Fréttablaðið - 27.05.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.05.2011, Blaðsíða 6
27. maí 2011 FÖSTUDAGUR6 KÖNNUN Litlar breytingar hafa orðið á afstöðu almennings til mögulegra breytinga á fiskveiði- stjórnunarkerfinu samkvæmt könnun MMR. Ríflega tveir þriðju landsmanna, 67,5 prósent, vilja að kvótinn verði í eigu ríkisins. Þetta er örlítið hærra hlutfall en í sambærilegri könnun MMR sem gerð var í febrúar síðastliðnum. Þá sögðust 66,6 prósent þeirrar skoð- unar. Svipað hlutfall, 71,4 prósent, seg- ist vilja að þeir sem fái úthlutað kvóta eigi að greiða leigu til ríkis- ins sem endurspegli markaðsverð- mæti kvótans. Mun færri, um 20,8 prósent, vilja að þeir sem fái úthlut- að kvóta greiði leigu sem nemur rekstarkostnaði þeirra ríkisstofn- ana sem þjónusta sjávarútveginn. Hlutfallslega fáir, um 15,6 pró- sent, segjast vilja að núverandi handhafar kvótans eigi að fá að halda honum óskertum. Enn færri, eða um 10,1 prósent, vilja að þeir sem fá úthlutað kvóta eigi að fá að ráðstafa honum að vild, þar með talið að selja hann, leigja og veð- setja. Talsverður munur var á afstöðu fólks eftir því hvaða flokk það sagð- ist styðja. Stuðningsmenn Sam- fylkingarinnar og Vinstri grænna eru hlynntari því að kvótinn verði í eigu ríkisins en stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks. Könnun MMR var gerð dagana 9. til 12. maí. Alls tóku 837 einstak- lingar á aldrinum 18 til 67 ára þátt í könnuninni. Þátttakendur endur- spegluðu lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar. Afstöðu tóku á bilinu 73,7 til 82,2 prósent, misjafnt eftir spurningum. - bj Opið alla virka daga og laugardaga kl. 13-18. Sækjum húsgögnum Sími 8585908 Komið og gerið góð kaup. Styrkið gott málefni! á Eyjarslóð 7 út á Granda. TÍMALAUS KLASSÍK Í ÚTSKRIFTARGJÖF Skagen herraúr kr. 24.900 Skagen dömuúr kr. 23.900 www.jonogoskar.is LAUGAVEGUR / SMÁRALIND / KRINGLAN Litlar breytingar á afstöðu landsmanna til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu: Flestir vilja kvótann í ríkiseigu Framtíð kvótakerfisins Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú eftirfarandi fullyrðingum: Kvótinn á að vera í eigu ríkisins? ■ Mjög eða frekar hlynnt(ur) ■ Hlutlaus ■ Mjög eða frekar andvíg(ur) Maí 2011 Febrúar 2011 66,6%67,5% 16,1%14,6% 17,3%17,9% Heimild: MMR STJÓRNARSKRÁ Stjórnlagaráð hefur lagt til róttækar breytingar á stjórnarskrárákvæðum um ríkis- stjórnina og ekki síst starf og skipan forsætisráðherra. Ef breyt- ingarnar verða að veruleika getur forsætisráðherra ekki setið lengur en í tíu ár, eða tvö og hálft kjör- tímabil. Það er B-nefnd ráðsins sem lagði tillögurnar fram til kynn- ingar á tíunda fundi ráðsins í gær. Í þeim eru ýmis nýmæli. Til dæmis er lagt til að það verði ekki lengur hlutverk forsetans að skipa ráðherra, heldur muni Alþingi kjósa forsætisráðherra og hann skipaður formlega af for- seta þingsins. Forsætisráðherrann hefði síðan sjálfur formlegt skip- unarvald í sína ríkisstjórn. Samkvæmt tillögunni yrði það þingforsetans að bera upp tillögu um forsætisráðherra eftir sam- ráð við þingflokka. Yrði tillögu hans hafnað skyldi hann bera upp aðra tillögu, en væri tillögum hans hafnað í fjórgang þyrfti að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. „Verður að ætla að sú tilhögun skapi sterkan hvata fyrir þingið að koma sér saman um forsætis- ráðherra,“ segir í skýringu B- nefndar. Tillagan um tíu ára hámarkssetu forsætisráðherra í embætti er rök- studd með því að valdþreyta geri vart við sig með tímanum, menn „staðni í embættum og hvatar til nýjunga og endurnýjunar slævist.