 5. maí. Vífilsfell. Föstudagur. 6. maí. Úlfarsfell morgunmatur í boði FÍ.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.