Fréttablaðið - 27.05.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.05.2011, Blaðsíða 12
27. maí 2011 FÖSTUDAGUR12 Magnús Tumi Guðmunds- son, prófessor í jarðeðlis- fræði við Háskóla Íslands, fékk kraftmesta eldgos á Íslandi í marga áratugi í fimmtugs afmælisgjöf. Það segir nokkuð um umbrotin í íslenskri náttúru að undan- förnu að jarðeðlisfræðing- ur sé orðinn þjóðþekktur maður. Þ etta var nú ekki afmælisgjöfin sem ég hafði óskað mér. En já, það er rétt, tveimur tímum áður en afmælisveislan átti að byrja hringdi Steinunn Jakobs- dóttir, jarðeðlisfræðingur á Veður- stofu Íslands, og spurði mig hvort mikið stæði til um kvöldið. Það væri nefnilega svo að fleiri hefðu það á prjónunum að vera með uppi- stand, því öll mælitæki Veður- stofunnar sýndu að allt stefndi í Grímsvatnagos. En það var ekki um annað að ræða en að halda áfram með veisluna þó að nokkrir af gestum mínum hafi klætt sig í vinnugallann þetta kvöld en ekki í sparifatnað,“ segir Magnús Tumi. „Ég varð að gleyma Grímsvötnum í fjóra klukkutíma en mætti svo á fund hjá Almanna vörnum klukk- an hálf tólf þetta kvöld. En veislan tókst vel.“ Með jarðfræði í blóðinu Hvernig vaknaði áhugi þinn á fræðigreininni? „Ég fékk snemma áhuga á jarð- fræði. Ég á tvo móðurbræður sem eru jarðfræðingar, Hauk og Jens Tómassyni, og þetta fag heillaði mig frá fyrstu tíð. Í menntaskóla fékk ég mikinn áhuga á eðlisfræði, en stærðfræði hafði alltaf legið vel fyrir mér. Þegar þessi áhugasvið runnu saman þá varð niðurstaðan jarðeðlisfræði sem ég stúderaði hérna heima og síðan í London þar sem ég tók doktorspróf. Doktors- verkefnið mitt var reyndar að byrja rannsóknir á innviðum Gríms- vatna, svo ég var töluverðan tíma á svæðinu við rannsóknir og kynntist því ágætlega. Ég vann seinna við jöklafræði með Helga Björnssyni jöklafræðingi sem fann flöt á því að ég gæti unnið við rannsóknir eftir að ég kom heim frá námi. Það leiddi mig inn í Háskóla Íslands þar sem ég gegni prófessorsstöðu.“ Eldgosið í Gjálp 1996 „Þetta var sú gerð umbrota sem ég hafði vonast til að verða vitni að einhvern tíma á starfs ævinni. Síðan má segja að hver stór- viðburður inn hafi rekið annan og kollegar mínir erlendis segja að ég hafi það allt of gott út frá sjónar- hóli vísindamanna. Ég hef reyndar tekið að mér stjórnunarstörf sem taka mikinn tíma. En samvinna vísindamanna hér á landi er mikil og þó að fá andlit komi fram í fjöl- miðlum er yfirleitt verið að setja fram niðurstöður úr vinnu hóps fólks. Það á bæði við um Jarðvís- indastofnun hér við háskólann en einnig vísindamenn hjá Veðurstofu Íslands. Samstarf þessara tveggja stofnana gerir það kleift að dekka flest svið jarðvísinda og náttúru- vísinda sem koma við sögu í svona atburðum. Samstarfið er afar gott og Veðurstofan hefur umsjón með öflugu kerfi mælitækja sem gera gæfumuninn, auk auðvitað veður- rannsókna. Allt skiptir þetta máli við rannsóknir á náttúruhamför- um.“ Hvert er mikilvægi nýrrar tækni í rannsóknum vísindamanna hér á landi og erlendis? „Það sem gefur okkur ákveðið forskot í rannsóknum í eldfjalla- fræði, jöklafræði og ýmsu fleira er einfaldlega landið sjálft. Ísland er okkar stóra tilraunastofa. En það er hópur fólks hér við háskól- ann en ekki síst hjá Veðurstofunni sem hefur sýnt mikinn dugnað við að byggja upp mælakerfi sem skipt- ir miklu máli til að skilja hvað er að gerast, ekki síst í aðdraganda eld- gosa og jarðskorpuhreyfingar og jarðskjálfta. Varðandi nýjustu við- bætur í tækni má nefna nýjan fær- anlegan radar Veðurstofunnar sem er bylting í því að meta hversu hátt gosmökkurinn fer og hve mikið er að koma upp af gosefnum. Það snertir áhrif gossins á flug, eins og við þekkjum eftir sprengigosin, núna og í Eyjafjallajökli. Mikið af rannsóknunum á eldgosunum sjálf- um verður þó að vinna úti í nátt- úrunni og byggja ekki á slíkum tækjabúnaði. Eldgos eru svo stórir atburðir og svo miklir kraftar á ferli að það þarf að halda vel utan um þá svo við getum varað fólk við og að engum stafi hætta af þessum atburðum.