“ Tíu ára markið var málamiðlun á milli þeirra sem vildu takmarka setuna annars vegar við átta ár og hins vegar við tólf ár. Einnig var rætt að takmarka tímann sem aðrir ráðherrar gætu setið í embætti en slík tillaga hefur ekki komið fram. Ekki var hins vegar almennur vilji fyrir að takmarka setutíma þingmanna. Þá er lagt til að þingmenn geti lagt fram vantrauststillögu á alla ráðherra, en vantrauststillögu á forsætisráðherra verði þó að fylgja tillaga um eftirmann sem tæki við ef vantraust yrði sam- þykkt og myndaði þá nýja ríkis- stjórn. A-nefnd ráðsins lagði einnig fram tillögur til kynningar á fund- inum um breytingar á mannrétt- indakafla stjórnarskrárinnar. Helstu tíðindin þar eru ákvæði um eignarrétt þjóðarinnar á nátt- úruauðlindum til lands og sjávar, náttúru- og dýravernd og skylda hins opinbera til að halda almenn- ingi upplýstum um áhrif fram- kvæmda á umhverfið og tryggja að almenningur geti tekið þátt í undirbúningi slíkra ákvarðana. stigur@frettabladid.is Forsætisráðherra sitji ekki lengur en í tíu ár Stjórnlagaráð leggur til að forsætisráðherra verði kosinn af Alþingi og að hann geti ekki setið lengur í embætti en í áratug. Vantrauststillögu á hann verði að fylgja tillaga að eftirmanni. Mikill bálkur um auðlindir og náttúru í smíðum. RÓTTÆKAR TILLÖGUR Stjórnlagaráð smíðar nú mikinn bálk í stjórnarskrána um auðlindir og umhverfisvernd. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Undir stjórnlagaráði starfa þrjár nefndir. ■ Nefnd A: Skoðar meðal annars uppbyggingu og kaflaskipan, grunngildi, auðlinda- og umhverfismál og mannréttindi. ■ Nefnd B: Hefur meðal annars til meðferðar stjórnskipan, forseta Íslands, og störf þingsins, ríkisstjórnar og sveitarfélaga. ■ Nefnd C: Fjallar meðal annars um lýðræðislega þátttöku almennings, dómstóla, kosningar, kjördæmaskipan og utanríkismál. Nefndir stjórnlagaráðs JEMEN, AP Harðir bardagar geis- uðu í Sanaa, höfuðborg Jemens, í gær, milli stjórnarhersins og vopnaðra sveita frá áhrifamikl- um ættflokkum sem krefjast þess að Ali Abdullah Saleh for- seti segi af sér. Tugir manna létu lífið og er tala fallinna undanfarna daga komin nokkuð á annað hundrað. Ættflokkarnir hóta borgara- stríði segi Saleh ekki af sér. Afstaða ættflokkanna gegn Saleh markar tímamót í baráttu mót- mælenda. Ættflokkarnir hafa samkvæmt fornum lögum lands- ins rétt til þess að krefja með- limi ættflokkanna um hlýðni, sem vegur þyngra en hlýðni við stjórnvöld landsins. - gb Forsetinn situr sem fastast: Jemen á barmi borgarastríðs MÓTMÆLENDUR Í SANAA Leiðtogar nokkurra áhrifamestu ættflokkanna í Jemen hóta borgarastyrjöld segi Saleh ekki af sér. NORDICPHOTOS/AFP SJÁVARÚTVEGUR Framlegð í fisk- vinnslu hefur verið mun meiri en eðlilegt getur talist, að mati Jóns Steinssonar, dósents við Columbia háskóla í Bandaríkjunum. Jón