Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.05.2011, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 27.05.2011, Qupperneq 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011 SJÁVARÚTVEGUR „Ef horft er á töl- urnar virðist framlegð venjulega vera í kringum fimm milljarða en fara til dæmis upp í 25 milljarða árið 2009. Þetta gætu því verið allt að tuttugu milljarðar sem útgerðin er að bóka í vinnslunni í staðinn fyrir í veiðunum. Það eru þá nokkrir milljarðar sem sjómenn verða af á árinu 2009,“ segir Jón Steinsson, dósent í hag- fræði við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Jón hefur skoðað samband fisk- verðs og framlegðar í vinnslu á Íslandi og komist að þeirri niður- stöðu að flest bendi til að útgerðin hafi með því að selja afla á undir- verði til tengdra aðila farið á svig við kjarasamninga sjómanna. „Ef að það væri samkeppni til staðar í vinnslunni, ætti ekki að verða til nokkur framlegð umfram það sem væri eðlilegur arður af fjárfestingum. Sérstaklega ætti ekki að vera samband milli fram- legðar í vinnslu og verðs á fiski,“ segir Jón en bætir því við tölur Hagstofunnar bendi eindregið til þess að slíkt samband sé til staðar. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, neitaði að tjá sig um niðurstöðu Jóns og sagði þann ágæta mann ekki stunda fagleg vinnubrögð. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, segir þetta hins vegar einfald- lega rangt hjá Jóni. „Það er ekk- ert óeðlilegt við það að framlegð sveiflist milli ára. Um þessi verð gilda bara samningar þar sem viðeigandi þættir eru teknir inn í myndina. Mér finnst þetta í raun bara vera uppsláttur hjá honum. Hann fullyrðir fyrst og spyr svo og það er eins og hann skrifi þetta í pólitískum tilgangi,“ segir Sveinn. Sævar Gunnarsson, for maður Sjómannafélags Íslands, segir þetta hins vegar hafa verið ljóst í mörg ár. Verðmyndum á þess- um mörkuðum sé einkar óeðlileg. „Verðlagsstofa skiptaverðs á að koma í veg fyrir að þetta gerist og það tókst svo sem fyrstu árin. Undanfarin ár hefur hún hins vegar reynst kolómöguleg og raun- ar efast ég um að sjómenn myndu finna fyrir því ef Verðlagsstofan væri einfaldlega lögð niður,“ segir Sævar og bætir því við að tími sé kominn til að einhver annar veki máls á þessu. - mþl / sjá síðu 6 Föstudagur skoðun 16 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Föstudagur 27. maí 2011 122. tölublað 11. árgangur Það eru þá nokkrir milljarðar sem sjó- menn verða af á árinu 2009 JÓN STEINSSON HAGFRÆÐINGUR Engar rjómatertur Offituteymi á Reykjalundi heldur upp á tíu ára afmælið sitt á morgun. tímamót 18 Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 G rillið er okkar sérkenni,“ segir Gústav Axel Gunn-laugsson, sem opnaði veitingastaðinn Sjávar-grillið á Skólavörðustíg 15. apríl síðastliðinn, í samvinnu við Lárus Gunnar Jónasson. Ferskt sjávarfang er það sem helst ratar á grillið hjá þeim félögum. „Við viljum grilla sem flest, fisk, kjöt, humar og svart-fugl,“ segir Gústav, sem leggur mikla áherslu á að nota íslenskt hráefni. „Enda eigum við Íslend-ingar besta fisk í heimi,“ segir hann og bætir við að Sjávargrillinu hafi verið afar vel tekið þær vikur sem það hafi starfað.Gústav, sem er 24 ára, var val-inn matreiðslumaður ársins í fyrra og hefur þrátt fyrir ungan aldur mikla reynslu í eldhúsi fínn iingast ð É FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 1 þorskflak (400 g)100 g smjör salt og sítrónusafi Skerið þorskinn í 4 fallega bita. Steikið þorskinn á annarri hliðinni í 3 mín. Setjið þá smjörið út á ásamt sítrónusafa, saltið eftir smekk. 8 humarhalar1 hvítlauksgeiri100 ml olía Maukið olíu og hvít-lauk. Grillið humarinná b STEIKTUR ÞORSKUR OG GRILLAÐUR HUMAR með blómkáli og sumarsalati FYRIR FJÓRA Gústav Axel Gunnlaugsson og Lárus Gunnar Jónasson opnuðu nýlega Sjávargrillið á Skólavörðustíg 14.Grillum sem flest Hafnarfjarðarkirkja stendur fyrir helgigöngu á Helgafell á sunnudag. Göngumenn koma saman við Kaldársel klukkan 11. Eftir stutta helgistund verður gengið að fjallsrótunum, þar sem lesið verður úr fjall- ræðu Jesú. Þá verður stoppað á stöku stað á leiðinni upp og meðal annars gáð til fjalla. Eldfjöllin á Reykja- nesinu verða sérstaklega tekin fyrir. Grrrrrillandigott! Grilled beef tenderloin served with vegetable tower, salad