Fréttablaðið - 27.05.2011, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 27.05.2011, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 27. maí 2011 Opnum Laugaveg Um miðbik næsta mánaðar stendur til að opna hluta Laugavegar að fullu fyrir gangandi umferð. Það er góð hugmynd. Á sumrin er Lauga- vegur gjarnan fullur af fólki. Þeir fjölmörgu fermetrar sem einn bíll á ferð tekur nýtast betur undir gangandi og hjólandi vegfarendur. Þeir fjölmörgu fer- metrar sem eitt bílastæði tekur nýtast betur undir borð full af veitingum og stóla fulla af mannarössum. Austurstræti var göngugata í um á hálfan annan áratug. Umferð var hleypt aftur á fyrir um tuttugu árum í von um að glæða verslunarrekstur í göt- unni. Það hljómaði þannig séð alveg skynsamlega en það virk- aði ekki. Þegar ég var pjakkur voru tónlistarbúð, apótek, sjoppa og fjölmargt annað í strætinu. Smám saman hurfu búðirnar og en krárnar héldu þó velli. Síðan brann nú slatti af þessu. Það má draga lærdóm af þeirri tilraun að leggja Austur- stræti undir bílaumferð. Hann er sá að það samasemmerki sem stundum sett er milli bílastæð- anándar og blómlegs miðborgar- lífs er falskt. Mannlíf verður til vegna mannfólks en ekki vegna bíla. Fólk kemur vissulega gjarnan á bílum til að taka þátt í mannlífi. En það þarf enginn beinlínis að keyra inn í kaffi- húsið eða leikhússalinn. Þá er hætta á menn keyri mannlífið niður í leiðinni. Stundum hafa menn vísað til þess að góð nánd við umferðar- æðar og bílastæði sé nauðsynleg til að miðbærinn geti keppt við verslunarmiðstöðvar á borð við Kringluna og Smáralind. Það er gott að íhuga þann samanburð. Verslunarmiðstöðvarnar tvær eru sérhannaðar fyrir verslun- arrekstur. Þar skilja menn bíl- inn eftir fyrir utan og fara inn í yfirbyggðar göngugötur, þar sem menn geta labbað rólega með innkaupapoka eða -kerru, óhræddir um að einhver jeppakj- áni keyri niður börnin þeirra. Ef það væri góð hugmynd að setja veg í gegnum Smáralindina þá hefði það verið gert. Ef hugsa á miðbæinn sem verslunarmiðstöð þá mætti auð- vitað hugsa sér svipað fyrir- komulag og er við lýði í Kringl- unni og Smáralind: Menn skilji eftir bílinn í yfirbyggðum bíla- stæðageymslum í nokkurra mín- útna fjarlægð og gangi síðan um verslunarrýmið án áreitis frá bíla umferð. Það er nefnilega ekkert sér- stakt að leita að bílastæði í kort- er og þurfa síðan stanslaust að passa sig á fólki sem er að gera nákvæmlega það sama. Eða á fólki sem finnst bara gaman að keyra í gegnum verslunarmið- stöðina, án þess að kaupa neitt, líkt og gildir um langflesta akandi vegfarendur á Laugaveg- inum. Stundum er veðurfarið tínt til sem rök fyrir því að Ísland henti illa til göngugatna eða bílleysis almennt. Sama umræða átti sér stað í Kaupmannahöfn þegar Strikið var gert að göngugötu. Danir segja sjálfir að þeir hafi aðeins tvær árstíðir: Átta mán- aða langan vetur og fjóra mánuði af vondu veðri. Samt dylst fáum að breyting Striksins í göngu- götu árið 1962 hafi gefist vel. Það er auðvitað ekki óskiljan- legt að menn hræðist breytingar. Verslunarmaðurinn þekkir þann kúnna sem hann hefur og vill halda í hann, frekar en að treysta á einhvern annan kúnna sem kannski kemur seinna. Það er skiljanlegt að menn óttist um að afkoma þeirra kunni að skerðast. En sé horft til reynslu annarra landa er engu að síður full ástæða til að ætla að verði rétt að málum staðið þá sé hægt að stórauka verslun á Laugaveg- inum með því að opna hann að fullu fyrir gangandi vegfarend- um en koma bílunum fyrir ann- ars staðar. Til lengdar þá færi best á