Fréttablaðið - 27.05.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.05.2011, Blaðsíða 24
4 föstudagur 27. maí Inga Örlygsdóttir, oftast kennd við skemmtistaðinn NASA, fer sínar eigin leiðir í lífinu. Hún elskar starf sitt og segist ekki geta hugsað sér starf með hefðbundnari vinnutíma. Viðtal: Sara McMahon Ljósmyndir: Stefán Karlsson I nga er fædd og uppalin í Reykjavík og bjó lengst af í Vesturbæ Reykjavíkur, ef frá eru talin þrjú ár á Blöndu- ósi. Sautján ára gömul flutti hún til Englands þar sem hún lagði stund á enskunám við Cam- bridge-háskóla í tvö ár. „Ég var alls ekki haldin sérstakri útþrá á þessum aldri, en langaði samt að prófa að búa annars staðar en á Ís- landi. Cambridge er háskólaborg og námsmennirnir koma víða að og ég kynntist þar fullt af ólíku fólki og meðal annars fyrrum eiginmanni mínum sem var ítalskur,“ segir Inga. Að námi loknu flutti hún með manni sínum til Ítalíu og settist að í bænum Cento í norðurhluta landsins. Þar bjó Inga í ein átta ár og vann meðal annars við silki- prent og heimaþrif. Hún segir flesta íbúa bæjarins hafa þekkt til „ís- lensku stelpunnar“ sem hafði flutt í bæinn og að hún hafi aldrei mætt öðru en vinsemd á meðan hún bjó þar. „Ég fylgi kannski ekki jafnöldr- um mínum í mörgu en ég er mjög gamaldags þegar kemur að sam- böndum. Mér finnst til dæmis ekki að karlmaðurinn eigi að taka til eða sinna öðrum heimilisstörfum, nema kannski eldamennskunni. Ætli ég sé því ekki nokkuð ítölsk í mér hvað þetta varðar,“ segir hún. SVAKALEG STJÖRNUSLEIKJA RAK NEKTARDANSSTAÐ Eftir að hafa búið í rúman áratug á Ítalíu flutti Inga heim og starfaði um hríð á leikskóla en tók síðan við rekstri skemmtistaðarins Óðals ásamt þáverandi sambýlismanni sínum. Rekstur staðarins gekk ekki sem skyldi og í kjölfarið ákváðu Inga og sambýlismaður hennar að breyta staðnum í nektardans- stað. „Ég ákvað að fara út í þennan rekstur því ég sá peninginn í þessu og ég hef alltaf hugsað mikið um peninga. Í leiðinni kynntist ég öllu sem ég mundi ekki vilja gera í líf- inu, en lærði þó ýmislegt gott líka. Mér fannst alltaf að það sem gerð- ist inni á þessum stað hafi ekki átt neitt skylt við raunveruleikann, þetta var eins og hálfgerður sirkus. Ég, sem var vön að fara að sofa klukkan átta á kvöldin og vakna klukkan fimm á morgnana, var skyndilega komin í miðja hring- iðu næturlífsins og farin að reka nektar dansstað. Ég var vonda konan sem réði alla dansarana og ef ég á að vera alveg hreinskilin þá hef ég sjaldan kynnst jafn miklum prímadonnum og þeim. Þær voru flestar frá Skandinavíu eða Kanada og á nokkrum vikum þénuðu þær margföld árslaun venjulegs launa- fólks,“ rifjar Inga upp. Í dag ríkir hér á landi bann við nektardansstöðum og er bann- inu meðal annars ætlað að vinna gegn mansali. Innt eftir því hvort hún hafi upplifað skuggahliðar iðnaðarins svarar Inga því játandi. „Allar atvinnugreinar eiga sínar skuggahliðar.“ STJÖRNUSLEIKJA Árið 2001 ákváðu Inga og þáver- andi sambýlismaður hennar að selja Óðal og keyptu þess í stað tón- leikastaðinn NASA, sem Inga hefur síðan verið kennd við. Hún segir daglegan rekstur staðarins vera baráttu upp á líf og dauða en getur þó ekki ímyndað sér að starfa við nokkuð annað. „Ég elska þetta starf og spennuna í kringum það. Enginn dagur er eins og þér má ekki mis- takast of oft því þá er skútan fljót að fara á hliðina, nokkur dræm kvöld í röð og þá ertu komin í mikil vandræði,“ útskýrir hún. Inga ver ómældum tíma í vinnunni og viðurkennir að hún líti á staðinn sem sitt annað heim- ili og sjálfa sig sem húsráðanda. „Ég held að ég sé algjörlega ómissandi,“ segir hún og hlær. „Og er því eigin- lega alltaf á staðnum til að fylgjast með að hlutirnir gangi vel. Ég er hér á öllum tónleikum og skólaböllum,“ segir Inga sem er óhrædd að grípa til tuskunnar og ganga í þau störf sem þarf að gera. „Ég er kannski svolítið eins og gestgjafi í eigin veislu, ég skemmti mér ekki eins vel og gestirnir heldur passa upp á að allt sé eins og það eigi að vera. Kannski maður hefði verið greind- ur ofvirkur sem barn, en mér finnst best að vera vel virk. Auðvitað getur þetta verið stressandi og örugglega fáir sem mundu „fúnkera“ í þessu starfi en ég gæti heldur aldrei unnið á skrifstofu, ég mundi segja upp fyrir hádegi.“ Í gegnum starf sitt hefur Inga kynnst mörgum þekktum einstak- lingum, bæði erlendum og inn- lendum, og viðurkennir fúslega að henni þyki alltaf jafn gaman að hitta frægt fólk. „Ég er svakaleg stjörnusleikja, ólíkt öðrum Íslend- ingum. Þegar Kiefer Sutherland kom hingað á sínum tíma þá piss- aði ég næstum í buxurnar af spenn- ingi. Annað atvik sem ég mun aldrei gleyma var þegar Harrison Ford kom aftan að mér, klappaði mér á öxlina og spurði; „How are you, Inga?“. Ég þurfti alveg að fara inn í eldhús eftir það og skvetta köldu vatni á mig,“ segir hún brosandi. „Eins finnst mér alltaf gaman að hitta íslenska listamenn á borð við strákana í Sálinni, Gusgus og Emil- íönu Torrini. Mér finnst heiður að fá að kynnast þessu fólki og er mjög uppi með mér að fá að hitta það.“ KEPPNISMANNESKJA ÚT Í GEGN NASA fyllir tíu ár núna í nóvember og hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim tíma. Fyrir nokkrum árum stóð til að að byggja hótel ofan á NASA. Áformin mættu mikilli and- stöðu, þá sérstaklega hjá tónlistar- mönnum og -unnendum sem fannst hugmyndin fjarstæðukennd, og var Skemmtanadrottning Inga hefur rekið skemmtistaðinn NASA í tíu ár og er hvergi nærri hætt. Með henni á myndinni er hundurinn Bono. 572 3400 Sumarsprengja 30 - 70% afsláttur Firði, Hafnarfirði • Sími 572 3400

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.