“ Þröngt skorinn stakkur Rannsóknirnar eru umfangs miklar. Hvernig er búið að ykkur fjárhags- lega? „Þegar stórir atburðir verða, eins og Eyjafjallajökulgosið og Gríms- vatnagosið núna, þá sjáum við að stórþjóðirnar eiga auðveldara með að fara í stærri rannsóknir; aðgengi að fjármunum hjá þeim er auðveldara til að taka virkilega á hlutunum. En á Íslandi hefur orðið hrun og okkur er þrengra sniðinn stakkurinn. Nú hafa tveir stór- atburðir orðið á stuttum tíma, sem reynir verulega á okkur. Á okkur hvílir sú krafa að skila þeim upp- lýsingum sem umheimurinn kall- ar eftir. Þetta er ekki okkar einka- mál því tvö stór sprengigos skipta verulegu máli fyrir nágrannalönd- in, þarf vart að minna á dreifingu gjóskunnar um Evrópu og víðar. Við erum ekki í vonlausri stöðu, en þegar svona mikið gengur á kallar það á gríðarlega vinnu til að upplýs- ingar tapist ekki. Þessi vísindalegi árangur á ekki aðeins við fræði- legan áhuga heldur ekki síður hag- rænar rannsóknir í tengslum við flug og almannavarnir næst gos- stöðvunum.“ Er Grímsvatnagosið núna sér- stakt í vísindalegu tilliti? Kemur stærð þess á óvart? „Þetta er mjög stórt Grímsvatna- gos, og hvað gjósku varðar er það svipað nokkuð stóru Kötlugosi. Á einum sólarhring kom upp meira magn gjósku en á 39 dögum í Eyja- fjallajökli. Saga Grímsvatnagosa sýnir að þau koma í hrinum og nýtt virknitímabil hófst árið 1996 með Gjálpargosinu. Gosið 1983 var lítið gos inni í mjög rólegu tímabili sem hófst um 1940. Ef horft er á fyrri hrinur þá má benda á mjög stórt gos 1619 eftir rólegt tímabil. Síðan árið 1873 kemur stórt gos rúmum áratug eftir að virknitímabil hefst um 1860. Það má því segja að eftir að hrina er farin af stað þá eru líkur á að það komi að minnsta kosti eitt stórt gos. Tíð eldgos Talað er um að við séum að ganga inn í tímabil mikilla jarðhræringa og margra eldgosa. Er það svo? „Við erum nýbúin að klára mjög rólegt tímabil, alla vega hvað sprengigos varðar, sem hófst um 1950. Á síðari hluta 18. aldar og aftur á 19. öld komu mörg stór eld- gos á tímabili. Það, að lifa með eld- gosunum, er hluti af því að vera Íslendingur. Þetta er hluti af okkar tilveru. Kosturinn við Grímsvatna- gosið núna er hvað það stendur stutt. Ég á ekki von á að þetta rífi sig upp aftur, þau hafa ekki gert það Grímsvatnagosin þó maður eigi aldrei að segja aldrei. Ég vil að við höfum það hugfast að Grímsvötn eru langt frá byggð. Kirkjubæjar- klaustur er um 80 kílómetra frá eldstöðinni en undir Eyja fjöllum er byggð í tíu kílómetra fjarlægð frá gígnum. Til að setja þetta í samhengi þá er það heppilegt að fá svona stórt gos í Grímsvötnum en ekki Eyjafjallajökli. Gjóskan í Grímsvötnum, í sjö kílómetra fjar- lægð frá gígnum, er 170 sentimetra þykk. Þykkt gjóskunnar í sömu fjarlægð frá Eyjafjallajökli, og þá er horft til byggðar, var um tíu til tuttugu sentimetrar. Grímsvötn eru eins vel staðsett og hugsast getur, með tilliti til byggðar.“ Lakagígar eru hluti af Gríms- vatnaeldstöðinni. Hafa líkur aukist á umbrotum þar? „Síðast varð þetta gríðar- mikla gos í Lakagígum 1783 til 1784 með þeim mestu hörmung- um sem íslensk þjóð hefur upp- lifað. Eitthvað svipað mun gerast í framtíðinni en við vitum ekkert um hvenær það verður. Virkni í Grímsvötnum hefur komið og farið án þess að slík gos verði og ekk- ert bendir til að eitthvað af þess- ari stærðargráðu sé væntanlegt á næstunni. Hvað myndu umbrot á stærð við Skaftárelda þýða fyrir íslenskt nútímasamfélag? „Það er sennilegt að rýma þyrfti stór svæði af heilsufarsástæðum. Þetta gæti haft veruleg áhrif á samgöngur í langan tíma en við erum vel varin gegn þeim hörm- ungum sem dundu yfir Íslendinga sem lifðu Skaftárelda. En þetta myndi hafa mikil áhrif, ekki síst efnahagsleg. Íslendingar þurfa að undirbúa hvernig tekið yrði á slík- um atburði, þó við séum betur sett núna. En á móti kemur að margt í nútímasamfélaginu myndi ekki standast þá krafta sem þarna geta leyst úr læðingi.“ Föstudagsviðtaliðföstuda gur Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og gosið í Grímsvötnum Ísland er okkar stóra tilraunastofa Ég varð að gleyma Grímsvötnum í fjóra klukkutíma en mætti svo á fund hjá Almannavörnum klukkan hálf tólf þetta kvöld. En veislan tókst vel. MAGNÚS TUMI Doktorsrannsóknin í University College í London var upphafsrannsókn á innviðum Grímsvatna, svo það var við- eigandi að stærsta gos í áratugi skyldi hefjast rétt fyrir fimmtíu ára afmælisveislu jarðeðlisfræðingsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HÁSKÓLABRÚIN www.keilir.net UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 6. JÚNÍ PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 11 14 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.