því að allur Laugavegurinn frá Hlemmi niður að Skólavörðustíg, sem og Bankastrætið yrði gert að svæði fyrir gangandi vegfar- endur. Í þarnæstu atrennu mætti svo taka hluta Skólavörðustígs og Klapparstígs. En til að byrja með er sú leið borgaryfirvalda að opna hluta Austurstrætis varan lega fyrir umferð gangandi vegfarenda allt árið um kring og bæta við nokkrum öðrum götum yfir sumartímann skynsamleg. Það eina sem þarf er að koma sem fyrst fyrir bjórtjöldum og sölubásum á þeim auðu bíla- stæðum sem til verða á götum á borð við Austurstræti. Annars munu sumir labbakútar halda áfram að bakka í þessi stæði úr nálægum götum, mér og öðrum unnendum borgarlífs til ama. Pawel Bartoszek Stærðfræðingur Í DAG Dagur barnsins Uppeldi Eðvald Einar Stefánsson sérfræðingur hjá umboðsmanni barna Fyrir mig sem foreldri er fátt jafn dýrmætt og sam- verustund með börnunum mínum. Að setjast á gólfið í barnaherberginu og skapa meistaraverk úr legókubb- um getur fullkomnað daginn fyrir mig sem foreldri og ekki síst fyrir börnin mín. Sú samverustund er ekki bara dýrmæt fyrir mig heldur er hún gull í augum barnanna. Við megum aldrei gleyma að það erum ekki við for- eldrarnir sem eigum börnin heldur eru það börnin sem eiga okkur foreldrana að. Við erum þau fyrstu sem þau kynnast og þau fyrstu sem þau læra af. Þau treysta því að við berum hag þeirra fyrir brjósti og það er okkar að halda í það traust og veita þeim alla þá athygli og umhyggju sem við mögulega getum. Síðasti sunnudagurinn í maí er dagur barnsins að því undanskildu að hvítasunnu- dagur lendi ekki á sama degi. Í ár er dagur barnsins nú á sunnudaginn kemur. Í hinum fullkomna heimi væru að sjálfsögðu allir dagar „dagur barnsins“ en við vitum vel að svo er ekki. Skyldur okkar eru margar og þær fara ekki alltaf vel saman við hug- myndir okkar um að eiga góða samveru með börnun- um. Á degi barnsins ættum við að prófa að leggja allar skyldur okkar til hliðar ef við mögulega getum og láta börn- in njóta þess að eiga samveru með þeim sem standa þeim næst. Það þarf ekki að kosta neitt að eiga ánægjulega stund með barninu sínu held- ur er megin tilgangur dagsins að setja barnið í öndvegi. Börn geta einnig haft ákveðnar hugmyndir um það hvernig þau vilja eyða degin- um með foreldrum sínum eða þeim sem standa þeim næst. Hlustum á þær raddir og leyf- um börnunum að hafa áhrif. Ef þau vilja vakna snemma og horfa á teiknimyndir með foreldrunum þá vöknum við snemma og horfum á teikni- myndir saman, ef þau vilja fara út í hjóla- eða göngutúr þá gerum við akkúrat það. Dagurinn er þeirra, njótum hans saman og gerum það sem börnunum finnst mest gaman. AF NETINU Tekið forskot á sæluna Gott er, að þeir, sem hafa efni á tólf milljóna króna jeppa, geti fengið sér rafdrifinn jeppa á sama verði. […] Fyrsta skrefið frá benzíni og olíu er samkeppnishæft verð nýrra bíla. Annað skrefið er svo, að hægt sé að aka nýju bílunum, en svo er ekki. Hleðslan dugir í 200 kílómetra, hálfa leið til Akureyrar. Þá þarf að bíða tvo tíma meðan bíllinn hleðst. Svo er áfylling engin utan Reykja- víkur. Jepparnir nýtast bara í innanbæjarakstri. Gera þarf áætlun um hleðslustöðvar og koma þeim upp víða um land, áður en hægt er að tala í alvöru um rafbíla. jonas.is Jónas Kristjánsson Sérframleiðum bursta eftir þínum þörfum. • •B U R S TA G E R Ð I N ÍS L E N S K U R I Ð N A Ð U R Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0030 · www.burstagerdin.is TILBOÐ 3 TILBOÐ 2 TILBOÐ 1 Komið og prófið nýja matseðilinn okkar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.