Fréttablaðið - 27.05.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 27.05.2011, Blaðsíða 32
27. maí 2011 FÖSTUDAGUR20 BAKÞANKAR Þórunnar Elísabetar Bogadóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Gjörðu svo vel. Og gjörðu svo vel! Framhalds... var í nokkur ár atvinnu- laus...eigin búð...þetta var stutt og laggot. Þú lítur yfir þetta þegar þú hefur tíma. Ég kem við í næstu viku! Jæja, eigum við að fá okkur herbergi og snúllast aðeins? Þarna erum við að tala saman. Og svo þrjú ár í námi í Brussel. Og svo þjálfun í hagfræðikenn- ingum á innri mörkuðum ESB! Innri mörkuð- um, Guð hjálpi okkur. Palli, villtu hjálpa mér með diskana? Hvernig geri ég það? Þú stendur hérna við hliðina á mér og þurrkar pottana og pönnurnar með viska- stykkinu og setur þá síðan á réttan stað. Ó Er það svona sem þið skemmtið ykkur? ...ekki aftur. Þetta er frábær þáttur. Fyrsti hlutinn fjallar um að ná glæpamann- inum og næsti hlutinn einblínir á réttarhöldin. Er þetta þáttur? Þetta hljómar eins og dagur í lífi mínu. Þetta er í síðasta sinn sem ég fæ mér chilibauna- burritos áður en ég leggst í híði. LÁRÉTT 2. eyja, 6. líka, 8. móðurlíf, 9. lengdar- mál, 11. guð, 12. erfiði, 14. togleður, 16. komast, 17. poka, 18. stjaka, 20. á fæti, 21. ferðast. LÓÐRÉTT 1. hróss, 3. skammstöfun, 4. verðgildi, 5. temja, 7. tilgáta, 10. hyggja, 13. bókstafur, 15. skál, 16. ónotaður, 19. bardagi. LAUSN LÁRÉTT: 2. java, 6. og, 8. leg, 9. fet, 11. ra, 12. streð, 14. gúmmí, 16. ná, 17. mal, 18. ýta, 20. tá, 21. rata. LÓÐRÉTT: 1. lofs, 3. al, 4. verðmat, 5. aga, 7. getgáta, 10. trú, 13. emm, 15. ílát, 16. nýr, 19. at. Fyrir löngu sætti ég mig við það að fyrir mörgum eru íþróttir og karlmennska tengd órjúfanlegum böndum. Ég hef nefni- lega fylgst með fótbolta frá því að ég var lítil. Allt frá þeim tíma hef ég þurft að glíma við þá skoðun að íþróttir séu fyrir karla, sérstaklega fótbolti. Þegar ég var sex ára og fór með pabba á völlinn var ég ekki spurð að því hver væri bestur í liðinu – heldur hver væri sætastur. Þó að við pabbi reyndum í sameiningu að koma fólki í skilning um að ég hefði vit á þessu til jafns við önnur börn gekk það ekki alltaf. ÞEGAR ég varð eldri sat ég svo á mér þegar karlarnir í stúkunni töluðu um karlmennskuíþróttina fótbolta. Þá fór ég líka að sjá þetta orðalag í fjöl- miðlum. Þá virtist litlu skipta að kvennafótbolti væri kominn til sög- unnar og meira að segja farinn að vera allt í lagi. MÍN TAKTÍK hefur yfirleitt verið sú að gera karlremburnar kjaftstopp með þekkingu á fótbolta og það hefur marg- oft tekist. Ég þurfti ekki að rífast og skammast, ég gat bara sýnt fram á að fótbolti væri alveg jafn mikið fyrir stelpur og stráka. ÞETTA hefur samt reglulega pirrað mig, alveg eins og það pirrar mig þegar talað er um að sparka eins og stelpa og hlaupa eins og stelpa. Svo ekki sé farið út í tvískinnung- inn í staðalímyndunum þegar konur í íþróttum eru annað hvort trukkalessur, og þar með varla kvenkyns, eða gera eitthvað „eins og stelpa“. OG SAMA hversu mikið maður heldur og vonar að þetta breytist með tímanum koma alltaf upp ný dæmi og nýjar útfærslur á því að nota kvenkynið sem skammaryrði. FYRR í vikunni sagði fyrirliði Stjörnunnar í viðtali að hann hefði ekki viljað láta sig detta eins og stelpa. Skömmu áður hafði leikmaður í Þór á Akureyri kallað mann sem hann hafði tæklað niður „andskotans konu“. Seinna atvikið var rætt í fótbolta- þætti og orðbragðið þótti ekki viðeigandi. Það var þó ekki sökum þess að út í hött væri að nota orðið kona sem skammaryrði. Nei, brotið hafði nefnilega verið gróft og hinn tæklaði hafði því ekki sýnt af sér þann aumingjaskap sem í fúkyrðinu fólst. LEIKMÖNNUM á því að þykja það slæmt að vera eins og stelpa. Stjörnumaðurinn og Þórsarinn geta þó huggað sig við að vera ekki í karlalandsliðinu, sem hefur aldrei spilað á alþjóðlegu stórmóti. Þá væru þeir nefnilega að gera eitthvað eins og stelpur. Skammaryrðið stelpa TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX „Critics choice“ Time Out, London „Þessi leiksýning hefur allt sem þarf til að skapa vel heppnað og eftirminnilegt leikverk.“ I.Þ., Mbl. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is AUKA SÝNINGAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.