and pepper sauce. Ekta útileguréttur! Safarík lamba rib-eye steik borin fram með paprikutríói, kartöflusalati og tzatziki sósu.Grilled rib-eye of Icelandic lamb served with pepper trio, potato salad and tzatziki dressing. Grillað lamba rib-eye kr. 2.790 Sumarsalat Einstaklega safaríkur lambakjötsborgari með fersku salati, tómötum, rauðlauki og grískri tzatziki sósu í ciabatta brauði. Borinn fram með frönskum kartöflum. Lamb meat burger Greek style with mixed salad, tomatoes, red onion and tzatziki sauce in a ciabatta bread. Served with french fries. Grískur lambakjötsborgari kr. 1.490 Lungamjúk 200 g nautalund borin fram með rótargrænmetisturni, salati og piparsósu. Grilluð nautalund kr. 3.590 föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 27. maí 2011 viðarparket Verðdæmi: Eik 3ja stafa kr. 3.990 m2 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 www.listahatid.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA! FÓLK „Þetta er voðalega vinalegt og jákvæður punktur í tilverunni, segir Björgvin Richardsson líf- fræðingur um kríu sem tekið hefur sér bólfestu utan við glugga skrifstofu hans á efstu hæð bygg- ingar Íslenskrar erfðagreiningar. Krían heldur alltaf til á sama stað á handriði við neyðarstiga utan á húsinu í Vatnsmýri. „Hún kom hér í fyrrasumar og stopp- aði við í tvo mánuði áður en hún hvarf í júlí. Og svo kom hún aftur núna í morgun [í gær],“ segir Björgvin. Björgvin segir ekki svo að sjá að krían taki þátt í varpi. „Hún er alltaf ein og hangir á hand- riðinu. Ef maður stendur við gluggann goggar hún í rúðuna. Stundum hverfur hún í nokkra daga en hún kemur alltaf aftur,“ útskýrir Björgvin, sem í fyrra gerði sér ferð upp stigann á neyðarútganginum til að kanna viðbrögð kríunnar. „Hún var alls ekki stressuð og ég var kominn upp á pallinn bak við hana þegar hún flaug. Ég fór með sardínur í dós en hún vildi ekki sjá þær. Hún fer frekar og nær sér í síli og kemur með þau og sýnir okkur,“ segir Björgvin. Og nú er krían komin aftur eftir vetrardvöl í Afríku og sest á handriðið sem hún hefur gert að höfuðstöðvum sínum á Íslandi. Björgvin er ekki alger- lega viss um að sami fuglinn sé mættur aftur. „Ég þekki ekki svipinn á henni en ég hef aldrei séð annan fugl setjast þarna og það kæmi mér mjög á óvart ef þetta væri einhver annar fugl.“ - gar Tryggur farfugl mættur á sinn stað í Reykjavík eftir vetrardvöl í Afríku: Kría gerir ÍE að höfuðstöðvum sínum LÍFFRÆÐINGURINN OG KRÍAN Björgvin Richardsson hjá Íslenskri erfðagreiningu endurheimti í gær kríuna sem í fyrrasumar dvaldi í tvo mánuði þétt við skrifstofuglugga hans. „Þetta er svolítið furðulegt. Ég veit ekki hvort hún er svona vitlaus,“ veltir Björgvin fyrir sér og kjáir framan í kríuna í gegnum glerið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hulduhamborgarar Íslendingar opna gourmet- stað á Spáni. fólk 34 VÍÐA VÆTA Í dag verður stíf SA- átt við NA- og A-ströndina, annar hægari. Víða skúrir en rigning SA- og A-til fram eftir degi. Hiti víðast 4-10 stig. VEÐUR 4 8 7 8 6 8 Fara á svig við kjarasamninga Vísbendingar eru til staðar um að útgerðin hafi selt afla til tengdra aðila á undirverði þegar fiskverð hefur verið hátt til að komast hjá því að greiða sjómönnum fullan hlut. Þetta segir Jón Steinsson hagfræðingur. FÓLK Gestir í fimmtugsafmæli Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings þurftu margir að yfirgefa veisluna snemma þegar gos hófst í Grímsvötnum á laugardag. Þetta var hins vegar ekki afmælisgjöfin sem hann ósk- aði sér. Rætt er við Magnús í föstudags- viðtali Frétta- blaðsins. Magnús segist snemma hafa fengið áhuga á jarðfræði, hún hafi verið sér í blóð borin. „Það að lifa með eldgosum er hluti af því að vera Íslendingur. Þetta er hluti af okkur tilveru,“ segir Magnús og bætir því við að Íslendingar hafi gengið í gegn- um mjög rólegt tímabil jarð- hræringa undanfarna áratugi. Ómögulegt sé hins vegar að spá fyrir um hvort fleiri stór gos séu í vændum. Spurður um Gríms- vatnagosið segir hann heppilegt hve langt eldstöðin sé frá manna- byggðum - mþl / sjá síðu 12 Magnús Tumi Guðmundsson: Fékk gosið í afmælisgjöf MAGNÚS TUMI GUÐMUNDSSON Meistararnir áfram FH vann sigur á Fylki í framlengdum leik í Valitor- bikarkeppninni í gær. sport 30

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.