hefur skoðað samband fisk- verðs og framlegðar í vinnslu á Íslandi og komist að þeirri niður- stöðu að flest bendi til að útgerðin hafi með því að selja afla á undir- verði til tengdra aðila farið á svig við kjarasamninga sjómanna. „Ef samkeppni væri til staðar í vinnslunni ætti ekki að verða til nokkur framlegð umfram það sem væri eðlilegur arður af fjárfestingum,“ segir hann. „Sér- staklega ætti ekki að vera sam- band milli framlegðar og verðs á fiski. Þessar tölur gefa hins vegar til kynna að þegar fiskverð er hátt, eins og undanfarin misseri, er allt í einu miklu meiri framlegð í vinnslunni en eðlilegt getur talist.“ Jón bætir við að með hlutaskipta- kerfinu sé augljós hvati til staðar fyrir útgerðina til að leika þennan leik. Það sé hins vegar erfitt þegar verð sé lágt. Vissulega séu ýmsir samningar í gildi milli útgerðar og vinnslu en tölurnar séu samt sem áður ískyggilegar og tali sínu máli. Þá segir hann skynsamlegast að allur fiskur færi á markað til að komast hjá þessum vanda. Forsvarsmenn LÍÚ vísa niður- stöðum Jóns hins vegar alfarið á bug og segja hann vera í pólitík en ekki að stunda fræðimennsku. „Það hefur lengi legið fyrir að verðmyndum á þessum mörk- uðum er virkilega óeðlileg. Af hverju hittast til að mynda sjó- menn og útgerðin mánaðarlega til að karpa um fiskverð, á þetta ekki að ráðast á markaði?“ segir Sævar Gunnars son, formaður Sjómanna- sambandsins. - mþl LÍÚ vísar niðurstöðum Jóns Steinssonar alfarið á bug en sjómenn segja þetta hafa verið ljóst lengi: Telur sjómenn hafa borið skarðan hlut frá borði EFNAHAGSMÁL Efnahags- og fram- farastofnunin (OECD) spáir 2,2 prósenta hagvexti á Íslandi í ár í skýrslu sem stofnunin birti á miðvikudag. OECD byggir spá sína meðal annars á auknum fjárfestingum og einkaneyslu. Þá er spáð 2,7% verðbólgu á árinu og að atvinnu- leysi minnki niður í 7%. Í tilkynningu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins segir að OECD telji að óvissa ríki um aðgengi að alþjóðlegum fjármála- mörkuðum og vilja til erlendrar fjárfestingar á Íslandi í kjölfar Icesave-kosninganna. OECD hvetji stjórnvöld hins vegar til að halda sig við stefnu um hallalaus ríkisfjármál árið 2013, lækkun skulda og afnám gjaldeyrishafta. Þessi spá er nokkru hagstæðari en þær sem hafa birst að undanförnu. - þj Spá OECD um hagvöxt: Telur hagvöxt verða 2,2% í ár 330 290 250 210 Framlegð í vinnslu umfram 6% árgreiðslu Afurðaverð á verðlagi árs 2010 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 -5.000 ‘97 ‘99 ‘01 ‘03 ‘05 ‘07 ‘09 Framlegð og fiskverð 1.442 246 279 24.047 25.868 316 Hefur þú farið á leiksýningu á árinu? Já 38,7% Nei 61,3% SPURNING DAGSINS Í DAG Telurðu mikilvægt að börn tekjulágra foreldra njóti niður- greiddrar tannlæknaþjónustu? Segðu þína skoðun á visir.is Nýr formaður SÁÁ Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, var kosinn for- maður SÁÁ á aðalfundi félagsins sem fór fram í gær. Þórarinn Tyrfingsson, sem hefur verið formaður í 22 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. SAMFÉLAGSMÁL Tölurnar Jón segir að ekkert samband ætti að vera til staðar milli framlegðar í vinnslu og afurðaverðs. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.